Morgunblaðið - 11.02.1960, Page 20

Morgunblaðið - 11.02.1960, Page 20
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. JMóffigttnlilaftlfr 34. tbl. — Fimratudagur 11. febrúar 1960 Fjárlagarœðan Sjá bls. 11. Bátur brann i roðri IHannbjörg I G Æ R D A G brann vél- skipið Hafdís frá ísafirði, í róðri suður á Selvogs- banka. Mannbjörg varð. — I gærkvöldi kl. 10, er sím- stöðin í Grindavík lokaði, voru skipbrotsmenn enn ókomnir að landi. Þeir höfðu bjargað sér á gúmmíbjörgunarbáti og vélskipið Fróðaklettur frá Hafnarfirði, skipstjóri Björgvin Gunnarsson frá Grindavík, bjargaði áhöfn- inni, sex mönnum. Var Fróðaklettur væntanlegur milli kl. 10—10,30 í gær- kvöldi til Grindavíkur. Ekki var vitað með hverj- um hætti eldur kom upp í bátnum. Hann hafði farið í róður frá Grindavík um kl. eitt í fyrrinótt. Mun eldurinn hafa komið upp í bátnum um hádegisbilið í gær. Lengi vel munu skipverjar hafa reynt að slökkva eldinn. Um kl. 3 höfðu þeir þó orðið að yfir- gefa bátinn, svo magnaður var eldurinn þá orðinn. í gærkvöldi um kl. 5,30 höfðu Grindavikurbátar séð Hafdísi. Var báturinn þá enn á floti, lítið brunninn framan til, en mikill eldur virtist aft- an til í bátnum. Skipsmönnum á Grindavíkurbátum virtist vél skipsins enn vera í gangi, því kælivatnið hafði spýtzt frá honum reglulega. Spreng- ingar heyrðust frá bátnum. Skipstjóri á Hafdísi er Stefán Þorbjörnsson úr Hafn- arfirði, en útgerðarmaður bátsins er Jón Kr. Gunnars- son, einnig frá Hafnarfirði. — Var hann kominn til Grinda- víkur um kl. 10 í gærkvöldi, en honum höfðu ekki borizt nánari fregnir en öðrum aí því sem gerzt hafði um borð í Hafdísi um hádegisbilið í gær. — Hafdís var 79 tonna bátur og eigandinn h.f. Vesturhús á Þingeyri. Byggður var bátur- inn árið 1946 í Sviþjóð. Yfirlýsing efnahagsmálasérfræðings kommúnista: Þjóðin ,,Krónan sem heild er ofmetin lifir um efni fram" Ummæli Haralds Jóhannssonar hag- fræðings, formanns Utflutningssjóðs „UM tvennt er ég sammála þess- um starfsbræðrum mínum: Þjóð in sem heild lifir um efni fram. Krónan er otmetin“. Þessa yfirlýsingu getur að líta í nýútkominni bók um efnahags- mál eftir Harald Jóhannsson, hag fræðing, sem er einn aðal efna- hagsmálasérfræðingur kommún- ista hér á landi, og einkaráðgjafi Lúðvíks Jósefssonar, meðan hann var sjávarútvegsmálaráðherra. Var hann þá skipaður formaður stjórnar útflutningssjóðs og hluta tryggingarsjóðs bátaútvegsins. — Gegnir hann báðum þessum störf um ennþá. Tvær staðreyndir viðurkenndar Með fyrrgreindri yfirlýsingu efnahagsmálasérfræðings komm- únista eru viðurkenndar tvær þær megin-staðreyndir, sem við reisnarráðstafanir núverandi rík- isstjórnar eru byggðar á. — í fyrsta lagi, að þjóðin hefir lifað um efni fram á undanförnum árum. í öðru lagi, að verðgildi íslenzkrar krónu er ekki í neinu samræmi við hið skráða gengi hennar. Er nú vandséð, hvernig konunúnistar geta hér eftir hald- ið því fram, að viðreisnartillögur ríkisstjómarinnar séu fluttar á fölskum forsendum. Engin samræmd stefna í efnahagsmálum Fyrrgreind ummæli Haralds Jóhannssonar, efnahagsmálasér- fræðings kommúnista, viðhafði hann í grein, sem hann ritaði 30. júní 1958. — Ræddi hann þar umræður hagfræðinga, sem tóku til máls á fundi Stúdentafélags Reykjavikur um efnahagsmál. í framhaldi af umælunum, sem vitnað var til hér að ofan, komst efnahagsmálasérfræðingur komm únista að orði á þessa leið: „En fleiri og jafnvel meiri efna hagsvandamál þarfnast úrlausn- ar en þau, sem af þessu tvennu stafa. Undanfarin ár hefir mynd- azt í landinu efnahagskerfi, sem meira á skylt við merkantil- isma en kapitalisma eða sósiali- isma. Aðstaða til gróðamyndun- ar er ekki lengur viðmiðun at- vinnulegra framkvæmda. Við hef ir ekki tekið nein samræmd stefna í efnahagsmálum. Ef forða á efna hagslegu öngþveiti, verður ríkið annað hvort að t?.*ia upp vel grundvallaða stefnu í atvinnumál um, sem miðast við nokkur ár, eða gefa kapitalismanum að öðr- um kosti lausan tauminn“. Þetta var ritað fimm mánuðum áður en vinstri stjórnin gafst upp, eftir að hafa sleppt verðbólgunni lausbeizlaðri eins og óargadýri á almenning. „Allir sammála“ um g j aldey ris var as j óð I þessari sömu ritgerð komst efnahagsmálasérfræðingur komm únista einnig að orði á þessa leið: „í framsöguræðu sinni gat Jónas H. Haralz þess, að hann teldi æskilegt, að Iandið kæmi sér upp gjaldeyrisforða, sem næmi 30—40% af árlegri gjald- eyrisnotkun þess, eða um 500 milljónum króna. Um þetta hljóta allir að vera sammála“, segir efnahagsmálasérfræðingur komm únista. Á skammri stundu skipast veður í lofti. — Nú ætlar Þjóð- viljinn að rifna af vandlætingu út af því, að núverandi ríkis- stjórn stefnir að myndun slíks gjaldeyrisvarasjóðs! Hratt af stað skriðu nýrrair verðbólgu Bók Haralds Jóhannssonar, efnahagsmálasérfræðings komm- únista, hefst á formála, sem dag- settur er 31. jan. sl. — Hann er því aðeins 11 daga gamall. — í honum er m.a. komizt að orði á þessa Ieið: „Um stefnu vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar í efnahags málum er tíðrætt. Nokkrum orð- um er farið um ástæður þess, að setning síðari laganna „um út- flutningssjóð o. fl.“ í lok maí 1958 varð fyrir gýg“. — Síðan heldur efnahagsmálasérfræðing- urinn áfram formála sínum — innan sviga — og kemst þá að orði á þessa leið: „Álagning yfirfærslugjalds á rekstrarvörur sjávarútvegs og landbúnaðar með lögum þessum var ef til vill sú vala, sem hratt af stað skriðu nýrrar verðbólgu“. Efnahagsmálasérfræðingur v- stjórnarinnar hefir þannig gert allt í senn: Hann hefir lýst því yfir sem sinni skoðun. að þjóðin hafi lif- að um efni fram á undanförnum árum, að islenzka krónan hafi verið skráð á fölsku gengi, og að efnahagsmáiastefna vinstri stjórn arinnar hafi „hrundið af stað skriðu nýrrar verðbólgu“. Viðurkenning kommúnista Þessi maður hefur vissulega mælt af mikilli hreinskilni. En illa samræmast orð hans og yfir- lýsingar málflutningi Þjóðviljans nú á degi hverjum. En mikilvæg- ast er að þær sýna, að inn á sér viðurkenna kommúnistar, að við reisnarráðstafanir núverandi rikisstjórnar fela í sér raunhæfar ráðstafanir, sem geta leyst þau vandræði, sem þjóðin á nú við að etja. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd niður við höfn í gær, er verið var að skipa upp bilum úr Reykjafossi — alls 20 bílum. — Standa nú á þriðja hundrað bílar í portinu fyrir framan pakkhús Eimskipafélagsins við Borgartún. Hörmulegt slys í bœnum í gœr Drengur ferst við sprengingu í GÆRKVÖLDI var á byrj- unarstigi rannsókn á hörmu- legu slysi, sem varð í útjaðri bæjarins í gær. Tíu ára drengur að nafni Jón Gunnar Gunnarsson, Langagerði 44, Varðskip send á móti Vatnajökli EFTIR því sem Mbl. hefur frétt, munu tollyfirvöldin hér hafa feng Ið vitneskju um það utanlands lrá að um borð í Vatnajökli væri nokkurt magn af áfengi, sem smygla ætti hér inn. — Einn þáttur þess að koma í veg fyrir að þetta tækist, var að varðskip voru send ,,geng“ Vatnajökli. Vatnajökull var staddur út af Portlandi, er eitt varðskipanna kom til móts við skipið og sneri það þegar við og fylgdist með yatr.ajökli. Þegar dimmt var orð- ið var kveikt á ljóskastara á brú varðskipsms og honum beint á skipið, þannig að úr brú varð- skipsins var fylgst með öllum monnaferðum og athöfnum manna á þiljum uppi. Þetta varðskip fylgdist með Vatnajökli allt að Garðskaga og stöðugt var hinum sterka ljós- kastara beint á Vatnajökul. Við Garðskaga tók annað varðskip við og fylgdi það Vatnajökli inn á Reykjavíkurhöfn. þess að koma í veg fyrir hugsan- lega smygltilraun á áfenginu frá skipinu, áður en það kæmi inn til Reykjavíkur. Talið er að tollyfirvöldin hér hafi fengið upplýsingar um áfengið, sem tollverðirnir fundu loks, frá deild INTERPOOL-lög- reglunnar í hafnarborginni Bol- ogne í Frakklandi, en þar hafði hið franska áfengi verið keypt. Síðdegis í gær hafði sakadóm- araembættinu ekki borizt kæra Mun þetta hafa verið gert til út af þessu smygli. beið bana af völdum spreng- ingar. Þessi hörmulegi atburður átti sér stað í porti við húsið Mela- velli við Sogaveg. Á þessum stað, eða öllu heldur í portinu hefur bílasala sölunefndar varnarliðs- eigna farið fram. Nú er sú starf- semi þaðan flutt og hefur nú tek- ið við portinu fyrirtæki eitt sem Faxaver heitir. Portið mun hafa átt að vera lokað. Eftir því sem fyrir lá um þenn- an hörmulega atburð í gærkvöldi, mun Jón Gunnar hafa verið í portinu ásamt tveim drengjum yngri og einum jafnaldra sínum. Ekki er fyllilega ljóst hver að dragandi slyssins var. Talið er að í portinu hafi drengurinn fundið allstóran brúsa. Honum hafi verið kastað á bál sem þeir höfðu kveikt þar í portinu. Mun Jón Gunnar hafa fleygt brúsan- um á bálið. Mikil sprenging varð 1 brúsanum, botninn rifn- aði úr hornun og við spronging- una mun eldur hafa læst sig í föt Jóns Gunnars. Drengirnir höfðu hlaupið sem fætur toguðu út úr portinu er sprengingin varð. Er að var komið nokkru síðar, var drengurinn mikið brunninn og lítt með lífsmarki. Lézt hann fá- einum mínútum eftir að komið var með hann í sjúkrahús. Eins og fyrr greinir var rann- sókn þessa hörmulega slyss á byrjunarstigi í gærkvöldi. Var þá t.d. ekki vitað hvernig stóð á þessum brúsa í portinu, en víst er talið að á honum hafi verið benzínslatti. Jón litli Gunnar, sem var 10 ára, var sonur Gunnars Krist- jánssonar teiknara Langagerði 44 og konu hans Guðlaugar Klemenz dóttur. Var Jón Gunnar næst elzt ur fjögurra sona. 2. umræða ■ dag EFNAHAGSMÁLAFRV. rikis- stjórnarinnar verður tekið til 2. umr. í neðri deild á morg- un, væntanlega með afbrigð- um, því nefndarálitum hafði ekki verið útbýtt í gær. ÚTVARPSUMRÆÐUR Þriðja umræða í neðri deild verður útvarpsumræða, og fer fram n.k. mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.