Morgunblaðið - 23.02.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 23.02.1960, Síða 1
20 síður Innlánsvextir allt aö 10% - aimennir víxilvextir 11% 40 millj. kr. aukið fjarmagn til íbúða- bygginga. Islenzk króna skrdð d nýju gengi \ Takmarkið: Aukin sparifjár- s ! myndun — stöðvun verðbólgu RÍKISSTJÓRNIN hefur nú samkvæmt heimild í viðreisnar- lögunuin gert ráðstafanir til þess í samráði við stjórn Seðla bankans að almennir bankavextir og vextir hjá ýmsum fjárfestingarlánsstofnunum hækki verulega. Almennir inn- lánsvextir munu hækka úr 5% í 9% og vextir af 6 mánaða bókum úr 6% í 10%. Er hér um að ræða merkilegt spor til þess að auka sparifjármyndun í Iandinu. Almennir víxilvextir verða 11% en þeir voru áður 7% hjá Landsbankanum og 7%% hjá öðrum bönkum. Tilgangur hækkunarinnar á útlánsvöxtunum er að draga úr eftirspurn eftir lánsfé og vinna þannig gegn verðbólgu. Á laugardagsmorgun kom danska ríkisstjórnin saman á örstuttan fund til þess að ræða viðhorf mála eftir andlát H. C. Hansens forsætisráð herra. — A borðinu fyrir framan stól hins látna lá blómvöndur — rauðar og hvítar nellíkur. — Á myndinni sjást (f. v.): Viggo Starcke, ráðh. án stjórnardeildar, Viggo Kampmann. settur forsætisráðherra og Jörgen Jörgensen, menntamála- ráðherra. — Talið er víst, að Kampmann verði formlega skipaður forsætisráðherra í dag. — Sjá stutta grein um hann á bls. 3. — 40 millj. króna til aukinna íbúðalána Þá hefur ríkisstjórnin jafnhliða gert ráðstafanir til þess að afla 40 millj. kr. til íbúðalána umfram tekjur Bygg- ingarsjóðs ríkisins (húsnæðismálastjórnar). Nokkrum hluta þessarar upphæðar verður varið til þess að losa menn sem nýhúnir eru að byggja, við erfiðar lausaskuldir í bönkum. Ennfremur mun ríkisstjórnin leita eftir samningum við bankana og stærstu sparisjóðina um, að þeir fallist á að breyta víxillánum, er nemi allt að 15 millj. kr. í íbúðalán. ef um er að ræða sérstaka erfiðleika byggjenda vegna Iausaskulda. — Um þessar ráðstafanir gaf ríkisstjórnin út fréttatilkynn- ingu sl. sunnudag. Jafnframt tilkynnti Seðlabankinn að ný skranmg íslenzkrar krónu hefði verið ákvcðin í samræmi við viðreisnarlögin, sem staðfest voru af forseta íslands si. laugardag. — Fréttatilkynningar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um þessi efni fara hér á eftir: munu hækka úr 5% í 9% og vextir af sex mánaða bókum úr 6% í 10%. Almennir víxilvextir munu verða 11%, en þeir voru áður 7% hjá Landsbanka fslands og 7)4% hjá öðrum bönkum. • Ftréttatilkynning ríkisstjórnarinnar Stjórn Seðlabankans hefur i dag samkvæmt tilmælum ríkis- stjórnarinnar ákveðið hækkun á innláns- og útlánsvöxtum bank- anna. Almennir innlánsvextir 46 fórust í landskjálftu ALGEIRSBORG, 22. febrúar. (Reuter) — Þrír mjög harðir landskjálftakippir nær ger- eyddu þorpunum Melouza og Beni-Hilmanez í gær. Þorpin eru um 150 km suður af Al- geirsborg. 46 manns, aðallega konur og börn, létu lífið, en 88 slösuðust. Um 600 hundruð manns urðu heimilislausir í náttúruham förum þessum. Voru matvæli, ullarteppi og annar bráða- birgðaútbúnaður flutt til fólksins í dag, en það hefst við í grennd við hin eyddu þor. Landskjálfti mikil varð á sömu slóðum fyrir 12 árum og eyddust þá t. d. þessi sömu þorp að mestu. • Jafnframt hefur ríkisstjórnin samkvæmt heimild í lögum um efnahagsmál ákveðið, að vaxta- kjör eftirtalinna fjárfestingar- lánastofnana breytist sem hér segir: Húsnæðismálastjórn, A- lán, hækki úr 7% í 9%, Bygg- ingarsjóður sveitabæja og Bygg ingarsjóður verkamanna úr 3)4% í 6%, Ræktunarsjóður og Framh. á bls. 2. Bretar láta undan síga \Kalla togara s'ma út fyrir 12 milna \ mÖrkin tyrir Genfarráðstefnuna LONDON, 22. febr. (Einka- skeyti til Mbl.) — Samband brezkra togaraeigenda til- kynnti í kvöld, að útgerðar- mcnn mundu láta togara sína hætta veiðum innan 12 mílna fiskveiðimarkanna við ísland, á meðan Genfar- ráðstefnan um réttarreglur á hafinu stendur yfir — frá 17. marz til 14. apríl nk. I tilkynningunni segir síð- an: „Samband brezkra tog- araeigenda tók þessa ákvörð- un, án þess að það hafi nokk- ur áhrif á þá skoðun þess og kröfu, að skip, er séu að veið- um við ísland upp að fjög- urra mílna mörkunum, sem Eisenhower til S.-Ameríku WASHINGTON og San Juan, Puerto Rico, 22. febr. (Reuter). — Eisenhower forseti lagði af stað í Suður-Ameríkuför sína í dag. Fyrsti áfanginn var San Juan í Puerto Rico. Er flugvél forsetans lenti þar, voru um 15 þús. manns þar fyrir til að taka á móti honum. Flestir tóku forsetanum mjög vinsamlega, en allstór hópur manna bar spjöld, sem á voru letruð slagorð eins og: „Gleymið ekki loforðunum um sjálfstæði Puerto Rico“ — og „Burt með nýlendustjórnina“. — f sambandi við þessa för forsetans söfnuðust einnig allmargir Puerto Rico- menn saman fyrir framan Hvíta húsið í Washington. Festu þeir upp skilti, þar sem m.a. var letr- að: „Mr. Ike, för yðar til hinnar rómönsku Ameríku er tíma- eyðsla. Fidel Castro vísar okkur veginn“. , Eisenhower fer á morgun til Brazilíu. Þar og í Argentínu, Chile og Uruguay mun hann ræða við stjórnarleiðtoga. — Herter utanríkisráðherra er í för með forsetanum. hingað til hafa verið virt, séu í raun og veru að fiska með löglegum hætti á úthafi — þar til og ef öðru vísi verður ákveðið í Genf“. Hin „sáttfúsa afstaða“ I tilkynningunni er ennfremur talað um það, að ákvörðun þessi sé ljóst tákn um hina sáttfúsu afstöðu togaraeigenda í hinu við- kvæma deilumáli. Tilgangurinn sé, að „bæta andrúmsloftið á Genfarréðstefnunni". — Þá er það undirstrikað, að hér sé um að ræða mikla „fórn“ af hálfu allrar brezku togaraútgerðarinn- ar, þar sem sjóréttarráðstefnan sé haldin á tíma, þegar veiði við ísland sé yfirleitt mjög góð. Þess vegna vænti útgerðarmenn þess, að þessi ákvörðun leiði til „varanlegrar og réttlátrar lausn- ar á deilunni um fiskveiðitak- rnörkin", eins og segir í tilkynn- ingunni. Frásögn „Daily Telegraph“ í morgun skýrði blaðið „Daily Telegraph“ frá því, að brezka stjórnin mundi taka ákvörðun um það í þessari viku, hvort brezkir togarar skyldu hætta veiðum innan tólf-mílna mark- anna við ísland. — Talsmaður landbúnaðar- og sjávarútvegs- málaráðuneytisins lýsti því yfir síðar í dag, að frásögn blaðsins væri „ónákvæm“ — en bætti því við, að „talið væri“ að útgerðar- menn sjálfir ræddu nú, hvað gera skyldi í þessu efni, á með- an á sjóréttarráðstefnunni stend- ur. — Stjórnin getur ekki skipað fyrir Bæði talsmenn ríkisstjórnar* innar og útgerðarmanna lögðu áherzlu á, að stjórnin gæti ekki fyrirskipað ,að togararnir hættu veiðum innan 12 mílna línunnar — slíkt væri undir ákvörðunum togaraeigenda sjálfra komið. — Ríkisstjórnin gæti aftur á móti hætt að láta flotann vera tog- urunum til verndar á miðunum. Fulltrúar togaraeigenda hafa undanfarið ráðgazt við ríkis- stjórnina, félagsskap togaraskip- stjóra og fulltrúa verkamanna- félaga um málið. Erlent f jármagjn LONDON, 22. febr. (NTB/Reut- er). — Trygve Lie átti í dag einkaviðræður við ýmsa brezka kaupsýslumenn um möguleika á að fá brezkt fjármagn lagt í norsk iðnfyrirtæki. — Einhvern næstu daga, sennilega á miðvikudag, mun hann ræða málið við Selwyn Lloyd utanríkisráðherra, og á föstudaginn hittir hann verzlun- armálaráðhr., Reginald Maudling, að máli. □- |Í0r§íjimMtóifr Þriðjudagur 23. febrúar. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Hinn nýi forsætisráðherra Dana — 8: Tollþjónar og smygl. — 9: Rætt við Þorstein hreppstjóra í Suðursveit. — 10: Ritstjórnargreinar: Á krossgöt- um. — Kænskubragð eða . . .? — 11: Heimsókn í ballettskóla Þjóð- leikhússins. — 18 og 19: íþróttir. □-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.