Morgunblaðið - 23.02.1960, Side 3

Morgunblaðið - 23.02.1960, Side 3
Þriðjudagur 23. febrúar 1960 MORCVNBT.AÐIÐ 3 *** + *&! inn nýi forsœtis ráðherra Dana riggo Kampmann er maður virtur og vinsœll HINN NÝI forsætisráð- herra Dana heitir fullu nafni Olfert Viggo Fisch- er Kampmann. Hann verð ur fimmtugur á sumri komanda — fæddist 21. júlí ’10 á Frederiksbergi. Faðir hans dó, þegar hann var aðeins 8 mánaða gam- all, og varð þá móðir hans, sem átti fyrir þrem öðrum börnum að sjá, að leysa upp heimilið að nokkru. — Viggo litli fór til föðursystur sinnar og manns hennar í Freder- icia — og ólst þar upp sem sonur þeirra. Því hef- ir hann látið svo um mælt í gamni, að þótt hann ætti þrjú systkini, væri hann eiginlega einkabarn. ★ Eftir að Viggo Kampmann hafði tekið stúdentspróf í Fredericia, hélt hann til Kaup mannahafnar 1928 til„l>ess að hefja háskólanám í hagfræði Prófi lauk hann 1934. — Næstu árin starfaði Kamp- mann sem hagfræðingur á veg um stjórnarinnar og í ýmsum stjórnskipuðum nefndum, og ávann hann sér fljótt mikið alit, einkum sem sérfræðing- ur í skattamálum. ★ Nafn hans á allra vörum Þegar Thorkil Kristensen vaið fjármálaráðherra . árið 1945, hafði hann hinn unga card. polit. Viggo Kampmann m,,ög í huga, í sambandi við áætlanir sínar um ýmsar fram kva mdir á efnahagssviðinu. — Og vorið 1946 gerðist það, se leiddi atihygli allrar þjóðar- innar að Kampmann. Þá var stonað embætti sérstaks hag- fræðiráðunautar við þá deild fjármálaráðuneytisins, sem um skattamál fjallaði. Akveð- ið var að ráða Viggo Kamp- mann í þessa stöðu — og leggja skyldi hana niður, þeg- ar hann hætti störfum, nema annað yrði ákveðið með lög- um. — Með öðrum orðuin Þetta embætti við fjármála- ráðuneytið var stofnað ein- göngu í þeim tilgangi að tryggja stjórninni Kampmann sem ráðunaut í skattamálum. Þetta var vissulega fágæt við- urkenning — og nafn Viggo Kampmanns var á allra vör- um. ★ Mikil reynsla Þegar Vilh. Buhl varð svo efnahagsmálaráðherra 1947, í stjórn Hedtofts, var Kamp- mann skipaður ráðuneytis- stjóri í efnahagsmálaráðuneyt inu. — Hann hafði þvi mikla og góða reynslu að baki, þegar hann fyrst varð fjármálaráð- herra, í sept 1950, er Hedtoft endurskipulagði stjórn sína. Þá varð hinn nýlátni forsætis ráðherra, H.C. Hansen, verzl- unarmálaráðherra, en Kamp- mann fjármálaráðherra í hans stað. — Hann var þó aðeins skamma stund ráðherra í það sinn, því að stjórnin sagði af Viggo Kampmann og Eva kona hans á heimili þeirra. — Þau giftust árið 1942 og eiga þrjár dætur barna. sér eftir aðeins sex vikna setu vegna sjörskömmtunarmálsins svonefnda. — Var þá Kamp- mann bankastjóri við Veð- bankann næstu þrjú árin, eða þar til hann varð fjármálaráð- herra á ný árið 1953. Hefir hann síðan gegnt því embætti og notið sívaxandi álits sem mikill sérfræðingur í fjármál- um. og þá hvað helzt skatta- málum — sem fyrr. ★ Vinsælasti fjármálaráð- herrann Viggo Kampmann hefir nefnt sjálfan sig „talnamanninn". Hann hefir leikið sér að tölum allt frá barnæsku — en hann hefir aldrei orðið þræll þeirra, heldur hefir honum tekizt að beita þeim til þess að sjá, hvað á bak við þær liggur, ef svo mætti segja. — Hann hefir ver ið þingmaður fyrir kjördæm- ið Slagelse-Korsör síðan 1953 — og hann vann þar fljótt ör- uggt fylgi og miklar vinsæld- ið, sem hann hefir haldið af jafnmiklu öryggi. Kampmann er lýst svo, að hann sé maður fordómalaus, frjálslegur í framgöngu og hafi sérlega skemmtilegt skop skyn. Þessir eiginleikar hafa aflað honum mikilla vinsælda Ríkisstjórnin mun koma sjóðum afvinnuveganna á traustan grundvöll Vaxtahækkunin rædd á Alþingi Á FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær urðu nokkrar umræður utan dagskrár um hina nýju vaxtahækkun. — Kvöddu forystumenn stjórn arandstöðunnar, Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirs- son, sér hljóðs og vörpuðu fram spurningum varðandi ýmis atriði og deildu hart á vaxtahækkunina. Af hálfu ríkisstjórnarinnar töluðu — Emil Jósson, félagsmálaráð- herra, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðhr., og Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra. Til samráðs. Stjórnarandstæðingar spurðu hvort lánstíma á lánum frá hin- um ýmsu sjóðum hefði verið breytt og einnig spurðu þeir hvort sá háttur hefði verið hafð- ur á, sem fyrr segir í 32. gr. efnahagslaganna, að kalla stjórn- ir viðkomandi sjóða til samráðs um vaxtahækkanir. Kvaðst Ey- steinn ekki hafa verið boðaður sem stjórnarmeðlimur í einum þessara sjóða, en Einar Olgeirs- son innti sérstaklega eftir hver afgreiðsla Seðlabankans hefði verið í málinu. Boðaðir. Emil Jónsson skýrði frá því, að lengd lánstíma hefði verið stytt úr 20 árum í 15 hjá Rækt- unarsjóði og Fiskveiðasjóði. Varð andi það, að Eysteinn Jónsson hefði ekki verið boðaður til sam- ráðs sem stjórnarmeðlimur, skýrði ráðherrann frá því, að hann hefði falið ráðuneytisstjóra sínum að boða á sinn fund stjórn- ir þeirra sjóða, er undir hann heyrðu. Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því, að stjórn Seðlabankans. hefði haldið fund um málið og skilað áliti til ríkisstjórnarinnar. Hefðu tveir stjórnarmeðlimir, Ólafur Jóhannessön, prófessor, og Ingi R. Helgason, lögfræðingur, tjáð sig andvíga vaxtahækkumnni. Hörmungarástand. Ingólfur Jónsson skýrði frá því, að hann hefði kvatt bankaráð og bankastjóra Búnaðarbankans á sinn fund í landbúnaðarráðuneyt inu og leitað álits þeirra á til- lögum um vaxtahækkun, og skýrði frá afstöðu einstakra Ibankaráðsmanna. Þá lýsti ráð- herrann nokkuð því hörmungar- ástandi, sem þessir sjóðir hafa búið við, er m. a. hefur leitt til þess, að þeir hafa hvergi nærri getað staðið við skuldbindingar sinar að undanförnu. Kvað hann það ætlun ríkisstjórnarinnar að koma þessum sjóðum atvinnuveg anna á traustan grundvöll, því ekki yrði haldið lengur áfram á sömu braut. Enda væru allir, sem til málanna þekktu, í hjarta í GÆR var útbýtt á Alþingi frv. frá ríkisstjórninni um breytingu á lögum um einkasölu ríkisins á tóbaki. Er í frv. lagt til að 8. gr. gildandi laga orðist svo: Ríkisstjórnin ákveður heild- söluálagningu á tóbak eftir því, sem henta þykir fyrir hverja tegund. Tóbak til sauðfjárbaðana og inngjafar sauðfjár við orma- veiki skal selja án hagnaðar. í athugasemdum segir á þessa leið: í núgildandi lögum er ákveð in hámarkshundraðstala fyrir álagningu Tóbakseinkasölu ríkis- ins. Á hinn bóginn eru engin slík hámarksákvæði í lögum um sínu sammála um réttmæti aö- gerða ríkisstjórnarinnar, enda þótt Framsóknarmenn reyndu nú að gera sér mat úr því við kjós- endur, að halda því fram ,að hægt hefði verið að halda áfram á gjaldþrotabrautinni. Menn myndu þó skilja, að æskilegra væri, að geta fengið hærri lán úr sjóðunum, enda þótt menn þyrftu að greiða hærri vexti fyrir það. Að sjálfsögðu færi fram endurskoðun á því síðar, hvaða vextir þyrftu að vera á lánveit- ingum fjárfestingarsjóðanna þeg ar fyrirhuguð vaxtalækkun yrði framkvæmd. Ingólfur Jónsson gat þess að lokum, að þær lán- veitingar frá fyrra ári, sem ekki hefðu enn verið afgreiddar í Bún aðarbankanum, mundu njóta sömu vaxtakjara og verið hefði enda yrði fé fyrir hendi til að ljúka þessum lánum. einkasölu á áfengi. Virðist eðli- legt, að sami háttur sé hafðui á um Tóbakseinaksöluna, og er það efni þessa frumvarps. Kemur í kvöld HAFNARFIRÐI — Hið nýja stál skip, Auðunn, sem Ásar hf. hafa keypt frá Noregi og átti að koma hingað í gær, tafðist nokkuð vegna smávegis bilunar og varð að leita inn ti'l Færeyja. Er það væntanlegt í kvöld. Tóbak verölagt eftir sömu reglum og áfengi SMSTEINAR Átta togarar bundnir Þjóðviljinn skýrir frá því sl. sunnudag, að „átta togarar (sén nú) bundnir vegna manneklu". Á þetta var einnig minnzt hér i blaðinu fyrir skömmu. Hvernig stendur á því, að þessi skip, þessi afkastamiklu fram- leiðslutæki liggja nú bundin i höfn? Ástæða þess er einfaldlega sú, að verðbólgan hefur sligað rekst- ur þeirra. Flest allir togarar okk- ar íslendinga hafa undanfariS verið reknir með tapi, þrátt fyr- ir hina svokölluðu styrki og upp- bætur, sem útgerðinnni hafa ver- ið veittar af opinberri hálfu. Framleiðslukostnaður er oröinn alltof mikill og þessi stórvirk- ustu framleiðslutæki þjóðarinn- ar geta heidur ekki lengur keppt um vinnuaflið við aðrar atvinnu- greinar. Þess vegna fást ekki menn á togarana og fleiri og fleiri þeirra leggjast við land- festar. Atvinnuleysi er fjar- stæða En af þessu, að verðbólgu- stefnan hefur bundið 8 togara vi9 brvggjur, sést það m. a., hversu fráleit sú fullyrðing kommún- ista er að hér sé nú yfirvofandi stórfellt atvinnuleysi. Það vantaS menn á þessa 8 togara, fyrst og fremst íslendinga, sem eiga að geta búið við lífvænleg lífskjör ef rétt er á haldið. Það verður hlutverk hins nýja efnahagskerf- is að beina vinnuaflinu í vax- andi mæli að útflutningsfram- leiðslunni. Ef því ekki tekst það, sem verðbólgu og styrkjastefn- unni mistókst, er voði fyrir dyr- um. Gjaldþrot uppbóta- kerfisins En ef til vill sýnir ekkert bet- ur, en þessi stöðvun togaranna, hversu gersamlegt gjaldþrot upp bóta- og styrjakstefnunnar var orðið. Á grundvelli hennar var vonlaust að reka atvinnuvegi ts- lendinga framvegis. Sjálft kerfið fól í sér sinn eigin dauðadóm. Verðbólgan hélt stöðugt áfram að sökkva framleiðslutækjunum dýpra og dýpra í hallareksturs- fenið. Það var sama hve háir skatt ar voru lagðir á almenning eitt árið. Annað árið hafði skapazt stórfeld þörf fyrir nýja skatta, til þess að hægt væri að halda á- fram að ausa i hina óseðjandi verðbólguhít. Allskonar spilling f kjölfar styrkja- og uppbóta- kerfisins sigldi svo alls konar spilling og óreiða. Þetta fyrir- komulag dró stöðugt úr viðleitni einstaklinganna til þess að reka atvinnufyrirtæki sín á hag- kvæman hátt. Framleiðslan fékk hallarekstur sinn borgaðan úr ríkissjóði. Ríkissjóður sótti síðan peningana í vasa almennings. Þannig gekk svikamyllan. Ekkert er eðlilegra en að menn greini nokkuð á um það þegar í óefni er komið, hvaða leiðir skuli fara til viðreisnar. En ó- hætt mun að fullyrða, að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga hafi gert sér ljóst, að styrkja- og uppbótarkerfið hafði gengið sér til húðar og óhjákvæmilegt var að skipta um stefnu. Nú skiptir þess vegna meginmáli, að þjóðin taki höndum saman um efna- hagslega viðreisn, líti raunsætt á hag sinn og mæti framtíðinni alráðin þess að halda áfram upp- byggingu þjóðfélags síns. Það er hið mikla verkefni kynslóðar okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.