Morgunblaðið - 23.02.1960, Page 10
10
MORCVNBL/IÐ1Ð
Þriðjudagur 23. febrúar 1960
tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
Á KROSSGÖTUM
TSLENDINGAR standa nú á
krossgötum í efnahagsmál-
um sínum. Uppbóta- og
styrkj akerfið hefur verið af-
numið. Framundan er nýtt
uppbyggingar- og viðreisnar-
tímabil. Grundvöllur þess er
hallalaus og þróttmikil út-
flutningsframleiðsla.
Tilraun, sem ekki má
mistakast
Sú tilraun, sem felst í
gengisbreytingunni og
hinu nýja efnahagskerfi,
má ekki mistakast. íslend-
ingar eiga nú ekki nema
um tvennt að velja: Annað
hvort nýjan og hetri tíma
á grundvelli raunsærrar
efnahagsmálastefnu eða
stórfellt hrun og vandræði.
Ef alvara yrði gerð úr þeim
hótunum, sem kommúnistar
hafa haft í frammi, og Fram-
sóknarmenn hafa einnig tek-
ið undir, um að hleypa nú af
stað stórátökum milli stétta
um kaup og kjör, hlyti að
leiða af því nýja gengisfell-
ingu. Með kauphækkunum nú
eða á næstu misserum, mundi
uppétinn sá hagnaður, sem
útflutningsframleiðslunni er
ætlaður af gengisbreyting-
unni. Hallarekstur hefði þá
skapazt að nýju. Við því
ástandi væri ekki nema um
tvö læknislyf að ræða: Áfram
haldandi gengislækkun eða
upptöku styrkja- og uppbóta-
kerfisins að nýju.
Hver vill slíkt öngþveiti
Hvaða hugsandi og ábyrg-
ur íslendingur vill leiða yfir
þjóð sína slíkt öngþveiti og
upplausn?
Getur nokkrum manni
komið til hugar, að hann sé
að bæta kjör sín með því að
hleypa af stað nýju verð-
bólguflóði, sem síðan hefur í
för með sér annaðhvort stór-
fellda nýja gengislækkun eða
skattaálagningu til þess að
standa undir styrkja- og upp-
bótakerfinu að nýju?
Nei, hér ber allt að sama
brunni. íslenzka þjóðin verð-
ur að gera sér Ijóst, að hún
stendur nú á örlagaríkum
krossgötum. — Grundvöllur
hefur verið lagður að efna-
hagslegri viðreisn — ef þjóð-
in aðeins vill taka á sig stund-
aróþægindi af læknisaðgerð,
sem ekki varð umflúin. —
KÆNSKUBRAGÐ
EÐA—?
CJÚ fregn, að brezka stjórnin
^ hafi ef til vill í hýggju að
hætta að láta herskip sín
vernda landhelgisveiðar
brezkra togara, hlýtur að
vekja mikla athygli. Síðan
12 mílna fiskveiðitakmörkin
tóku gildi hinn 1. sept. 1958
hefur brezki flotinn haft her-
skip á íslandsmiðum til
verndar brezka togaraflotan-
um hér við land, sem hvattur
hefur verið til þess, og bein-
línis fyrirskipað, að stunda
veiðar innan hinna nýju fisk-
veiðitakmarka. Síðustu mán-
uði má raunar segja, að mjög
lítil brögð hafi verið að land-
helgisbrotum brezku togar-
anna.
Með Genf í huga
Fregnin um það, að Bretar
hyggist nú hætta að vernda
landhelgisveiðar togara sinna,
hlýtur óhjákvæmilega að
vekja þá spurningu, hvort
hér sé um kænskubragð af
þeirra hálfu að ræða vegna
fyrirhugaðrar Genfar-ráð-
stefnu, eða hvort þeir hafi
raunverulega og endanlega I
látið af ofbeldisaðgerðum sín-
um gangvart íslendingum?
Ekkert skal um það full-
yrt á þessu stigi málsins, hvað
fyrir Bretum vakir. Augljóst
er þó, að þeir telja það sízt
bæta fyrir málstað sínum á
Genfarráðstefnunni, ef þeir
héldu samtímis henni uppi
hernaðaraðgerðum gegn ís-
lenzku þjóðinni. Brezka
stjórnin hefur áreiðanlega
orðið þess vör, að ofbeldisað-
gerðir flota hennar gagnvart
íslendingum hafa ekki mælzt
vel fyrir.
Göngum hægt um gleð-
innar dyr
Islendingar fagna því að
sjálfsögðu, ef Bretar fella
niður hernaðaraðgerðir gegn
þeim og draga flota sinn burt
af íslandsmiðum.
En í bili virðist varleg-
ast að ganga hægt um
gleðinnar dyr og gá að sér,
byggja ekki of miklar von-
ir á því, að Bretar hafi
endanlega látið af ofbeldis-
aðgerðum sínum.
Brezka birgðaskipið og freigátan Hound.
53 brezk herskip
Olíuskip b sífelldum siglingum og tug.
milljóna auka kosinaður
STÆRSTA viðfangsefni
brezka flotans á árinu 1959
var varðgæzlan við Is-
landsstrendur. Yfirflota-
foringi Breta, Carrington
lávarður, skýrði fyrir
nokkru frá þessu á fundi
með blaðamönnum.
Hann sagði um leið, að
hvorki meira né minna en 53
af herskipum hennar hátign-
ar hefðu tekið þátt í hinum
víðtæku og erfiðu flotaaðgerð-
um við íslandsstrendur. Allan
tímann voru þrjú eða fjögur
herskip stöðugt við íslands-
strendur og mikill hluti tund
urspilla og freigátuflota þeirra
var og í þessu. En í þeim flota
eru alls 78 herskip.
54 milljóna aukakostnaður
Lord Carrington aðmíráll
greindi ennfremur frá því, að
aukakostnaðurinn við að setja
olíu á herskipin á íslandsmið-
um hafi um áramótin numið
hálfri milljón sterlingspunda
eða um 54 milljónum króna á
hinu nýja gengi. Er þetta
alger aukakostnaður fram yfir
þann kostnað sem hefði verið
á rekstri herskipanna ef þau
hefðu ekki verið í varðgæzl-
unni sagði lávarðurinn. Eitt
af olíuflutningaskipum brezka
flotans hefur verið í nær stöð-
ugum siglingum til og frá Is-
landi síðastliðna 17 mánuði.
Erfitt verk
Brezka flotamálaráðuneytið
leggur áherzlu á það, áð sjó-
liðarnir á olíuflutningaskipun
um hafi unnið mikið og erfitt
verk. Oft hafi orðið að birgja
herskipin upp með olíu í
slæmu veðri og undir erfið-
ustu aðstæðum.
Þá segir í skýrslu flotamála
ráðuneytisins, að Islenzkir
„fallbyssubátar" hafi gert
margar tilraunir til að taka
brezka togara, en það sé að-
eins fyrir árvekni og hina
venjulegu skynsemi (tradition
al godd sense) brezkra sjóliðs
foringja, sem tekizt hafi að
koma í veg fyrir það.
Enn er þess getið, að brezku
herskipin hafi aðstoðað togar-
ana á ýmsan hátt, veitt þeim I
læknisaðstoð og þannig bætt í
úr því, að ekki fékkst að senda í
sjúka og slasaða til íslenzkra )
hafna. J
Að lokum er lögð á það
áherzla, að brezki flotinn
hafi öðlazt mikilvæga
reynslu af flotaaðgerðum á
hinum hörðu og óvægu
heimskautaslóðum.
(Samkvæmt grein Mark
Arnolds-Forster í Obser- 1
var). I
Spáð fyrir litla
prinsinum
jPARÍS og London, 20. febr. —
I (Reuter). — Tvö frönsk blöð
fengu í dag stjörnuspámenn til
þess að segja fyrir um framtíð
hins nýfædda, brezka prins. —
Báðir fullyrtu þeir vísu menn, að
hann myndi reynast mjög gáfað-
ur, mikill átakamaður — gædd-
ur aðlaðandi persónuleika.
í blaðinu „Paris Presse" var
sagt, að allar líkur bentu til þess,
að hinn nýfæddi prins mundi
ríkja sem konungur, er fram liðu
stundir.
Elísabetu drottningu og syni
hennar heilsast hið bezta — og
sváfu þau bæði vel í nótt. Um
gervallt Bretaveldi er mikið um
dýrðir vegna fæðingar litla prins-
ins. —
Enn rætt um
KAUPMANNAHÖFN, 18. febr.
(NTB): — Forstjóri norska flug-
félagsins „Wideröe Flyveselskap“
Viggo Wideröe, átti í dag við-
ræður við Magnus Jensen, að-
stoðarforstjóra Konunglegu
Grænlandsverzlunarinnar í Höfn
um möguleika á samstarfi þess-
ara tveggja aðila um flugsam-
göngur á Grænlandi.
Wideröe vildi ekkert segja í
kvöld um gang viðræðanna, lagði
aðeins áherzlu á það, að ekki
hefðu verið teknar neinar ákvarð
anir í málinu enn. — Wideröe
heldur nú aftur til Osló, þar sem
frekari athugun mun fara fram,
áður en félagið gerir Grænlands-
verzluninni nokkurt tilboð í
þessu efni.
Grænlondsilug
Fyrirhugað er, að Wideröe-
flugfélagið annist innanlandsflug
á Grænlandi. Forstjórinn hefir
látið í ljós þá skoðun, að erfitt
kunni að reynast að hefja flug-
samgöngur þegar með sumrinu,
miðað við óbreyttar aðstæður, og
þurfi félagið sennilega að auka
flugvélakost sinn — ef samkomu-
lag verður á annað borð um það,
að félagið taki að sér að annast
þessar flugsamgöngur.
KARACHI, Pakistan, 20. febr. —-
(Reuter). — Reza Pahlevi írans-
keisari og drottning hans, hin
unga Farah Diba, komu í viku-
heimsókn til Pakistan í dag í boði
forseta landsins, Ayub Khans. —
Þetta er fyrsta utanför Farah
Diba síðan hún varð drottning.