Morgunblaðið - 23.02.1960, Page 20
ítttMu.
Ballett
Sjá bls. 11.
44. tbl. — Þriðjudagur 23. febrúar 1960
Nauðsynleg til
í efnahagslífinu
Á ekki að standa til
frambúðar
Úr útvarpsávarpi Jónasar Haralz
Vaxtahœkkunin:
að ná jafnvœgi
Fall fyrir
keppni
1 FRETTAAUKA í gær-
kveldi flutti Jónas H. Har-
alz ráðuneytisstjóri, skýrslu
um vaxtahækkunina. Gat
hann þess í upphafi máls
síns, hver hún væri og' gerði
síðan grein fyrir nauðsyn
hennar. Sagði, að því væru
ákveðin takmörk sett, hve
mikið bankar mættu auka
útlán sín án alvarlegra af-
leiðinga. Ef útlán ykjust
meira en sparifé, leiddi það
til greiðsluhalla við útlönd
og verðbólgu innanlands
eins og hefði gerzt hér á
landi.
Þá drap ráffuneytisstjórinn á
rýmun sparifjár á undanförnum
áram, er verðbólguþróunin hefði
hennt fólki að það borgaði sig
ekki aff eiga sparifé en verið
gróðavegur að vera skuldunaut-
ur. Sagði síðan:
Örvar til sparifjármyndunar
— Jafnmikil vaxtahækkun og
nú hefur verið ákveðin hefur
mikil áhrif til breytinga á þessu.
Hún örvar til aukinnar spari-
tjármyndunar og hún dregur úr
eftirspurn eftir lánsfé. Það er
óhætt að fullyrða, aff eins og nú
er komið hér á Iandi sé ekki
hægt án slíkrar vaxtahækkunar
að ná jafnvægi milli sparifjár-
myndunar annars vegar og aukn-
Ingar útlána hins vegar.
Þessari vaxtahækkun er ekki
ætlað að standa til frambúðar.
Engin
breyting
á „vígstöðunni" hér
MBL. spurði Pétur Sigurðs-
son, forstöðumann Landhelg-
isgæzlunnar að þvi í gær-
kvoldi, hvort nokkurt farar-
snið væri komið á brezku her-
skipin á lögbrotasvæðunum
hér við land. Var spumingin
borin fram i sambandi við
blaðafregnir um að herskipin
og lögbrotaflotinn, sem þau
vemda, mundi draga sig út
fyriir 12 mílna mörkin.
Pétur kvað ekkert fararsnið
vera á neinu herskipanna, og
frá þeim hefði ekkert heyrzt
um að breyting væri í vænd-
um.
Sem fyrr eru lögbrotasvæð-
in tvö við landið. Nú sem
stendur eru þau út af Ingólfs-
höfða og útaf Vestrahorni. —
Hafa margix togarar verið á
þessum svæðum báðum við
ólöglegar veiðar.
Hún er hins vegar nauðsynleg í
bráð meðan ráðstafanir þær, sem
felast í hinum nýju lögum AI-
þingis um efnahagsmál eru að
hafa áhrif og skapa nauðsynlegt
jafnvægi í efnahagslífi þjóðar-
innar. Þeim mun skjótari og
betri árangur, sem af þessum
ráðstöfunum hlýzt, þeim mun
skemur munu hinir háu vextir
haldast.
ÍÍ&Bfl
Hefur ekki áhrif á TJT. m
Það er augljóst, að vaxta-
hækkunin skapar atvinnufyrir-
tækjum og öðrum þeim, sem
skulda fé í bönkum, kostnað og
örðugleika. Slíkt er óhjákvæmi-
legt þann tíma, sem hinir háu
vextir haldast. Iðnaði og verzl-
unarfyrirtækjum verður ekki
leyft að hækka útsöluverð vegna
hækkunar vaxta. Ekki var held-
ur tekið tillit til hinnar væntan-
legu vaxtahækkunar, þegar það
var áætlað hvaða gengi útflutn-
ingsatvinnuvegirnir þyrftu á að
halda. Vaxtahækkunin hefur því
engin áhrif á verðlagið. Atvinnu-
fyrirtækin verða að bæta sér
upp með öðru móti þann kostn-
aðarauka, sem í bráð leiðir af
vaxtahækkuninni. Þau geta gert
það meff því að minnka birgðir
sínar og draga úr fjárfestingu,
og þar með minnka lánsfjárnotk-
unina og þau geta gert þaff með
því að draga inn í fyrirtækið
nýtt fjármagn og minnka þann-
ig einnig þörf sína fyrir láns-
fé. Við það bætist, að afnám bóta
kerfisins gerir það að verkum,
að útflytjendur fá nú fulla
greiðslu fyrir útflutninginn fyrr
en áður og þýðir það verulegan
sparnað í vöxtum.
Eg vil svo að lokum draga
saman í örfáum orðum, það sem
ég tel aðalatriði þessa máls.
1. Vaxtahækkunin er nauð-
synleg til að koma á jafnvægi
í efnahagslífi þjóðarinnar.
2. Hún er ekki til frambúðar
og mun ekki hafa áhrif á verð-
lagið.
3. Því skjótari og betri, sem
árangurinn verður af þeim efna-
hagsráðstöfunum, sem nú er ver-
ið að gera, því fyrr er hægt að
lækka vextina á nýjan Ieik.
Færeyingar daufir í
dálkinn en vongóðir samt
PATREKSFIRÐI, 22. febr.: —
Togarinn Gylfi er nú kominn
bingað heim eftir langa útivist,
en gír við vél skipsins bilaði í
lok nóvembermánaðar. Var skip-
ið til viðgerðar í Bremerhaven.
Vegna þess hversu dróst að
senda í gírinn nauðsynleg vara-
stykki frá Bretlandi, er togar .in
núra íyrst að koma úr þessari
viðgerð.
Skipstjórinn á Gylfa, Ingvar
Guðmundsson, sagði mér í gær,
þeir höfðu einhverjar vonir um
að málið myndi leysast, þegar
Líkur á
samkomu-
lagi
LÍKLEGT þykir nú, að sam-
komulag náist um búvöru-
verðið, þótt það hafi ekki enn
verið birt opinberlega. Málið
er nú í athugun hjá hagstofu-
stjóra um sambandið við nið
urgreiðslurnar. Mun 6-manna
nefndin síðan taka málið aft-
ur til athugunar.
Listi lýðræðissinnu í Trésmiðn
iélnginu
LISTI lýðræðissinna í Trésmiða-
félagi Reykjavíkur er þannig
skipaður:
Stjórn: Magnús Jóhannesson,
form., Kári I. Ingvarsson, vara-
form., Guðm. Sigfússon, ritari,
Þorvaldur Ó. Karlsson, vararit-
ari, Reynir Þórðarson, gjaldkeri.
— Varastjórn: 1. Magnús V.
Stefánsson, Ránarg. 33a, 2.
Sveinn M. Guðmundsson, Rauða-
læk 10, 3. Eggert Ólafsson, Heið-
argerði 52. — Endurskoðendur:
Sigurgeir Albertsson, Einar Ein-
arsson. — Vara-endurskoðendur:
Einar Þorsteinsson, Þorkell Ás-
mundsson. — Trúnaðarmanna-
ráð: — Guðni H. Árnason, Aðils
Kemp, Jóel Jónsson, Karl Þor-
valdsson, Ragnar Bjarnason,
Sigmundur Sigurgeirsson, Mar-
geir Ingólfsson, Ásmundur Þor-
kelsson, Þorleifur Sigurðsson,
Þórir Thorlacius, Kjartan Tóm-
ásson, Sigurður Guðmundsson.
— Varamenn í Trúnaðarmanna-
ráð: Júlíus Jónsson, Erlingur
Guðmundsson, Geir Guðjónsson,
Guðni Ingimundarson, Þórður
Guðjónsson, Guðmundur Gunn-
arsson.
nokkuð frá skiptum sínum við
Xæreyzka sjómenn í Trangisvogi
í Færeyjum. Þar búa nokkrir
fyrrum skipsmanna á Gylfa sem
hann hitti að máli. Lætur Ingvar
vel yfir kynnum sínum af fær-
eyskum sjómönnum. Var það hug
mynd hans, að fá á skipið 14—16
Færeyinga.
1 Trangisvogi voru menn held-
ur daufir í dálkinn og ekki að
undra því atvinnuleysi er þar
ríkjandi og mun verða fram í
apríl, nema takist að brúa bilið
milli útgerðarmanna hér og tals-
manna færeyzkra sjómanna. Fær
eyingarnir fóru ekki dult með
óánægju sína yfir ástandinu. Þeir
töldu sig vera að öllu leyti
bundna ákvörðunum stjórnar
Fiskimannafélagsins, og því gætu
þeir ekki komið til starfa á Gylfa
eða nokkru öðru ísl. skipi. — En
Islendingar væru búnir að gera
sínar efnahagsráðstafanir. Þetta
var bersýnilega einlæg ósk
þtirra, en ekki ræddu þeir um
hvernig þá myndi takast að leysa
hnútinn.
Ingvar skipstjóri kvaðst vonast
til að hann gæti nú alveg næstu
daga farið á veiðar. Nú vantar
3—4 menn á fulla tölu skipverja.
Hefur Ingvari tekizt að hafa sam
band við nokkra togaramenn og
hann gerir sér vonir um að er
Gylfi kemst á veiðar, verði á hon-
um full tala skipverja.
Sendiherra Dana
afhenti trúnaðar-
bréf sitt
HINN nýi sendiherra Dana á ís-
landi, herra Bjarne W. Paulson,
afhenti sl. laugard. forseta íslands
trúnaðarbréf sitt við hátíðlega at
höfn á Bessastöðum. Viðstaddur
athöfr ina var utanríkisráðherra.
Vegna andláts H. C. Hansens
forsætisráðherra Danmerkur, var
bádtgisverðarboði fyrir hinn
nýja sendiherra og frú hans af-
lýst.
Þessi mynd birtist fjögurra
dálka í einu af stórblöðum
San Francisco. Hún sýnir
einn Olympíukeppenda sem
var á æfingu dagana fyrir
Vetrarleikina. Maðurinn féll
en meiddi sig ekkert — stóð
upp litlu síðar og hélt
áfram. Maðurinn er að sögn
blaðsins Jóhann Vilbergsson
frá Siglufirði einn þriggja
keppenda íslands í alpa-
greinum leikanna. Hann er
vel búinn með væna húfu
og góð gleraugu sem hver
skíffamaffur hefur í hættu-
legum fjallagreinum, en
sem gerir þá einna likasta
köfurum.
Eysteinn Þórðarson stóð
sig með prýði í stórsviginu.
Hann varð 27. í röðinni af
66 keppendum. Kristinn
Benediktsson varð 34. í
mark, en var síðar dæmdur
úr leik fyrir að sleppa hliði.
— Frásögn af spennandi
Olympíukeppni um heigina
er á bls. 18 og 19.
Lýðrœðis-
sinnar
sigruðu
UM sl. helgi fór fram stjórnar-
kjör í Múrarafélagi Reykjavíkur.
Tveir listar voru í kjöri. A-listi
stjórnar og trúnaðarráðs, sem
studdur var af lýðræðissinnum
og B-listi, er kommúnistar stóðu
að.
Úrslit kosninganna urðu þau,
að A-listi hlaut 98 atkvæði og
alla menn kjörna í stjórn og
trúnaðarráð — B-listi hlaut 79
atkvæði.
Stjórn Múrarafélagsins er nú
þannig skipuð:
Einar Jónsson, form. Jón G. S.
Jónsson, varaform. Stefán B. Ein
arsson, ritari. Hilmar Guðlaugs-
son, gjaldkeri félagssjóðs, Pétur
Þorgeirsson, gjaldkeri styrktar-
sjóðs.
Varastjórn: Baldvin Haralds-
son, Jón V. Tryggvason og Einar
Guðmundsson.
Trúnaðarmannaráð: Hreinn
Þoorvaldsson, Jón R. Guðjónsson,
Guðmundur Gíslason, Jóhannes
Ögmundsson, Þórir Guðnason,
Ólafur Bjarnason.
Varamenn: Snæbjörn Þ. Snæ-
björnsson, Þorsteinn Einarsson,
Sigurður G. Sigurðsson.