Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. marz 1960 WOBrrvnr j nm 3 ÞEGAR Reykvíkingar vökn- ' uðu í gærmorgun lá stórt far- þegaskip á ytri höfninni, á sama stað og skemmtiferða- skipin leggjast venjulega á sumrin. En þetta skip var ekkf með ferðamenn, þetta var U.S.S. General G.M. Randall, sem kominn var til þess að sækja bandaríska landherinn á Keflavíkurflugvelli. Það var kalsalegt á olíu- bryggjunni, þegar fyrsti her- mannahópurinn kom þangað um hádegisbilið og steig á skipsfjöl. Þeir voru um 300 og gengu í einni röð um borð í lítið bandarískt olíuflutninga- skip, í langri halarófu. Flestir héldu á litlum handtöskum. Annar farangur þeirra hafði verið fluttur um borð í haf- skipið um morguninn. Her- mennirnir hlógu og gerðu að gamni sínu. Þeir voru að fara heim. Eftir sex daga yrðu þeir í New York. Þeir voru auð- sjáanlega ekki farnir að kvíða fyrir sjóveikinni. Olíuflutningaskipið flutti hermennina um borð í G.G.M. Randall í þremur ferðum. Fréttamenn dagblaðanna voru í þeirri fyrstu. Þegar skipið lagði frá bryggjunni hrópuðu hermennirnir húrra. 'Sve fóru þeir að berja sér. Þeir stóðu í fylkingum á þilfarinu. Þar var glettilega kalt í norðan- strekkingnum og piltarnir frá Texas sættu sig ekki almenni- lega við veðurlagið. Margir þessara manna höfðu verið hér upp undir ár, aðrir skemur. Reglan hefur verið sú, að hermennirnir hafa ver- ið hér í eitt ár, en jafnan hef- ur verið skipt um. Sumir þeirra, sem fóru í gær, höfðu Herntennirnir gengu i haiarófu um borð í olíuskipið, sem lá við olíubryggjuna. aðeitts verið hér skamman tíma. En þeir hermannanna, sem koma hingað með fjöl- skyldur sínar, eru yfirleitt um tvö ár í Keflavík. Fjölskyld- urnar voru farnar flugleiðis vestur um haf svo og nokkur hundruð hermanna, því með flutningaskipinu í gær fóru aðeins liðlega 900. En land- hermennirnir hér hafa verið G.G.M. Randall er 18000 lesta skip og á friðartímum getur það flutt um 2000 manns. Á ófriðartimum er gert ráð fyrir að það flytji 5000 hermenn. Þá er vissulega þrengra um far- þegana en verður vestur um hafið að þessu sinni. Ferðin mun taka sex daga. Um borð eru lesstofur og kvik myndasalir þar sem hermenn- orðið var við mikla sjóveiki, en verra yrði sennilega í sjó- inn síðari hluta leiðarinnar. Þegar göngubrúnni var hleypt niður á olíuskipið var aftur hrópað húrra. Svo gengu hermennirnir um borð í einni röð. Þeir voru fegnir að koma inn í hlýjuna. Fyrir höndum var sjóferðin, en nokkurra daga leyfi í New York að heyrt um sjóveiki um 13—1400. Aðéins 11 þeirra verða eftir. Þegar lagt var upp að G.G. M. Randall var mikið um fagn aðarlæti. Á þiljum hafskips- ins var margt hermanna, sem tóku undir húrrahrópin. Þess- ir menn voru að koma frá meginlandinu, því skipið kom hingað frá Þýzkalandi og Eng landi með um 800 hermenn og fjölskyldur nokkurra þeirra. irnir geta stytt sér stundir verði þeir ekki sjóveikir um of. Margir höfðu aldrei stigið um borð í hafskip, komu hing- að flugleiðis og hafa í raun- inni aldrei áður séð sjó. Einn frá Kansas var orðinn hálf- kvíðinn. sagðist hafa heyrt tal að um sjóveiki, en aldrei kynnzt henni. Hann var hálf- hræddur um að þessi sjóveiki væri ónotaleg. En einn skips- manna á G.G.M. Randall huggaði hann með því, að læknar væru um borð og þeir mundu gefa sjóveikipillur,, ef þörf krefði. Annars sagði sá, að illt hefði verið í sjóinn til íslands. Hann hefði þó ekki henni lokinni. Síðan fara þeir til herbækistöðva víðs vegar í Bandaríkjunum. Ólíuskipið fór siðan tvær ferðir. Þá voru allir hermenn- irnir komnir um borð. Skrið- drekarnir, sem standa á hafn- arbakkanum, og annar útbún- aður landhersins, var ekki tek inn með i þessari ferð. Fiutn- ingaskip munu taka þá síðar. Bandaríski sendiherrann kom niður á olíubryggju og kvaddi síðasta hermannahóp- inn. Willis, yfirmaður varnar- liðsins, kom einnig flugleiðis frá Keflavík til þess að kveðja þá. Og í gærkvöldi lét U.S.S. General G.M. Randall í haf. Þeir gengu inn í G. G. M. Randall í einnl röð og þótti gott að koma inn í hlýjuna. Stórvinningor DAS dreiiðust í GÆR var dregið í 11. fl. happ- drætti DAS. 2ja herbergja íbúð að Hátúni 4, 6. hæð kom á nr. 38823. Eigandi Guðbjörg Guðjónsdóttir, Lauga- veg 86A. Umb. Vesturver. Opel Caravan Station bifreið kom á nr. 34234. Eigandi Reynir Vigfússon, velstj. Umb.: Flatey Moskwitch fóiksbifreið xom á nr. 57552. Eigandi Steingrímur Þórisson, bifr.stj. Umb.: Reyk- holt. Húsbúnaður kr. 20 þús. kom á nr. 59716, fyrir 15 þús. á nr. 11274. Fyrir 12 þús. kr. nr. 1169, 5710, 9283, 40084. Fyrir 10 þús. kr.: nr. 10832, 12216, 13973, 17190, 17229, 18350, 20626, 28952, 30192, 47866, 53496. Frímerkjamálið: Ágreiningur um bókhaldsfærslur • fyrir frímerkjasölur STAKSTEIMAR Skriðan, sem ekki féll Kommúnistar höfðu gert sér miklar vonir um það, að skríða myndi falla innan verkalýðshreyf ingarinnar gegn \ l*reisnarvið- leitni núverandi ríkisstjórnar. En þessar vonir hafa brugðizt. Þæf kosningar, sem fram hata farið undanfarið, sýna, að það er ekki í einstökum verkalýðsfélögum um neinar stórbreytingar af ræða. í Sjómannafélagi Reykja- víkur sigruðu lýðræðissinnar með yfirburðum og sama sagan gerð- ist í Iðju. Kommúnistar unnu að vísu stjórn Trésmiðafélagsins með aðeins 9 atkv. meirihluta. En í því félagi hafa úrslit kosninga yfirleitt oltið á örfáum atkvæð- um undanfarin ár. En um sömu helgi töpuðu kommúnistar Félagi skipasmiða og í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur treystiu þeir sér ekki til þess að hafa lista i kjörL Eins og óargadýr Sannleikurinn er sá, að fólk i verkalýðsfélögunum gerir sér Ijóst, að viðreisnarráðstafanirnar voru óhjákvæmilegar. Fólkið man hið gersamlega úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar, man hvem ig hún sleppti verðbólgunni laus- beizlaðri eins og óargadýri á al- menning. Almenningi varð Ijóst, að ekki varð komizt hjá því að gera róttækar ráðstafanir til þess að skera fyrir það mein, sem styrkja- og uppbótakerfið hafði skapað í þjóðarlíkamanum. Hefði mátt haga á annan veg! íslendingur á Akureyri komst nýlega að orði á þessa Ieið: „Talsvert hefur borið á því að undanförnu að verkalýðsfélög og einstaka hreppsnefndir hafi sam- þykkt mótmæli gegn efnahags- ráðstöfunum þeim, er Alþingi hefur nýlega samþykkt. Meðal þeirra, er mótmæli hafa sent, er hreppsnefnd Hrafnagilshrepps. í mótmælunum segir m.a.: „Óséð er, hvert þjóðfélagstjón kann að verða af svo stórfelldum aðgerðum, sem að áliti fiundar- ins HEFÐI VEL MÁTT HAGA L ANNAN VEG ef valdar hefðu verið SKYNSAMLEGRI LEEÐ- IR“. Víst hefði mátt haga aðgerð- unum á annan veg og hefur rík- isstjórnin viðurkennt það. Til dæmis hefði mátt auka uppbótar kerfið með beinum eða óbeinum nýjum sköttum, fjölga tilbrigð- um í hinu margvíslega gengi krónunnar o.s.frv. Leiðirnar erti sannarlega margar.“ RANNSÓKN frímerkjamáls- ins er nú að nálgast lokastig. Skýrði Þórður Björnsson, rannsóknardómari, blöðunum frá þessu í gærkvöldi. Hann gat þess m. a., að endurskoð- unardeild fjármálaráðuneytis ins hefði ekki getað fundið færslur í bókum frímerkja- sölu póststjórnarinnar, er varpað gætu ljósi yfir „hvarf“ þeirra 300 setta af svonefnd- um Balbo-frímerkjum, sem Egill Sandholt, skrifstofu- stjóri póststjórnarinnar, hafði skýrt frá fyrir rétti að seld hefðu verið í frímerkjasöl- unni. ★ Bendir á færslur Þegar rannsóknardómarinn hafði fengið þessa skýrzlu frá endurskoðunardeildinni, var EgiU Sandholt yfirheyrður á nýj- an leik, og niðurstöður deildar- innar bornar undir hann. Egill hafði sem fyrr haldið fast við fyrri framburð sinn varðandi sölu Balbo-merkjanna. Taldi hann sölu þeirra hafa farið fram á árunum 1936 og 1938. Þessu til sönnunar kvaðzt hann hafa at- hugað ársreikninga póststjórn- arinnar frá þessum tímum, og telur hann að þar sé að finna færzlur varðandi sölur þeirra allra. Gat hann þess t.d. að varð- andi sölu 10 kr. Balbo-merkj- anna, þá sé í ársreikningunum gerð grein fyrir sölu þeirra í sér- stökum lið. Kvað hann færzl- ur póstreikninga byggðar á frí- merkjaafgreiðslu bókum, sem hann hefði ekki haft tækifæri til að athuga. Upplýsti Þórður Björnsson, að sakadómari hafi látið ljósmynda þessa reikninga og færzlur, svo að fram geti farið á þeim nán- ari athugun. Hinar skynsamlegu leiðir fslendingur heldur síðan á- fram: „Hvorugur stjórnarandstöðu- flokkanna hefur tjáð sig fýsandi þess að haldið yrði áfram á sömu braut. Það er braut vinstri stjórn arinnar, enda gaf Hermann for- sætisráðherra upp allar tilraunir til að leysa efnahagsmálin í vinstri stjórninni, þegar hagfræð ingarnir sögðu honum, að leið stjórnarinnar í þeim málum lægi beint „fram af brúninni". Eigi að síður hefur stjórnarandstaðan vanrækt að benda á hinar „skyn samlegri leiðir“. Tíminn hefur jafnvel talið stefnt í rétta átt, en hefði aðeins átt að fara þessa leið í áföngum, og ekki bendir , hreppsnefnd Hrafnagilnrepps i heldur á liinar „skvnsamlegri leiðir!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.