Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 22
22 Mnrtnriwr 4 ðið Föstudagur 4. marz 1960 Bráðabirgðaskýrslur land- helgisgæzlunnar vegna at- burðanna við Snæfellsnes VEGNA atburða þeirra er urðu við Snæfellsnes miðvikudaginn 2. þ.m., er íslenzkir fiskibátar urðu fyrir netatjóni af völdum brezkra togara, þykir rétt að birta hér bráðabirgðaskýrslur skipstjóranna á varðskipinu Ægi og gæzluflugvélinni Rán, um málið. Aðrar skýrslur hafa ráðu- neytrnu enn ekki borizt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að greiða nú þegar úr ríkissjóði bætur fyrir híð beina tjón sem leitt hefir af þessu ofbeldi brezku togaranna, €n að sjálfsögðu verður krafizt endurgreiðslu af Bretum á öllu því tjóni, sem af þessu hefir hlotizt. Hefir sýslumanni Snæ- fellsnessýslu verið falið að dóm- kveðja menn til að meta tjónið. Dómsmálaráðuneytið, 3. marz 1960. Til: Forstjóra Landhelgisgæzl- vrnnar. Frá: Skipstjóranum v.s. Ægi. Efni: Aðdragandi að netatjóni. Lausleg skýrzla. Við vorum staddir á netasvæði Akranesbáta þegar Jökull kallaði og sagði að 4 togarar og sérstaklega 1 tog- arí togaði þversum yfir net bát- anna, sem voru ca. VSV af Önd- verðarnesi 5—6 sjóm. undan. Báðum við flugvélina Rán, sem komin var, að fljúga yfir stað- inn og reynt að bægja togurun- um frá þar til við kæmum. Herskipið var á eftir okkur ailan tímann. Þegar við sáum net og baujur koma upp á hler- um togarans Arsenal GY 48 og retakúlurnar rekandi allt í kring, baðum við herskipið að koma og sjá þetta með okkur og lofuðu þeii að gefa skýrzlu um þetta. Togarinn ætlaði að kasta á sama stað aftur. Skipuðum við togaranum að fara útfvrir, en hann sagði okkur að snúa ofan til herskipsins. Tókum við ofan af byssunni og gerðum okkur líklega til að taka til okkar ráða, en höfðum um leið samband við herskipið og var þess krafizt, að það bannaði togaranum að kasta þarna í netunum aftur og gerði herskipið það strax. Skipstjórinn Ægi Til: Forstjóra Landhelgisgæzl- unnar. Frá: Skipstjóranum á gæzlu- flugvélinni Rán. Efní: Skýrsla um netatjón af völdum brezkra togara. Miðvikudaginn 2. marz kl. 10,30, er gæzluflugvélin Rán var á eftirlitsflugi á Faxaflóa, kom beiðni frá varðskipinu Ægi, um að fara að Ondverðarnesi og at- fcuga hvaða togarar væru að fara í netin hjá bátunum, er væru þar að veiðum. Hafði verið að berast hjálparbeiðni frá m.b. Jökli þar að lútandi. Var þegar haldið að Svörtu- loftum og komið þangað um kl. 10,33, en voru þar þá fjórir brezkir togarar að veiðum frá 4 til 6 sjóm. frá landi og tveir íslenzkir fiskibátar. Var þegar haldið að íslenzka fiskibótnum, er nær togaranum var, en það var Glaður SH 67, er var að draga inn net sín, en skammt frá honum voru brezku togararnir Arsenal, GY 48 og GY 300, og toguðu þeir með stefnu yfir veiðarfæri bátsins. Var nú flogið mjög lágt yfir togarana og skotið merkjaskotum fyrir framan stefnin á þeim, en þeir sinntu því engu. Voru því gerð- ar nokkrar atrennur að togurun- um og skotið merkjaskotum í þá og á þilfarið á þeim, en þá sveigðu þeir frá bátnum í bili. Var þá sveimað yfir bátnum og skotið að hverjum þeim togara er nálgaðist hann og virtist það halda þeim eitthvað frá því að sigia hann niður og eins frá veiðarfærunum. Gekk á þessu fram undir kl. 11,00 en þá færði báturinn sig norðar. öm það leyti kom varðskipið Ægir á vettvang og eftirlitsskipið Undin F—141 og stöðvuðust þau hjá togaran- um Arsenal GY 48 er var að hífa inn stb. vörpu sína. Þegar varpa togarans kom upp sást greinilega þegar skipverjar togarans voru að greiða neta- trossur bátsins úr vörpunni og fleyja þeim í sjóinn, og flaut þetta upp, allt í kringum hann. Það var auðséð á allri siglingu togarans, að þeir gerðu það að ásettu ráði að toga yfir veiðar- færi bátsins, því veiðarfæri m.b. Jökuls voru nyrst á veiðisvæðinu og því nóg svæði til þess að vera Skíðaskólinn á ísafirði N Ú í vikunni hefst skíðaskólinn í Seljalandsdal við ísafjörð. — Skólastjóri verður Haukur Sig- urðsson. Skólinn stendur í fjór- ar vikur. Verður skólagjaldið, ásamt dválarkostnaði 500 kr. á viku, en 100 kr. á dag fyrir þá, sem verða í skemmri tíma. á fyrir þessa fjóra togara ann- arsstaðar, enda er algengt að á þessu svæði fiski á milli 50 til 100 togarar áður en fiskiveiði- '.akmörkin voru færð út. Hjálagðar myndir voru teknar af atburði þessum. G. Kjærnested, skipstjóri. Greiðfært í Dölum BÚÐARDAL, 2. marz: — Hér hef ur verið norðlæg átt undanfarna daga með allmiklu frosti. Hvasst og kalt á köflum. Fannkoma hef- ur verið lítil hér, en meiri í vesturhluta sýslunnar. Fyrir skömmu tepptist leiðin um Svína dal í Saurbæ óg erfitt mun yfir- ferðar á Skagaströnd. Annars staðar hefur verið ak- fært um Svínadal í allan vetur og er slíkt mjög óvenjulegt. Brattabrekka hefur verið snjó laus að kalla það, sem af er vetri og vegir yfirleitt greiðfær- ir um allt héraðið. Veturinn sér- staklega mildur. Heilsufar er all gott að sögn héraðslæknis. Sjötugur i dag: Pétur Guðmundsson óðals- bóndi í Ófeigsfirði í ÐAG á einn af ágætustu o& merkustu bændum Strandasýslu, Pétur í Ófeigsfirði, sjötugsaf- mæli. Hann er sonur hins kunna héraðshöfðingja, Guðmundar Pét urssonar í Ófeigsfirði og síðari konu hans Sigrúnar Ásgeirsdótt- ur frá Heydalsá. Pétur hefir átt heima á ættar- óðali sínu allan sinn aldur. Þar hefir hann búið við raúsn og höfðingskap og haldið við fornri reisn þessa norðlæga höfuðbóls. Hann er kvæntur Ingibjörgu Ketilsdóttur frá ísafirði, ágætri og vel gefinni konu. Þau hjón hafa átt 9 syni og eru 7 þeirra á lífi, dugmiklir og efnilegir menn. Pétur í Ófeigsfirði er um marga hluti sérstæður maður. Hann er prýðilega gefinn, marg- fróður, dulur og yfirlætislaus, en þó skemmtilegur og hvers manns hugljúfi, er honum kynnist. Hann ann bókum og hverskonar fróð- leik, les jöfnum höndum íslend- ingasögur og erlendar úrvalsbók- menntir. Hann er listrænn, söng- hneigður og músikalskur. Árneshreppsbúar hafa kunnað að meta hæfileika bóndans í Ó- feigsfirði. Hann hefir verið þar bæði konungur og biskup, eins Heimsins mesta skíðastökk FYRRA stökk hins 23 ára gamla Austur-Þjóðver ja Helmuths Recknagels, í skíðastökkkeppni vetrarleikanna í Squaw Valley, er trúlega bezta og fallegasta skíðastökk sem nokkur maður hefur stokkið. Hann stóð eins og fjall 93,5 m frá pallinum eftir að hafa sýnt tugþúsundum áhorf- enda hvernig skíðastökk getur verið fullkomið. Þannig skrifar fréttamaður sænska íþróttablaðsins. Og eftir þetta stökk Recknagels var að- Heimsmet í sund’ SYDNEY í Ástralíu, 20. febr. — Ástralski sundmaðurinn Jon Kon rads setti í dag nýtt heimsmet í 220 yards sundi, frjálsri aðferð. Hann synti vegalengdina á 2 mín. 1,6 sek. Gamla metið sem Jon átti sjálfur var 2 mín. 2,2 sek. Hann hefur þó í millitíðinni synt á 2 mín. 1,9 sek., en ekki var bú- ið formlega að viðurkenna það met. rennslisbraut stökkmannanna í síðari umferð stytt, þvi menn ótt- uðust að Recknagel myndi stökkva út úr brautinni. í síðara stökkinu náði hann einnig að sýna næstum sömu fullkomnun. Þá náði hann einnig lengsta stökki keppenda, 84,5 m. Eftir á var Recknagel mjög fá- málugur um afrek sitt. Sagði þó að aldrei hefði sér tekizt betur upp — en svo hefði og orðið að Kjartan brunavörður keppir í 500 m hlaupi Skautamót á sunnudag Á LAUGARDAG og sunnudag efnir Þróttur til skautamóta á Tjöininni. Keppt verður í 500, 1500, 3000 og 5000 m. hlaupum fullorðinna auk greina unglinga og „old boys“. * A laugardag verður keppt í 500 og 3000 m. hlaupum fullorð- inna, 500 m. drengjahlaupi og auk þess verður keppt í 500 m. hiaupi „old boys“. Meðal þátttak- enda þar verður Kjartan Ólafs- son, brunavörður. — A sunnu- dag verður keppt í 1500 og 5000 m. hlaupum karla, 1000 m. hl. drengja. Meðal þátttakenda í mótinu er vitað um Kristján Arnason fyrrv. skautameistara Islands, Jón R. Einarsson nýbakaðan Reykjavík- urmeistara og Þorstein Stein- grímsson. En þátttaka er öllum heimil og skal tilkynna hana til Ölafs Jóhannessónar, Höfðabor& stig eftir 10 leiki. vera, þar sem keppinautarnir neyddu hann til að sýna sitt allra bezta. Sérfræðingar um skíðastökk, sem sáu keppnina ségja að að minnsta kosti 10 fyrstu menn í þessari keppni hafi stokkið betur en Olympíumeistarinn 1956, Finn inn Hyvarinen, sem þá skaraði fram úr. Slikar hafa framfanrn- ar í stökkinu orðið á 4 árum. íþrótfamót skólanna HIN árlegu skólamót ÍFRN verða sem hér segir: Handknattleiksmót 8. marz í Valsheimilinu. Frjálsíþróttamót 23. marz i íþróttahúsi Háskólans. í körfuknattleik er keppt í 1. og II. flokki karla og kvenna- flokki. 1 handknattleik , I., II. og III., A og B og kvennaflokki. í frjálsum íþróttum í A, B og C flokki karla og kvennaflokki. Þátttökugjald er kr. 100,00 í flokkakeppni og kr. 10 í ein- staklingskeppni. Þátttöku skal til kynna til Benedikts Jakobssonar, íþróttahúsi Háskólans fjórum dögum fyrir byrjun hvers móts og greiða þá þátttökugjald. tfassloch gerir víðreist Hassloch sem hér var 1957 á vegum ÍR hefur ferðazt víða síð- an og meðal annars til S.-Ame- ríku. Hassloch er nú efst í 1. deild inni í Pfalz með 17 stig eftir 9 leiki næst er Hochdorf með 13 stig efir 10 leiki og sagt var um einn ágætan fs- lendiing fyrr á öldum. Hann hefir verið oddviti hrepps síns í fjölda ára, setið í sýslunefnd Stranda- sýslu um langt skeið og gengt fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum. í héraði sínu nýtur hann í senn almennra vinsælda og virð ingar fyrir mannkosti sína og hæfileika. Á sl. hausti kom ég sjóleiðina til Ófeigsfjarðar. Veður var hið fegursta, en myrkur fallið á, enda liðið nær miðnætti, er við sigldum inn fjörðinn. Framund- an gat að líta hið forna ættaróð- al þeirra Ófeigsfirðinga. Þar var allt uppljómað, ljós var í hverj- um glugga í íbúðarhúsum þeirra Péturs bónda og Guðmundar son ar hans, sem tekið hefir við bú- skap með föður sínum og fyrir nokkru reist sér þar myndarlegt íbúðarhús við hlið gamla húss- ins. Þeir feðgar hafa nýlega virkj að ána, sem rennur niður með túninu og fá þaðan næga raforku til allra sinna þarfa. Þegar við vorum komnir inn I stofurnar í Ófeigsfirði fannst mér sem ég hefði sóttan heim gamlan goða á söguöld. Hann hafði um sig margt manna, veitingar voru bornar fram af rausn, höfuðbóls andi lá í loftinu. Öll framkoma fólksins mótaðist af hlýhug og einlægni hinnar fölskvalausustu íslenzku gestrisni. Þarna, nyrs.t norður á Ströndum, lifir þetta að- alseinkenni Islendingsins og strjálbýlismannsins, eins og á söguöld. Ekkert er of gott fyrir gest og gangandi. Hann fær bezta matinn, dýrasta mjöðinn og hlýjustu dúnsængina. í Ófeigsfirði hjá Pétri bónda og fólki hans mætist gamall og nýtt á skemmtilega áberandi hátt. Vatnið í bæjarlæknum lýs- ir upp híbýli fólksins, vinnuvél- ar éru knúðar með rafmagni. En niðri í nausti stendur gamla hákarlaskipið, Ófeigur, gamall hákarlahjall og lifrarpottur forn og gamallegur. Þetta eru tákn gamla tímans í atvinnusögu þjóð- arinnar. Það er gaman að ganga með Pétri í Ófeigsfirði og sonUm hans um landareignina á björtum haustmorgni og ræða við þá um búskapinn á þessum norðlægu slóðum. Búskapur þeirra stendur mörgum fótum ekki síður en Skalla-Gríms á sínum tíma. I Ó- feigsfirði er dúntekja mikil og selveiði. Eru þessi hlunnindi nytj uð af árvekni og dugnaði, enda kostamikil og arðsöm. Æfiferill Péturs í Ófeigsfirði verður ekki rakinn hér. Með lífs starfi sínu heima á ættarslóðum hefir þessi gáfaði og margfróði íslenzki bóndi reist sér minms- varða, sem óbrotgjarn mun reyn ast. En vonandi á hann ennþá langt líf fyrir höndum og farsæl og hamingjurík efstu ár. Vinir hans árna honum og Ófeigsfjarð- arheimilinu allra heilla. — S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.