Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIE Föstudagur 4. marz 1960 Somkomur í Ddmkirkjunni Kristilegt Stúdentafélag heldur almenna samkomu í Dóm kirkjunni í kvöld kl. 20,30. Ræðumenn Ingólfur Guðmundsson stud. theol, og herra Sigurbjöm Einarsson biskup. Einsöngur og kórsöngur AUir velkomnir. SXJÓRNIN. Málakennsla Kenni byrjendum ensku (t.d. með tilliti til lands- prófs) og þýzku. Uppl. sími: 10912. Sælgætisgerð Óskum að taka á leigu sælgætisgerð. Tilboð merkt: „3 ár — 9829“ sendist blaðinu fyrir þriðjudags- kvöld. Hárgreiös I ustofa Óska eftir húsnæði í miðbænum sem fyrst, fyrir hár- greiðslustofa. Tilboð merkt: „Hárgreiðsla — 9833“. sendist afgreiðslu Mbl. strax. Verksmiðjuvinna Ungur reglusamur, lagtækur maður óskast til starfa við þrifalegan iðnað. Umsóknir ásamt mynd og með- mælum ef til eru sendist afgreiðslu Morgunbl. fyrir hádegi á laugard. merkt: „Árvakur — 9827“. Ný ibúð til leigu 4ra herbergja íbúð á II. hæð í nýju húsi við Hvassa- leiti til leigu frá 20. þ.m. Einhver fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Hvassaleiti — 4332“ sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag. Cuðriður Ólafsdóttir frá Húsavík — minning GUÐRÍÐUR Ólafsdóttir var fædd í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 9. júní 1867 og var því nær 93 ára að aldri er hún lézt hinn 22. febrúar sl. í sjúkrahúsi hér í Reykjavík, eftir langa og erfiða banalegu. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Guðmundsson Pálssonar í Mýrarhúsum og Karitas Runólfs dóttir Þórðarsonar í Saurbæ á Kjalarnesi. Þau giftust 1860 og bjuggu í Mýrarhúsum. Börn þeirra voru: Halldóra kaupkona í Reykjavík, Þórunn kona séra Ólafs Finnssonar í Kálfholti, Runólfur útgerðarmaður í Mýr- arhúsum, Guðmundur hrepp- stjóri í Nýjabæ á Seltjarnarnesi, Guðríður og Guðrún kona Sig- urðar Sigurðssonar á Fiskilæk. Karitas andaðist 31. maí 1870 og þremur árum seinna giftist Ól- afur aftur og var seinni kona hans Anna Björnsdóttir á Möðru- völlum í Kjós, Kortssonar. Börn þeirra voru: Karitas, kona Ólafs steinsmiðs Péturssonar í Reykja- vík, Helga óg., Rannveig kona Sigurðar Hjaltested bakarameist- ara, Ingibjörg kona Sigurðar skipstjóra Péturssonar í Hrólfs- skála, Björn skipstjóri í Mýr- arhúsum og Ingunn kona Ásgeirs G. Gunnlaugssonar kaupmanns. Er þetta alkunn ætt hér syðra. Guðríður var tæpra þriggja ára er hún missti móður sína. Fór hún þá í fóstur til hinna merku hjóna Kristins Magnússonar skipasmiðs í Engey og Guðrúnar Pétursdóttur. Ólst hún upp hjá þeim til 16 ára aldurs og þótti jafn vænt um þau sem hefði þau verið foreldrar hennar. Leið henni þar vel, en þó fór að bera á útþrá hjá henni og fannst henni Engey heldur þröngur heimur fyrir sig. Var það svo úr, að vorið 1883 réðist hún að Odda til séra Matthíasar Jochumssonar, sem þá hafði verið prestur þar um tvö ár. Kona Matthíasar var Guðrún Runólfs- dóttir, móðursystir hennar, en ekki réði skyldleikinn neinu um það að hún vistaðist þangað. Þó tók Guðrún frænku sinni vel og reyndist henni vel. f Odda var stórt bú og mannmargt heimili og lærði Guðriður þar margt um hússtjóm, sem kom henni vel seinna í lífinu. í Odda dvaldist hún fram til 1887. Þá fékk Matt- hías Akureyrarprestakall og fluttist hún með þeim hjónum norður þangað. Á heimili séra Matthíasar kynntist hún bróðursyni hans, Jóni Arasyni, og tókust með þeim ástir. Jón útskrifaðist úr presta- skólanum 1887 og árið eftir var honum veitt Þóroddstaðapresta- kall. Þá giftu þau sig og settust þar að. En ekki bjuggu þau þar nema þrjú ár, því að 1891 var séra Jóni veitt Húsavíkurpresta- kall. Sátu þau svo þann stað meðan séra Jón lifði, en hann andaðist 14. marz 1928. Þeim varð sex bama auðið. Þrír synir þeirra eru látnir: Ólafur læknir í Reykjavík, Finnbogi Rútur vél- fræðingur í Reykjavík og Krist- inn kaupmaður á Húsavik, valin- kunnir menn. Á lífi eru Ari lækn- ir á Fljótsdalshéraði, Karitas Halldóra húsfreyja í Reykjavík og Katrín skrifari í Reykjavík, og fósturdóttir Ástríðar Eggerts- dóttir húsfreyja í Reykjavik. Eftir lát manns síns dvaldist frú Guðríður hjá bömum sínum og barnabörnum, fyrst á Húsa- vík, en seinustu árin í Reykja- vík. Guðríður var talin glæsileg kona á yngri árum og hún var einnig glæsilegt gamalmenni. — Lífsþróttur og kjarkur fylgdi henni frá vöggu til grafar. Mót- læti og sorgir megnuðu ekki að buga hana, og virtist hún þó ekki þrekmikil þeim, sem lítt höfðu kynnzt henni. Ég held að ást á lífinu hafi verið styrkur henn- ar, ekki aðeins ást á þessu hverf- ula stundlega lífi, heldur á hinu mikla og endalausa alheimslífi. Þeir, sem þannig eru innrættir, eru ekki í sífelldri leit að bjálk- um í augum meðbræðra sinna, til þess að hneikslast á og ergja sjálfa sig. En þessi ást hennar á lifinu tryggði það, að hún helt þar sínum sess til æviloka. Heimilið á Húsavík var oftast mannmargt og þar var mikill gestagangur. Kom það sér þá vel að Guðríður var enginn viðvan- ingur á stóru búi. Séra Jón var valmenni mesta, framúrskarandi dagfarsprúður, gáfaður vel sem hann átti ætt til, og hneigður til fróðleiks, en mun lítt hafa verið gefinn fyrir búsumstang. Kom því stjórnsemi öll, bæði úti og inni oft á herðar húsfreyjunn- ar og var rækt vel án fums og óðagots, en með festu og glögg- skyggni. Aldrei voru þau rík, líklega mætti segja að þau hefði verið bjargálna. Aldrei gætti þar óhófsemi í neinu, en allt bar vott um þrifnað og snyrtimennsku. Guðríður var glaðlynd kona að eðlisfari og gat stundum verð- ið dálítið glettin í orðum, þótt græzkulaust væri. Kom stundum fram í því hinn innri maður. Einu sinni trúlofuðst karl og kona á Húsavík, bæði komin af æskualdri, en elskuðust svo dátt á almannafæri, að af bar.Þá varð Guðríði að orði: „Fyrr má nú vera, en flugurnar springi af hita“. Með því lét hún í ijós van- þóknun sína á því, að menn væru að bera tilfinningar sínar út á stræti og torg. Þessari skapgerð sinni hélt hún til æviloka. Og andlega eltist hún ekki þótt ellin sækti að. Hún var stálminnug og fylgdist með öllu er gerðist fram til hinztu stundar, því að sálin var síung þótt líkamskraftar léti undan síga. Frú Guðríður verður hugstæð öllum þeim, sem henni kynntust, og þó einkum þeim, er kynnust henni bezt. Á. Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur félagsins verður sunnud. 7. marz n.k. í Iðnó kl. 2 s.d. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Konur fjölmennið á fundinn. Sýnið skírteini eða kvittun við innganginn. STJÓRNIN. II T S A L A TS ALA Baritaskór Verð frá kr. 80.— Inniskór Verð frá kr. 25.— Kvenbomsur Vtirð frá kr. 75.— Kvenskór Lítil númer. Verð frá kr. 100.— Karlmannaskór Lítil númer (frá nr.39—40). Verð frá kr. 100.— Laugaveg 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.