Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47. árgangur 53. tbl. — Föstudagur 4. marz 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkissióður bætir tjdn bátanna með Umræður hófust með því, að Halldór E. Sigurðsson, 3. þm. Vesturlands, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og spurði ríkisstjórnina hvað gerzt hefði í málinu og hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Þá spurði hann einnig hvort lík- ur væru til, að bátunum yrði bætt tjón sitt og hvort ríkis- stjórnin myndi beita sér fyrir því. Snæfellsnesi rætt á Alþingi Á FUNDI nd. Alþingis í gær urðu nokkrar umræður um ofbeldisverk Breta í íslenzkri fiskveiðilandhelgi út af Snæ- fellsnesi í fyrradag. Svöruðu dómsmálaráðherra og utan- ríkisráðherra fyrirspurnum þingmanna um mál þetta, að svo miklu leyti sem upplýs- ingar liggja fyrir. Voru ráð- herrar svo og þingmenn þung ©rðir í garð Breta fyrir þetta fáheyrða ofbeldi. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, varð fyrir svörum og mælti m. a. á þessa leið: Mér var skýrt frá þessum at- burðum í gær og hafði ég þá, strax og ég náði til hæstvirts ut- anríkisráðherra, samband við hann og óskaði þess, að þó að enn lægju ekki fyrir fullnaðar- skýrslur um málið, þá hefði hann þegar í stað tal af sendi- herra Bretlands hér og skýrði og hœtta á farsótfum þær hafa komizt á kreik. Múhameð fimmti Marokkó- konungur hefur gefið fyrirskip- un um að borgin skuli jöfnuð við jörðu og borgarsvæðið stráð kalki og sótthreinsandi efnum. Útlendir hermenn hjálpa Um 5000 manns hafa unnið dag og nótt að björgunarstörfum síð- ustu tvo sólarhringa. í þeim hópi er m. a. mikið af frönskum sjó- liðum og bandarískum flughers- mönnum. Flestir eftirlifandi íbúar borg- arinnar hafa flúið hana. Hópur þeirra hefur fengið aðsetur í tjaldbúðum í úthverfi borgarinn- ar. Öðrum hefur verið flogið til Casablanca. Margt þessa fólks er illa komið, beinbrotið og sært og fjöldi þeirra hefur orðið fyrir taugaáfalli. Sumir láta það í Ijós, að þeir muni aldrei framar snúa til borgarinnar Agadir, jafn vel þótt hún rísi aftur úr rúst- um. Slíkar eru hinar hryllilegu minningar fólksins frá þessum stað. Hersveitir Marokkóstjórnar hafa slegið hring um Agadir til þess að koma í veg fyrir grip- deildir og þjófnaði úr rústunum. Skammt fyrir sunnan borgina er þegar hafizt handa um að reisa nýja bráðabirgðaborg úr húsum sem borizt hafa frá öðrum lönd- um og hægt er að setja saman. Fólk sem bjargast Margar sögur eru sagðar í Agadir um dásamlega björgun manna. M. a. er greint frá því að barn eitt hafi fundizt á lífi er það hafði verið grafið undir húsa- rústum í 42 klst. Önnur saga seg- ir frá klæðskera, sem vann að því í 18 klst. með berum hnúum að grafa sér 8 metra löng göng gegnum húsabrak og þannig bjargaði hann fjölskyldu sinni. Frá Kairo í Egyptalandi berast fregnir um að Nasser forseti hafi heimilað að sem nemur 5 milljón um króna skyldi varið til hjálp- ar fólkinu í Agadir. Frá íraks- stjórn hafa borizt sem nemur 2 milljónum króna. Þá mun írak senda hóp lækna og hjúkrunar- kvenna til Marokko. Brúðkaup í maí eða júní STARFSLIÐI í Buchingham- höll hefur verið fjölgað og er nú unnið að þvi af miklum krafti að undirbúa brúðkaup þeirrar Margrétar Rósar og Armstrong-Jones ljósmynd- ara. Enn hefur brúðkaups- dagur þó ekki verið ákveðinn endanlega. Er það dálitið erfitt vegna þess, að Elísa- bet drottningarmóðir ráðger- ir för til Ródesíu-sambands- ins í Afrku á tímabilinu 10.— 30. maí. Nú er annaðhvort um að ræða að brúðkaupið standi skömmu áður en hún ieggur af stað í byrjun maí- mánaðar eða þá ekki fyrr en um miðjan júní, því að drottningarmóðirin vili sjálf fá að hjálpa til við brúð- kaupsundirbúninginn. Landhermn a Keflavikurflugvelh for í gær. Hermennirnir foru um borð í flutningaskip á ytri höfninni og myndin er tekin, þegar olíuskipið, sem fiutti fyrsta hópinn, sigldi upp að hafskipinu. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Agadir verður jöfnuð við jörðu Jarðýtur slétta yfir rústirnar Rottuplága Agadir, 3. marz — (Reuter) — í KVÖLD hættu björgunar- sveitir starfi í rústunum í Agadir. Er nú talið ólíklegt að fleiri menn finnist á lífi undir hinum hrundu húsum. — Á morgun verður stór fylking af jarðýtum sett til að jafna Agadir við jörðu, brjóta nið- ur leifarnar af lirundum múr- veggjum húsanna. Fram að þessu hafa fundizt rúmlega 2000 lík í rústunum, en talið er að milli 3000 og 4000 til viðbótar liggi þar. Bjarni Benediktsson honum frá því, hversu alvarleg- ir atburðir hér hefðu gerzt, að skoðun okkar íslendinga. Mér er kunnugt um það, að hæstvirtur utanríkisráðherra náði þegar í sendiherrann í gær og gerði honum grein fyrir skoðun okkar á þessu furðulega tiltæki. Sjúkdómshættan Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að halda björgunarstarfinu áfram er sjúkdómshættan. Nú er sá tími liðinn frá jarðskjálftun- um í Agadir að líkin í rústunum eru tekin að rotna og er nú yfir- vofandi hætta á farsóttum, eink- um á taugaveiki. Urmul'l af rottum fer um rúst- irnar. Hefur jarðskjálftinn ónáð- að þær í bælum sínum, svo að endurkröfurétti gegn Bretum Ofbeldið fyrir Halda heimleiðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.