Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. marz 1960 M O R C VIS fí 14 Ð 1Ð 13 Eignist land sitt að nýju eftir 8 aldir Lagafrumvarp á Alþingi Það er víða fagurt í Rúmeníu. Myndin er frá bökkum Dönár. Þeir eru þreyttir Rúmenía var áður land gleðinnar LAG AFRUMV ARP hefur verið lagt fram á Alþingi um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Vestmannaeyja- kaupstað land allt á Heima- | ey í Vestmannaeyjum, sem nú er í eigu ríkisins og um eign- arnámsheimild á lóðar- og erfðafestulöndum. Flutnings- menn eru Guðlaugur Gísla- son, Karl Guðjónsson og Björn Fr. Björnsson. Söluverð inetið. í frumvarpinu segir að ef ekki náist samkomulag um söluverð skuli það metið af dómkvöddum mönnum. Andvirði greiðist á 25 árum. Ef ríkið þarfnist bygging- arlóða í Vestmannaeyjum skuli því heimilt að endurkaupa land hlutfallslega sama verði. Eðlilegt og æskilegt. í greinargerð segir, að eðli- legast og æskilegast verði að telj ast bæði fyrir ríkissjóð og þá, ÉG var bókhaldari, eins og faðir minn, hafði verið, og bjó i litlu húsi í Roman, sem ég hafði erft eftir foreldra mína. Eoman er smábær í Moldavahéraði, ekki langt frá Jassy. Það hafði aldrei hvarflað að mér að yfirgefa bernskubæ minn, heimili og ættingja, allt sem ég átti. Ég hafði fasta vinnu við bókhald og samvinnufyrir- tæki, sem framleiddi byggingar- efni. Kaupið var 980 lei á mánuði. Þetta var heldur gott kaup, nóg til að lifa af og sjá fjölskyldunni farborða, konu og þremur börn- um. Við gátum gengið sæmilega til fara, þótt við yrðum að spara í heilt ár til þess að hafa nóg fyrir kápu eða góðum jakkaföt- um. Karlmannsföt úr ódýru efni kosta kringum 700 lei, slæmir skór 400 lei og þeir endast ekki lengi. Þó vissum við, að flestir voru ver stæðir en við, og læknar t.d. fá jafnvel ekki meira en 1000 lei á mánuði. Sagt upp Svo bar það við í september 1955, að 15 starfsmönnum var skyndilega sagt upp starfi, og var ég meðal þeirra. Hreinsun var gerð í öllum samvinnufélögum, fyrirtækjum og skrifstofum í Roman, og var hún framkvæmd af sérstakri nefnd. Hundruð manna voru reknir, allt svokall- aðir „óábyggilegir aðilar", fyrr- verandi kaupmenn eða vínsalar. Ekkert þessu líkt hafði áður gerzt í bænum okkar. Við áttum dálitla peninga heima, en þeir hefðu varla dugað okkur lengur en í fáar vikur. Eg var ekki ungur lengur, orðinn 48 ára og hafði glatað atorku og áhuga æskumannsins. Og þó við hefðum viljað, hefðum við ekki getað farið frá Roman, því að mönnum var bannað að skipta um dvalarstað. Með aðstoð vina tókst mér smám saman að koma fótum undir mig a nýjan leik. Ég vann við bókhald hjá fimm eða sex fyrirtækjum og skrapaði þannig saman 500 leium á mán- uði. Öþarft mun að taka það fram, að með þessu kaupi urðum við að draga verulega úr útgjöld- um okkar. Þannig leið eitt ár. Þá bauð eitt þessara fyrirtækja mér fasta vinnu hjá sér með 600 leii kaup á mánuði. Fjórum mánuðum síð- ar fyrirskipaði stjórnin að endur skipuleggja skyldi að fullu ger- vallt ríkis- og viðskiptakerfi landsins. Og ég missti vinnuna enn einu sinni. Erfiðir tímar Við bárum saman ráð okkar — VASILE Berkovic er flóttamaður, sem yfir- gaf ættland sitt, Rú- meníu, fyrir fáum mán uðum. Hann er hvorki hetja né heigull, held- ur aðeins einn af mctrg- um, sem ömurleiki og ótti hafa leikið grátt og líta fortíðina döprum augum og eru áhyggju fullir út af framtíð- inni. Ana og ég. Við hirtum ekki um stjórnmál — allt þess háttar tal fundir og ræður er okkur víðs fjarri. Er það ekki undantekn- ing, ef menn hafa raunverulega áhuga á slíku? Við urðum að hugsa um að útvega peninga fyr- ir mat, og allur okkar tími fór í það. Því næst vann ég við bókhald hjá einu fyrirtækinu eftir annað. Ég vann meir og hafði minna upp úr krafsinu en nokkru sinni áður. Nú fékk ég 400 lei á mán- uði og varð að sjá fyrir fimm manna fjölskyldu. Það er erfitt að komast af með hundrað lei á viku, þegar pundið af feiti kost- ar 10 lei, sykri sjö lei og ódýr- asta kjöti 10 lei. Konan varð að standa í löng- um biðröðum, því að ekki höfð- um við efni á að verzla á svarta markaðnum. Hún varð oft að bíða þannig klukkustundum saman í einu — eina klst. hér og tvær annars staðar, o.s.frv. — til að reyna að komast að góðum kaup um á fatnaði og mat. Hún var ekki heilsuhraust heldur, gekk með einhvers konar blóðsjúkdóm og þoldi illa að standa svona, en það var ekki um annað að ræða. Það er ekki ofsagt, að slíkar bið- raðir geri mann sturlaðan. Og af greiðslufólkið lætur sig það engu skipta. Það er eins og öllum sé sama um állt. Og hvers vegna átti fólk svo að vera að taka til- lit til annarra? Það vann jú fyrir jafn litlu kaupi og ég. Þessi ömurlega barátta fyrir daglegu brauði dregur úr manni allt þrek. Það tók t.d. margar klst. að komast að hjá kjötkaup- manninum, og þegar röðin var loks komin að manni, fékkst ekki það, sem um var beðið. Óþolinmóðir og önugir Rúmenía var einu sinni land gleðinnar. En hvernig er þar nú? Allir eru óþolinmóðir og önugir. En hver getur áfellzt það fólk fyrir það? Það er svo margt, sem angrar menn, og þeir eru þreytt- ir, þeir eru aðframkomnir af þreytu. En ef ég hugsa til mágs míns, verð ég að viðurkenna, að lífið hefur leikið okkur betur þrátt fyrir allt. Hann var kaupmaður, þar til kommúnistar tóku við völdum. Þá fékk hann sér vinnu í búð. Svo var það í fyrrasumar, að einhver kærði hann, sennilega einhver nágranna hans, af því að „hann lifði í munaði". Og hvað hafði hann þó brotið af sér? Jú, hann hafði keypt tvenn til- búin föt sama dag, eftir að hann hafði sparað saman fyrir þeim í heilt ár. Hann var handtekinn og leynilögreglan fann þrjá gull- hringi á heimili hans. Hringana hafði hann erft eftir foreldra sína.. Nú er hann í fangabúðum nálægt Doftana og hefur leyfi til að skrifa fjölskyldu sinni tvisv- ar á ári. Kona hans vinnur við olíunámur í Poloesti. Hún fær 500 lei í kaup á mánuði og af því á hún og tvær dætur þeirra að lifa. Þótt þannig væri komið fyrir okkur, áttum við erfitt með að yfirgefa Roman. Þar eru grafin foreldrar mínir og afar og ömm- ur. Þetta var eini bærinn, sem ég get sagt að ég þekkti. Til Búka rest hafði ég aldrei komið. En okkur hjónunum kom saman um, að við yrðum að fara vegna barn anna, vegna framtíðar barnanna. Saga okkar er í engu frábrugð- in því, sem aðrir landar okkar hafa frá að segja. Þeir eru ótelj- andi, sem vildu gjarna feta í fót- spor okkar og hverfa úr landi. kaupstaðurinn eignist kaupstað- arlandið, beri allan kostnað af þessari eign, en njóti hins vegar góðs af þeirri hækkun, sem verð- ur á lóðaleigum vegna óhjá- kvæmilegra framkvæmda bæjar félagsins í sambandi við úthlut- un byggingarlóða. Þá segir enn- fremur á þessa leið í greinargerð Milli ýmsra eigenda. — Svo virðist samkvæmt þeim heimildarritum, sem fyrir hendi eru, að Vestmannaeyjar hafi allt til 12. aldar verið í eigu bænda þar, en þá festi Magnús Einars- son biskup í Skálholti kaup á á þeim, og voru þær eign Skál- holtsstóls þar íil í byrjun 15. aldar. Þá komust þser í eigu kon- ungs. Ókunnugt mun vera, með hvaða hætti það hefur oríjið, en gizkað er á og talið sennilegt, að Skálholtsbiskup hafi látið þær af hendi upp í skuld við konung. I konungs eigu munu Vestmanna eyjar hafa verið þar til um 1870, að landssjóði voru afhentar þær sem í Vestmannaeyjum búa, að ásamt öðrum konungsjörðum. Nýr bátur til Patreks- fjarðar Andri BA 100 PATREKSFIRÐI, 29. febr: — 1 gærkvöldi kom nýr bátur til Pat- reksfjarðar frá Danmörku. Ber ihann nafnið Andri BA 100. Báturinn er úr eik, 70,98 smá- lestir og hefur 435 hestafla Deutz vél með gírskiptingu. Báturinn er smíðaður við Lög- stör í Limafirði. Eigandi er Hrað frystihús Patreksfjarðar og fleiri. Japönsk miðunarstöð A stjórnpalli er, auk venju- legra tækja, Deccaradar af stærstu gerð, Astic-tæki er af Simrad gerð og auk þess lítill Simrad-dýptarmælir, og einnig rafmagnsstýrivél. Aftan við stjórnpall er þvotta- klefi. Þar er og talsstöð, ásamt japanskri miðunarstöð, sem mun ve ra hin fyrsta sinnar tegundar í íslenzkum báti. Þá tekur við bað herbergi og salerni skipverja. Skipstjóraherbergi er aftast. Er það lítið, en vistlegt og hentugt. Úr gangi, sem er milli skipstjóra- herbergis og stjórnpalls, eru dyr, sem liggja inn 1 káetu og vélar- rúm. 1 káetu eru hvílur fyrir 4 menn. Er þar handlaug og ágæt- ar geymslur fyrir íbúa káetunn- ar. í vélarrúmi er, auk aðalvélar, Ijósavél af Buch-gerð. Er öll upp hitun og emnig eldun með raf- magni frá tveimur rafölum, 12 vo ta, frá aðalvél og ljósavél. Efst á stjórnpalli er gúmmí- björgunarbátur fyrir 12 menn svaðsettur. Meðfram yfirbygg- Mb. Andri BA-100. sem kom til Patreksfjarðar 28. fcbrúar. Mynd.ia var tekin í Danmörku í reynsluferð. ingu eru lokaðar belggeymslur, sem ná allt út á borðstokka frá yfirbyggingunni. Vinda er fyrir ftaman framsigluna. I sambandi við notkun hennar er það sjald- gæft, að svokallaður „Bommsving er“ sé staðfestur við vinduna sjálfa. Flest skip munu hafa hana á sjálfri bómunni. Þetta eru mjög mikil þægindi við upp og útskipun. Lest er öll með lestar- borðum úr aluminíum. Fylgir skipinu lúkar, og era þar hvílur fyrir 6 menn. Einnig er þar matsalur fyrir þá. Þar er og smáherbergi fyrir hreinlæt istæki og geymslur fyrir skip- verja. Aftast í lúkarnum er eld- húsið. Þar eru og geymslur fyrir matvæli og kæliskápar. Ibúðir eru allar klæddar að innan með plasti, en í loftum er hljóðdeyf- andi masonit. Verkið tafðist Skipstjóri lét fremur vel af bátnum á heimleiðinni. Fenga þeir vont veður, fyrst SA, síðan NA. Taldi hann því, að hann væri búinn að reyna bátinn á alla vegu og lét vel af. Meðalganghraði hans var 9,5 sjómílur. Skipstjóri, Jón Magnússon, sem verður 30 ára 3. marz, fór til Dan merkur síðari hluta ágústmánað ar til eftirlits með byggingu báts ins. Taldi hann, að vegna fólks- eklu við byggingu skipsins, hefði verkið tafizt meira en skyldi. Þetta er stærsti báturinn, sem þessi skipasmíðastöð hefur smíð- að, og hinn fyrsti, sem hún smíð- ar fyrir Islendinga. Vélstjórinn, Sigurður Guð- mundsson, sem fór til Danmerk- ur um miðjan október, lét hið bezta af vélinni og öllu er henni viðkom. Jón, skipstjóri, var svo forsjáll að fá senda bifreið sína til Danmerkur, og varð það þeim félögum til mikillar dægra- styttingar. Ferðuðust þeir í frí- tímum sínum um alla Danmörku o g komust jafnvel alla leið suð- ur til Þýzkalands. Báturinn býst nú þegar á veið- ar, og kvaðst skipstjórinn byrja með netaveiðar. — Tr.Ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.