Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 15
Föstudaeur 4. marz 1960 MOTtcrwTAniÐ 15 Enn þurfa lœknar þrek og dugnað í v^trarferðum HestamonnaiéL Smóri 15 óra UM síðustu helgi minntust félag- ar x hestamannafélaginu Smára 15 ára afmælis félagsins með hófi á hinu glæsilega félagsheim- ili að Flúðum 1 Hrunamanna- mannahreppi Formaður félagsins Steimþór Gestsson setti hófið og stýrði því. Bakti hann sögu félagsins og af- rek hestafélagsmanna á kappreið um O'g í góðhestakeppni. Gunn- ar Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur flutti ávarp en Eiríkur Jónsson í Vorsabæ talaði fyrir minni Steinþórs Gestssonar, sem verið hefir formaður félagsins frá upphafi. Að síðustu var dansað fram eftir nóttu. Hóf þetta var vel sótt, en fé- lagssvæði Smára er Hrunamanna hreppur, Gnúpverjahreppur og Skeið. Merki félagsins er táknað m'eð þriggja blaða smára. Myndir þær, sem hér fylgja eru af stjórn félagsins en hana skipa talið frá vinstri á mynd- inni: Fremr i röð: Ingólfur Bjarnason, Steinþór Gestsson, og Þorgeir Sveinsson. Aftari röð: Óskar Indriðason og Sigurgeir | Runólfsson. I Hin myndin sýnir fjóra kunna gíeðinga, sem tekið hafa þátt í keppni félagsins. Lengst til hægri er Neisti Bjarna Gíslason- ar á Stöðufelli, þá Gulltoppur Jons Ólafssonar á EystriGeldinga læk, en hann hefir margsigrað á góðhestakeppni félagsins svo og í skeiðkeppni. Þá Stormur frá Hamarsheiði og loks Hrímir Sveins heitins Sveinssonar á Hrafnkelsstöðum. Eigendur sitja hesta sína, nema Loftur Eiríks- son situr Storm. Grísk málamiðlun í Kýpurdeilunni? AÞENU, 1. marz. — Haft er fyrir satt, að gríska stjómin hafi und- irbúið miðlunartillögu í d/;ilu Breta og Kýpurbúa um herstöðv- arréttindi Breta á eyjunni. Bret- ar krefjast 120 fermílna land- svæðis, en foringjar Kýpurbúa vilja skammta þeim 36 fermílur. Z-Grivas, fyrrum foringi neðan- jarðarhreyfingarinnar á Kýpur, hefur lýst því yfir, að hann ætli að berjast með oddi og egg gegn málamiðlun. Hann vill sníða Bretum sem þrengstan stakk á Kýpur. BÆ A HÖFÐASTRÖND, J z: Margir segja að leikur sé nú að þjóna læknisihéruðum hér norðanlands hjá því, sem áður var. Rétt mun það vera að upp- hleyptir vegir og bílar hafa næst- um útrýmt hestum, skíðum, skautum og jafnvel gera menn nú minna að því að ganga á tveimur jafnfljótum. Ég minnist Magnúsar Jóhannssonar, læknis á Hofsósi, Páls Sigurðssonar (nú yíirlæknis trygginga), Braga Óiafssonar o. fl., sem setið hafa á Hofsósi lengri eða skemmri tima aður en bílarnir voru al- mennt teknix í notkun. Oft vissi ég tii, að þeir lögðu sig í bráða lífshættu og voru útkeyrðir, þeg- ar erfiðri læknisvitjan var lok- ið. Nú segja menn að ekki komi eins slæmar stórhríðar og áður fyrr. Það munu auðvitað vera skiptar skoðanir á því, en víst er það, að nú eins og fyrr getur orðið fullkomin alvara og þrek- raun fyrir lækna, sem aðra að lenda í stórhríð, jafnvel þó í bíl Macmillan til de Gaulle LONDON, 1. marz. — Macmillan mnn sækja de Gaulle heim 12. og 13. marz, tveimur dögum áður en Krúsjeff kemur í tveggja vikna heimsókn til Frakklands. Þeir Macmillan og de GauHe munu ræða helztu ágreiningsmál austurs og vesturs, sem líklcgt er að verði til umræðu á fundi leiðtoga stórveldanna, sem hefst í París 16. maí. — í apríl mun de Gaulle fara í heimsókn bæði til Lundúna og Washington. sé og sæmilegir vegir um að fara. Skal nú sagt fxá einu slíku ferða- lagi. Læknir okkar, Guðmundur H. Þórðarson, var kvaddur nú einn daginn út í Fljót, 30 til 40 km. leið. Norðan stormur var og dimmt hríðarél, en þó slarkandi ferðaveður. Þegar á ákvörðunar- stað kom, varð ljóst að sjúkling- inn þurfti að flytja í sjúkrahús. A Hofsósi er það ekki, svo að iæknirinn þurfti að fara til Sauð- árkróks með sjúklinginn. Þetta gekk allt vel og til sjúkrahússins komust þeir klakklaust, en þá var líka komin stórhríð, sem herti þó enn meir er á leið kvöld- ið Til öryggis var nú fenginrt bíll á Hofsósi (trukkur) til að fara á móti lækni og mættust þeir í Óslandshlíð. Var þá versta stórhríð svo að mjög lítið sést fi'á bílnum. Var nú vörubíllinn látinn keyra á undan á móti veðrinu en læknir þurfti að hafa opna hurð og vera með höfuð úti annað slagið til að sjá veg- arkantinn.. Var hríðin svo dimm, að þeir, sem á undan fói-u, misstu sjónar á jeppa læknis, stönz- uðu og fóru út til að svipast um eftir honum. En þá skipti það engum togum, að jeppinn kom og keyrði undir pall vörubílsins þar til nam við hjól. Skemmdist hann vitanlega mjög mikið og munaði þar litlu að ekki yrði stórslys. Sjálfsagt hefir þar bjarg að miklu að keyrt var á lágdrif- um og því mjög hægt. Gat lækn- ir einnig hemlað áður en mann- skaði varð. Af þessu sést bezt að þessir menn , sem verða fólkinu sér- staklega kærir og ómissandi, leggja oft á tíðum líf og limi í hættu, til að hjálpa þurfandi með bræðrum. — Björn. Y;Á' l Frestaðu ekki til morguns J sem pu getur gert 1 dag Skyrtur Bindi Sokkar Nærfatnaður Náttföt Snyrtivörur (herra) Vestispeysur Samfestingar með V hálsmáli N ankinsbuxur Vestispeysur Kakhi-buxur hnepptar eða Vinnublússur með rennilás Vinnujakkar Skíðapeysur bláir og brúnir Orlon-peysur Vinnusloppar Ullartreflar hvítir og mislitir Vinnu- og Sportskyrtur Skyggnishúfur margar tegundir Vinnuhúfur Nankin og Kakhi Vinnuvettlingar margar gerðir og tegundir Höfum enn flestar stærðir af gæruskinnsfóðruðum kúldaúlpum Fyrirkonurog karla ágamlaverðinu Ytra byrði fyrir dömur og herra Margar gerðir af barnaúlpum Kuldahúfur drengja Gæruskinnssokkar á börn og fullorðna JyétQG/ií Wl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.