Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVJSKL4Ð1Ð Föstudagur 4. marz 1960 TJtg.: H.t Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sígurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI SV IV I RÐ A ITM framkomu brezkra tog ara og herskipa við Snæ- fellsnes verða ekki með réttu höfð önnur orð en þau, að hún hafi verið svívírðileg. Brezk ir togaraeigendur eru nýlega búnir að lýsa því yfir, að þeir hyggist láta togara sína hætta landhelgisbrotum meðan Genfarráðstefnan standi. — Þetta segjast þeir gera til þess að auðvelda sættir og samkomulag í hinu mikla deilumáli. En vitanlega gera íslendingar sér það ljóst, að þessi ákvörðun brezku út- gerðarmannanna er aðeins lymskuleg blekkingartilraun. Þeir eru hræddir um, að það spilli fyrir málstað sínum meðan á ráðstefnunni stend- ur, að togarar þeirra séu á fiskveiðum á íslandsmiðum undir herskipavernd. Eins og verstu sjóræningjar En rétt áður en þetta boð- aða hlé á landhelgisbrotum á að hefjast, gera brezkir tog- araskipstjórar árás á íslenzka bátasjómenn vestur við Snæ- fellsnes, eyðileggja fyrir þeim veiðarfæri fyrir hundr- uð þúsunda króna og koma fram eins og verstu sjóræn- ingjar og ofbeldisseggir. I þessu þokkalega atferli njóta hinir brezku togaramenn verndar og stuðnings her- skipaflota Hennar Hátignar, Bretadrottningar. Jafnhliða oþnar brezki flotinn hvert „verndarsvæðið“ á fætur öðru á miðum íslenzka bátaflotans. Loks gera brezk herskip ítrekaðar tilraunir til þess að sigla niður hin litlu og nær vopnlausu íslenzku varðskip og jafnvel varn- arlausa fiskibáta. Allt er þetta framferði Breta svo svívirðilegt að engu tali tekur. Hjá þeim hefur vissulega engin hugarfars- breyting orðið. Hið brezka ofbeldi er samt við sig. Krefjumst þess að tjónið verði bætt En upp á þetta verður hin vopnlausa og varnarlausa ís- lenzka þjóð að horfa. Það er vissulega þung raun. En það er þó nokkur bót í máli, að ofbeldisaðgerðir Breta munu áreiðanlega ekki bæta fyrir málstað þeirra á Genfarráð- stefnunni. íslendingar verða nú að leggja höfuðkapp á að kynna öllum heiminum, það sem hér er að gerast. Við verðum að kæra Breta hvar sem við getum því viðkomið, draga ofbeldisseggina fyrir dómstól almenningsálitsins um víða veröld. Við krefjumst þess jafn- framt, að ailt það veiðar- færatjón, sem Bretar hafa valdið, verði bætt að fullu, og ennfremur það tjón, sem sjómennirnir kunna að bíða við það að standa uppi veiðarfæralausir um lengri eða skemmri tíma á hávertíðinni. RAFVÆÐINGIN F’ITT af mörgum verkum ^ ríkisstjórnar þeirrar, sem Sjálfstæðismenn höfðu for- ystu um að mynduð var, eftir kosningarnar sumarið 1953, var 10 ára áætlun um rafvæð ingu landsins. Þegar tækni- legum undirbúningi var lok- ið, var framkvæmd hennar hafin, m. a. með byggingu raforkuvera á Austfjörðum og Vestfjörðum. En það voru þeir landshlutar, sem skemmst voru á veg komnir í raforkumálum sínum. — Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, skýrði frá því á Alþingi í fyrradag, að raf- orkumálaskrifstofan væri nú að vinna að því að gera áætl- un um rafmagn til þeirra sveitabæja, sem ekki fá raf- magn skv. 10 ára áætluninni. Væri lögð áherzla á, að því T~'' ' ' ................................................. ------------------------------ Hörð barátta um kosningarétt negra verki yrði hraðað. Jafnframt gat ráðherrann þess, að 10 ára rafvæðingaráætlunin mundi standast, og þeir bæir, sem gert væri ráð fyrir að fengju rafmagn samkvæmt henni, myndu fá það innan 10 ára tímabilsins. Ódugnaður vinstri stjórna»rinnar í þessu sambandi má geta þess, að vegna ráðleysis og ódugnaðar vinstri stjórnar- innar tafðist framkvæmd raf- væðingaráætlunarinnar nokk uð. Vonir standa hinsvegar til þess að úr því verði bætt, eins i og landbúnaðarráðherra gat um í fyrrgreindri ræðu sinni á Alþingj. - ' I ¥¥ I N N 29. febrúar hófust ^ * miklar umræður í öld- ungadeild Bandaríkjaþings um nýja kynþáttalöggjöf, en höfuðmarkmiðið með henni er að tryggja negrum Suður- ríkjanna fullan atkvæðisrétt við kosningar. — Búizt er við \ Lyndon Johnson, \ \ S \foringi demokratal | í öldungadeild \ j Bandarikjaþings, j vill tryggja \ negrum i suður- \ \ rikjunum fullan \ i \ \ kosningarétt — \ \ en mætir harðri \ | andspyrnu Suð- \ | urrikjaþingmanna | löngum fundum um þetta mál og heitum umræðum, því að þingmenn Suðurríkjanna hafa látið í það skína, að þeir muni berjast af öllum mætti og „til síðasta manns“ gegn lögunum. A hinn bóginn hefir Lyndon Johnson, hinn áhrifa- mikli og harðskeytti foringi demókrata í öldungadeildinni, lýst því yfir, að hann muni vinna að því, að lögin muni ná fram að ganga — hvað sem það kosti. Það má telja þessa baráttu, sem nú er hafin, býsna „sögu- lega“ — þ.e.a.s. hún kannaðverða afdrifarík. — Hún markast eðli- lega nokkuð af forsetakosning- unum sem fyrir dyrum standa íBandaríkjunum — en á hinn bóginn, ekki síður, af vaxandi „athafnasemi" negra í Suður- ríkjunum, sem miðar að því að brjóta niður þá múra, sem þar hafa verið reistir til þess að skilja að hvíta og svarta. • Veitingamenn örvænta. Til dæmis má geta þess, að negrarnir hafa tekið upp þann sið — einkum eru það stúdent- ar, sem þar ganga fram fyrir skjöldu — að fjölmenna til veit- ingstaða, þar sem kynþáttaað- skilnaður hefur verið mest tíðk- aður. — Sá háttur hefur verið hafður í þessum veitigahúsum, að negrarnir hafa aðeins fengfið afgreiðslu við barinn, eða þá í sérstökum herbergjum. Nú hafa þeir víða tekið upp þann sið, að fjölmenna í hina almenúu veit- ingsali — og sitja þar sem fast- ast fram að lokunartíma. Þarna fá þeir ekki afgreiðslu. Hins vegar er ekki hlaupið að þvi að reka þá brott með valdi. Útkom- an er sú, að negrarnir hálf-eyði- lggja „umsetningu“ viðkomandi veitingahúsa — og eigendurnir eru í öngum sínum. Ekki er gott að spá um, hvaða afleiðingar þessi baráttuaðferð kann að hafa. Ef til vill kann þetta að leiða til meiri háttar óeirða — hefur þegar komið til smáátaka á nokkrum stöðum — en margt bendir þó til, að veit- ingamennimir verði að gefast upp gagnvart „hernaðartækni" ítalskir tjórburar ÞESSIR ungu sveinar eru ítalskir og heita Giuseppe, Armando, Ugo og Luciano. — Foreldrar þeirra eru frú Giselle Sangion og maður henn- ar Adelchi, sem er land- búnaðarverkamaður í Padua á Norður-Ítalíu. Þau hjón áttu fjögur börn fyrir, þar af eina tvíbura. — Myndin er tekin daginn eftir að fjórburarnir fæddust. — Voru þeir þá allir við hina beztu heilsu, og ekki er annað vitað en svo sé enn og að þeir dafni vel. Lynrton Johnson— einbeittur negranna — af fjárhagsástæð- um einberum. • Mikilvæg atkvæði. Öldungadeildarleiðtoginn Lyn- don Johnson er af flestum talinn einn af tilvonandi keppinautum um forsetaembættið af hálfu demókrata — enda þótt hann hafi hingað til þrætt fyrir það, að hann muni gefa kost á sér. — Hann er sjálfur frá einu af Suð- urríkjunum, Texas. En hann ger- ir sér fyllilega ljóst, að eigi hann og flokkurinn að hafa nokkrar verulegar líkur til að sigra í bar- áttunni um forsetaembættið, þá sé nú mikils um vert að sýna og sanna að demókratar vilji rétt- láta lausn kynþáttavandamálsina — til þess að freista þess að tryggja hin mikluvægu „negra- atkvæði" í stórborgum Norður- ríkjanna. • Kosningaréttur — eða ekki. Honum hefir tekizt með brögð- um, skulum við segja — a. m. k. kalla Suðurríkjamenn það „ó þokkabrögð" — að fá um- rætt lagafrumvarpp tekið fyrir í þinginu einmitt nú — án þesa að það hafi gengið hina venju- legu leið, gegnum ýmsar nefnd- ir. — Samkvæmt þessum nýju lögum, eiga umboðsmenn sam- bandsstjórnarinnar að hafa eftir- lit með framkvæmd kosninga I Suðurríkjunum — en kunnugir segja, að með því móti verði 75% þeirra negra, sem hingað til hafa ekki getað kosið, veittur Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.