Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. marz 1960 Stolnum frímerkj- um skilað ' H&ifGar* tihann Simr SS$tírb}Sm Gv8M«m tiigibjSrg Klufekan to fyWr hádegi í dag h*fst kosníng «» nýju t fgju, féiagi verfe«mtSjuféifc«, m kotnim »tó9 einntð f s«r, Nú fá' , fétðg&r í f$ji* fíekífáerS fi! aS fjslfýl kjar$£kerl$itt$ií, se'm ríktesf ©a Atfeý**3Í^L‘Ws;1*.o. %**&'**. kaftag yffr þá. $varS3 @r a8 fefúaa A-iM*nn, lisfa vinstri manna i |gfy_ Eiga .fylkingar að síga saman Nliðurrifsbandalag Framsóknar og kommunista n KOMMÚNISTAR og Fram- sóknarmenn hafa myndað með sér órjúfandi bandalag innan verkalýðshreyfingar- innar. Framsóknarmenn hafa iofað því, að styðja kommún- ista með ráðum og dáð til þess að ná völdum í sem flest- um verkalýðsfélögum um land allt. Þetta bandalag er stofnað jafnhliða því sem formaður kommúnistaflokksins, Einar Olgeirsson, Iýsir því yfir, að nú munu „fylkingar síga sam- an“ í stórkostlegustu stéttaá- tökum, sem um geti hér á landi. Tilgangur þessara átaka er að rífa niður þær viðreisn- arráðstafanir, sem núverandi ríkisstjóm hefur gert í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Það er um það háleita takmark, sem kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafa myndað bandalag sitt. • Hóta ofbeldis- aðgerðum Ætlan kommúnista er að efna til stórfelldra verkfalla og brjóta niður með hreinu of beldi viðleitni ríkisstjórnar- innar til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar og koma ís- ienzkum efnahags- og at- vinnumálum á heilbrigðan grundvöll. Framsóknarmenn hafa heitið því að leggja sig alla fram um það að styðja kommúnista í þessu niðurrifs- starfi. Sjálfir geta Framsóknar- menn og kommúnistar ekki bent á neitt úrræði til þess að ráða fram úr vandamálunum. Þeir láta við það eitt sitja að heitast við aðgerðir ríkis- stjómarinnar, sem hefur haft kjark og manndóm til þess að taka vandamálin föstum tök- um, eftir óstjóm og uppgjöf vinstri stjórnarinnar. • Hækjulið kommúnista Framsóknarmenn hafa þannig gerzt hækjulið komm- únista. Þeir hafa skipað sér við hlið þeirra í baráttunni gegn efnahagslegri viðreisn í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir það að Vilhjálmur Þór, aðalefna- hagsmálasérfræðingur Fram- sóknarmanna, hafi lýst yfir fylgi sínu við viðreisnartil- lögur ríkisstjórnarinnar og tal ið þær nauðsynlegar og eðli- legar, streitist Tíminn við að halda þvi fram daglega, að þær munu fyrst og fremst hafa í för með sér „samdrátt“, og „kyrrstöðu", auk þess sem þær séu árás á „byggðastefn- una“. • Iðju-Björn — „ástmögur“ Framsóknar. Myndin hér að ofan birtíst í Tímanum sl. sunnudag. Af henni má marka , hversu rík- an áhuga Framsóknarmenn höfðu á því, að einn æstasti Moskvukommúnisti landsins yrði formaður stærsta verka- lýðsfélags iðnaðarfólks á ís- land. Tíminn eggjaði reyk- víkst iðnaðarfólk til þess að kjósa á ný yfir sig stjórn Moskvu-kommúnistanna, sem fyrir nokkrum árum urðu berir að einstöku bruðli og óráðvendni með sjóði Iðju. Iðju-Björn var orðinn ást- mögur Hermanns og Eysteins. • Kjörorð Tímans Hvað segja nú bændur í Framsóknarflokknum um þetta framferði Tímans og leiðtoga Framsóknarflokks- ins? Finnst þeim ekki hinn íslenzki „bændaflokkur‘“ rækja skyldur sinar trúverð- uglega við sveitafólkið, sem hefur kosið hann? Myndu bændur vilja gera Björn Bjamason, harðsoðnasta Moskvukommúnista á íslandi að formanni Búnaðarfélags íslands eða Stéttarsambands bænda? Iðnverkafólkið í Iðju hlýddi ekki áskorunum Tímans um að kjósa Moskvu- koinmúnista fyrir formann félags síns. En Framsóknar- mönnum tókst að hjálpa kommúnistum til valda í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur. Þannig hyggjast þeir halda áfram. Kjörorð Tímans og Fram- sóknarflokksins er nú: Komm únistar alvaldir í verkalýðs- hreyfingunni á íslandi. Þann- ig hyggjast þeir brjóta niður viðleitnina til þess að stöðva verðbólguna og leggja traust- an og heilbrigðan grandvöll að islenzku atvinnu- og efna- hagslífi. EINS og skýrt v ar frá þegar hið svonefnda frimerkjamál var efst á baugi, gerði póst- stjórain íslenzka kröfu til til þess að hinum gömlu 40 og 50 aura frímerkjum, sem stol- ið var í frímerkjageymslunni, yrði skilað aftur. Rannsóknar- dómari málsins skýrði blaða- mönnum svo frá í gær, að vitað væri að 40 aura frímerkj unum, en þau eru frá 1898— ’99, hefðu 37 verið seld til Svíþjóðar, en hér innan lands 63. Nú hefir tekizt, sagði rann sóknardómarinn, að endur- heimta hér á landi 62 merkj- anna, og eru þau komin í örugga vörzlu. 63. merkið er einnig komið í leitiraar, er á Norðurlandi, en sending þess tefst vegna snjóalaga þar. 50 aura frímerkin: Sex þeirra voru seld til Svíþjóðar og 94 hér innanlands. Skilað hefir verið aftur 78 þessara merkja, en enn sem komið er, eru 16 ófundin, og verður að sjálfsögðu haldið áfram að reyna að komast eftir því hvar þau séu að finna. í sambandi við endurheimt þessara gömlu frímerkja, upp- lýsti rannsóknardómarinn, að í einu tilfelli hefði verið úr- skurðuð húsleit hjá merkis- hafa, og fékkst merkið þá af- hent. Það mun vera miklum crfiðleikum bundið að grafa upp þá útlenda, sem hafa þessi stolnu frímerki undir höndum, og þó að frímerkin hafi verið seld til Svíþjóðar, er engin vissa fyrir því að þeirra sé þar endilega að Ieyta. Merkjasala Rauða krossins gekk vel MERKJASALA Rauða kiassins gekk með miklum ágætum hér í Reykjavík á Öskudaginn. Merki voru seld fyrir um 118 þús. kr. og mun aðeins einu sinni hafa selzt fyrir hærri upphæð. Sr. Jón Auðuns, formaður Rauða-kross deildar Reykjavík- ur, bað blaðið að færa öllum, sem studdu þetta góða málefni alúðarþakkir, ekki sízt bornun- um, sem stóðu sig mjög vel við söluna þrátt fyrir jökulkulda. Fjórtán tíma hrakningur á Fjarðarheiði I FYRRADAG voru nokkrir menn í 14 klukkustundir að kostur að fara þessa 26—28 km leið á skemmri tíma. bílinn svo að hann kæmist upp. Það hefði verið nær óvinnandi verk fyrir 2—3 menn að moka alla þá leið með skóflum. Fjóra tíma að komast 1 km. berjast yfir Fjarðarheiði, frá Seyðisfirði upp í Egilsstaði. Voru þeir á snjóbíl og vel út- búnir, en stórhríðin og ófærð- in var svo mikil að ekki var Dagskrá Alþingis t DAG eru boðaðir fundír í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma. Á dagskrá efri deildar er eitt mál: Fyrningarafskriftir, frv. — 3. umr. Þrjú mál eru á dagskrá neðri ðeildar: 1. Ráðstöfun erfðafjár- skatts og erfðaíjár til vinnuheim ila, frv. — 1. umi'. 2. Sala lands í Vestmannaeyjum £ eigu ríkisins og eignarnámshaimild á Ióðar- og erfðafesturéttindum, írv. 1. umr. 3. Einkasala rikisins á tóbaki, frv. 2. umr. Ef leyft veróur. Til ferðarinnar var notaður kanadískur snjóbíll á tvíbreiðum beltum. Er hann útbúinn á svip- aðan hátt og skriðdreki, þ.e. eng- in skíði eru á honum. Fréttarit- ari blaðsins, Sveinn Guðmunds- son póstur, segir svo frá ferð þeirra félaga. Snjóýta á bílnum. — Við lögðum af stað frá Seyð isfirði kl. 10 fyrir hádegi og voru bifreiðastjórar á snjóbílnum þeir Þorbjörn Arnórsson og Árni Sig- urbergsson. Snjóbíll Þorbjarnar var vel búinn að öllu leyti. Ný- lega hafði verið sett ýtutönn framan á hann. Ferðin gekk vel upp að Efri-Staf, þótt ófærð væri mikil. Á Efri-Staf var allt á kafi í fönn og snarbrattur skafl utan í honum öllum. Nú kom ýtutönnin sér vel, því gera þurfti stall í skaflinn fyrir snjó- Þarna vorum við nær 4 tíma að brjótast eins kílómeters Ieið. Eftir að upp á heiðina kom gekk fremur hægt því alltaf var sama ófærðin. Eftir að við komumst upp fyrir Efri-Staf fórum við að hafa áhyggjur af því að við hefð- um ekki nægilegt benzín meðferð is, því að þar tæmdist benzín- geymir bílsins og höfðu þá eyðzt 70 lítrar það sem af var leiðinni. Var nú tæmdur 18 lítra varabrúsi á geyminn. Á Miðheiði var benzíntunna, sem Þorbjörn á þar geymda sem varaforða. Það stóð á endum að benzínið var búið þegar nokkrir metrar voru eftir að tunnunni. Ekið með raflínunni Var nú sett benzín á bílinn og tunnan tekin með. Enn herti veðrið verulega og það svo að ógerningur var að fylgja merkja Framh. á bls. 23. Stormsveipur ^ Á KORTINU má sjá öflugan S stormsveip út af Norðaustur | landi. Fór hann yfir Austur- s land í gærmorgun og olli þar S víðast vonzku hríð. Voru NV • 8 vindstig og hríðarveður um S allt með 11 stiga frosti á Norð S austurlandi um hádegið. En | svo var veðrið skýrt afmarkað S að á Akureyri vau: logn á sama i tíma. Stormsveipurinn er 6— S 700 km í þvermál og hreyfist S NA. ( Ný lægð var SV í hafi og > beindi hún hlýjum loftstraum - norður á bóginn. s Veðurútlit kl. 22 í gær- j kvöldi. ■ SV-land og SV-mið: Suð- s austan átt, hvasst og rigning S síðd. Faxaflói og Breiðaf., | Faxaflóamið og Breiðafj.mið: s Suðaustan átt. Vestf. til NA- j lands, Vestfj. mið til NA- \ miða: Norðan gola, él á ann- s esjum og miðum. Austf. og > SA-land, Austfj.mið og SV-' mið: Gengur í vaxandi suð- i austan átt með morgninum. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.