Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kísilgúr i Kjarna \ I GÆR fluttum við fréttir af því að kísillög hefðu fundizt í vötnum í nánd við Reykja- vík. Þar kom það fram að hreinn kísilgúr er alldýr- mætur á markaðinum. Blaðið, spurðist fyrir um það hjá Baldri Líndal, efnaverkfræð- ingi, til-hvers efni þetta væri notað. Dýrasta tegund af hreinum kísilgúr er notuð í sambandi við eíun á vökvum á rannsóknarstof- um, en þó einkum í iðnaði. Einn- ig er hreinn kísilgúr notaður sem fylliefni í mismunandi efnasam- bönd, einkanlega í ýmsan iðn- varning, svo sem plast og gúmmí. Og hefur notkun hans því farið mjög í vöxf á seinni árum. Ödýrarj tegundirnar eru mest notaðar til að koma í veg fyrir að krystölluð efni loði við og þá blandað í framleiðsluna. Er kís- ilgúrinn þannig einkanlega not- aður við áburðarframleiðslu. T.d. er dálítið af honum í Kjarna frá Áburðarverksmiðjunni, sem flyt- ur inn það magn sem hún þarfn- ast. Veruleg framleiðsla hér á landi á kísil mundi þó svo að segja eingöngu byggjast á útflutningi, þar eð Áburðarverksmiðjan not- ar tiltölulega lítið af honum mið- að við það magn, sem verksmiðja til hreinsunar á kísilmold þyrfti að framleiða. rill. myndi aðeins valda drætti UMFERÐARNEFND fjallaði á fundi sínum fyrir nokkru um þá tillögu sem fram hefur komið að nefndin leiti umsagnar bifreiða- stjórafélaganna í bænum, um allar veigamiklar tillögur í um- ferðarmálum. Um þessa tillögu gerði nefnd- in svohljóðandi samþykkt: Umferðarnefnd telur að sam- þykkt framangreindrar tillögu myndi valda óhæfilegum drætti í meðferð mála, enda yrði þá einnig að leita umsagnar ann- ara aðilja, sem hagsmuni hafa af ákvörðunum nefndarinnar, og leggur því á móti tillögunni. Umferðarnefnd vill jafn- framt taka fram, að hún telur samvinnu við bifreiðastjórafélög in um lausn umferðarmála mjög mikilsverða og er ávallt reiðu- búin að ræða við fulltrúa þeirra um tillögur, sem þeir kunna að vilja bera fram um endurbætur í umferðarmálum. Útsvör 3,9 millj. í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 16. marz. — Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Nes- kaupstaðar var afgreidd endan- lega á bæjarstjórnarfundi sl. föstudag. Niðurstöðutölur voru 5 millj. og 100 þús. kr. Aðaltekjuliðir eru: útsvör 3 millj. og 900 þús. og hluti kaup- staðarins af söluskatti 465 þús. Útsvör í fyrra voru áætluð 3 millj. og 800 þús. Þessi nýi tekju- iiður varð þess valdandi, að ekki þurfti að hækka þau meira. Hæstu gjaldaliðir eru: mennta- mál 600 þús., vegamál 475 þús., framfærslumál 350 þús., alþýðu- tryggingar 770 þús., sjúkrahúsið 480 þús., sundlaugin 100 þús., fé- lagsheimili 300 þús. og gagnfræða skólabygging 150 þús. kr. SANDGERÐI, 16. marz. — Ellefu bátar komu til Sandgerðis í gær með 84 lestir. Hæstu línubátarnir voru Muninn með 10,7 lestir og Hrönn með 9,5 lestir. Hæsti neta- báturinn var með 20 lestir. I 8TAKSTEIMAR Olíueinkasala ríkisins Einn af aðalleiðtogum komm- únista hefur nú lagt fram á Al- þingi frumvarp um olíueinkasöiu ríkisins. Er aðalatriði þess frv. það, að olíueinkasala skal annast allan innflutning á hvers konar olíum til landsins. Hinu nýja einkasölubákni skal svo stjórnað af 5 manna stjórn. Um það segir í frumvarpinu: „Stjórn Olíuverzlunar ríkisins skipa fimm menn, kosnir af sam- einuðu Alþingi til f jögurra ára í senn. Stjórnin velur fram- kvæmdastjóra og hefur umsjóu með rekstri verzlunarinnar“. Þannig vilja kommúnistar enn hrúga upp nýju rikisbákni. Al- þingi á að kjósa 5 manna stjórn þess og síðan ræður sú stjórn nokkrar topphúfur til að vera forstjóra fyrirtækisins. Kannast menn ekki vel við þessi vinnu- brögð frá liðnum árum? Nýjar og nýjar ríkisstofnanir eru settar á laggirnar. Fyrr en varir eru þær orðnar að stærðar báknum með f jölmennt skrifstofulið og alls konar topphúfum. V.-stíórnin <nisrnaði Niðurstaðan varð líka sú, að vinstri stjórnin gugnaði á því að taka upp einkasölu á olíu. Ekkert frv. var flutt um það meðan hún sat að völdum. En nú eru komm- únistar komnir í stjórnarand- stöðu til þess að koma einkasiilu- hugmyndinni í framkvæmd. Þá er Lúðvík Jósefsson látinn rjúka til að flytja frv. um olíueinka- sölu. Ætli menn sjái ekki almennt í gegnum þann skrípaleik, sem hér er verið að leika? TJÖRNIN í Reykjavík er sérstakur heimur. — Þótt hann sé kannski lítill i aug- um þeirra, sem hyggjast leggja undir sig geiminn, er hann engu ómerkilegri en aðrir heimar — hvar sem þeir kunna að vera í heims- rúminu. Og er hann ekki í eðli smu spegilmynd af okkar heimi? Ibúar hans eru að vísu „bara“ endur og álftir, en íbúar okkar heims eru líka „bara“ menn — og þó mönnum finnist menn merkilegri en aðrar skepnur, er alls ekki víst, að öndum og álftum t. d. finnist meira til þeirra koma en sjálfra sín — þó þeir hendi í þær brauði á sunniidögum og þegar vel liggur á þeim. Líklegast er að þær taki það sem sjálf- sagðan hlut — að metta maga sinn — jafnsjálfsagð- an og menn borða það „brauð“, sem lagt hefur verið í skaut náttúrunnar handa þeim. — Og endurn- ar og álftirnar og mennirn- ir rífast um sitt brauð. Þeir, sem eru sterkastir, skjótast- ir og heppnastir, fá flesta bitana. Hvítu og stóru álft- irnar fá mest — tignarleg- ar eins og ráskip koma þær brunandi í andahóp- inn, sem forðar sér undan í hæfilegt færi — og þeir sem standa á bakkanum fylgjast spenntir með „leikn um“ í Tjörninni, sem er eins og „alvaran" í þeirra heimi — nema nú geta þeir staðið hjá og fundist þeir vera eins og guð, sem eng- inn skilur. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. íslenzk tónlist d norrænu móti NORRÆN dómnefnd, sem í áttu sæti einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna, Páll Kristinn Pálsson fyrir hönd íslands, hefir á fundum i Stokkhólmi 2. til 3. marz kjörið eftirtalin íslenzk tónverk til flutnings á norrænni tónlistarhátíð, sem halda á í Stokkhólmi, 8. til 11. september næstkomandi: 1. ) Fimm skitsur fyrir píanó eftir Fjölni Stefánsson. 2. ) íónísatiónir fyrir orgel eft- ir Magnús Blöndal Jóhannsson. 3. ) Intrada og Kanzóna fyrir strokhljómsveit eftir Hallgrím Helgason, og verður þetta verk flutt á fyrstu sinfónískum tón- leikum hátíðarinnar. Ennfremur hefir sænska út- varpið gefið íslenzku tónskáldi kost á að senda elektróniska músík til flutnings í sambandi við hátíðina, og hefir Magnús Bl. Jóhannsson tekið boðinu um að senda eitt slíkt verk. Þeir Magnús Bl. Jóhannsson og Fjölnir Stefánsson eru nú að heita má að hefja kynningu á verkum sínum. Magnús hóf ung- ur tónlistarnám í Reykjavík og dvalist síðar við Julliard School of Music í New York, þar sém hann stundaði nám í píanóleik, tónfræði, hljómsveitarmeðferð, kórstjórn og tónsmíði hjá dr. Carl Friedberg, Bernhard Wegenaar, Marion Bauer o. fl. Fjölnir Stefánsson byrjaði celló-nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan í tónfræðilegum greinum 1954. Síðan var hann við framh.nám í hljómfræði, kontrapunkti og tón- smíði í London í fjögur ár hjá ungverska tónskáldinu Matyas Seiber. Vilja halda Gerpi Þór, blaS SjálfstæSismanna & Austurlandi, birti nýlega samtal viS Björn Ólafsson loftskeyta- mann á Gerpi. Kemur þar fram sú skoSun, aS AustfirSingar verði að gera allt sem þeir geti til þess aS geta haldiS nýjasta og full- komnasta togara sínum, þ e. tog- aranum Gerpi. Kemst Ioftskeyta- t maSurinn m. a. að orSi á þessa leiS í fyrrgreindu samtali: „ÞaS er sorglegt til þess aS vita, hvernig komiS er meS tog- araútgerS AustfirSinga. Tvö tog- arafélög hafa þegar gefizt upp og hiS þriSja, sem hefur á að skipa einu bezta skipi togaraflotans stendur höllum fæti. Ég trúi því bara ekki fyrr en ég tek á því, aS menn gefi frá sér slík atvinnutæki án þess að lvugsa sig um tvisvar, sérstaklega þar sem vonir standa til að nú sé aS j verSa gagngerS breyting til batn- aðrar afkomumöguleikum togar- i anna". Afstaða sjómanna í þessu sambandi má minna á þaS, aS á fyrsta valdaári vinstri stjórnarinnar voru miklar bolla- leggingar uppi um það aS setja á stofn olíueinkasölu. En íslenzkir sjómenn virfust ekki vera sér- staklega hrifnir af þeirri hug- mynd. Á fjölmennum fundi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur var samþykkt tillaga um aS mótmæla því eindregiS aS olíueinkasala ríkisins yrSi sett á laggirnar. Sjó- mennirnir gerSu sér engar vonir um aS af slíkum ríkisrekstri mundi leiSa lækkaS oliuverð eSa hagkvæmari olíuverzlun yfirleitt. Þess vegna vöruðu þeir eindregið viS stofnun olíueinkasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.