Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 1
20 síður Kanadíska tillagan: 12 mílna fisk- veiðilúgsaga Fusidarhlé til þriðjudags Genf, 25. mars. — Frá fréttaritara Mbl. — GEORGE DREW, formaður kanadísku nefndarinnar, lagði í dag fram nýja tillögu á Genfarráðstefnu.nni um fisk- veiðilögsögu og landhelgi. Er þetta fjórða tillagan, sem lögð hefur verið fram á ráð- stefnunni, en hinar voru frá Rússum (12 mílur), Mexíkó (allt að 18 mílum) og frá Bandaríkjunum (6 plús 6 mínus 6). Landhelgi og fiskveiði aðskilin Sagði Drew að fram til þess er síðasfa ráðstefna var haldin árið 1958, hafi eina leið strand- ríkja til að tryggja fiskveiðar sínar verið útvíkkun landhelg- innar. En þá hefðu Kanadamenn komið með þá nýjung að að- skilja landhelgi og fiskveiðilög- sögu, sem viðurkennt er nú að megi vera misjafnar að stærð. — Óhjákvæmilegt væri vegna nýj- ustu tækni í fiskveiðum, m. a. með notkun verksmiðjuskipa, að Framh. á bls. 2. Snorri Sturluson hnitaði hringi yfir Reykjavík í gærmorgun. (Ljósm. Mbl. Ól. K. K.) Eins og húizt hafði verið við gerir tillaga Kanada ráð fyrir sex mílna landhelgi mældri frá grunnlínum að viðbættri sex mílna fiskveiði- □---------------------n í FRÁSÖGN Mbl. í gær af blaðamannafundinum með De- an, fulltrúa Bandaríkjanna á Genfarráðstefnunni, féll niður setningarhluti úr veigamiklu atriði frásagnarinnar. Var haft eftir Dean, að ef samþykkt yrði stærri landhelgi en sex mílur mundu Bandaríkin ekki undir- rita sáttmálann, en halda á- fram 3ja mílna landhelgi. — Þarna vantaði inn í: EF EKK- ERT SAMKOMULAG NÆÐ- IST Á RÁÐSTEFNUNNI — mundu Bandaríkin halda áfram 3ja mílna landhelgi. □---------------------□ lögsögu, þar sem strandríkið hafi eitt rétt til veiða. Drew fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu, en hann er mjög skörulegur og persónumikill og sterkur ræðumaður. Á blaðamannafunái með Drew: ,Sömu lög verða að gilda fyrir alla" GEIÍF, 25. marz. — Frá frétta ritara Mbl. Formaður kanadisku nefndar- innar á landhelgisráðstefnunni í Genf, George Drew, hélt blaðamannafund í dag. Lýsti hann þar ákveðinnl andstöðu sinni gegn sögulegum réttind- um til veiða innan 12 mílna fiskveigilögsögu annars ríkis, og kvaðst ekki trúa því, að þau fengjust samþykkt. Sömu lög yrðu að gilda fyrir alla. Hann sagði að ákvæði banda- rísku tillögunnar um að tak- marka söguleg réttindi við meðalafla síð'ustu fimm ára væri þýðingarlaust; ómögu- legt væri að áætla hve mikill afli skipanna væri fenginn milli sex og tólf mílna og hve George Drew mikill hluti utan tólf mílna. Og þótt samkomulag næðist um þetta atriði, yrði ómögu- legt að fylgjast með veiðum togara meðfram langri strönd, hvenær þeir væru fyrlr innan og hvenær þeir væru fyrir utan fiskveiðilögsögusvæðið. Drew ítrekaði þá hættu, sem stafaði af veiðum fullkominna togara og verksmiðjuskipa á grunnmiðum og benti á að hundruð þorpa á Nýfundna- landi, Labrador og á Kyrra- hafsströndinni, lifðu eingöngu á fiskveiðum. Aðspurður hvort unt væri að samræma bandarísku og kanadisku tillögurnar með þvi til dæmis, að setja tímatak- mark á það hve lengi söguleg réttindi eigi að gilda, sagði hann að því vildi hann ekki svara. Það væri verkefni lok- aðra funda að reyna sættir. Þ. Th. Mótmœlaalda vegna fjöldamorða Öryggisráð Sameinuðu bióðanna hvatt til fundar LONDON, 25. marz, NTB-Reuter. — Fréttir hafa borizt frá mörg- um löndum um eindregin mót- mæli vegna atburðanna í Sharps- ▼ille í Suður-Afríku, þegar lög- reglan myrti um 70 borgarbúa. Fjöldamorð Blað páfastólsins, Osservatore Romano var hvassyrt í fordæm- ingu sinni á framkomu lögregl- unnar og segir að hér sé um fjöldamorð að ræða á fólki, sem ekki hafði óspektir í huga. Á- stæðan fyrir drápi Afríkumann- anna ætti eingöngu rót sína að rekja til ástandsins í kynþátta- málum. Ef mótmælaganga A'ríku mannanna stofnaði friði og ró borgaranna í hættu, hefði lögregl an átt að beita nýjustu tækjum til að dreifa henni, svo sem vatns slöngum táragasi eða kylfum, eins og gert er í öllum siðuðum löndum. En lögreglan notaði skot- vopn, og það án þess að hugsa sig um. Vélbyssur, sem brytj- uðu niður, ekki aðeins þá, sem í mótmælagöngunni voru, heldur einnig konur, gamalmenni og börn. Mótmælaganga i Ástralíu í Sydney í Ástralíu voru farn- ar mötmælagöngur gegn þeim stjórnmálamönnum Suður-Af- ríku, sem berjast fyrir aðskiln- aði kynþáttanna. Lentu kröfu- göngumenn í ryskingum við lög- reglu, þegar lögreglan reyndi að sundra fimmtíu manna hópi stúd- enta. Harðorð mótmæli Þá hefur ríkisstjórnin í Indó- nesíu sent harðorð mótmæli gegn þessum drápum, og skorar á allar þjóðir að vinna að afnámi’ kyn- þáttaofsókna hvar sem er í heim- ínum. Frá Indlandi berast fréttir um það að mál þetta verði tekið fyrir í þinginu þar á mánudaginn. Er álitið að Nehru forsætisráð- herra muni þá leggja fram til- lögu um að fordæma aðgerðir lögreglunnar. Öryggisráðið á fundi Á þnðjudaginn mun örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna koma saman til aukafundar til að ræða drápin. Henry Cabot Lodge, fasta fulltrúi Bandaríkjanna, sem er núverandi forseti ráðsins til- kynnti þetta á föstudagskvöld, eftir að hafa móttekið orðsend- ingu, sem undirrituð var af 28 fulltrúum Asíu og Afríkuríkja, en sams konar orðsending var einn- Framh. á bls. 19 Snorri kom í gær SNORRI Sturluson, önnur Cloud- masterflugvél Loftleiða, kom i gærmorgun. Snorri hnitaði hring yifr Reykjavík áður en hann lenti. Hann flaug á mettíma ís- lenzkrar flugvélar frá New York, 8 klst. 55 mín. Flugstjóri í þessari ferð var Jóhannes Markússon, yfirflugstjóri Loftleiða. Snorri lagði upp frá Miami í Florida á fimmtudag og flaug á rúmum fjórum stundum norður til New York. Eftir nokkurra stunda við- Framh. á bls. 19 Þýzkar birgða- stöðvar í Danmörku Kaupmannahöfn, 25. marM, — (Reuter). —• SAMNINGUR hefur veri* undirritaðir í Kaupmanna- höfn, sem heimilar At- lantshafsbandalaginu að setja upp birgðastöðvar á danskri grund fyrir vistir herja bandalagsþjóðanna, þar með talinn þýzki her- inn. Samninginn gerðu Paul Hánsen, varnarmálaráð- herra Danmerkur og Lauris Norstad hershöfðingi, yfir- maður herafla Vesturveld- anna í Fvrópu. í samningnum er gert ráð fyrir að Þjóðverjar fái birgðastöðvar á Jótlandi fyrir landher sinn, og að brezki flotinn fái geymslu- aðstöðu í dönskum höfn- um. Reynt verður að koma því þannig fyrir að sem flestir starfsmannanna við þýzku birgðastöðvarnar verði Danir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.