Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 11 HLUTABR1EF IIIIIIMIIIIÍIÍIIIÍIIIÍ EITT HUNDRAÖ KRÓNUM í stærstu verstuð landsius, III. greln Móðurfélag íslenzku landhelgisgæzfunnar Rætt við Þorstein Jónsson í Laufdsi urr BjÖrgunarfélag Vestmannaeyja, stofnun þess og störf Rætt við Þorstein í Lautási Að þessu tilefni snúum við okkur nú til Þorsteins Jónsson ar í Laufási hins kunna sjó- sóknara og útvegsbónda, sem á stofnári félagsins var skip- stjóri í Eyjum og því vel kunn ugur sögu þess og fram- kvæmdaárum. Þorsteinn í Laufási segir svo frá: — Það var í rauninni Hjalti Jónsson, sem á pingmálafundi 1914 átti uppástunguna að stofnun björgunarfélags í Eyj- um. Var þetta að sjálfscgðu hugsað sem kosningabeita, ef svo má segja. Á fyrstu árum vélbátaúc- gerðarinnar hér í Vestmanna eyjum urðu slys ekki alvar- leg, þ.e.a.s. árin 1906 og 7. En Gamli Þór á siglingu út ísafjarðardjúp E R blaðamaður Morgun- blaðsins var nýlega stadd- ur í Vestmannaeyjum, fékk hann að sjá allmerki- legt skjal. Er það hlutabréf í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja hf. Þessi félags- skapur var stofnaður fyrir 40 árum. Þótt hinn raun- verulegi stofndagur væri nokkru fyrr, telja Vest- mannaeyingar almennt af- mæli félagsins bundið við þann dag, er björgunar- og varðskipið Þór kom til Vestmannaeyja, hinn 26. marz árið 1920. Með grein þessari birtum við mynd af einu hlutabréfanna í þessu gagnmerka björgun- arfélagi, sem hiklaust má telja upphaf íslenzkrar landhelgisgæzlu og raunar íslenzkrar björgunarstarf- sefi. Á þessu hlutabréfi stenduv: Björgunarfélag Vestmanaeyja hf. Hlutabréf. Litra B nr. 144. ísleifur Magnússon, London, Vestmannaeyjum, eða sá, sem síðar á löglegan hátt eignast hlutabréf þetta, er eigandi að eitt hundrað krónum í Björg- unarfélagi Vestmannaeyja hf. með öllum réttindum félags- manna og háður þeim skyld- um er lög félags ákveða. Vest- mannaeyjum 15. dag október- mánaðar 1920. í stjórn félags- ins: Sigurður Sigurðsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Karl Ein- arsson. Þannig hljóðar texti hins merka hlutabréfs, sem nú er raunar einskis virði og að- eins eitt af minningarskjölun- um um hið merka framtak Vestmannaeyinga, er þeir á sínum tíma stofnuðu sitt eigið björgunarfélag og hver Eyja- búi, sem eitthvert fé hafði undir höndum ,lagði stofnfé til. Bráðabirgðastjórn félagsins er kosin á almennum borg- arafundi, sem haldinn var 3. ágúst 1918. — En hvernig gekk svo söfn unin að hlutafjárloforðum, Þorsteinn, spyrjum við. — Þau gengu vonum fremur vel. Ég minnist þess ekki að nokkur hafi svikið sitt hluta- fjárloforð er á hólminn kom, en hlutabréfin eru öll gefin út 15. okt. 1920, þó skipið kæmi veturinn áður. Sigurður lyfsali ötull að safna — Ég minnist þess að Sig- urður heitinn lyfsali var einna mestur framkvæmdamaður um söfnun hlutafjár til hins nýja björgunar- og gæzlu- skips. Hann mun hafa farið inn á svo til hvert heimili hér í Eyjum, þar sem nokkurs fjár var von. Hann gerði mönnum ljóst, hve mikið nauðsynja- mál þetta væri öllum Eyjabú- um. Éinu sinni kom hann heim til mín, er ég var nýkom inn af sjó, og var kominn upp í rúm. Vildi ég fara að sofa, en Sigurður tók ekkert tillit til þess, heldur settist á rúm- stokkinn hjá mér og fór að biðja mig um aukið framlag til skipakaupanna. Ég hafði í upphafi lofað 1000 krónum, en nú vildi Sigurður að ég bætti við það og sagðist ekki fara fyrr en ég hefði veitt hon um úrlausn. Á þessum árum átti ég mörg börn í ómegð en litinn veraldarauð, en þrátt fyrir það hreyfði Sigurður sig ekki fyrr en ég hafði lofað honum 250 krónum í viðbót við upphaflega loforð mitt og seinna hafði hann enn út úr mér 250 krónur og þar með var framlag mitt orðið 1500 krónur. Þannig mun hann á- reiðanlega hafa leikið fleiri en mig. —Og svo kom nýi Þór, sem nú er almennt með þjóðinni nefndur gamli Þór. Var þá árið 1908 farast hér fjórir bát ar við Vestmannaeyjar og varð manntjón af einum þeirra og einn maður fórst af öðrum. Næstu árin þar á eftir mátti heita að á hverju ári færust einn og tveir bátar. Bretar hjálplegir Þær bjarganir, sem urðu á þessum árum, voru fyrst og fremst brezkum togurum að þakka, sem þá stunduðu mjög mikið veiðar hér við Vest- mannaeyjar. Komust jafnvel upp í á annað hundrað skip Þorsteinn Jónsson, út vegsbóndi í Laufási hér, sem lágu í landvari. Þá var oft og einatt leitað til þessara skipa um hjálp og brugðust þau oft vel og drengi lega við. Á fyrri stríðsárun- um hverfa Englendingar al- gerlega af miðunum og er þá til engra að leita með hjálp, ef alvarleg slys bar að hönd- um. Á þessum árum er því mjög farið að hugsa um að afla björgunarskips. Árið 1918 farast hér tveir bátar við eyjarnar með allri áhöfn og herðir það enn á að málinu sé hrint í framkvæmd. ekki mikið um að vera Þor- steinn? Verðlaun þeim, er fyrstur sæi Þór — Jú, vissulega var það. Skipið var búið að vera 13 sól- arhringa á leiðinni frá Dan- mörku og var það óvenjulang ur tími, enda fékk það vonzkuveður alla leiðina hing að til íslands. Menn voru orðn ir órólegir út af því, hvort eitthvað hefði nú komið fyrir þetta dýrmæta björgunarskip okkar Vestmannaeyinga. Og ég minnist þess að Sigurður lyfsali lofaði þeim verðlaun- um, er fyrstur sæi Þór. Þetta skeði á bannárunum og mun loforðið hafa verið ein flaska af spiritus. Ég man að ég hringdi til Sigurðar strax og ég sá skipið, en þá var kom- inn hér innanbæjarsími í Eyj- um, og sagði honum frá því og krafðist verðlaunanna. — Svar Sigurðar var það að nú væri endalaust verið að hringja í sig. Allir höfðu séð hið nýja skip og allir vildu fá verðlaunin greidd. Ekki veit ég hvernig fór um verð- launaveitinguna, en hitt er víst að á heimili Sigurðar var vel veitt þetta kvöld og mun þar hafa verið mikill fagnaður fram eftir nóttu. Þór var það stórt skip að hann gat ekki lagzt að bryggju hér inni í höfninni. Það varð því að flytja öll föng um borð í hann á smá- bátum og oft varð hann að liggja úti fyrir höfninni eða jafnvel utan við Eiði. Mörg- um fannst að í of mikið væri ráðizt með kaupum á svo stóru og viðamiklu skipi en þeir sem að málinu stóðu voru stórhuga hugsjónamenn og máttu þeirra réði. í upphafi hafði hið opinbera þegar ríkan skilning á málinu og styrkti útgerðina eftir föngum. Kaup þessa skips sýna að ef menn hafa nógu sterkan vilja, þá er enginn vandi að framkvæma erfið verkefni. Vissulega má telja, að kaupin á Þór hafi verið mikið afrek fyrir ekki stærra bæjarfélag en Vest- jnannaeyjar voru í þá daga. Skipherra-nafnið Þegar Þór kom hingað i fyrsta sinn lagðist hann úti fyrir Eiði. Ekki var haft ann- að samband við hann fyrsta kvöldið en ljósmerkjaskeyti munu hafa farið á milli lands og skips. í þessu sambandi vil ég geta þess að Sigurði lyfsala mun hafa þótt skipstjóranafn of viðalítið fyrir yfirmann þessa volduga skips og mun hann vera sá er fann upp nafnið skipherra, sem enn er notað um varðskipstjóra hér á landi. Þór var fyrst og fremst hugs aður sem hjálpar- og björgun- arskip fyrir báta.hér við Eyj- arnar, en hlutverk varðskips- ins þá ekki metið mikils. Af þeim sökum var ekki þegar í upphafi fengin byssa á skip ið og mun Sigurður lyfsali hafa ráðið þar mestu um. Það gilti um hann eins og svo marga hugsjónamenn, að hann var nokkuð barnalegur í sér og þótt hlutverk Þórs væri að öðrum þræði að halda skip- um utan íslenzkrar landhelgi, taldi hann að svo mikil ógn og virðing mundi standa af hinu nýja skipi, að erlendu togar- arnir mundu hlýða því þegar er þeir sæu það. Þetta fór vissulega á annan veg og af þeim sökum mun hafa í upp- hafi tapazt mikið af landhelg- issektum. Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.