Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1960, Blaðsíða 18
18 MORGUTSBLAÐlh Laugardagur 26. marz 1960 Lantísliðið byrjar að sfa í dag Stutt rabb við landsliðsþjálíarann EINS og getið var um hér á síð- unni í gær hafa 22 knattspyrnu- menn verið valdir til landsliðs- æfinga, og verður fyrsta æfingin í dag á Háskólavellinum. Æfing- in hefst eftir að knattspyrnu- mennirnir hafa setið fund með Landsliðsnefnd KSÍ og hinum ný ráðna landsliðsþjálfara, Öla B. Jónssyni. Æft einu sinni í viku Er ég hitti Öla B. þar sem hann var að fylgjast með nokkrum KR-ingum við æfingar uppi á Meiavelli, notaði ég tækifærið og spurði hann nokkuð nánar um íyrirhugaðar iandsiiðsæfingar. — Óli varð vel við þessari ósk nunni og sagði að æfingar væru ákveðnar einu sinni í viku til 1. maí, en til þess tíma gildir þetta fyrsta val nefndarinnar. Eftir 1. maí verða málin endurskoðuð, enda þá betra yfirlit um getu manna, þar sem mót verða al- mennt byrjuð. Þjálfun og samheldni Öli kvað sitt verkefni aðal- lega vera það að sjá um að koma mönnum í fulla þjálfun og að samstilla liðið. Þótt tiltölulega stutt sé til fyrsta landsleiksins, en hann er ákveðinn 9. júní í Osló, hvað Óli það ekki gerlegt að kalla lands- liðið til æfinga nema einu sinni í v.ku, þar sem annars yrði geng ið inn á æfingar félaganna, sem væru nú af fullum krafti að und- irbúa sumarstarfið. Landsliðsnefndin velur 1 þessu stutta rabbi við lands- liðsþjálfarann tók hann það skýrt fram, að hann hefði ekkert að gera með val mannanna til æfinganna eða endanlegt val landsliðsins, það væri hlutverk Landsliðsnefndar KSl, en hana skipa Sæmundur Gíslason, form., Haraidur Gíslason og Lárus Arna son, frá Akranesi. Val nefndarinnar að þessu sinni, hvað Óli eftir því sem hann bezt vissi hafa grundvallazt á tvennu: a) Getu leikmannanna á s.l. sumri. b) upplýsingum um hvernig mennirnir hafa æft það sem af er hjá félöguúum. — Margir góðir Er við röbbuðum um knatt- spyrnuna svona á víð og dreif lét Öli þá skoðun sína í ljós, að mikið væri af mönnum, sem vildu verða góðir knattspyrnu- menn, og sem gerðu heiðarlegar tilraunir til þess að ná árangri, — en reyndin yrði bara önnur. — Astæðuna fyrir þessu hvað Óli vera þá, að menn þessir æfðu ekki rétt, — þótt þeir æfðu oft og lengi. — Mistök þeirra lægju í því að þeir tækju æfingarnar of létt. — Tii að árangur náist þurfa menn af og til að taka á því mesta sem þeir eiga til. Einnig kvað Óli menn gera sig seka um það að æfa aðeins þau atriði knattspyrnunnar, sem bezt lægju fyrir þeim, en létu þau atriði, sem þeir hefðu ekki fullt vald á, sitja á hakanum. — Þannig hjökkuðu þeir í sania far- inu, og þættust svo ekki skilja í því að þeir næðu ekki tilskild- um árangri. — Opið tækifæri Öli hvað það ekki koma sér á óvart þótt óánægjuraddir heyrð- ust um val þessara manna til landsliðsæfinga. Aldrei verður öllum gert til hæfis. — En menn yrðu að gera sér það ljóst að þetta val er ekki endanlegt. Eftir 1. maí er tækifærið opið öllum þeim sem ástundun sýna við æfingar hjá félögunum og Handknattl eikur í k\ öld í KVÖLD og annað kvöld heldur Handknattleiksmeistaramót ís- lands áfram að Hálogalandi. — Verða alls leiknir 8 leikir um helgina. Bæði kvöldin hefst keppnin kl. 20.15. í kvöíd keppa eftirtaldir flokkar. — 3. fl. A Haukar—Fram og Valur—KR. — 2. fl. ÍR—Ármann og Fram— Þróttur og 1. fl. Þróttur—Fram. — Annað kvöld keppa 1 .deildar liðin Valur—KR og ÍR—Aftur- elding og 3. fl. B KR—Valur. sýna tilskilda getu í kappleikjum vormótanna. Þetta atriði hvaö Óli að hver sá knattspyrnumaður, sem hug hefði á að komast í landsliðið ætti að hafa ríkt í huga 1 og hegða sér eftir því. — Æfing — meiri æfing . . . Er ég spurði Öla, hvort það hafi ekki fyrst og fremst verið hinn frábæri árangur K.R. s.l. sumar, sem hafði orðið til þess að hann var valinn landsliðsþjálf- ari, sagði hann — Ég lít ekki á árangur KR, sem hefir ekki tapað leik í meistara- flokki í tvö ár sem dæmi þess að ég sé einhver „super“ þjálfari. Leyndardómurinn er ekki ánnar en að mér með samvinnu piltanna hefur tekizt að skapa hjá þeim virðingu fyrir æfingunum og fé- laginu. Knattspyrnulegur árang- ur er ekkert annað en æfing og meiri æfing. Með þetta í huga hafa KR-ing- ar náð samheldni og ríkri félags- iund, ekki aðeins á knattspyrnu- ve jinum, heldur einnig og ekki hvað sízt utan hans. — Hvert íélag, sem gerir sér þessa stað- reynd ljósa nær fljótt upp góðum knaítspyrnuflokk, því efnin eru alls staðar, sagði Óli B. að lok- um. — Á.Á. Jafntefli FIMMTU einvígisskákinni um heimsmeistaratitilinn lauk í Moskvu í gær. Eftir aðeins tvo leiki bauð Botvinik jafntefli, sem Tal þáði strax. Staðan í ein- víginu er því 3 vinningar gegn tveimur, Tal í hag. Sjötta skákin verður tefld í dag. Frú Sara Þorsteinsdóttir sæmdi Sigurliða Kristjánsson heið- ursfélagakrossi ÍH. — T. h. er formaður félagsins Albert Guð- mundsson. — Sigurliði Kristjánsson kjörinn heiðursfélagi ÍR Fjölmenn árshátíð á afmœli félagsins ÁRSHÁTÍÐ íþróttafélags Reykja víkur var haldin í Tjarnarkaffi 11. marz s. 1., en þann dag voru liðin 53 ár fra stofnun félagsins. Um 250 manns sátu árshátíðina, eða svo margir sem húsið rúm- ar á tveim hæðum. Hátíðin var hin ánægjulegasta. Á árshátíðinni var lýst kjöri heiðursfélaga, en það er æðsta heiðursstig í félaginu. Sigurliði Kristjánsson var sæmdur heið- ursfélagskrossinum og lýsti for- maður Í.R., Albert Guðmunds- son, hve vel og dyggilega Sigur- liði hefði unnið félaginu um ára- tugaskeið. Bað hann frú Söru Lágmarksárangunnn STJÖRN Frjálsíþróttasambands íslands hefur ákveðið eftirfar- andi lágmörk, sem hún mun hafa til hliðsjónar við val keppenda í frjálsum íþróttum á Olympíu- leikunum í Róm 31. ágúst til 8. september 1960. Að sjálfsögðu verður við valið, aðallega farið eftir öryggi kepp- enda, miðað við eftirtalin lág- marksafrek, og hvort afrekin eru unninn á opinberum mótum eða ekki Landsliðsþjálfarinn ÓLI B. Jónsson, hinn kunni þjálfari KR, hefir verið ráð- inn til að þjálfa íslenzka lands liðið í knattspyrnu í sumar. Óli B. Jónsson er löngu kunnur og rómaður knatt- spyrnumaður og þjálfari. Hann er Reykvíkingur, 41 árs að aldri. Hann hefir ávallt átt Islendingar unnu Svía 4:3.^—- heima í Vesturbænum og byrj — Á.Á. aði sem smásnáði að keppa fyrir KR, en tveir eldri bræð- ur hans höfðu þá þegar gert garðinn frægan í kappliðum KR, og síðar kom yngsti bróð- irinn, og léku þeir þrír bræð- urnir, ígjgurjón, Óli og Guð- björn, urn tíma saman í meist- araflokki KR. Þegar í 2. flokki var Öli B. Jónsson orðinn fyrirliði félaga sinna á leikvelli og í 8 ár skip- aði hann þann heiðurssess í meistaraflokki KR, en með meistarafl. lék Öli frá 1937 til 1949. — Öli B. Jónsson hefir margoft orðið Islandsmeistari með yngri flokkum KR, og Islandsmeistari í meistara- flokki 3 sinnum. Þá hefur hann einnig leikið í landslið- inu Öli B. lauk íþróttakennara- prófi 1946 og hefur síðan starf að við knattspyrnukennslu, en þó ávallt haft hana sem auka- starf. Mest hefir Öli starfað hjá KR, en einnig hjá Víking og Þrótti. Hann hefir þrívegis dvalið erlendis við nám og þjálfun í knattspyrnu. Öli B. Jónsson hefir tvíveg- is annazt þjálfun islenzka landsliðsins, árið 1951 og 1958, en það var einmitt 1951, sem KARLAR: 100 m. hlaup: .... 10,5 sek. 400 — — .... 47,8 — 1500 — — .... 3:48,5 mín 10000 — — ....30:25,0 — 110 — grindahlaup: 14,5 sek. Hástökk . 2,00 m. Þrístökk: .. 15,50 — Kúluvarp: .. 16,75 — Spjótkast: . 74.00 — Tugþraut: .. 6500 st. 200 m. hlaup: 21,4 sek. 800 — — 1:50,0 mín 5000 — — .. 14:25,0 — 3000 m hindrunarhl.: 9:05,0 — 400 — grindahlaup: 53,0 sek. Langstökk1 .............. 7,40 m. Stangarstökk: 4,30 — Kringlukast: ........... 52,00 — Sleggjukast: .......... 60,00 — KONUR* 100 m. hlaup: .... 12,0 sek. 800 — — .... 2:15,0 mín Hástökk .............. 165 m. Kúluvarp: .......... 14,50 m. Spjótkast: ......... 48,00 m. 200 m. hlaup: .... 24,8 sek. 80 — grindahlaup: 11,5 sek. Langstökk: ........... 5,80 m. Kringlukast: ........ 47,00 m. Þorsteinsdóttur að sæma Sigur- liða krossinum, en Sara var um langt skeið driffjöður í félaginu og í fimleikaflokki félagsins. Á árshátíðinni voru 33 félagar sæmdir heiðurskrossi fyrir frá- bær íþróttaafrek eða trúverðug störf í þágu félagsins. Heiðurskross úr gulli hlutu Jónas Halldórsson sundþjálfari, Halldór Magnússon, fimleika- meistari og Davíð Sigurðsson fimleikakennari. Hafa þeir all- ir lagt drjúgan skerf til félags- mála í meira en 20 ár. Silfurkrossi voru sæmdir Björgvin Hólm, Eysteinn Þórðar- son, Guðmundur Gíslason, Guðni Sigfússon, Guðmundur Þórarins- son, Grímur Sveinss., Haraldur Pálsson, Helgi Jóhannsson, Jakob Albertsson, Simonyi Gabor. Ragnar Þorsteinsson, Úlfar Skær ingsson, Vilhjálmur Einarsson, Þorleifur Einarsson, Valbjörn Þorláksson og Þorsteinn Löve. Heiðurskross úr bronzi hlutu Birgir Guðjónsson, Frímann Gunnlaugsson, Helgi Hólm, Hrafn hildur Guðmundsdóttir, Jón Þ. Ólafsson, Kristján Eyjólfsson, Einar lÓafsson, Logi Magnússon, Jóakim Snæbjörnsson, Steindór Guðjónsson, Svanberg Þórðarson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorkell Ingimarsson og Þorsteinn Ingólfs son. — Félagið heiðraði sérstaklega frú Sigurlaugu Hólm. Hún er móðir 8 ungra manna og kvenna sem öll eru starfandi í Í.R. og hafa með afrekum varpað ljósi á nafn félagsins. Afhenti formað- ur henni áritað gullúr frá félag- inu. Jón Kaldal stjórnaði hófinu, en meðal þeirra er það sátu var Andreas J. Bertelsen, sá er átti hugmyndina að stofnun félagsins og hratt henni í framkvæmd. — Ávarpaði hann veizlugesti og drap á öflugt og gott starf Í.R. á liðnum aldarhelming. Hvatti hann félagsmenn til frekari dáða á sviði íþrótta og félagsmála. Hátíðin var hin ánægjulegasta og bar gott vitni um þann félags- anda, sem nú ríkir í þessu gamla forystufélagi. Frú Sigurlaugu Hólm var afhent gullúr að gjöf frá félag'»” en 8 börn hennar hafa varpað ljóma á nafn félagsins i. íþróttaafrek. — íi 'ritiir tycrpwbíahmA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.