Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 2
( 2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. apríl 1960 Þjó&verjar vilja ekki styggja Breta Talið, oð Bonnstjórnin vilji fresta gildistöku sexvelda-bandalagsins BONN, 23. apríl. (NTB-Reuter): Vestur-þýzk blöð skýra frá því i dag, að ríkisstjórn Vestur-Þýzka- lands muni væntanlega stuðla að því, að frestað verði til 1. janúar 1961 að Iáta Hallstein-áætlunina svonefndu kom til framkvæmda, en samkvæmt henni eiga tolla- ákvæði sexvelda-bandalagsins (Sameiginlega markaðarins) að ganga í gildi hinn 1. júlí n.k. — ★ — Bonnstjórnin staðfesti í gær, að hún væri í grundvallaratrið um hlynnt Hallstein-áætluninni, en lét jafnframt í Ijós, að hún vildi ógjarna skaða hagsmuni Breta að nauðsynjalausu — en þeir hafa mjög gagnrýnt Hall stein-áætlunina og talið henni stefnt gegn sér fyrst og fremst, og sjövelda-sambandinu (Frí- verzlunarsvæðinu) í heild. — Talsmaður stjórnarinnar sagði i dag, að ákvörðun stjórnarinnar yrði ekki gerð heyrinkunn, fyrr en hún hefði verið lögð fyrir neðri deild þingsins hinn 4. maí n.k. — ★ — Hamborgarblaðið Die Welt seg- ir, að stjórnin hafi ákveðið að leggja til, að þótt hraðað verði gildistöku Rómarsamþykktar- innar skuli það ekki hafa áhrif á landbúnaðarvörur. — Frankfurt- er Allgemeine Zeitung segir, að Þingrof og nýjar kosningár á Ceylon COLOMBÓ, Ceylon, 23. aprílí (Reuter). — Þingið á Ceylon lýsti i gær vantrausti á hina mánaðargömlu minnihluta- itjóm Dudley Seanayake. Flokkur hans, Sameinaði pjóðarflokkurinn, hefur 50 af 151 þingsæti þingsins. Hann aefir notið stuðnings smærri flokka, þar til nú, að sá stuðn- ingur brást. — Senanayake fór aess þegar á leit við land- itjórann, að hann ryfi þing, >g efnt yrði til nýrra kosn- nga í landinu. — í dag var ivo gefin út opinber tilkynn- ng um þingrof, og að kosn- ngar skyldu fara fram hinn !0. júlí nk. ★ í ræddi landstjórinn við C. P. de Silva, leiðtoga stærsta itjórnarandstöðuflokksins, Sri Lanka-frelsisflokksins, eftir & ið hann hafði átt fund með Senanayake. — í tilkynning- rnni, sem gefin var út í dag, iegir, að stjórn Senanayake nuni fara með völdin í land- nu fram til kosninga. stjórnin sé þeirrar skoðunar, að finna beri sérstaka lausn varð- andi þær vörur, sem mikilvæg- astar séu í viðskiptum milli Sam- eiginlega markaðarins og Frí- v erzlunarsvæðisins. Dagskrá Albingis SAMEINAÐ Alþingi og báðar þing deildir koma saman til funda eftir ixádegi á morgun, mánudag, og eru >í dagskrá þessi mál: Sameinað þing: Rannsókn kjörbréfs. Efri deild: 1. Ríkisreikningurinn .957, frv. 1. umr. 2. Sjúkrahúsalög, frv. *. umr. 3. Dýralæknar, frv. 3. umr 4. Lxigheimili, frv. 2. umr. 5. Jarð- .æktarlög, frv. 2. umr. 6. Sala ands í Vestmannaeyjum 1 eigu ríkis • ns og eignarnámsheimild á lóðar- og rfðafesturéttindum, frv. 2. umr. Neðri deild: 1. Landnám .ræktun og >yggingar í sveitum, frv. 1. umr. Ef deUdin leyfir. 2. Menntaskólar, frv. 1. umr. ef deildin leyfir. 3. Vitabyggingar frv. 1. umr. ef deildin leyfir. 4. Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv. 1. umr. ef deUdin leyfir. 5. Matreiðslumenn á skipum, frv. 1. umr. 6. Lækningaleyfi, frv. 2. umr. 7. Sala tveggja jarða í A.- Húnavatnssýslu, frv. 2. umr. 8. Ráð stöfun erfðafjárskatts og erfðafjár til vinnuheimila, frv. 9. Eignarnámsheim- Ud fyrir Húsavíkurkaupstað á Prests- túni, frv. 1. umr. 10. Sjukrahúsalög frv. 1. umr. Námsflokkar Reykjavíkur NÁMSFLOKKUM Reykjavíkur var sagt upp 31. marz sl. Verða einkunnir og þátttökuskírteini af hent í Miðbæjarskólanum næst komandi mánudag og þriðjudag (25. og 26. apríl) kl. 5—7 síð- degis. Námsflokkarnir starfa í sex mánuði á vetri hverjum, frá 1. október til 31. marz. Eru 2 tím- ar í hverjum flokki á viku. I vetur stunduðu nám að stað- aldri í Námsflókkum Reykja- víkur 942 nemendur fyrir jól, en 583 eftir jól. 17 námsgreinar hafa verið kenndar, 12 bóklegar greinar og 5 verklegar. Mest aðsókn hefur verið að ensku og föndri. Námsgreinamar, sem kenndar hafa verið, eru þessar: íslenzka, danska, enska, þýzka, franska, spænska, reikningur, sálarfræði, skrift, vélritun, bókfærsla, radíó tækni, barnafatnaður, kjólasaum- ur, sniðteikning, útsaumur, fönd- ur. Námsflokka Reykjayíkur sæk- ir fólk á öllum aldri. Elzti nem- andinn í vetur er 74 ára, en þeir yngstu um 11 ára aldur. Ágúst Sigurðsson, cand. mag., skólastjóri námflokkanna, hefur verið í orlofi í vetur, en skóla- stjórastörfum fyrir hann hefur Eirikur Hreinn Finnbogason, cand. mag., gegnt. Bæjakeppni í sundi í DAG fer fram í Sundhöll Kefla víkur bæjarkeppni í sundi milli Keflvíkinga og Akurnesinga. Hafa þessir bæir mörg undanfar- in ár haft slíka keppni, sem alltaf hefur verið mjög tvisýnar enda margt góðra sundmanna í báðum bæjunum. Keflvíkingar unnu í fyrra til eignar bikar þann sem um var keppt. Nú hefur Kaup- félag Suðurnesja gefið nýjan bikar og verður keppnin nú með nokkru öðru sniði en áður. — Keppt verður í 4 sundgreinum kvenna, 5 sundgreinum karla auk unglingasunda. Sýning Þorláks Haldorsens í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur verið vel sótt. Hér á myndinni sést Iistamaðurinn við eitt mál- verk sitt. — Grein Grivasar eyðilögi — en kom samf í blaðinu NIKÓSÍU, Kýpur, 23. apríl (Reuter). Fimmtíu grímu- klæddir menn, fjórir þeirra vopnaðir skammbyssum, réðust í dag inn í bæki- stöðvar blaðsins „Ethniki". — Ritstjórinn, Antonis Pharmacides, sem er af grísku bergi brotinn, sagði að menn þessir hefðu skip- að prenturunum að standa hreyfingarlausir, með bak- ið upp við vegg, og síðan eyðilagt allt upplag blaðs- ins — eða það, sem þeir náðu til. Blaðið kom þó út eigi að síður, því að í flýtinum láð- ist árásarmönnunum að eyðileggja blýsteypuna af síðunum — og var því hægt að prenta áfram, þegar hin- ir grímuklæddu voru á brott. — Markmið þeirra var að koma í veg fyrir, að grein eftir Grivas ofursta, fyrrverandi leiðtoga neðan- jarðarhreyfingarinnar á Kýpur, birtist í blaðinu. — En blaðið kom sem sagt út, þrátt fyrir allt. Það er í andstöðu við Makarios erkibiskup og stefnu hans í málefnum Kýpur. Nýjar reglur um aðal- brautarréttindi LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja vík hefur samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur á- kveðið aðalbrautarréttindi á nokkrum götum og gatnamótum. Aðalbrautir verða Sundlauga- vegur, Brúnavegur, Grensásveg- ur (þó ekki gagnvart Suðurlands braut, Miklubraut og Bústaða- vegi); Langahlíð, nema gagn- vart Miklubraut og Eskitorgi, Nóatún (umferð víki fyrir um- ferð um Laugaveg og Borgar- tún); Suðurgata (þó ekki gagn- vart Melatorgi og Túngötu) og Hofsvallagata, (aðalbrautarrétt- ur gildi þó ekki gagnvart Ægis- síðu Hringbraut og Túngötu). Á vegamótum Bústaðavegar, Klifvegar, Háaleitisvegar og Mjóumýrarvegar verður um- ferðin þannig, að frá framan- HAFNARFIRÐI. — Annað kvöld kl. 8,30 verður haldinn fundur í Sjálfsæðishúsinu hjá Vorboðanum. — Eru konur beðnar að fjölmenna og taka með sér gesti. 1/* NAIShnifor X Snjokoma • 06» 7 SUrir K Þrumur KuUasM HihsM H Hmi 1 L Lmgh | Veðurspáin: SV-land og Faxafl. SV- mið: Vestan gola dálítil rign- ing eða súld. Breiðafj. til SA- lands og Breiðafj fið til SA- miða: Hægvirði, skýjað með köflum, en víðast úrkomu- laust. greindum þvergötum Bústaða- vegar hafi umferðin biðskyldu gagnvart umferð um hana. Á vegamótum Tjarnargötu og Skothúsvegar hefur umferð um Tjarnargötu biðskyldu gagnvart umferð um Skothúsveg. Á vegamótum Laugarnesveg- ar og Sigtúns hefur umferð um Sigtún biðskyldu gagnvart um- ferð á Laugarnesvegi. Eru veg- ir, sem liggja að aðalbrautum merktir biðskyldu- eða stöðvun- armerkjum. — S.-Kórea Framhald af bls. 1. þröngvaði honum til þess að segja af sér og koma á nýjum stjórnar- háttum, heldur hafi afstaða Bandaríkjastjórnar, sem Iýst hef- ir miklum áhyggjum vegna á- standsins í landinu og fordæmt hörku stjómarinnar sem „ósam- rýmanlega frjálsri lýðræðis- stjórn“, haft mikil áhrif. — ★ — Herlögin í landinu munu nú verða afnumin svo fljótt sem auðið þykir — og meginverk- efni þingsins á næstunni verður að endurskoða stjórnarskrána og breyta henni með tilliti til hins nýja stjórnarfyrirkomulags, sem taka á upp. — Til slíks þarf % atkvæða meirihluta í þinginu, en sá meirrhluti mun tryggur, þar sem flokkur Rhees, sem hefir 152 þingsæti, og Demókrataflokkur- inn, með 71 sæti, munu greiða at- kvæði saman í þessu máli. # Lögreglan — „munaðarlaus" Menn tala um það, að lögregl- an, sem hefir bakað sér andúð og hatur með harðýðgi sinni und- anfarið, muni nú verða eins og munaðarleysingi, sem hvergi eigi höfði sínu að halla. — Lög- regluforingi einn sagði í dag: — Við framkvæmum aðeins skipan ir frá hærri stöðum. Við tókum þátt í kúgunaraðgerðum í sam- bandi við kosningarnar og skut- um á mótmælagöngur. — Hver mun nú vernda okkur? — Genf Framh. af bls. 1 artillögur kynnu að verða flutt- ar við þessa tillögu Bandaríkja- manna og Kanadamanna ákvað íslenzka sendinefndin að gera til- raun til þess að fá söguiega rétt- inn numinn út úr tillögunni. En til þess varð sendinefnd Islands að flytja sjálfstæða breytingatil- lögu. Varð nefndin sammála um það, að undanteknum þeim Lúð- víki Jósefssyni og Hermanni Jón- assyni, sem ekki vildu eiga aðild að þeirri tilraun til þess að Uyggja hagsmuni Islands. Hætta á að bræðings- tillagan verði samþykkt Á því stigi málsins var þó vitað að samtök þeirra 18 ríkja er beittu sér fyr- ir 12 mílna fiskveiðilögsögu óskertri, voru rofin og nokkur þeirra voru gengin til Iiðs við Kanadamenn og Bandaríkja- menn. Líkurnar fyrir því að bræðingstillaga þeirra yrði samþykkt, hafa því aukizt verulega. Varð að hafa snör handtök Islenzka sendinefndin varð því að hafa snör handtök, ef hún vildi gera tilraun til þess að fá ákvæðið um sögulega réttin num- ið úr tillögunni. Niðurstaðan varð því sú að" sendinefnd Islands flutti fyrrgreinda breytingartil- lögu um að hin svokölluðu sögu- iegu réttindi gildi ekki gagnvart þjóð, sem er yfirgnæfandi háð fiskveiðum við ströndina um af- komu sína eða efnahagsþróun. Breytingartillaga þessi er að sjálfsögðu ekki eingöngu miðuð við hagsmuni íslands. Aðrar þjóðir, sem líkt kynni að vera áistatt um og okkur, mundu að sjálfsögðu njóta góðs af samþykkt hennar. Mikilvægt fyrir ísland Það er ákaflega mikilvægt fyr- ir Island að þessi breytingartil- laga nái fram að ganga. Ekki skal þó fullyrt um það á þessu stigi málsins, hvort sú verður raunin á, En íslenzka sendinefnd- in hefur gert sjálfsagða og eðli- lega tilraun til þess að tryggja hagsmuni Islands. Það hefði vissulega mátt áfellast hana, ef hún hefði látið undan fallast að gera slíka tilraun. En það er hörmulega farið að tveir fulltrúar i islenzku sendinefndinni skuli hafa skor izt úr leik i þessu máli, þegar um svo mikilvægt hagsmuna- mál þjóðar þeirra er að ræða. Styrkir málstað okkar Engin rök hníga að því að breytingartillaga íslenzku sendi- nefndarinnar við tillögu Banda- rikjamanna og Kanada geti að nokkru leyti skaðað málstað eða hagsmuni Islands. Þvert á móti hlýtur hún að styrkja okkar mál- stað, jafnvel þó hún nái ekki samþykki. Kommúnistablaðið hér heima hefur einnig gerzt sekt um hinn mesta óvinafagnað er það heldur uppi pólitískum illindum um störf sendinefnð- ar okkar á Genfarráðstefn- unni. Það er vissulega ekki til þess fallið að styrkja málstað okkar á þessari þýðingarmiklu ráðstefnu. Garðyrkjufræðsla ÞRIÐJA fræðslukvöld Garðyrkju félags íslands á þessum vetri, verður haldið í Iðnskólanum á Skólavöruðholti mánudagskvöld 25. apríl og hefst kl. 20,30. Á þessu kvöldi munu þeir Axel Magnússon og Hafliði Jónsson tala um grænmetisræktun og svara fyrirspurnum, eftir því, sem tilefni gefst til. Athygli er vakin á því, að að- gangur er ókeypis og öllum heim- liil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.