Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVHBTAÐiÐ Sunnudagur 24. apríl 1960 Tækifæriskaup Nýtt sófasett til sölu vegna flutnings. — Verð aðeins kr. í.áOO. Einnig fataskáp- ur. Uppl. í dag á Njálsgötu 94, efstu hæð. Reglusamur, fullorðinn maður óskar eftir herb. til leigu og helzt að fá keypt fæði á sama stað. Tilb. svar að í síma 15961, í dag eftir kl. 7. Tökum að okkur spónlagningu. Höfum teak, mahogny o. fl. spóntegund- ir. — Smíðastofa Jónasar Sólmundssonar. Keflavík Tvær stofur til leigu. Aðg. að eldhúsi kemur til greina Uppl. á Hringbraut 52, — sími 2252. — Til leigu 3ja herb. íbúð með húsgögnum til leigu 20. maí. Tilboð leggist inn á Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt „3180“. — Stúlka vön algengri matargerð, óskast sem fyrst að Þóru- stöðum í ölfusi. Uppl. í síma 11800. — Saxafonleikarar Nýr Bariton-saxofónn til sýnis og sölu í verzluninni Kyndli, Hringbraut 96, — Keflavík. Sími 1790. Til sölu ódýr olíukyntur miðstöðv- arketill. Upplýsingar kl. 1 —5 í síma 33945. Hús — Kaup Lítið einbýlishús óskast. — Tilb. sendist Mbl., merkt: „Há útborgun — 3069“. Til sölu 2 myndavélar Kontína 111. Síletti L. Rafm. flash. — Sími 1-5879. Keflavík 12—13 ára stúlka óskast í vist. Upplýsi'ngar á Vest- urbraut 6, niðri. Stór stofa til leigu Upplýsingar á Grundarvegi 21 eða í síma 1880, Ytri- Njarðvík. Danskar handútskornar renaissance húsgögn til sölu. Hofteig 54. Borsalino hatt nr. 7, ljósbrúnan, merktan J. S. hefi ég fyrir nokkru fengið í misgripum I fata- geymslu fyrir samskonar hatt nr. 7Ys merktan E.Þ. Hlutaðeigandi tali við mig sem fyrst. Erlingur Þorsteinsson, læknir. í da.g er sunnudagur 24. apríl 115. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 04.20 Síðdegisflæði kl. 16.50 Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L..R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Vikuna 23.—29. apríl er næturvörður Gefin hafa verið saman í hjónaband ungfrú Hólmfríður Þorgerður Aðalsteinsdóttir og Jón Björnsson, flugumferðar- stjóri. Heimili þeirra er á Unnarbraut 29. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Móeiður Skúladóttir, (Oddleifssonar, Keflavík) og Björn Björnsson (Jónssonar, Sel- tjarnarnesi Rvík). Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Hanna M Eiríksdóttir, Njarðargötu 5 og Edgar Guð- mundsson Vesturgötu 46, Rvík. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Hlif Samúelsdóttir Snjall- steinshöfða, Landsveit Rang. og Þórir Guðmundsson, Stórholti 19, Reykjavík. 60 ára er í dag Steinn Ólafs- son, Suðurlandsbraut 29. í Ingólfsapóteki. Næturlæknir í Hafn- arfirði verður þá viku Olafur Einars- son, simi 50952. Næturlæknir í Hafnarfirði er Olaf- ur Einarsson, sími 50952. Næturlæknir á föstudag Kristján Jóhannesson, sími 50056. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. □ EDDA 59604267 — Lokaf. I.O.O.F. 3, = 1414258 = 8Vfe O. MsO.82581414 Guðsþjónusta í Eliiheimilinu kl. 2 í dag. Sr. Friðrik Friðriksson predik- ar. — Heimilispresturinn. Keflavíkurkirkja. — Barnaguðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Keflavík og nágrenni. — Svein B. Johansen flytur erindi í Tjarnarlundi sunnudaginn 24. apríl kl. 20.30, og er efni þess: Hver er trúarjátning mín? Hvers vegna er skynsamlegra að trúa en efast? Anna Johansen og Jón H. Jónsson syngja einsöng og tvísöng. — Allir velkomnir. Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 8,30. — Asmundur Eiríksson. Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 4 e.h. — Haraldur Guðjónsson. SKÝRINGAR Lárétt: — 1 kauptún — 6 am- boð — 7 málmurinn — 10 íþrótta bandalag — 11 fag — 12 sam- hljóðar — 14 sérhljóðar — 15 ux- inn — 18 snáðar. Lóðrétt: — 1 hnötturinn — 2 áfangi — 3 kona — 4 eldstæði — 5 matreidda — 8 bær — 9 straumkastið — 13 tré — 16 kyrrð — 17 skammstöfun. Þvaður sumra manna er sem spjóts-stungur *n tunga hinna vitru græðir. Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin tunga aðeins augnablik. Yfir svikum búa þeir, er illt brugga, en gleði valda þeir, er ráða til friðar. (Úr Orðskviðum Salomos.) BERtjSTEINN Þórarinsson, sjómaður frá Vestmannaeyj- um, sá er varð fyrir því slysi að missa hægri handlegg um upphandlegg, um borð í botn- vörpungnum Þorsteini Þorska bít, dvelst enn í sjúkrahúsinu hér. Fréttaritari átti samtal við hann fyrir skömmu og fara hér á eftir nokkur atriði úr samtalinu. — Blessaður Bergsteinn. Hvernig er heilsan? — Hún er ágæt. Það er til- tölulega nýleg afstaðin húð- flutningur. — Hvað! Húðflutningur? — Já, það var tekin húð af lærinu á mér og grædd fyrir handleggsstúfinn og virðist það hafa tekizt prýðilega. — Hvenær ertu fæddur Bergsteinn og hvar? — Ég er fæddur 1. nóv. 1933 að Eystri Gjábakka í Vest- mannaeyjum Foreldrar mín- ir eru þaú Anna Halldórsdótt- ( ir og Þórarinn Magnússon ( sjómaður, er fórst með norsku ( skipi í byrjun stríðsins. Við, erum tvö systkinin. — Hvenær byrjaðir þú sjó-, me .nsku? — Arið 1948, fjórtán ára/ gamall á dragnótaveiðum.) Hefi síðan verið á línubátumv og togurum. — Hvaða augum lítur þú 1 framtíðarinnar, því óneitan-y lega hafa aðstæður þínar mikC ið breytzt? — Ég lít björtum augum tilC framtíðarinnar. Tel að ég/ muni vel komast áfram < Vonast til að komast aftur á) sjóinn, ef einhver vill fleyta) mér. — Hvað, á sjóinn? — Já, ég gæti t.d. með hægu) móti verið smyrjari. — Mundirðu þá heldur vilja) komast á kaupskip en togar- ana? — Ég vildi alveg eins vera(! á togurum. Þeim er ég van-( astur. — Hvernig hefir þér liðið) hér eftir öllum aðstæðum? — Mér hefir liðið alveg sér-( staklega vel, burtséð frá van- líðan þeirri, sem slys mitt ollÚ mér. Læknir og hjúkrunar-) folk hefir verið svo að ekki er) hægt að kjósa sér betra. — Hvenær býst þú við að( losna af sjúkirahúsinu? — Ég veit það ekki, en vona) að það geti e.t.v. orðið í þess-) ^um mánuði. (Stofufélagi hans kom í þess ( (um svifum inn í stofuna, svo( ) við slitum þessu samtali og / )ræddum um stund ailir þrír/ )um landhelgismálið, sem þá) , var verið að segja frá í kvöld-) ) fréttum og siðan á góðu og( ) gildu sjómannamáli um hitt og ( )annað, sem ekki verður sagt/ )frá hér). Patreksfirði, 5. apríl 1960. J Ú M B Ó Saga barnanna Júmcó var vel syndur, og ekki leið á löngu áður en hann náði Tedda upp á yfirborðið. Og nú var um að gera að flýta sér með hann til lands. Og jafnskjótt og Teddi var kominn á þurrt, vaknaði hann til lífsins. — Hvað kom fyrir, Júmbó? spurði hann. — O, þú varst bara alveg að drukkna, svaraði Júmbó, en svo tókst mér að ná þér upp. — Það er víst bezt fyrir okkur að hengja fötin okkar til þerris, svo að hr. Leó komist ekki að því, hvað gerzt hefur. Og svo verðum við að flýta okkur til baka til hinna, sagði Teddi, sem var heldur lúpulegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.