Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. apríl 1960 MORGVTSBLÁÐIÐ 13 Frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. REYKJAVÍKURBRÉF Verður íslend- ingur forseti Allsherjarþings S.Þ. Kunngert hefur verið, að Thor Thors, sendiherra, muni verða í kjöri í eina mesta virðingarstöðu á alþjóðavettvangi, þ. e. a. s. sem forseti Allsherjarþings Sam- eir.uðu þjóðanna. Á þessu stigi er óljóst, hverjar líkur eru fyr- ir sigri íslendingsins, en tveir mótframbjóðendur eru, annar frá kommúnistaríkjunum, en hinn er. írinn Boland. Ekki er talið líklegt, að frambjóðandi kommúnista sigri, en hins veg- ar munu írar þegar hafa tryggt sér stuðning ýmissa vestrænna ríkja. Menn gera sér naumast næga grein fyrir því, að kjör íslend- ings í þessa stöðu væri ekki ein- ungis sigur einstaklingsins, sem kjörinn væri, heldur hefði það einnig mikla þýðingu fyrir álit og virðingu þjóðarinnar. Þetta byggist á því, að afstaða hinna ýmsu ríkisstjórna og sendinefnda þeirra til einstaklingsins mark- ast að verulegu leyti af skoð- unum þeirra á stjórn hans og þjóð. Thor Thors er sá maður, sem hvað drýgstan þátt hefur átt í því að mynda það álit, sem með- al hinna sameinuðu þjóða er á afskiptum Islendinga af málefn- um samtakanna. Persónulega er því enginn Islendingur betur að því kominn að verða forseti Alls- herjarþingsins. En auðvitað væri sigur hans þó fyrst og fremst íslenzkur sigur. Kommúnistar «egn sigri síns lands. Af þessum sökum óska allir Islendingar þess, að Thor Thors muni ná kosningu. Ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins, Tím- ans, hefur nýlega ritað skyn- samlega og drengilega grein um þetta mál. Hefur hann ekki látið fyrri stjórnmálaerjur flokks síns og þess Islendings, sem valizt hefur til að vera í kjöri fyrir land sitt, hafa áhrif á afstöðuna í þessu utanríkismáli. Hins vegar eru kommúnistar samir við sig, er þeir ráðast að Thor Thors af venjulegri smekkvísi. Þessa aðstöðu þeirra væri gott að geta skilið á þann veg, að þeir teldu sig þurfa að hefna sín á gömlum andstæð- ingi og í ofboðinu sézt yfir, að þeir sköðuðu hann ekki fyrst og fremst, heldur þjóð sína. En þessi skoðun verður að teljast mjög vafasöm með tilliti til þess, að í íslenzkum utan- ríkismálum hefur afstaða komm- únista ætíð markazt af hags- munum erlends stórveldis. Og í þessu máli er engum blöðum um það að fletta, að kommúnistar mundu fagna, ef íslenzki full- trúinn félli fyrir Tékkanum, sem að þessu sinni er í framboði fyr- ir kommúnistaríkin. Afvopnunarmálin 1 sjálfheldu. En það er ekki einungis með tilliti til kosningar forseta Alls- herjarþingsins, sem kommúnist- ar dansa á línunni þessa dagana. Rúsar hafa fyrir skömmu sent íslenzkum stjórnarvöldum ósk um, að þau styðji „allsherjar af- vopnun“. Og þennan boðskap þeirra hefur Einar Olgeirsson tekið að sér að flytja á Alþingi. Undanfarin ár hafa áþekkar áskoranir ráðstjórnarríkjanna verið sendar víða um veröld þegar staðið hafa yfir sérstakar áróðursherfei'ðir. I þetta skipti var boðskapurinn sendur út í sambandi við afvopnunarráð- stefnuna í Genf og aðra ráð- stefnu, sem á sama stað hefur verið háð um bann við kjarn- orkusprengj utilraunum. Venjulega hefur það verið all- góð vísbending um hugarfar Rússa í slíkum viðræðum, hvort áróðursorðsendingum hefur ver- ið dreift út, og því meir sem að áróðrinum hefur kveðið, þeim mun ólíklegra hefur verið, að þeim dytti í hug að reyna að ná samkomulagi. Nú hefur þannig farið, að báð- ar ráðstefnurnar hafa orðið árangurslausar til þessa, svo ^ð enn virðast Rússar ófúsir til samninga. En á hverju strand- ar, þegar báðir aðilar segjast vilja afvopnast og banna kjarn- orkuvopn? Svarið við þeirri spurningu er einfalt, ef óllum hjúp orðskrúðs er svift frá. Vesturveldin vilja eðlilega ekki afvopnast nema tryggt sé að kommúnistaríkin geri það lika, og þau vilja ekki banna kjarnorkusprengjutil raunir nema tryggt sé, að Rúss- ar geri ekki slíkar tilraunir á laun. Með öðrum orðum: Vest- urveldin viija eftirlit með af- vopnun og með því, að banni við kjarnorkusprengjutilraunum sé framfylgt, en allt eftirlit hefur verið eitur í beinum Rússa. Herstvrkur Rússa er mikill. Auðvitað væri mesta glapræði af lýðræðisríkjunum að afvopn- ast, án þess að tryggt væri, að Rússar gerðu það líka. Fram að þessu hefur herstyrkur Vestur- veldanna hindrað, að kommún- istar fylgdu kröfum sínum fram með vopnavaldi. Nýlega hefur sjálfur Krúsjeff upplýst, að herstyrkur Rússa hafi á árunum 1948—1955 verið tvöfaldaður og þá orðinn nær 6 millj. manna, eða mun meira en hann var framan af heims- styrjöldinni. Fer varla milli mála, að Rússar hafa þá talið, að þeir hefðu tækifæri til að ná hernaðarlegum yfirburðum og ætlað að nota þá til styrjaldar eða a. m. k. styrjaldarhótana til að koma sínu fram. Síðar hefur komið í ljós, að þéssar hugrenningar Rússa voru ekki alveg fjarstæðar, því að þeir voru komnir fram úr vest- rænu ríkjunum óvörum í eld- flaugasmíði og ýmsum vopna- búnaði. Nú hafa þeir þó sann- færzt um, að lýðræðisríkin myndu herða að sér til að halda hernaðarlegu jafnvægi og því hafa Rússar fækkað síðan um meira en helming í her sínum. En hins er svo að gæta, að framleiðsluaukning Rússa er yf- irleitt meiri en í vestrænu ríkj- unum, svo að þeir munu telja, að þeir geti komizt fram úr lýð- ræðisríkjunum hernaðarlega síð- ar. — Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Okkur, sem búum við lýðræð- islegt stjórnarfar og almenna velmegun, hættir til að álíta, að hin lélegu lífskjör í kömmún- istaríkjunum séu vitnisburður um, að við tökum þeim langt fram í framleiðsluafköstum. En það er bæði tilgangslaust og fá- víslegt að skella skollaeyrunum við þeim staðhæfingum komm- únista, að framleiðsla aukist meira í Rússlandi. Hitt er svo annað mál, hvort menn vilja afneita frelsinu til að gerast hjól í þeirri vél ein- raeðisins, sem í dag getur fram- leitt öflugri eldflaugar, en gat j á dögum Faróanna byggt risa- vaxna pýramída. Hannes Pétursson, skáld, benti nýlega á það hér í blaðinu, að samkvæmt þeim kenningum kommúnista, að þjóðskipulag þeirra væri hið ákjósanlegasta vegna framleiðsluafkasta og eld- flaugaafreka, hefði nazisminn verið fullkomnasta þjóðskipulag, sem sögur fara af. Þessi stutta athugasemd Hann- esar er lokasvar við því, hvort þjóðskipulagið sé betra, einræð- isskipulagið eða hið lýðræðis- lega. Jafnvel þótt framleiðslu- aukning í lýðræðisþjóðfélögum geti aldrei orðið eins mikil og í einræðisríkjunum, þá hljóta frjálsir menn að berjast gegn einræðinu og Verja lýðræðið, ef á þarf að halda. Við getum slór- aukið framleiðsl- una. Þó að framleiðsluaukningin sé nú meiri í sumum einræðisríkj- um en lýðræðisríkjunum, þá er ekki þar með sagt, að svo þurfi ætíð að vera. Lýðræðisþjóðirnar keppast nú um það, nær því hver ein og einasta, að kasta fyr- ir borð úreltum kenningum hafta og ofstjórnar, bæði innbyrðis og í viðskiptum milli þjóða. Víða hefur hið aukna frelsi þegar borið ríkulegan ávöxt, svo að þær þjóðir, sem lengst hafa gengið í átt til frelsis, hafa á örfáum árum skilið eftir eins og nátttröll þjóðir, sem aftur- haldssamari voru og héldu við gömlum höftum og „vinstri"- stefnu. Við íslendingar erum ein þeirra fáu þjóða, sem dagað hafa uppi í höftum og ófrelsi. Jóhann Hafstein, bankastjóri, lýsti nýlega í ágætri ræðu í Varð- arfélaginu sögu aldarfjórðungs- baráttu Sjálfstæðisflokksins við að losna úr fjötrunum, sem hin fyrri vinstri stjórn lagði fyrst á þjóðina. Sú saga verður ekki rakin hér, en oft vorum við nærri því að hrista fjötrana endanlega af okk- ur. Oft náði atvinnulíf að blómg- ast, en alltaf tókst aíturhalds- mönnum að koma málum þannig fyrir, að hert var á fjötrunum á ný. Nú eru menn reynslunni rik- ari, og stjórnarflokkarnir stefna beint að markinu. Hið nýja frelsi mun hér eins og annars staðar stórauka þjóðarframleiðsluna. En hin frjálslynda efnahagsmála- stefna, sem lýðræðisþjóðirnar hafa tekið upp, nýtur sín enn ekki til fulls. Það er ekki fyrr en áhrifa hinnar víðtæku frí- verzlunar fer að gæta, sem vonir standa til, að framleiðslu- aukning lýðræðisþjóða verði á ný meiri en kommúnistaríkj anna. Östjórnin í Mjólkurbúi Flóamanna. Menn hafa velt því fyrir sér, hvernig á því geti staðið, að Framsóknarflokkurinn berst jafn vel örvæntingarfyllri baráttu gegn efnahagsviðreisnninni en kommúnistar. Að vonum hefur mönnum dottið í hug, að eitt- hvað væru samvinnufélögin tengd þessu jafnvægisleysi Fram sóknarmanna. A dögunum kom svo í ljós, að ekki mundi glæsilegur saman- burðurinn á rekstri sumra þeirra a. m. k. og einkafyrirtækja, ef þau ættu að standa á eigin fót- um og ekki njóta sérstakrar pólitískrar verndar. Og það var að vonum að menn hrykkju við, er þeir lásu fréttirnar af aðal- fundi Mjólkurbús Flóamanna og sáu „hugsjónir samvinnumanna" í framkvæmd. Mesta athygli hefur sjálfsagt i vakið tilboð Landleiða h.f. um að taka að sér alla mjólkur- flutninga fyrir búið og lækka flutningskostnaðinn um 12— 16%. Þessi lækkun nemur yfir 2 millj. króna á ári og nálægt 2 þúsund krónum að meðaltali á bú á Suðurlandi. Auðvitað senda Landleiðir ekki þetta tilboð nema af því, að þeir teija sig geta hagnazt á rekstrinum, þrátt fyrir þessa miklu lækkun. Sést af því hve óhagkvæmur reksturinn hlýtur að vera. En þó er annað miklu stórvægilegra að athuga við rekstur mjólkurbúsins. Kostar óstjórnin meðalbú 9 þúsund kr. á ári. Þegar bornir eru saman reikn- ingar Mjóikurbús Flóamanna árin 1956—1959 kemur í ljós, að kostnaður við meðferð mjólk- urinnar hækkar jafnt og þétt, en greiðslur til bænda lækka að hundraðshluta. Þessar tölur líta þannig út, að bændur fá 1956 greidd 78% en kostnaður mjólk- urbúsins er 22%, en síðan lækk- ar hundraðstalan til bænda ár- lega um 2% og er 1959 orðin 72%, en kostnaður orðinn 28%. Bændur virðast árið 1959 fá greiddar kr. 3.29 fyrir líter, en þó mun þar frá dragast sérstakt gjald vegna fjarlægðar, þannig að verðið fari allt niður í kr. 3.21. Ef reksturinn árið 1959 væri hins vegar sambærilegur við það, sem var 1956, hefðu bændur átt að fá kr. 3.58 fyrir líter, og mun reksturinn 1956 þó ekki hafa verið til neinnar fyrir- myndar. Dæmið lítur þá þannig út, að a. m. k. 29 aura vantar á hvern einasta mjólkurlíter miðað við það, að búið væri í dag ekki rekið á óhagkvæmari hátt en 1956. Kemur þetta líka heim við það, sem bændur töldu á aðal- fundinum að vantaði upp á það, sem vera ætti samkvæmt verð- lagsgrundvelli sl. árs. En þessir 29 aurar gera hvorki meira né minna en 8 millj. kr. á ári, sem reksturinn er óhag- stæðari en 1956. Við þessar 8 millj. ætti svo að mega bæta þeim 2 millj. sem Landleiðir hf. bjóðast til að lækka flutningana um. Og ef 10 millj. er skipt nið- ur á búin á svæði mjólkurbús- ins, sem eru rúmlega 1100 tals- ins, sést að af hverju búi eru teknar um 9.000,— krónur fram yfir það, sem eðlilegt er. Einræði á fslandi? Þegar reikningar Mjólkurbús Flóamanna eru þannig skoðaðir og bornir saman, fara menn að skilja hvers vegna þess er strang lega gætt, að enginn maður ut- an stjórnar búsins fái að sjá reikninga fyrir aðalfund, ekki einu sinni kjörnir fulltrúar. Menn fara nú að skilja, hvers vegna sérstakur maður var lát- inn standa yfir prentvélinni, meðan reikningarnir voru prent- aðir, og þó var það í prentsmiðju Framsóknarflokksins. Menn geta nú líka betur skil- ið, að heppilegra sé að hafa það kosningafyrirkomulag, að ein- ungis 40—50 menn, kosnir áður, hafi atkvæðisrétt á 600 manna fundi mjólkurbúsins. En fyrir- komulagið er að öðru leyti sem hér segir: „Fulltrúarnir", 40—50 eru settir saman á fyrstu bekki húss- ins, næst sviðinu. En uppi á sviðinu sitja helztu framámenn Framsóknarflokksins með mikla doðranta fyrir framan sig, allt gamlir menn en mikilúðlegir. Þegar atkvæðagreiðslur fara fram ganga fyrirmennirnir gjarn an fremst á sviðið og taka allir þátt í talningu uppréttra handa, nema hvað einn á til tneð að fletta doðröntunum á meðan. A aðalfundinum á dögunum var þess svo vandlega gætt, að ’ fiytja þá tillögu, sem stjórninni i Frarrh. á b«. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.