Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. apríl 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. JBitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEIMI LJRSLITATILRAUN ¥jAÐ er nú auðsætt orðið, að meðal þeirra 18 ríkja, sem staðið hafa að tillögu um óskert 12 mílna fiskveiðitak- mörk á Genfarráðstefnunni, er upp kominn mikill ágrein- ingur og óeiníng. Aðeins 10 þessara ríkja hafa getað kom- ið sér saman um nýja tillögu, .sem í aðalatriðum heldur þó fast við 12 mílna fiskveiði- takmörkin. Nokkur þeirra hafa opinberlega gengið til liðs við hina sameiginlegu til- lögu Kanadamanna og Banda ríkjamanna um 12 mílna fiskveiðilandhelgi og 10 ára sögulegan rétt til þess að fiska á ytri 6 mílunum. Mikil vonbrigði Um það þarf ekki að fjöl- yrða, að þessi þróun mála á ■Genfarráðstefnunni eru ís- lendingum hin mestu von- brigði. Sendinefnd okkar hef- nr af festu og dugnaði barizt gegn hinum sögulega órétti. INú, þegar miklar líkur eru til að tillaga Bandaríkjanna og Kanada nái samþykki, hefur íslenzka sendinefndin gert lirslitatilraun til þess að hindra að hin svokölluðu sögulegu réttindi komi til framkvæmda gagnvart þjóð- um, sem eru yfirgnæfandi háðar fiskveiðum við strönd- ina um afkomu sína eða efna- hagsþróun. Um það skal ekkert full- yrt, hvernig þessari tilraun islenzku sendinefndarinnar til þess að losa íslendinga undan órétti sögulega réttar- ins reiðir af. En allir þeir, sem hugsa fyrst og fremst um hagsmuni íslendinga hljóta að vera sammála um það, að sendinefnd okkar bar að gera þessa tilraun til að tryggja hagsmuni þjóðar sinnar. Hagsmunir íslands aðalatriðið Það er vissulega mjög ömurlegt að tveir fulltrúar í íslenzku sendinefndinni í Genf, þeir Hermann Jónas- son og Lúðvík Jósefsson, skuli hafa skorizt úr leik og neitað að eiga þátt í flutningi fyrrgreindrar tillögu, sem er lokatilraun Islendinga til þess að tryggja hagsmuni sína. Það er auðvitað hrein firra, sem kommúnistablaðið Þjóð- viljinn heldur fram í gær, að með þessari tillögu íslend- inga séu þeir að „svíkja 12 mílna ríkin“. íslendingar eru með tillögu sinni þvert á móti að gera tilraun til þess að hindra að hinum sögulega órétti verði þröngvað upp á þá sjálfa og aðrar fiskveiði- þjóðir, sem eru yfirgnæfandi háðar fiskveiðum um afkomu sína og efnahagsþróun. Vitanlega ber íslenzku sendinefndinni fyrst og fremst að hafa hagsmuni íslands fyrir augum. Um það hljóta allir þeir ís- lendingar, sem ekki láta fyrst og fremst stjórnast af annarlegum sjónarmið- um, að vera sammála. Konungssnekkjan Britannia. rúðkaupsf HÚSGAGNA- SÝNINGIN ¥ TNDANFARNA daga hefur staðið yfir sýning í Reykjavík á vegum Félags húsgagnaarkitekta. Eru þar sýnd húsgögn, sem ekki hafa verið smíðuð hér áður. Sjálf- sagt munu skiptar skoðanir unl einstaka hluti á sýning- irnni, en menn ættu að geta verið sammála um, að margir þeirra eru mjög athyglisverð- ir og fallegir. Og vönduð smíði mun einkenna þá alla. Vekur til íhugunar Þessi sýning er lofsvert framtak fámenns félags, sem almenningur kann vel að meta, svo sem sjá má af að- sókninni. íslenzkir húsgagna- arkitektar og húsgagnasmiðir standa nú orðið nálægt fær- ustu starfsbræðrum sínum erlendis, hvað smekk og kunnáttu snertir. Um verð- lagið er óvissara. Þó er ekki víst að miklu muni, nú þegar hægt er að fara að gera eðli- legan samanburð, eftir leið- réttingu gengisskráningarinn- ar. — Þessi sýning vekur menn til umhugsunar um hvað hægt er að gera, þegar list- rænn áhugi og smekkvísi ráða miklu um framkvæmd- ir. — MARGRÉT prinsessa og Antony Armstrong-Jones hafa ákvcðið að eyða hveitibrauðsdögum sínum á siglingu um Karabiska hafið. Eins og kunnugt er lánaði Elísabet drottning systur sinni brezku konungssnekkjuna Brit- annia til afnota í brúðkaupsferð- ina, og verður haldið úr höfn þann 6. maí n.k. og reiknað með að ferðin taki um sex vikur. Ekki hefur verið tilkynnt neitt um það hvar hjónin koma við í ferðinni. Margrét prinsessa hefur áður komið á þessar slóðir og varð mjög hrifin af íbúum eyjanna, sem gáfu henni nafnið „Kalypso prinsessan“. Verið að gera sjóklárt Snekkjan Britannia liggur nú í höfn í Fortsmouth, þar sem ver Hrossa- kaup í Cenf Þórshöfn, Fœreyjum, 21. apríl. Frá fréttaritara Mbl. ERLENDUR Patursson, sem á sæti í dönsku sendinefnd- inni á sjóréttarráðstefnunni í Genf, hefur sent færeyska blaðinu „14. september“ fréttabréf frá ráðstefnunni dags. 12. apríl. Birtir blað- ið bréfið í dag, og segir þar m. a.: „Danmörk hefði fegin skilyrðislaust tekið við bandarísk-kanadíska upp- skotinu (tillögunni), en af færeyskum stjórnmálaleg- um ástæðum varð ekki úr því. Strax og fréttist um uppskotið fóru dönsku sendimennirnir að samráð- ast við Breta á bak við tjöldin og sérlega við enska fiskimálaráðherrann og nú í dag hefur þessi dansk- enski hrossahandil verið gjörður. Hann er á þann veg að Danir skuli greiða uppskotinum atkvæði ó- breyttum, en á móti komi 1 brezk-danskur baksamning- ur, sem styttir sögulegan veiðirétt Breta við Fær- eyjar úr 10 árum í 5—6 ár. Um beinar grunnlínur verð- ur ekki talað. Þessi afstaða Dana er hreint og gróflegt brot gegn afstöðu og samþykkt lög- þings Færeyja, og einnig gengur hún gegn fyrir- skipan þeirri sem færeysku sendimennirnir fengu með sér þá þeir fóru frá Fær- eyjum.“ Í \ J Hjónaefnin. ið er að mála hana hátt og lágt fyrir ferðina, og vinna við það um sjötíu manns úr landi auk j áhafnarinnar, sem er um 250 manns, en áhöfnin vinnur einnig að því að koma fyrir vistum og gera skipið sjóklárt. Þessi brúðkaupsferð Margrétar er ólík þeirri sem Elísabet fór er hún giftist árið 1947. Vegna ástandsins eftir stríðið varð ekk- ert úr langri brúðkaupsferð, held ur eyddu hjónin hveitibrauðs- dögum sínum á heimili fjölskyldu Filipusar og í Balmoral í Skot- landi. Sæmilegt skip Britannia er 4.700 lestir að stærð, rúmlega 125 metrar á lengd ( til samanburðar má geta þess að Gullfoss er tæplega 3,900 lestir, 102V2 metri á lengd). Var snekkjan smíðuð árið 1953 og kostaði þá um kr. 265 milljónir, miðað við núverandi gengi. Brit- annia er að sjálfsögðu búin „öll- um nýjustu tækjum“, eins og sagt er um mótorbátana okkar, þegar þeir koma nýjir til lands- ins, og er venjulegur ganghraði, þegar ekki liggur mikið á, 21 míla. Það hefur sætt nokkurri gagn- rýni í brezkum blöðum að lagt skuli í allan þennan kostnað í sambandi við brúðkaupið, en því svarað til að konungssnekkjan þurfi ekki meira viðhald en önn- ur skip flotans, og að ef til styrj- aldar kæmi, væri unnt að breyta henni í spítalaskip, með rúmum fyrir 200 sjúklinga. Húsnæðismálin leyst Þegar prinsessan og maður hennar koma heim úr brúðkaups ferðinni ■ munu þau sennilega setjast að um tíma hjá móður hennar í Clarence House, meðan lokið er að breyta hallarvæng í Kensington, sem drottningin gaf þeim nýlega. Fornleifarannsóknir 1 Grænlandi KAUPMANNAHÖFN, 22. apríl. Einkaskeyti tii Mbl. — Sex forn leifafræðingar og sex aðstoðar- menn þeirra munu í sumar vinna að jarðvegsransóknum i Itivnera dalnum við Godthábsf jörð á Grænlandi á vegum danska þjóð minjasafnsins. í mýri, sem þarna er, hafa fundizt merkilegar leifar fjögurra þjóðmenninga; en það eru: í fyrsta lagi Saraqþjóðflokkur- inn, fyrstu Eskimóarnir, sem fluttust frá Alaska fyrir þrjú til fjögur þúsund árum. 1 öðru lagi Dorsetþjóðflokkur- inn, Eskimóar frá Kanada sem bjuggu í nokkrar aldir í Græn- landi fyrir um 2.000 árum, en dóu út vegna veðurfarsbreytinga. í þriðja lagi Thuleþjóðflokkur- in, sem núlifandi Eskimóar eru komnir af. í fjórða lagi íslenzklr land- námsmenn og afkomendur þeirra. Grænlenzki hreindýraeigand- inn Jens Rosing uppgötvaði þetta svæði fyrir nokkrum árum, en hann starfar nú við safnið og mun taka þátt í rannsóknunum. Vonir standa til að þarna finnist leifar af steináhöldum, beináhöld um og tréáhöldum, en kolefna- rannsóknir geti gefið uppl. um aldur leifanna og veðurfarsbreyt- ingar. Rannsóknirnar munu vænt anlega gefa nánari uppl. um hin- ar ýmsu orsakirnar fyrir því að þær dóu út um sambandið milli afkomenda Islendinganna og Eskimóanna í þau 100 ár eða svo sem þessir tveír þjóðflokkar bjuggu hlið við hlið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.