Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUrffíT AÐIÐ Sunnudagur 24. apríl 1960 Úr verinu Eftir Einar Sigurðsson Togararnir I>AÐ hefur gengið á ýmsu með tíðarfarið sl. hálfan mánuð. Fyrri vikuna gerði snarpa norð- austanhrinu, en í sl. viku voru ríkjandi vestan- og suðvestan- áttir, með allmiklum sjógangi. Togararnir hafa eitthvað tafizt frá veiðum, en ekki mjög mikið. Allflestir togararnir eru nú við suðvesturlandið. en nokkrir þó við Austur-Grænland. Afli hefur verið allgóður hjá sumum og mjög góður hjá öðr- um, t. d. eins og Neptunusi og Marz, sem báðir fengu yfir 250 lestir á tiltölulega stuttum tíma. Togarar þeir sem eru á veiðum við suðvesturland, hafa fengið allmikið af ýsu, þetta 40—60 lestir. Fisklandanir sl. 2 vikur: Gerpir 134 t. 14 dagar Marz 259 t. 9 — Þorkell máni .. 25 t. 2 — Neptunus .... 251 t. 7 — Geir 207 t. 11 * Hvalfell 117 t. 7 — Sk. Magnúss. .. 229 t. 12 — Fylkir . 272 t. 13 — Ól. Jóhanness. . 125 t. 7 — Ing. Arnars. . . 48 t. 13 — saltfiskur 118 t. Þorst. Ingólfss. . 46 t. 13 — saltfiskur 94 t. — Jón Trausti .... 68 t. 10 — Þormóður goði . 228 t. 16 — Gerpir .... um 100 t. 7 — Askur 220 t. 13 — Sölur erlendis sl. viku: Hallv. Fróðad. . 175 t. £ 16.918 Karlsefni ...... 136 t. £ 14.009 Akurey ......... 185 t. £ 12.196 Jón Þorláksson . £ 16.500 Salan hjá Karlsefni er líklega einhver bezta sala íslenzk tog- ara í Bretlandi, miðið við magn, fyrr og síðar. Reykjavík Tíð hefur verið stirð undan- farið, skipzt á sunnan- og suð- vestanáttir og léleg sjóveður og stundum ekki komizt á sjó. Aflabrögð hafa verið léleg og yfirleitt margra nátta gamall fiskur úr netunum. Fiskur hefur farið minnkandi í Forunum, þar sem smærri bátarnir hafa yfir- leitt haldið sig. Hafa þeir yfir- leitt verið að færa sig utar og dýpra. Mjög margar trillur eru nú byrjaðar með handfæri, en hvoru tveggja er að tíð hefur verið erfið og eins, að afli hefur verið frekar lítill. Síli er þó komið í innbugtina, og vona menn, að fiskur fari að glæðast úr þessu. Aflahæstu frá 1/3—22/4: dagróðrabátarnir Asgeir .... .......... 487 t. Svanur ................. 487 - Barði .................. 430 - Hermóður ............... 370 - Víkingur ............... 365 - Kári Sölmundarson .... 355 - Hrefna ............... 355 - Aflahæstu útilegubátarnir frá áramótum tii 22/4: Guðm. í>órðarson ........ 816 t. Helga .................. 758 - Hafþór ................. 750 - Björn Jónsson ......... 652 - Rifsnes ................ 650 - Auður .................. 602 - Þegar vel viðrar og vel veiðist er sjórinn heillandi. Keflavík Sl. hálfan mánuð hefur verið hin mesta ótíð miðað við árstið, stöðugir sunnan- og suðvestan- stormar, oft með stórsjó. Afli hefur verið talsverður, þegar gefið hefur, en fiskurinn oftast verið mjög illa farinn vegna tíðarfarsins og helgidaga. Hefur fiskur yfirleitt ekki náðst nýr á þessu tímabili utan tvisv- 1 ar sinnum. Elztur hefur fiskur- inn orðið almennt 4ra nátta á 2. í páskum og 3ja nátta í fyrradag. Á fimmtudag reru 5—6 bátar, og sneru allir aftur nema einn. Þó fór einn af þeim, er sneru aftur, að vitja um aftur upp úr hádeginu. Fékk hann mesta rudda á leiðinni út, en þegar hann var búinn að draga eina trossu, var komið bezta sjóveð- ur. Hann dró síðan öll netin og var að því alla nóttina og kom að kl. 4 á föstudag með 45% lest af fiski, og bótti mönnum þraut- seigjan hafa borgað sig vel. Þetta var Ólafur Magnússon frá Keflavík. En hinn, sem hélt áfram um morguninn, Jón Finns- son, dró 3 trossur og kom um kvöldið í Garðinn með 13 lestir úr 3 trossum Um miðjan mánuðinn höfðu 54 (54) bátar, sem eru á skrá, farið 2.725 (2.189 1959) róðra og aflað 21.392 (14.913 1959) lestir af fiski. Fimm aflahæstu bátarnir um miðjan mánuðinn: Askur ................. 836 t. Ólafur Magnússon ...... 757 - Jón Finnsson........... 679 - Bjarmi ...........;.... 678 - Guðm. Þórðarson........ 673 - Akranes Tíðin hefur verið mjög stirð undanfarið, t. d. var aðeins vitjað þrisvar um sl. viku. Afli hefur verið rýr og mjög misjafn. Vertíðaraflinn í ár frá árs- byrjun til 22. 4. er 12.000 lestir 1215 sjóferðum á móti 11.362 lestum alla vertíðina í fyrra. Voru þá farnar 1075 sjóferðir. Tíu aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Sigrún ................. 880 t. Sigurvon ............... 806 - Sigurður ............... 764 - Sæfari ................. 740 - Böðvar ................. 740 - Ólafur Magnússon ....... 730 - Höfrungur .............. 705 - Sv. Guðmundsson ........ 700 - Vestmannaeyjar Róið hefur verið almennt alla daga mánaðarins nema á föstu- daginn langa og páskadag. Tíð hefur samt verið mjög erfið til sjósóknar, stormar af hafi og yfirleitt sjór Margur báturinn hefur aðeins dregið helminginn úr skrifar , daqleqa iifinu ] •jUnga^fólkið_0£ dvrin. þeim, sem á annan veg hugsa og eiga sér önnur hugðarefni. Það sýnir sig m. a. af bréfi, sem „Velvakanda" hefur bor- izt oe hér birtist: Nú ríkir sorg í dúfnakofan- um okkar. Sorg í dúfna- af netunum daglega, þótt farið hafi verið. Afli hefur verið óvenju tregur um þetta leyti vertíðar, og páska hrota var engin að þessu sinni. Mjög langt er síðan fiskur hefur brugðizt um páskana fyrr en nú, ef það hefur nokkurn tíma kom- ið fyrir, síðan farið var að nota net. Bátarnir hafa verið með netin allt frá Stokkseyri og langleið- ina austur að Ingólfshöfða og alls staðar jafndautt, þótt ein- staka bátur hafi verið að fá dag og dag sæmilegan afla. Og sama er að segja af aflabrögðum á djúpmiðum suður og suðvestur af Eyjum, þar hefur heldur ekk- ert verið að hafa, sem heitið geti. Meðalafli hjá netabátum nú mun vera um 500 lestir af ósl. fiski. Handfærabátar hafa sama og ekkert fengið undanfarið, og fjöldinn af þeim hefur ekki feng ið nema 20—30 lestir af fiski yfir vertíðina. Tveir bátar róa með línu og hafa aflað upp í 8 lestir á 25 stampa. Lifrarsamlag Vestmannaeyja hafði 22. apríl tekið á móti 3031 lest af lifur á móti 3170 lestum á sama tíma í fyrra. Það sem af er apríl er lifrarmagnið 660 lest- um minna en í apríl í fyrra og svarar það til 9000 lesta af fiski, eða meðalvertíðarafla af 15 bátum. Eftirtaldir bátar hafa fengið yfir 700 lestir af fiski frá ára- mótum: Leó ..................... 983 t. Stígandi ................ 958 - Gullborg ................ 885 - Eyjaberg ................ 807 - Reynir .................. 803 - Snæfugl SU .............. 779 - Gjafar .................. 775 - Gullver NS .............. 769 - Ófeigur II .............. 758 - Kári ....’............... 751 - Bergur VE................ 741 . Dalaröst NK ............. 739 - Hafrún NK ............... 735 - Víðir SU......"4......... 735 - YNGRI kynslóðin hefur jafn- i n gaman af að umgangast dVrin, en til þess gefast ekki ý) ja mörg tækifæri hér í hc 'uðstaðnum. Hjá þeim yo stu er það máske mesta ævintýrið, þegar pabbi, mamma eða þá eldri systkini gefa sér tíma til að skreppa með þau niður að Tjörn, til þess að gefa öndunum eða skoða svanina og kríurnar. Hinir, sem svolítið eldri eru, færast aftur á móti gjarna meira í fang. Þeir hæna að sér dúfurnar, byggja yfir þær og sjá þeim reglulega fyrir mat. Við þessar athafnir get- ur unga fólkið unað sér lang- ar stundir. Og slík iðja vekur í brjóstum þess þá blíðu og tillitssemi gagnvart lítilmagn- anum, sem vissulega gætir ekki um of í margra far En það er ekki alltaf, sem þetta fær að vera í friði iy.ir • Dúfuhjónin með ungana „Kæri Velvakandi! Gleðilegt sumar! Við erum þrír drengir, sem erum búnir að koma okkur upp dúfnahóp, sem okkur þykir vænt um, og við höfum búið þeim gott heimili, við þeirra hæfi. Kof- inn er lokaður með tveimur lásum og allt mjög sterklegt. Flestar af dúfunum eru bún ar að para sig o^, ein hjón voru komin með tvo unga. Kerlingin er afar falleg og heitir Karlotta, en hún varð fyrir þeirri sorg, að annar ung inn dó um páskana og þá var bara annar eftir. En hún náði sér fljótt og var hin ánægð- asta með ungann sinn.------ kofanum Sumardagurinn fyrsti er hinn mesti gleðidagur barn- anna og allt var nú ’eins og áður gert til að gleðja okkur, frá morgni til kvölds. Við sofnuðum því þreyttir og ánægðir. En á meðan hafa vondar sálir brotið upp dúfna- heimilið og rænt Karlottu og tsara, sem var nýgiftur. Ung- inn litli, sem var stolt heim- ilisins var dáinn í morgun og hefur dáið af kulda, því hinar dúfurnar kunna ekki á það að passa fyrir aðra. ,Kæri Velvakandi! Við biðj- um þig að koma þessu áleiðis og vonum, að þessir drengir hafi ekki farið illa með Kar- lottu og Isarann, því okkur þykir svo vænt um þau. Með beztu kveðju, Hermann, Ingi og Gunni“. Þetta var sagan sú. í áttina til aukins frelsis Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp til laga um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála o. fl., sem felur í sér mjög aukið frelsi fyrir innflytjendur og raun ar útflytjendur líka. Er þar lagt til, að bæði innflutnings- og út- flutningsnefnd verði lagðar nið- ur og aðrar nefndir og mörg laga , ákvæði um ýmsar hömlur og í- hlutun ríkisvaldsins felldar úr gildi. Jafnframt er lagt til, að numdar verði úr gildi allar fjár- festingarhömlur. Þeir sem trúa, að sem víðtæk- ast frelsi í atvinnulífi og verzlun sé bezt til þess fallið að auka framfarir í landinu og bæta lífs- afkomu þjóðarinnar, fagna þess- um áfanga í þá átt að afnema öll höft af atvinnulífinu og verzlun- inni. Það er eitt sem víst er, að frelsið er bétur fallið til að ná þessum áfanga en ófrelsið, þótt svo virðist sem ýmsir trúi hinu gagnstæða. Ófrelsið getur að vísu verið misjafnlega mikið og hefur sjald an verið meira að því er inn- flutninginn snertir en á áratugn- um fyrir stríð, þegar höfðatölu- reglan var í gildi c»; skömmtunin í algleymingi á stríðifrunum. Af hverju vilja nú einstaka menn ríghalda í ófrelsið? Það er af því, að þeir m. a. vantreysta vöru- skiptalöndunum til að standast samkeppni. Nú er það ekki svo, að við- skiptin við vöruskiptalöndin séu ekki æskileg fyrir íslendinga. Það hefur lengst af verið þannig, að erfitt hefur reynzt að losna við útflutnmgsvörur þjóðarinn- ar margar hverjar, nema þegar stríð hefur verið. Að vísu er þetta misjafnt, eftir því um hvaða vörutegundir er að ræða. Einkum hefur frosni fiskurinn átt erfitt uppdráttar á heimsmark aðinum og síldin. Þessi viðskipti við vöruskiptalöndin hafa því ver ið hin mikilvægustu fyrir íslend. inga. Hitt er annað mál, að íslending ar þurfa að afla sér sem trygg- astra markaða sem víðast, en reynslan hefur kennt okkur, að öruggustu markaðirnir eru þar, sem byggt er á neytendaeftir- spurn eftir vörunni. Og æski- legast er þá, að varan sé seld undir sérstöku vörumerki eins og t. d. hraðfrysti fiskurinn, þannig að neytandinn þekki vöruna, sem hann er að kaupa. Þó á þetta ekki við með saltfiskinn og skreiðina, sem er ekki selt í neyt endaumbúðum, en þá sem ís- landsfiskur. Því er það, að á seinni árum hefur, að því er varðar frosna fisknin á hinum frjálsa markaði, verið lögð á- herzla á að byggja dreyfingar- og sölukerfi, sem hafa einkennzt af því að komast sem næst neyt- endunum, ekkert ósvipað og olíu félögin, þar sem frjáls sala er. Hefur þetta sölufyrirkomulag í för með sér, að Islendingar hafa ekki orðið háðir stórum sam steypum, sem seldu þá vöruna undir eigin vörumerki og gætu skipt um þann, sem pakkaði fyr- ir þá, eftir geðþótta, auk þess sem vænta má með þessu fyrir- komulagi betra verðs. Það getur aldrei verið álitamál hjá borgaralega hugsandi manni, að hann vilji að öðru jöfnu hafa viðskipti við þser þjóðir, sem búa við svipað þjóðskipulag og hann aðhyllist. Það er líka svo, að hinar vestrænu þjóðir búa yfir- leitt við betri lífsafkomu, og meiri kaupmátt. En þjóðskipu- lagið ræður ekki úrslitum um viðskiptin eins og áður segir, held ur þörfin fyrir þau. Það kann að vera, að hið aukna frelsi hafi ýmis áhrif á utanríkis- viðskipti fslendinga. Eimkum munu þau birtast í aukinni sam- keppni. Mun það veita almenn- ingi meira og betra vöruval og ódýrari vörur. En það kann að koma illa vjð útflytjendur, a. m. k. á meðan slíkt væri að ganga yfir. Það fer ekki hjá því, að jafn- víðtækar breytingar og nú eru á döfinni á efnahagskerfi þjóð- arinnar hljóta að gera vart við sig á ýmsum sviðum, en það er trú og von þeirra, er að þeim standa, að þær verði þjóðinni til blessunar, er fram líða stundir. SKÓ- og GÚMMÍVINNUSTOFA Hallgríms Péturssonar Selvogsgrunni 26. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. I. O. G. Tr Víkingur Fundur annað kvöld, mánudag, í G.T.-húsinu. Félagsmál. Frá- sagnarþáttur: Guðni Eyjólfsson. — Æ.t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.