Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 24. apríl 1960 Þegar hann kom inn í kastala- garðinn, mætti hann garðyrkju- manninum og kallaði til hans. — Maðurinn þorði varla að svara honum. Þá oskraði de Fourville greifi: „Er hún dáin?“ og þjónn- inn stamaði. „Já, herra greifi". Það var sem þungu fargi væri af honum létt. Ólguna í blóði hans lægði lítið eitt og honum var rórra innanbrjósts. — Hann gekk föstum skrefum upp þrep- in í forsalnum. Hinn vagninn var kominn heim að Espilundi. Jeanne hafði séð hann í nokkurri fjarlægð. — Hún hafði séð börurnar, og hún gat sér þess til, að maður lægi á þeim. Henni varð allt í einu Ijóst, hvað komið hefði fyrir, og geðshræring hennar var slík, að hún féll í ómegin. Þegar hún komst til meðvit- undar aftur, hélt faðir hennar báðum höndum um höfuð hennar og vætti gagnaugu hennar með ediki. Hann sagði hikandi:. „Veiztu það?“ Hún hvíslaði: „Já, pabbi“. Hún reyndi að rísa Markús, hvar í veröldinni hef- ur þú verið, slæpinginn þinn? Év skrapp eftir segulbandsspól- á fætur, en gat það ekki fyrir kvölum. Þessa sömu nótt fæddi hún and vana meybarn. Jeanne vissi ekki af sér fyrr en eftir jarðarför Juliens. Hún tók þá fljótlega eftir því, að Li- son frænka var komin aftur, en var svo ringluð, að hún gat hvorki munað hvenær gamla konan hafði síðast verið á Espi- lundi, né hvenær hún fór það- an. Þungir draumar ásóttu hana, og hún vissi hvorki í þennan heim né annan tímum saman. Einhvern tímann, þegar af henni bráði, rámaði hana í að hafa séð Lison frænku um það leyti sem móðir hennar dó. 11. kafli. Uppvöxtur Pauls. Jeanne vék ekki út úr herbergi sínu í þrjá mánuði, og hún var orðin svo náföl og veikluleg, að margir héldu, að hún myndi aldrei ná sér. En henni skánaði smám saman. Faðir hennar og Lison frænka véku ekki frá henni, þau höfðu bæði setzt að á Austurstræti 14 sími 11687 unum með elgdýraöskrunum, frú Blitz. Meðal annarra orða, ég fann í Espilimdi. Áfallið, sem hún hafði orðið fyrir við fráfall Juliens, hafði haft skaðvænleg áhrif á heilsu hennar. Henni var gjarnt að fá svima og yfirlið, hvað lít- ið sem út af brá. Hún spurði aldrei um, á hvern hátt dauða Juliens hafði borið að höndum.. Hvaða máli skipti það? Hún vissi þegar nógu mik ið? Allir héldu, að um slys hefði verið að ræða, en hún vissi bet- ur. Hún geymdi leyndarmál sitt vandlega: vitneskjuna um ótrún að manns síns og hina hræði'lega heimsókn greifans, daginn sem slysið vildi til. Hún minntist nú með angur- blíðu og trega þeirra fáu ástar- votta, sem maður hennar hafði sýnt henni, og hamingjustund- anna, sem þau höfðu átt saman í tilhugalífinu og á brúðkaupsferð inni undir heitri sól Korsíku. — Gallar hans hurfu í skuggann, ruddaskapur hans gleymdist, og hún sá meira að segja ótrúnað hans í mildara ljósi, er gröf og dauði höfðu skilið þau að. Hún fyrirgaf honum smám saman alla þá þjáningu, sem hann hafði bakað henni, og minntist aðeins hinna fáu ánægjustunda, sem þau höfðu átt saman. Eftir því sem tíminn leið, og það dró úr sárustu sorginni og fyrntist yfir endurminningarnar, helgaði Je- anne sig eingöngu syni sínum. Hann var yndi og eftirlætisgoð þeirra allra þriggja, og drottn- aði yfir þeim. Það lá jafnvel við, að þau væru afbrýðissöm hvert í annars garð. Jeanne horfði áhyggjufull á það, hve innilega hann kyssti afa sinn, er hann hampaði honum á hné sér, og Lison frænka táraðist oft í ein- rúmi, er hún bar þann vott blíðu, sem hún varð aðnjótandi af hans hálfu, saman við kossana, sem hann gaf móður sinni og barón- inum. Þótt drengurinn væri ekki hár í loftinu og tæpast talandi, sýndi hann henni oft sömu fyr- irlitningu og dðrir og kom fram við hana á sama hátt og þjón- ustufólkið. Tvö ár liðu, án þess að nokk- uð bæri til tíðinda, en fyrri hluta þriðja vetrarins ákváðu þau að fara til Rouen og búa þar til vors. Fljótlega eftir komu þeirra til hins saggafulla gamla húss, sem hafði staðið ónotað um nokk urt skeið, fékk Paul slæmt lungnakvef, og þau sáu sér þann kost vænstan að flytja aftur að Espilundi, þar sem þau töldu lofts lagið þar heppilegra fyrir dreng- inn. Honum batnaði brátt eftir heimkomuna. Enn liðu nokkur róleg, tilbreyt ingarlaus ár. Þau voru alltaf öll þrjú á þönum kringum drenginn og dáðust að öllu, sem hann sagði og gerði. Móðir hans kallaði hann Poulet, en þar sem hann gat ekki sagt það, kallaði hann sig „Pol“. Þau höfðu mjög gaman af því, og gælunafnið „Poulet" festist við hann. Ein eftirlætisiðja „mæðranna þriggja", eins og baróninn kall- morgun bréf í aminum frá Brod- kin til þingmannsins! Brodkin veit eitthvað um hann frú Blitz. aði þau, var að fylgjast með því, hvort hann stækkaði. í því skyni ristu þau skorur í dyrakarm setu stofunnar, sem sýndu hæðarmun inn frá mánuði til mánuðar. — Merkjaröðina kölluðu þau síðan „stigann hans Poulet", og fyrir þeim var þetta mikilvægur við- burður í hvert skipti. Nýr einstaklingur kom nú til skjalanna — hundurinn „Mass- acre“, sem varð smám saman óað skiljanlegur félagi Pouls litla. Stöku sinnum skiptust þau á heimsóknum við Briseville-hjón- in og Couteliers-hjónin. Borgar- stjórinn og læknirinn komu einn ig í heimsókn með reglulegu milli bili. Þar sem Jeanne hafði óljós- an grun um, að presturinn hefði eitthvað verið riðinn við hinn vofeiflega dauða greifynjunnar og Juliens, hafði hún ekki kom- ið inn fyrir dyr kirkjunnar síðan. Flestir aðrir höfðu einnig snú- ið baki við kirkjunni, en nokkurt orð lék á því að presturinn væri göldróttur og hefði rekið út illan anda úr konu nokkurri. Sveita- fólkið leit að öðrum þræði upp til hans vegna þessarar dular- gáfu, sem það taldi hann gædd- an, en jafnframt voru allir hræddir við hann. Þegar hann mætti Jeanne, yrti hann aldrei á hana. Ástand þetta var Lison frænku hið mesta áhyggjuefni, og þegar hún var ein með Poul og örugg um, að enginn heyrði til þeirra, talaði hún um guð við hann og sagði honum sögur frá upphafi jarð- lífsins. Þegar hún sagði honum, að hann yrði að elska guð af öllu hjarta, spurði barnið oft. „Hvar er hann, frænka?“ „Þarna uppi“, svaraði hún venjulega og benti upp í himininn, „en segðu eng- um frá því Poulet“, bætti hún við, þar sem hún var hrædd við baróninn. Dag nokkurn sagði Poulet við hana: „Guð er alls staðar, en hann er ekki í kirkjunni". Hann hafði skýrt afa sínum frá hinni dásamlegu opinberun frænku sinnar. Þegar Poul var tólí ára, skap- aðizt nýtt vandamál, vegna ferm ingar hans. Lison frænka kom eitt sinn að máli við Jeanne og sagði henni, að það mætti ekki dragast leng- ur, að drengurinn fengi fræðslu í trúarlegum efnum og tækist á hendur þær skyldur, sem trúin legði honum á herðar. Móðir hans var í senn kvíðin og óákveð in og sagði hikandi, að það væri nógur tími til að taka ákvörðun um það. En mánuði síðar, er hún var að endurgjalda heimsókn Briseville-hjónanna, spurði greifafrúin hana upp úr þurru, eins og af tilviljun, hvort Poul færi til altaris í fyrsta skipti á þessu ári. Jeanne, sem var ekki við spurningunni búin, svaraði ósjálfrátt játandi, og þetta eina orð réði úrslitum. Nokkru síðar bað hún Lison frænku, án þess að ráðgast um það við föður sinn, að fylgja drengnum til spurninga. Ekkert bar til tíðinda fyrsta mánuðinn, en svo var það dag tinn, að Paul var dálítið hás, er hann kom heim, og daginn eftir var hann farinn að hósta. Við nón ari eftirgrennslan komst móðir hans að því, að presturinn hafði látið hann standa í dragsúgi út við dyrnar til loka kennslustund- arinnar, vegna þess að hann hafði hegðað sér illa. Hún hélt honum því heima og kenndi hon- um sjálf. En Tobiac ábóti þver- Þess vegna fer þingmaðurinn eft ir því sem hann segir! aHtltvarpiö Sunnudagur 24. apríl 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikár: — (10.00 Veð- urfregnir. a) Magnificat eftir Victoria (Aka demíukórinn í Lecco syngur; Guido Camillucci stjórnar). b) Sálmalag í a-moll eftir César Franck (Jeanne Demessieux leikur á orgel Victoria-hallar- innar í Genf.) c) Fiðlukonsert í a-moll eftir • Glazounov (Michael Rabin og hljómsveitin Fílharmonía í Lundúnum leika; Lovro von Matacic stjórnar.) d) Sinfónía nr. 1 í e-moll op. 39 eftir Sibelius (Konunglega fílharmoníuhljómsveitin 1 Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar.) 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Sr. Sigurjón Þ. Arnason. Org anleikari: Páll Halldórsson.) 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Erindi: Geimflug til tunglsins (Oskar B. Bjarnason efnafræð- ingur). 14.00 Miðdegistónleikar: Operan „Evg enij Onégin“ eftir Tjaikovskij (Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit þjóðaróperunnar í Belgrað flytja; Oscar Danon stj. — Þor- steinn Hannesson óperusöngvari flytur skýringar). 15.30 Kaffitíminn: a) Paraguayos kvartettinn leikur og syngur. b) Marian McPartland og hljóm sveit hennar leikur. 16.00 Veðurfregnir. Endurtekið efni: „Spurt og spjall að‘‘ um 210. grein hegningarlag- anna — Sigurður Magnússon ræð ir við Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Björn Franzson, Jóhannes úr Kötlum og Kristmann Guðmunds son (Aður útv. 29. f.m.) 17.30 Þetta vil ég heyra (Guðmundur Matthíasson stjórnar þættinum). 18.30 Barnatími: Skátar skemmta und ir stjórn Hrefnu Tynes kven- skátaforingja. 19.25 Veðuríregnir. 19.30 Tónleikar: José Iturbi leikur á píanó. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Ur verkum I>ór- leifs Bjarndsonar. Flytjendur: Helgi Skúlason og Steindór Hjör leifsson, svo og höfundurinn sjálfur. 21.10 Frá kabarettskemmtun Fóst- bræðra 1 . Austurbæjarbíó á út- mánuðum. Flytjendur: Þuríður Pálsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Kristinn HaHsson, Karlakórinn Fóstbræður o. fl. Stjórnendur: Ragnar Björnsson og Carl Billich. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 25. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns- son ritstjóri heimsækir Þrándar- holt og skýrir frá nýja mjalta- kerfinu þar. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Antolitsch. a) Þrjú verk eftir Johann Strauss Forleikur að „Leðurblökunni" valsinn „Vínarblóð'* og polkl. b) „Riddaraliðið", forleikur eftir Franz von Suppé. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Frá tilraunastöð háskólans í meina- fræði að Keldum; — síðari hlutl (Halldór Þormar magister). 21.25 Kórsöngur: Karlakórinn Finland- ia syngur. 21.40 Um daginn og veginn (Einar Magnússon yfirkennari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.) 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvintett I C-dúr op. 163 eftir Schubert (Horace Britt selló leikari og strengjakvartett Lund- úna leika.) 23.20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 19.25 Veðurfregnir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas'* eftir Nikos Kazantzakis; XI. (Er- lingur Gíslason leikari). 21.00 Kóratriði úr ítölskum óperum (Kór og hljómsveit San Carlo ó- perunnar í Napólí flytja.) 21.20 Erindi: Björnstjerne Björnson og Islendingar (Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri.) 21.45 Tónleikar: Lýrísk svíta op. 54 eft- ir Grieg (Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg leikur; Edouard van Remoortel stjórnar.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Siguröur Sigurðsson.) 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir.) 23.20 Dagskrárlok. hrærivélin A V\' ER ALX/T ANNAÐ OG MIKLU MEIRA k EN VENJULEG 'J HRÆRIVÉL Aíhef Nýjar uppskriftir, áður ill- framkvæmanlegar, sér KENWOOD CHEF um á stuttum tíma. Með KENWOOD verður matreiðslan leikur einn KENWOOI) CHEF er traustbyggð, einföld í notkun og umfram allt: afkastamikil og fjölhæf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.