Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. apríl 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 ÍTr Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn bezta drengjakór Evrópu „Köbenhavns drengekor“, stjórnaði kórnum og lék á orgelið á víxl. Sálmarnir voru sungnir einraddaðir með blást urhljóðfærum og orgeli.Lítur- gían er falleg hér og mjög frábrugðin okkar lítúrgíu, enda þyrfti hún ræki- legrar endurskoðunar við. Þar með er þó ekki sagt, að endi- lega þurfi að sækja allt aftur í tímann, en hliðsjón þarf að hafa á því „gamla, góða“. En um það meira síðar. Kirkjan var þéttskipuð svo að margir uðu frá að hverfa. En nú er hætt að messa í Danmörku kl. 8 á páskadag. Sá siður var lagður niður, því miður, sagði Wöldike við mig í dag. En í Svíþjóð mun sá siður vera enn við líði. Mér finnst æv- inlega messan kl. 8 á páska- dag hátíðlegasta messa árs- ins. Og ég saknaði þess mjög í morgun að vera ekki heima. Mér er sagt, að kirkjusókn fari mj.ög vaxandi hér nú upp á síðkastið . Og messuföll fyrir finnast engin! Þar munum við íslendingar vera æði framar- lega, svo að ekki þarf einu sinni að minnast á samanburð við fólksfjölda! Þessi messa var hin áhrifamesta í alla staði. Ræða prestsins sköru- leg og skýr og flutt af eld- móði, söngur og organleikur BLÖÐIN hér skýrðu frá því um bænadagana að blóðbönk- unum hefði áskotnast mikið blóð, er notað yrði í sambandi við páskaslysin í Danmörku. Allir, sem vettlingi geta vald- ið fara í „páskafrí", segja menn hér. En svo koma líka fjölda margir í páskafrí til Hafnar og fylla öll hótel.Um- ferðarslysin hér eru nóg og dauðsföllin nokkur og er reynt að fyrirbyggja slysin á allan mögulegan hátt, en tekst ekki betur en þetta. Mér hefir ekki tekist enn (á 1. páska- dag) að hitta nema einn af mínum mörgu dönsku vinum. Þeir eru allir út um hvippinn og hvappinn. En þó eru allar götur fullar af fólki og allar kirkjur kváðu vera fullar. Við fórum í Frúarkirkju í dag. Þetta mikla Tempel hefur allt af haft mikil áhrif á mig og munu postulamyndirnar og Kristmyndin sem Thorvald- sen skóp, hafa valdið mestu hér um. Það er þægileg til- finngin að vitá að hér var íslendingur að verki, því án efa hafa gáfurnar komið að erfðum frá föðurnum, og mun enginn Dani draga það í efa. Hitt er svo annað mál, að heima á Frón> hefði þeosi Dr. Páll ísólfsson: II. grein. Á Hafnarslóö mikli meistan aldrei orðið neitt í líkingu við það, sem hann varð hér. — Mogens Wöldike er nýorðinn organ- leikari við Frúarkirkjuna. Hann situr nú orgelbekk Hart. manns gamla. Sá bekkur var sérstaklega smíðaður fyrir hann gamlan. Hann varð 95 ára, (f. 1805 og d. 1900) og lék á orgelið fram á síðustu stund og var þá studdur upp að orgelinu. Mér hefur nokkrum sinnum hlotnast sá heiður að mega sitja á þessum einstæða orgelstól, og það greip mig ævinlega lík tilfinning og þá er ég eitt sinn mátti leika á hið mikla orgel Westminster- Abbey við gröf Hándels. (En þetta mun nú vera karla- grobb). Músíkin var dásamleg í dag. Wöldike, sem stjórnar einum eins og bezt verður á kosið — og svo Thorvaldsen! svo að mér fannst nálægð íslands og Danmerkur vera meiri nú ert áður. Listin er bezti miðill- inn, hverrar tegundar, sem hún er. — — Af íslenzkum lista- mönnum hef ég aðeins hitt Stefán íslandi og Harald og Dóru Sigurðsson - Stefán söng hér í útvarp frá Flensborg fyrir nokkrum kvöldum mjög glæsilega. Gallim. er, að danska óperan er of sjaldan í gangi. Mér virðist hún alger- lega vanrækt. Söngvararnir fá of fá tækifæri til að koma fram. Þannig er það með okk- ar ágætu söngvara hér, Stefán, Einar Kristjánsson og Magnús Jónsson, sem allir njóta hins mesta álits hér. Haraldur og Dóra Sigurðsson eru bæði prófessorar við Tónlistarskól- ann, og stendur Haraldur fyrir píanódeildinni, en frá Dóra fyrir söngdeildinni.Af því má marka að mikið orð fer af þeim sem afburðakennurum. — Það var eitt sinn í alvöru talað um að flytja alla íslend- inga suður á józku heiðarnar í Danmörku. Þá hefði margt orðið öðru vísi en nú er. Eg þori varla að segja það, sem' mér dettur í dug. En ef dæma má nokkuð af áhrifunum sem íslendingar óneitanlega hafa haft á gang mála í Kanada, mætti ætla að Danir (þ. e. ís- lendingar þá) væru fyrir löngu búnir að leggja ísland undir sig aftur og stjórnuðu því sunnan frá, því auðvitað væru þeir fyrir löngu orðnir alls ráðandi þar. — Danir eru góðir húmor- istar. Nú er meistari Storm- Petersen horfinn af sviðinu. Hann var mikill heimspeking- ur: „Ef maður hefur það svo gott, að maður getur ekki haft það betra, þá hefur maður það heldur ekki svo gott“. Blöðin eru fyrirferðarmikil í dag, og alltaf má finna eitt- hvað ætilegt í þeim. T. d. í dag um Björnstjerne Björnson í sambandi við 50. ártíð hans. Frederik Hegel lýsir honum sem hinum fíngerða elskulega manni, sem var oft í mótsetn- ingu við hið stórbrotna ytra útlit og framkomu í ræðustól. Genialitet Björnsons kemur bezt fram í einu litlu tveggja stafa orði: „Ja, ja, vi elsker dette landet —“. Þá má lesa langt mál í Berlingske Tid. um Theresu Neumann frá Konn- ersreuth, sem nú er orðin svo veik, að hún getur ekki leng- ur tekið á móti þúsundunum, sem vilja heimsækja hana á föstudaginn langa. Hitler ótt- aðist hana á velmektardögum sínum og skipaði lýð sínum að láta hana í friði. Engum er alls varnað. En svo rak ég upp ofsa hlátur þegar ég las um Francoise Sagan í Politiken. Hún birtir þar æviminningar, aðeins 24 ára gömul. Hún er að lýsa spítalavist sinni eftir bílsysið mikla, sem nær kost- aði hana lífið. Að lokum lenti hún á taugaklínik og var þar með allskonar lýð. Hún minnt ist á konu sem ekki hugsaði og talaði um annað en hund- inn sinn. Það var imyndaður hundur; hún átti engan. „Þetta fékk mig til að hugsa um þá, sem gaspra mest um „talent“ sitt, en hafa þó ekkert". Guðdómlegt! P. í. Eldflauga- Tillaga um tónlistar- frœðslu rœdd á Alþingi — Ur ræðu Magnúsar Jónssortar Á dagskrá Alþingis nýlega var tillaga Magnúsar Jónssonar o. fl. um að Alþingi skori á rikísstjórn ina að láta undirbúa löggjöf um tónlistarfræðslu, þar sem m. a. séu sett skýr ákvæði um aðild ríkisins að þessari fræðslu, hlut- deild ríkissjóðs í greiðslu kostn- aðar við tónlistarskóla og hvaða skilyrði skólar þessir þurfi að uppfylla til að njóta ríkisstyrks. 13 skólar styrktir. f framsöguræðu sinni gat Magnús Jónsson þess m. a., að tónlistarfræðsla færi mjög vax- andi, góðu heilli, og hefðu verið stofnaðir víða um land tónlist- arskólar, til þess að hafa þessa fræðslu með höndum. Þessir skólar störfuðu allir utan skólakerfisins og hefðu ekki aðra aðstoð frá rikisvaldinu en þá, sem fólgin væri í styrkveit- ingum til þeirra á fjárlögum hverju sinni. Styrkveitingar til þessara skóla væru mjög mis- jafnar. Nú nytu 13 skólar styrks á fjárlögum og á síðari árum hefði mjög verð sótt á um það, að fá þessa styrki hækkaða með hliðsjón af því aukna starfi, sem þessir skólar inntu af höndum. — Það liggur nokkurn veginn í augum uppi, sagði ræðumaður, að skólarnir eru allmismunandi, bæði að gæðum og einnig nem- endafjölda, og því eðlilegt, að þar sé nokkur mismunun á gerð, en til þess að auðið sé að finna undir slíku grundvöll, þá er ó- umflýjanlegt að setja um þetta atriði fastar reglur. Mikilvæg fræðsla. Þá gat ræðumaður þess, m. a., að það hefði mjög mikla þýðingu að áhugamannasamtök stæðu að þessum skólum og stjórni þeim og haldi þeim að verulegu leyti uppi, svo sem gert hefur verið til þessa. Hins vegar væri það jafnvíst, að ekki yrði auðið að reka skóla þessa án einhverrar aðstoðar frá ríkinu. Full ástæða væri til þess, að slíkri fræðslu væri af opin- berri háifu gaumur gefinn og að þvi stuðlað, svo sem fært þykir, að fræðsla þessi geti átt sér stað sem víðast í land- inu. Að ræðu Magnúsar Jónssonar lokinni var malinu vísað til nefndar. íyðir — Brezka dagblaðið London Evening Standard skýrir frá því að Bretar hafi nú í smíð- um radartæki sem geti sprengt vetnissprengjur á nefi eldflauga sem eru enn yfir því landi sem skaut þeim á loft. Birtist þessi frétt á forsíðu blaðsins, og segir þar að ríkis- stjórnin muni gera allt til að flýta smíðinni. — Þetta nýja tæki á að geta fundið eldflaug- arnar með því að senda radar- geisla eftir jarðarkúlunni, „langt inn í hjarta óvinveitts landsvæð- is.“ Segir fréttin að Bandaríkin hafi sýnt mikinn áhuga fyrir þessari stórmerku nýjung, og séu sérfræðingar þeirra þegar komnir til Bretlands til að kynna sér málið. Spænskur námsstyrkur SPÆNSK stjórnarvöld hafa boð- ið fram styrk handa íslenzkum stúdent eða kandídat til háskóla- náms á Spáni tímabilið 1. októ- ber 1960 til 30. júní 1961. Styrkurinn nemur 3.000 peset- um á mánuði framangreint tíma- bil, en auk þess fær styrkþegi greidda 1 500 peseta við komuna til Spánar. Innritunargjöld þarf hann ekki að greiða. Sé námið stundað í Madrid, mun styrkþega, ef hann æskir þess í tíma, útveg- uð vist á stúdentagarði gegn venjulegu gjaldi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins fyrir 15. maí n.k. Um- sókn beri með sér, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, og fylgi staðfest afrit af prófskír teinum, svo og meðmæli, ef til eru. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og hjá sendiráðum Islands erlendií Menntamálaráðuneytið Árshátíð Skógarskóla ARSHÁTlÐ Skógaskóla för fram þriðjudaginn 12. þ.m. og var að venju fjölsótt. Formaður skólafélagsins, Árni Einarsson, setti hátíðina. Þá söng skólakór- inn undir stjórn Þórðar Tómas- sonar. Skólastjóri, Jón R. Hjálm- arsson, flutti ræðu. Að því búnu fór fram fimleikasýning pilta og stúlkna undir stjórn íþróttakenn ara skólans, Snorra Jónssonar. Ennfremur ber að nefna kvartett söng pilta og sextett stúlkna, en sönglíf er mikið í skólanum. Að síðustu kom Fjallkonan fram með fánabera til beggja handa, og flutti ættjarðarljóð, og allir sungu þjóðsönginn. Eftir þetta fluttu gestir sig að hinni nýju sundlaug skólans, en þar fór fram sundkeppni, og að lokum var stig inn dans. Fulltrúar fyrsta árgangs, sem stunduðu nám í skólanum fyrir 10 árum, afhentu skólanum vand aðan ræðustól að gjöf. Hafði Ás- geir Árnason, skógfræðingur, orð fyrir þeim en skólastjóri þakkaði gjöfina. Um 400 manns sóttu hátiðina auk heimamanna. Byggmgarfélíig alþýðu 30 ára AÐALFUNDUR Byggingafélags alþýðu í Reykjavik var haldinn nýlega. Formaður félagsins Erlendur Vilhjálmsson gerði grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu starfs ári og las reikninga félagsins, en þeir eru endurskoðaðir af end- urskoðunarskrifstofu Björns Steffensen og af endurskoðend- um kjörnum af félaginu þeim Hannesi Stephensen og Hring Vigfússyni. A starfsárinu var m. a. lokið við að helluleggja gangstéttir við byggingar félagsins og mal- bika stiga á lóðum félagsins og tóku menningarsjóður félagsins og íbúðareigendur pátt í þeim kostnaði. Á starfsárinu seldi félagið 5 íbúðir. í félaginu eru 1. janúar 1960 240 menr, og af þeim hafa 172 fengið íbúðir og eru því nú í félaginu 68 menn er ekki hafa fengið ibúðir. Formaður átti að ganga úr stjórn samkv. samþykktum fé- lagsins, en var endurkosinn til næstu þriggja ára. Varafomað- ur Reynir Eyjólfsson. Endurskoð andi var endurkjörinn Hannes Stephensen og Bjarni Sæmunds I son til vara. * í maí næstkomandi verður fé- lagið 30 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.