Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. maí 1960 Hlutafélagsformið hef ur verið Aburðarverk- smiðjunni til góðs \ ÁLÞINGI á dögunum flutti Einar Olgeirsson eina af mái- ræpuræðum sínum. Tilefnið var Áburðarverksmiðjan hf. og mun Einar stundum hafa rætt um hana áður! Þjóðvilj- inn segir svo í gær: „Nýtt fjármálahneyksli: Áburðar- verksmiðjan hf. felur milljóna gróða í ólögiegum reikning- um“. Einar Olgeirsson hélt því fram, að stjórn Áburðarverk- smiðjunnar hefði afskrifað meira en hún hefði haft heim ild til. I lögunum um Áburð- ar verksmiðjuna eru ákvæðin um afskriftir ekki nægjanlega skýr. Stjórn verksmiðjunnar sneri því sér til lagaprófessors og fleiri þekktra lögfræðinga og leitaði álits þeirra. Var af- skriftunum síðan hagað í sam ræmi við úrskurð þessara manna. Þar sem verið er að breyta fyrirkomulagi varðandi verzi un með tilbúinn áburð hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lög- um Áburðarverksmiðjunnar. Var þetta tækifæri þá notað til að lögleiða skýrari ákvæði um afskriftir verksmiðjunnar, og er það hin eðlilegasta máls meðferð. EÐLILEGAR AFSKRIFTIR Þeir, sem vilja koma í veg fyrir, að fyrirtæki eins og Aburðarverksmiðjan hf. fái að afskrifa eðlilega, eru vitandi eða óafvitandi að stuðla að því að siíkt fyrirtæki verði fyrr eða síðar eignalaust. Eðlilegar fyrningaafskriftir eru þær afskriftir, sem gera fyrirtækjunum kleift að kaupa ný tæki og byggja ný hús jafnóðum og hið eldra gengur úr sér. Sé þessa ekki gætt, er smám saman verið að éta upp höfuðstólinn. Svo þegar endumýjun verður ekki dregin lengur, þá þarf að taka lán.og þá yfirleitt erlent lán, og byrja að nýju. GREIÐI RAFORKUNA HÆRRA VERÐI Áburðarverksmiðjan hefur miklu hlutverki að gegra í framtíðinni og hún þarf því mikið fé, bæði til endumýjun- ar og stækkunar. Eðlilegar fyrningarafskriftir eru fyrir- tækinu því lífsnauðsynlegar. Hið sama má segja um t. d. raforkuverin í landinu. Verð á rafmagni þarf að miðast við fyrningarafskriftir nægi til endurnýjunar. Stöðugt þarf að mynda sjóði til að standa undir nýjum raforkufram- kvæmdum, því að þær eiga vissulega ekki alltaf fyrst og fremst að vera háðar velvilja erlendra lánastofnana. Mikil- vægt atriði tii myndunar svo nauðsynlegra sjóða er það, að Áburðarverksmiðjan verði Iát in greiða eitthvað hærra verð fyrir rafmagnið, sem hún not- ar.Þetta er réttlætiskrafa, seirt fyrirtækið ætti að vera ve fært um að uppfylla. HLUTAFÉLAGSFORMIB Það hefur farið mjög í tau arnar á kommúnistum, a< Áburðarverksmiðjan skul vera hlutafélag, enda vilj þeir, að ríkið eigi alit, en ein- staklingarnir ekki neitt. Ríkit á nú 60% af hlutafé verksmðj unnar og hefur samkvæmt lög um leyfi til að fara með 60% atkvæða í félaginu. Þaf er því fullkomin fjarstæða þegar Einar Olgeirsson heidui því fram, að aðrir aðilar, sem eiga samtals 40% af hluta- fénu, en það eru nú m. a. S.I.S., geti ráðstafað því að vilja sinum. Það er meira að segja svo þrengt að þessum að ilum, að samkvæmt lögum Áburðarverksmiðjunnar má ekki greiða hærri árlegan arð en sem svarar 6% af nafn- verði hlutafjár. Og hingað tii hefur arður aðeins verið greiddur einu sinni. Það getur því tæpast kall- ast stórgróðavegur að eiga hlut í Áburðarverksmiðjunni. En þó að þannig sé búið að hluthöfum, vinna þeir fyrir- tækinu verulegt gagn. Vegna þeirra er það ekki undir beinni yfirstjórn hins opin- bera. Og á hluthafafundum hafa hluthafarnir tækifæri til að gera hvers konar athuga- semdir við reksturinn. Er ekki nokkur efi á, að þetta hefur átt sinn þátt í því, að rekst- urinn hefur verið hagkvæm- ur. ,Gullfoss' á 10 ára afmæli i dag ÞENNAN dag fyrir 10 árum fögnuðu þúsundir bæjarbúa flaggskipi flotans, Gullfossi, er hann kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur. Þann dag var hið fegursta veður, sólskin og skipið sigldi fánum skreytt inn á höfn- ina. Mun mörgum sá dagur enn minnisstæður. Þau 10 ár, sem Gullfoss hefur verið í siglingum, hefur hann, sem kunnugt er, aðailega haldið uppi ferðum til Kaupmannahafn ar um Leith. Mun láta nærri að skipið hafi farið 200 ferðir til Kaupmannahafnar, eða alls um 400 sinnum yfir hafið. Má gera ráð fyrir að tala þeirra, sem siglt hafa með skipinu sé 40—50 þús- und. Núverandi skipstjóri á Gull- fossi er Kristján Aðalsteinsson, en ennþá eru á skipinu nokkr- ir, sem verið hafa allan tímann og má þar til nefna Ásgeir Magn- ússon, 1. vélstjóra, Friðþjóf Jó- hannesson, loftskeytamann skips ins, Guðmund Þórðarson, bryta, Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ Alþingi í dag er sem hér segir: ....... Sameinað þing: Rannsokn kjorbrefs. Efri deild: 1. Tollvörugeymslur, frv. .— 2. umr. Ef leyft verður. — 2. Fisk- veiðasjóður Islands, frv. — 3. umr. — 3. Innflutnings- og gjaldeyrismál, frv. — Ein umr. Ef leyft verður. Neðri deild: 1. Bifreiðaskattur o. fl., frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). — 2. Aukaútsvör ríkisstofnana, frv. — Frh. S. umr. (Atkvgr.). — 3. Sala tveggja jarða í Austur-Húnavatnssýslu, frv. — Frh. ei-mar umr. (Atkvgr.). — 'I. Land nám, í-æktun og byggingar í sveitum, frv — Frh. 3. umr. (Atkvgr.). — 5. Alþjóðasiglingamálastofnun, frv. — 3. umr. — 6. Verzlunarbanki Isiands, frv. — 2. umr. Ef leyft verður. — 7. Toll- skrá. frv. — 1. umr. Ef dcildin leyfir. — 3. 01íuverr‘un -ÍVi, I-.J frv. — 1. UW'. v þernurnar Huldu Helgadóttur og Lilju Kolbeins og búrmanninn Þorkel Gunnarsson. Margir af áhöfninni hafa verið um árabil á Gullfossi. Gullfoss er á þessum afmælisdegi sínum í Reykjavík, en fer til Kaupmannahafnar á morgun, fullskipaður farþegum og mun hvert rúm í skipinu vera pantað í ferðum þess í sumar. Mildl atviima og afli góður RAUFARHÖFN 19. maí. — Sauð- burður er hafinn hér um slóðir og gengur prýðilega, eins og vænta mátti í svo góðri tíð. Hlýtt er í veðri og gróður langtum fyrr á ferð en venjulega. Allt er orðið grænt og verið að bera á tún. Mikið hefur verið hér um skipa ferðir, eitt Fellið m. a. komið með áburð. Mikil atvinna er hér á Raufarhöfn og afli góður þegar gefur á sjó. — Fréttaritari. Alþýðusambandíð efnir til ráðstefnu um kjaramál Stutt samtal við forseta A.S.f. MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands ákvað fyrir skömmu að boða til ráðstefnu um kjaramál verkalýðssamtakanna dagana 28. og 29. maí n. k. Ráðstefnu þessa munu eiga rétt á að sitja einn fulltrúi frá hverju félagi innan Alþýðusambandsins. En samtals eru nú félögin innan sambandsins um 160 að tölu. Varla er þó gert ráð fyrir að svo margir fulltrúar sitji ráðstefnuna. Senni- legt er að hana muni sækja um 100 fulltrúar. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið í gær hiá forseta Al- þýðusambandsins, Hannibal V aldimarssyni. Til að bera saman rað sín — Leggur Alþýðusambands- stjórnin einhverjar tillögur fyr- ir þennan fund, spurði blaðið for seta Alþýðusambandsins. — Ég geri ekki ráð fyrir því, að svo verði. Til þessa fundar er fyrst og fremst efnt til þess að tækifæri gefist til þess að bera saman ráð sín um viðhorfin í kaupgjalds- og dýrtíðarmálun- um. — Teljið þér líklegt að til verk falla eða til átaka kunni að draga á þessu vori eða sumri? — Um það get ég ekkert sagt. Það er á valdi hvers einstaks verkalýðsfélags að taka ákvarð- anir og afstöðu í þeim efnum. Vísar til 1. maí ræðu. — Munduð þér vera þess hvetj andi að nú verði lagi út í vérk- föll og baráttu fyrir hækkuðu kaupgjaldi? — Um það vil ég ekkert út- tala mig á þessu stigi málsins. Ég vísa um það til útvarpsræðu minnar 1. maí sl., sagði Hanni- bal Valdimarsson að lokum. (í þeirri ræðu sló hann úr og í sambandi við það, hvað gera skyldi). Svor við mótmæluin Noiegs OSLÓ, 19. maí. (Reuter) — Utan ríkisráðuneytið norska tilkynnti í dag, að Bandaríkjastjórn hefði lýst því yfir, að bandarískar njósnavélar muni framvegis alls ekki nota norska flugvelli. — Ungfrú Frances Willis afhenti í gær var stjórnar sinnar við mót- mælaorðsendingu Norðmanna á dögunum út af því, að U-2 njósnaflugvélinni, sem skotin var niður yfir Ráðstjórnarríkjunum 1. maí, var ætlað að lenda á Bodö-flugvellinum í Norður- Noregi. Svar Bandaríkjastjórnar hefur ekki verið birt, en „Morgenblad- et“ skýrir frá því í morgun, að í því sé gefin full vissa um það, að hætt verði við öll frekari njósnaflug af þessu tagi. — Þá segir blaðið, að tekið sé fram, að Norðmenn verði ekki á neinn hátt taldir samábyrgir í þessu i Z' NA /5 hnútor\ ¥ Snjókoma | / SV50hnútor\ 9 Úði \7 Skúrír K Þrumur W&Ú KuUasht Hitaski/ H Hast | UM HÁDEGI í gær var hæð yfir hafinu suðvestur af fs- landi og önnur yfir Norður- Grænlandi. Á milli hæðanna lágu hitaskil, sem hreyfðust lítið úr stað út af Vestfjörð- um, en við NA-ströndina þok- uðust þau suður á bóginn. — Ekki má því miklu muna að kólni í veðri. í gær virtist hæðin yfir Grænlandi fara vaxandi svo að búast má við að dragi til norðanáttar. Á Jan Mayen vár 3ja stiga frost á hádegi í gæt og 2ja stiga frost á Tobinhöfða. Ve9urhorfur kl. 22 í gærkvöldi / SV-land tii Breiðafjarðar og s SV-mið til Breiðafjarðarmiða; ) Vestan gola eða kaldi og víða \ skúrir í nótt, norðan goia og léttskýjað á morgun. Vestfirðir til Austfjarða og Vestfjarðamið til Austfjarðar- miða: Breytileg átt í nótt en S norðaustan kaldi á morgun, | rigning öðru hverju, kaldara, ^ sennilega slydduél víða annað S kvöld. i SA-land og SA-raið: Breyti- ) leg átt og skýjað í nptt, norð- ( an kaidi og létt skýjað síð- | degis á morgun. ; — Oliufélagið Framh af Dis. 1. skoðun um málið, fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Guðmundur Ingvi sagði, að hann hefði að undanförnu unnið af og til x máli þessu, en Gunn- ar Helgason hefði unnið í því eingöngu síðan í febrúar ásamt endurskoðandanum, sem er Ragnar Ólafsson. Flugherinn aðstoðar við rannsóknina Rannsóknardómarinn sagði ennfremur, að gera mætti ráð fyrir, að rannsókn málsins gæti lokið áður en langt um líður og yrði væntanlega ekki gefin út tilkynning um það fyrr. Hefði endurskoðun gengið mjög vel. Hann gat þess einnig, að rann- sóknardeild bandaríska flug- hersins hefði látið málið til sín taka og hefði samvinnan við þessa deild hersins verið mjög gagnleg. Hins vegar hefði ekki verið haft samband við alþjóðalög- regluna, Interpol, né önnur erlend yfirvöld. Eins og alkunnugt er, hefur áður verið greint frá stórfelld- um gjaldeyrissvikum, ólöglegum innflutningi og fleiri afbrotum stjórnenda Olíufélagsins h.f. Nú bætist enn við nýr þáttur, þar sem eru verðbréfaviðskiptin fyr- ir hið ólöglega fengna fé og innstæðurnar í Sviss. Er mál þetta þannig orðið með þvilíkum endemum, að við öllu virðist rpega búast af þessu fyr- irtæki SÍS o" Fvamsóknar- flokksins. fulgvélamáli og látin í Ijós sú von, að atburðurinn hafi ekki haft nein slæm áhrif á góða sam búð Bandaríkjanna og Noregs. Einnig er það harmað, að Norð- menn skuli hafa orðið fyrir ó- þægindum og érfiðleikum vegna þessa máls. 12 kindur brunnu Sl. laugardagsnótt brann fjárhús á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi og fórust 12 kinlur, sem bóndinn Jón Jóhannesson átti. Kviknað mun hafa út frá prímus, sem notaður var í húsinu kvöldið áður Um morguninn var húsið aJelda og kindumar dauðar. „Sendiboðiiin64 nýtt blað I GÆR hóf hé í bænutn göngu sína blaðið „Sendiboðinn". í haust blaðsins segir að Dulspeki- skólinn í Reykjavík gefi blaðið út. 1 ávarpsorðúm til lesenda eru undirrituð af ritstjóranum Sig fúsi Elíassyni. Blaðið er tileinkað: Tuttugu og fimm ára afmæli á braut hug- rænna vísinda“, — en yfir þvera forsíðu er slegið upp vígorði blaðs ins Takmakið er: Fullkominn dul spekiskóli í Reykjavík. í blaðinu er m.a. birt ávarp til Aliþingis frá ritstjóranum og því fylgir mynd af honum er hann gekk á fúnd forseta Sþ og afhenti „innspeki- lykil af lyklum leyndardóm- anna“eins og blaðið segir“. Það kemur ekki fram hve oft Sendiboðinn skuli koma út. Á Everest- tindi? KATMANDU, Nepal, 19. maí. (Reuter). — Óstað- festar fregnir herma, að leið angur Rússa og Kínverja, sem reynt hefir undanfarið að klífa Everest-tind, hæsta fjall jarðarinnar, hafi nú náð upp á tindinn. Gengu leiðangursmenn norðan á fjallið. Fyrr í dag hárust hingað fréttir um, að leiðangur nep alskra, brezkra og ind- verskra hermanna hefði sl. þriðjudag klifið þriðja hæsta f jall jarðarinnar, Ann apurna II í Himalaya.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.