Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 3

Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 3
Föstudagur 20. maí 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 3 ÞAÐ er ekki alltaf auðvelt að finna gott efni í blað, eins og oft má sjá á blöðunutn sjálf- um, en hvað um það, blöðin verða að koma út hvern dag með sinn skammt af góðu og slæmu efni, sem ekki verður afíur tekið. Höfnin hefur oft reynzt and lausum blaðamanni góð þrauta lending — hér er ekki átt við sjálfsmorð — þegar allt ann- að hefur brugðizt Þanníg var það í þetta sinn, þegar blaða-! maður Mbl. var á hnotskóg eftir þriðju síðu efni. Skip- in lágu bundin við hafnar- bakkana, Hekla, Herðubreið, togarar og mótorbátar, líf og starf en ekkert sérstakt nema sólin, sem er auðvitað sérstök fyrir alla. Þarna við Ægisgarðinn ligg- ur svo eitt af Moore Mack skip unum sem alltaf koma hingað öðru hverju með varning handa varnarliðinu. Stórvax- inn negri með hvíta húfu á höfði og jafn hvíta svuntu framan á sér stendur við borð stokkinn og horfir á hafnar- karlana skipa upp járni úr lestum skipsins. Hann hlýtur að vera kokkur — svona hreinn og hvítur, afsakið hvít- klæddur. Hvernig væri að tala einu sinni við negra? Það er aðall blaðamannsins að fram- kvæma það sem honum dettur í hug á stundinni — hvernig sem eftirleikurinn verður. En vill hann tala við blaðamann? ★ Hvers vegna viltu endileg^ tala við mig, segir negrinn, það eru margir aðrir menn á þessu skipi. Ég get ekki talað við alla á skipinu, segir blaða maðurinn og finnst mikið til rökvísi sinnar koma. En negr inn lætur ekki slá sig út af laginu. — Ég er að vinna, seg- ir hann, en ég skal vita hvort ég finn ekki eitthvað annað „fórnardýr". — Já, þakka þér fyrir, en þú verður að hafa það svart. — Hvers vegna? — Ég er orðinn leiður á hvítum í bili. Hefur þú aldrei talað við negra? — Nei. — Þú verð- ur hissa hvað þeir eru hvítir þegar þú talar við þá og hvað þú ert svartur sjálfur. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi blaðamaður rakst á heimspek- ing með svuntu — því konur Karl Westbrook og Jirumy Davenport Rætt við tvo negra verða ekki sakaðar um slíkt — og hann varð orðlaus. Kokk urinn beið heldur ekki eftir svari, en hvarf niður í skipið, léttstígur eins og balletdansari og húfan vaggaði á höfðinu. Já hafnarkarlarnir voru að skipa upp járni, og þarna gengur maður eftir bakkan- um með tvær fötur íullar af vatni og ekki dropi fer til spill is. — Hvað ætlar maðurinn að gera við þetta vatn, segir kokkurinn og stendur allt í einu við borðstokkinn aftur. — Hann ætlar sjálfsagt að þvo sér þangað til hann er orðinn eins hvítur og svuntan þín. — Þá má hann lengi þvo sér og óvíst að það verði nokkuð eftir af honum, þegar hann er búinn. — Náðirðu í einhvern? — Já, tvo, þeir eru að skipta um föt og ætla í land á eftir. Komdu niður á meðan. ★ Annar er kynblendingur, smávaxinn og grannur, hinn stór og þrekvaxinn með flest einkenni óblandaðra Ameríku negra. Báðir vinna í eldhús- inu. Kynblendingurinn hefur komið hingað þrisvar sinnum áður, en sá óblandaði aldrei fyrr. — Ég gekk í land áðan, segir hann, rétt til að þefa að staðnum, þetta er falleg og þrifaleg borg — og fólkið eins og allstaðar annars staðar. Einn lítill drengur sagði halló og ég sagði halló á móti, börn eru allsstaðar eins — í Súdan, Ameríku eða Islanlif — En þeir fullorðnu? — Já, fólk er í stórum drátt- um allsstaðar eins nema sið- venjur þess og fordómar, sem lúta uppeldi og gömlum hefð- um. Hver einstaklingur á sína drauma, sínar þrár og sín vandamál, sem virðast aldrei skilja við* manninn frá vöggu til grafar, þó hann sé ef til vill snauður af öllu öðru, en það má flokka öll þessi vanda mál niður og hver maður hlýt- ur að finna sín vandamál í einhverjum flokki, þannig ber allt að sama brunni — maður- inn er allsstaðar sá sami, hvort sem hann er hvítur, rauður eða svartur. Eru allir negrar svona mikl ir heimspekingar? Kannski er það gamalt ófrelsi sem hefur blásið þess- um hugsunum í brjóst margra negra, ófrelsi sem stafaði af því að menn viðurkenndu ekki aðra menn sem menn. En það eru liðnir dagar og koma aldrei aftur — við skul- um heldur koma í land og skoða fleiri íslendinga. — Fyrst ætla ég að sýna honum myndir af fjölskyldu minni, segir kynblendingur- inn. — Þetta er konan mín, þetta er barnið mitt, þetta er móðir mín, hún á heima í Kali forníu — og þetta er konan sem ég ætla að kvænan næst. Hún er norsk. Ég vil ekki kvænast ameriskri stúlku aft- ur. Það er gott að vera í Ame- ríku, allar hugsanlegar skemmtanir sem peningar geta veitt — og sumir þéna vel, kennski of vel, þú getur veitt konunni þinni nvað sem er, en þú getur aldrei verið óhultur um hana, ekki einu sinni fyrir vinum þínum. Ég held að evrópskar stúlkur séu trygglyndari — kannski vegna þess að freistingarnar eru minni. — Hvernig lízt þér á þær íslenzku? — Þær eru allar eins — kannski eru líka allar konur eins. — Nema sú norska? — Já, nema sú norska. Ann- ars hef ég ekki fengið tæki- færi til að kynnast íslenzkum stúlkum náið, þær virðast vera hræddar við Ameríkana, ég held það sé ykkur karlmönn- unum að kenna. Ég hef aftur á móti kynnst íslenzkum karl- mönnum, einum sér, en það er eins og þeir breytist, þegar stúlkurnar eru nálægt, eins og þeir séu á verði og þær finna það. Þetta er víst allsstaðar eins, þar sem herstöðvar eru. — Hvernig er þetta í Ame- ríku í sambandi við litarhátt? — Þeir hvítu, segir sá óblandaði, eru sumir hræddir um konurnar sínar, en ef þá langar í svarta stúlku er ekkert til fyrirstöðu nema kannski stúlkan sjálf, við skiptum okkur ekki af því yfirleitt. Þetta er eðlilegt að minni hyggju, en á fyrir sér að breytast. Ég trúi því að ein hverntima í framtíðinni búi rvítir og svartir saman eins og ein fjölskylda, líka hér á Is- landi. Þá mun það ekki vekja meiri eftirtekt á Islandi, þó svartur maður sé á gangi, frek ar en þegar þú gengur eftir götunni í normal ástandi. Ég tók eftir því, þegar ég gekk í lapd í dag að margir horfðu forvitnislega á mig. — Eru negrar sjaldséðir hér? — Já, fólk er kannski svo- lítið forvitið? — Ég er líka forvitinn gagn vart því og vildi geta staðið hér lengur við og kynnst því betur, fólk á að kynnast og blanda geði saman, þá sér það að munurinn er enginn nema litarhátturinn og mismunandi siðvenjur. — Það eina góða við stríðið var ef til vill það, segir kyn- blendingurinn, að þar fundu menn að þeir voru allir bræð- ur og urðu að standa saman, hvítir og svartir hlið við hlið. Þeir sem voru hinum meginn víglínunnar voru líka bræður, en við mundum ekki eftir því nema einstaka sinnum, þegar einhver var að deyja. — Hvernig er að vera á þessu skipi? — Við erum eins og ein fjölskylda, segir sá óblandaði, heimurinn gæti margt lært af þeirri fjölskyldu. — Nú skul- um við koma í land, svo ég geti sagt fjölskyldunni heima, að ég hafi komið hingað, börn- in mín spyrja mig alltaf spjör- unum úr, þegar ég kem heim — Kannski þau verði blaða i.e.s. STAKS1EINAR Póstferð á Vatnajöku! SérstÖk umslög gefin ut I FYRRA tók Jöklarannsóknarfé lag Islands upp það nýmæli að setja upp pósthús á Grímsfjalli, uppi á miðjum Vatnájökii. Fluttu mælingamenn þangað upp póst- inn og varð gífurleg aðsókn að því að fá bréf póststimpluð frá Grímsfjalli. Nú eru Vatnajökulumslög Jöklarannsóknarfélags Islands fyrir árið 1960 komin út. Helm- ingur upplagsins fimm þúsund umslög eins og í fyrra eru tölu- sett og hafa eigendur að um- slögum frá 1959 átt kost á að fá sömu númer aftur í ár. Það sem eftir er nú, er flestir hafa sótt sín númer, verður svo selt al- menningi næstu daga í verzlun- inni Ritföng á Laugaveg 12 og í Radíóbúðinni á Öðinsgötu 2 laugardaginn 21. maí frá 1—6 e. h. Einnig hafa verið gefin út ótölusett umslög, sem eru eins að útiliti, en helmingi ódýrari. Pósttferðin á Vatnajökul verður farin 4. júní, og þurfa því öll Vatnajökulsumslögin að vera fríj ■ ■ merkt og komin í póstkassann fyrir föstudaginn 3. júní og mun Pósthúsið í Reýkjavik strax í næstu viku hafa sérstakan póst- kassa fyrir Vatnajökulspóst. Póstmaður frá pósthúsinu í Reykjavík verður með í förinni og stimplar umslögin í skálan- um á Grímsfjalli við Grimsvötn. Undirbúningur að farþegaferð- um á Vatnajökul er nú í fullum gangi, en þó enn hægt að bæta í hópinn tveimur til þreinur rösk um fjallamönnum. Eldur I Al.b. Fylki I GÆRMORGUN laust fyrir kl. 9 var slökkviliðið kvatt á Ægis- garð, en þar var eldur . M.b. Fylki RE 171. Hafði kviknað í netageymslu út fná rafleiðslu. Skemmdirnar mun-’ ekk> hafa orðið miklar. Burt nú! Kommúnistar eru komnir af stað með nýtt nöldur út af varn- arliðinu og Atlantshafsbandalag- inu. Þessum tilburðum, sem vara venjulega nokkrar vikur, eru menn nú orðnir svo vanir, aff engum þykir tíðindum sæta. En í þetta sinn er vindhöggið einstak- lega aumlegt, því að upphlaupiff átti að tengja við fund æðstu manna stórveldanna. Sjálfur Krúsjeff brást svo hérlendum liðsmönnum sínum, þannig aff tíminn, sem valinn var til áróð- ursins, verður sérlega óheppileg- ur. En þegar kommúnistar hefja þessi upphlaup sín, rifjast upp fyrir mönnum, að afstaða þeirra til heimsmála hefur verið býsna kynleg á síðustu áratugum. Til gamans skal bent á nokkur eftir- minnilegustu sporðaköstin. Komi her 1939 Árið 1939 kröfðust kommún- istar þess, aff viff leituðum her- verndar Bandaríkjamanna. Þá sagði Einar Olgeirsson: „Viff eigum strax að leita trygg ingar Bandaríkjanna og annarra ríkja fyrir sjálfstæði voru og friðhelgi, svo að viff séum ekki einangraðir og varnarlausir". Fari her 1940 Eftir að Stalin og Hitler gerðu griðasamning sín á milli, snerust kommúnistar gegn brezka her- námsliffinu hér á landi. Og þá segir Þjóðviljinn: „Hvaða ástæða er til aff halda að sigur Vesturveldanna verffi nokkuð vitund betri en sigur Þjóðverja? .... “ Komi her 1941 Þegar Hitler hafoi svikið fé- laga Stalin og gert innrás í Ráff- stjórnarríkin, sneru íslenzku kommúnistarnir enn við blaðinu. Og þá segir í einu rita þei ra: „íslendingar. Gerið skyldu yðar í því stríði, sem nú er háð til aff ráffa niðurlögum fazismans. Eng- inn má liggja á liði sínu“. Fari her eða veri Eftir að viðsjár tóku að aukast milli kommúnistaríkjanna og vestrænu ríkjanna á árunumeftir styrjöldina, tóku kommúnistar upp stefnu hlutleysis og varnar- leysis íslands. Hafa þeir síðan af og til stokkið upp og heimtað aff við segffum okkur úr lögum viff vestrænar þjóðir. Þess á milli hefur svo baráttan „gegn her í landi‘“ legið niðri. Einkum var áhugaleysi þeirra fyrir brottför varnarliðsins áber- andi á vinstri stjórnartimunum, þegar kommúnistar tóku viff greiðslum fyrir herverndina frá Bandaríkjastjórn með glöðr hjarta. 2000 kílómetrar Um víða veröld velta menn þvT nú fyrir sér, hvernig á ofsa Krús jeffs og ráðamanna Ráðstjórnar- rikjanna standi. Naumast geta þeir hneyklast svo mjög yfir njósnafluginu sem slíku. En þaff er annað, sem þeir hafa orðiff sárreiðir og auðmjúkir yfir. Rússar hafa haldið því fram aff herstyrkur þeirra væri svo mik- ill, aff þeir gætu auðveldlega kom iff í veg fyrir aff árásarflugvélar kæmust inn yfir rússneskt land. Nú hefur hins vegar komið á daginn að njósnaflugvél Banda- rikjamanna var komin hvorki meira né minna en 2000 km inn i sjálft hjarta Rússlands. Hefur þótt miklu varða að dreifa at- hyglinni frá þessari staðreynd og ekki ólíklegt að hinar ofsafe.ignu árásir sér ole^fram 'tf bví sprotn- Í ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.