Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 6
6 ; MORCTJivnr 4ÐIÐ Fðstudagur 20. maí 1960 Eggjatekja góð á Breidafjarðareyjum Varptiminn fyrr en venjulega EGGJATEKJA var góð í Breíða- fjarðareyjum í ár. Hófst hún um 24. apríl og er nú lokið, enda eggin orðin unguð. Mun Varptím- inn vera um hálfum mánuði fyrr núna en venjulega, að því er blað ið hefur frétt frá Stykkishólmi. Eggjatekja er í flestum ef ekki ölkin'i eyjunum á Breiðafirði. Að- allega eru tekin svartbaksegg og öll eggin tekin úr þeim hreiðr- um, sem finnast. Er svartbakn- um engin miskunn sýnd og reynt að útrýma honum eftir föngum. Verður oft að fara dag eftir dag í hreiðrin, því svartbakurinn verp ir í marga daga. Svartbaksegg eru afbragðsmatur og seid til Reykjavíkur, þau sem ekki eru Reyna að klífa Everest-tind KATMANDU, Nepal, 1S. n»aí. (Reuter) — Leiðangur sovézkra og kínverskra fjallgöngumanna gerir nú tilraun til að klífa Ev- erest-tind í Himalaya — og ganga þeir á fjallið að norðan. Þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum hér í dag. — Hingað til hefur ekki tekizt að klífa tindinn norðan frá. Nýir skólar í Vest- urbænum FYRIR nokkru ræddi fræðsluráð Reykjavíkurbæjar á fundum sín- um um skólamál Vesturbæjar. Það var niðurstaða þessara um- ræðna, að ráðið hefur nú komið fram með nýjar tillögur í þessum málum. Það hafði 'verið ráðgert að byggja barnaskóla á svæði því er afmarkast af Holtsgötu, Brekku- stíg og Bræðraborgarstíg. Fræðsluráð leggur nú hins vegar til, að þangað verði fluttur leikvöllurinn sem nú er vestast við Hringbrautina, svonefndur Vesturvöllur. Á Vesturvelli verði aftur á móti reistur barnaskóii fyrir börn á aldrinum 10—12 ára, og tvo bekki á gagnfræðastiginu. Mundi þetta verða allstór skóli. Þá leggur fræðsluráðið til að Gamli-Stýrimannaskólinn við öldugötuna verði rifinn og þar byggður smábamaskóli, þ. e. a. s. fyrir börn á aldrinum 7—9 ára. Hafnargarðurinn í Húsavík lengdur HÚSAVÍK, 18. maí: — Hafnar- garðurinn í Húsavík verður lengdur í ár um 15 m. í síðustu viku var sökkt steinkeri framan við garðinn. Hafinn er undirbúningur að byggingu mjölgeymslu við síldar verksmiðju ríkisins og verður sú bygging sunnan við verksmiðju- húsið. — Fréttaritari. notuð á sjálfum heimilunum kringum Breiðafjörð. Frá öðrum fuglum er ekki rænt nema hluta af eggjunum í hreiðr unum. Villigæsaregg þykja t-d. herramannsmatur. Lundi hefur lítið sézt á seinni árum, en fyrir nokkrum árum var mikið af hon- um í eyjunum og hann veiddur óspart, enda þótti hann afbragðs matur og ódýr. Æðarvarpi hrakaði mjög um tíma vegna minksins, en herferð var farin gegn honum og hefur hún borið góðan árangur. Á mörg um eyjum hefur dúntekja vaxið aftur. Fer Höskuldsey í eyði? Eyjarnar á Breiðafirði fara nú í eyði hver af annarri. 1 ár verð- ur það líklega Elliðaey sem hverfur úr tölu byggðra eyja. I Elliðaey og Höskuldsey eru vitar og ágætar jarðir. í fyrra fór bóndinn úr Höskuldsey og er vit- ans gætt frá Stykkishólmi. Og nú í fardögum fer bónainn úr Elliðaey, Kjartan Eyþórsson, og Lundi var áður mikið í eyjumim, en hefur lítið sézt á seinni árum Sauðburðuriim gengur vel HÚSAVÍK, 18. maí: — Logn og blíða hefur verið hér allan þenn- an mánuð. Gróðri hefur fleygt fram, og eru tún farin að grænka mikið. Tré eru laufguð orðin og garðagróður þýtur upp. Ekki eru mörg ár síðan allt var hér á kafi i snjó á þessum tíma árs. Sauðburður er alls staðar byrj aður og sums staðar langt kom- inn. Hefur gengið vel hjá flest- um, enda mjög gott að eiga við sauðburð þegar svona viðrar. óvíst að nokkur komi í staðinn. Aðeins 7 eyjar munu nú vera byggðar á Breiðafirði, fyrir utan Flatey. Þær eru Öxney, Brokey, Rifgirðingar, Purkey, Svefneyjar, HvaUátur og Skál- eyjar. Þess má geta að er heimildar- maður blaðsins í Stykkishólmi kom þangað fyrir 18 árum, voru 17 eyjar aðrar byggðar. Þ. e. Akureyjar, Bíldsey, Elliðaey, Höskuldsey, Sellátur, Ölafsey, Gvendareyjar Efri-Langey, og Fremri Langey, Rúfeyjar, Rauðs- eyjar, Akureyjar á Gilsfirði, Bjarneyjar (3 býli), Sviðnur, Hergilsey, Hrappsey, Aisey og Arney. Léleg vertíð á enda SKAGASTRÖND, 9. maí. — Lé- án Þór og Aðalbjörg öfluðu um legri vetrarvertíð er nú að Ijúka hér. Allir bátar eru hættir veið- um nema einn, en afli er mjög tregur. Aflahæstu bátarnir, Stef- Gengið um æðarvarp í Ieitum Minkur drepur ær KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 18. maí: — Lítið hefur orðið vart við mink í sveitunum hér austan Eldhrauns, þó hafa menn vitað að hann er hér til, og nokkur dýr hafa verið unnin á Steins- mýri í Meðallandi. En nýlega minnti minkurinn allhastarlega á sig í svokölluðum Fitjum, sem er graslendi alllangt suð-austur af Landbroti. Hafa fundizt tvær ær bitnar á barkann, dauð, hin með litlu lífsmarki. — Báðar voru ærnar bornar og lömbin dauð. Hafa þær að öllum líkindum lagzt afvelta, er þær voru að bera og enga vörn get- að veitt gegn varginum, er hann hefur læst sig í ullina neðan á hálsinum. — Ærnar voru i eigu bænda í Þykkvabæ í Landbroti. —Fréttaritari. 370 tonn hvor af óslægðum fiski frá áramótum, Mb. Húni er nýkominn heim af vertíð frá Suðurlandi, en þangað fór hann í byrjun marz. Afli hans varð frá áramótum um 770 tonn, þar af fékk hann um 200 tonn hér heima, áður en hann fór suður. Af þessu sézt, að mismunurinn á afla þeirra báta, sem heima voru og þeim sem suður fór eru um 400 tonn. Húni og Aðalbjörg búast nú til síldveiða. Óvissa um hafnarframkvæmdir Allt er enn í óvissu um hafn- arframkvæmdir hér í sumar. For- maður hafnarnefndar, Ásmund- ur Magnússon og Þorfinnur onnur Bjarnason, oddviti eru staddir í Reykjavík til athugunar á útveg un fjár til þeirra framkvæmda, sem brýn nauðsyn er á að ljúka sem fyrst. Sauðburður hafinn Tíðarfar er hér ágætt og jörð þegar farin að grænka nokkuð. Sauðburður er hafinn hér, en um 2.500 fjár munu vera á fóðrum hjá þorpsbúum. — Þ. J. * Fiskur á óhreinum bryggjum Mikið er nú talað um hrein- Iæti og vöruvöndun í fiskverk un. Maður nokkur kom að máli við Velvakanda fyrir skömmu og benti á atriði í þessu máli, sem ekki virðist • gaumur gefinn sem skyldi. Tilefni athugasemda hans eru tvær myndir, sem birtust í Mbl., 30. apríl og 1. maí sL, en þær sýna báðar trillubáta að koma að með afla sinn. Á annarri myndinni sést hvar fiskurinn liggur við skipshlið á hallandi bryggj- unni. Upp á slíkar bryggjur flæðir sjórinn og á milli er fiskinum, stundum hausskorn- um og slægðum, fleygt þar á. Nú er bannað að þvo með sjó innan hafnargarða borð og annað, sem kemst í snertingu við fiskinn. Þykir slíkt hinn mesti sóðaskapur, þar sem sjórinn í höfnum er mengað- ur klóakafrennsli frá bátum og stundum húsum, og sjálf- sagt að banna það. En gegnir ekki sama máli, þegar fiski er hent á bryggjuna milli þess sem klóakmengaður sjórinn gengur upp á hana? • Enginn hreinsar Hin myndin sýnir einnig fiskhrúgu á bryggjunni við bátshlið. Sú hallar að vísu ekki út í sjó. En enginn hreins ar þessa bryggju, því enginn hefur það hlutverk á hendi. Þar safnast því óhreiníndi, sem matur á auðvitað ekki að komast í snertingu- við. Það er nú einhvern veginn þanníg, að fólk veitir ekki at- hygli því sem það hefur van- izt. Fiski hefur löngum verið hent upp á bryggjuna, og sjó- menn hugsa því ekki út í það að slíkt sé sóðaskapur. En um þetta þyrfti að setja reglur, ekki síður en að banna að þvo þilfarið og borðin upp úr sjó, sem tekinn er innan hafanar- garðs. ☆ FERDIIMAMD ☆ • Flugvélagnýr yfir sjúkrahúsum___________ Tvö bréf hefi ég fengið um flugvélagný yfir sjúkrahúsúm. íbúi í Suð-austurbænum veltir því fyrir sér hvort það sé í rauninni nauðsynlegt að litlu æfingarflugvélamar hringsóli öll kvöld yfir Land- spítalanum. íbúum nærliggj- andi hverfis þyki nógu slæmt að hafa þennan gný sífellt í eyrunum, eftir að þeir koma heim frá vinnu á kvöldin. En hversu miklu verra hlýtur það ekki að vera fyrir sjúklinga Landspítalans, sem þurfa að komast í svefn tímanlega. Hitt bréfið er frá manni ut- an af landi, sem undanfarið hefur tíðum komið í sjúkra- heimsókn í Landakotsspítal- ann. Tvo daga í röð, meðan hann sat þar, flugu flugvélar svo lágt yfir að hávaðinn í sjúkrastofunni var líkastur þrumum. Og einn daginn kveðst hann hafa séð flugvél fljúga hring eftir hring yfir bænum og yfir Landakotsspít- ala í hverri ferð. Furðar hánn sig á þessu. Það er nú svo, að flugvöllur inn var ekki, af ástæðum sem öllum eru kunnar, staðsettur með tilliti til sj úkrahúsanna í bænum, og aðflug að flug- brautum er úr ákveðnum átt- um. Ekki er mér kunnugt um hvernig brautirnar liggja við sjúkrahúsunum. En að sjálf- sögðu verður að taka tillit til sjúklinga þar eftir því sem hægt er. Æfingarflug yfir sjúkrahús- unum tímunum saman nær auðvitað ekki nokkurri átt, jafnvel þó ekki verði komist hjá nauðsynlegu flugi til vallarins eða frá honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.