Morgunblaðið - 20.05.1960, Síða 10
10
M OJt C rw n r j m fí
Föstudagur 20. maí 1960
Erlendir
burðir
Bandóður einræðisherra
UM síðastliðin jól kom út í Eng-
landi bók með endurminningum
brezka embættismannsins Sir
Ivone Kirkpatrick. Hann hafði
margt upplifað í áratuga þjón-
ustu brezka utanríkisráðuneytis-
ins. Af allri frásögn hans vöktu
þó vafalaust mesta athygli end-
urminningar frá viðræðum og
samningum Nevilles Chamber-
lains, forsætisráðherra Breta,
við Hitler út af deilunni um
Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu.
1 allri frásögn Kirkpatricks af
þeim atburðum skín það í gegn,
að mjög alvarleg staðreynd var
að renna upp fyrir Chamberlain
og fulltrúum Vesturveldanna —
að maðurinr. sem þeir urðu að
semja við, var ekki heill á geðs-
munum. í stuttu máli, þeir sann-
færðust um það, að Adolf Hitler,
maðurinn, sem réð örlögum
heimsins og framtið mannkyns-
ins, var bandóður.
Kirkpatrick lýsir því m. a.
hvernig Hitler æsti sig upp hvað
eftir annað og stappaði jafnvel
í gólfið. Einu sinni grenjaði
hann yfir fundarsalinn til hinna
brezku sendimanna: „Ég skal
mola Tékka mélinu smærra".
Síðustu stundunum fyrir und-
irritun Múnchen-sáttmálans lýs-
ir Kirkpatrick m. a. með þessum
orðum:
— Eftir miðdegisverðinn kemst
Hitler aftur í vont skap. Sendi-
nefndirnar koma saman, Cham-
berlain og Daladier ræðast við.
Hitler kemur og bíður óþolin-
móður meðan þeir tala saman og
er með miklar handahreyfingar.
Svo brestur þolinmæði hans.
Hann er skapvonzkulegur og
sendir Ribbentrop til að sækja
hina stjórnmálamennina og segja
þeim að setjast við borðið.
Þegar kemur fram á kvöldið
verður Hitler enn úrillari.' Loks
kemur Göring og aðrir nazista-
foringjar inn í herbergið. Göring
verður miðpúnktur glens og
gamans. Það er hlegið og dregur
úr spennunni. Styrjaldarhætt-
unni hefur verið bægt frá. Hitler
situr hinsvegar aleinn og er í
vondu skapi. Hann er á sífelldu
iði til og frá á hægindabekknum
og krossleggur fæturna til
skiptis og er eins og hann viti
ekki hvað hann á að gera við
handleggina og hann starir út í
loftið. Einstaka sinnum blandar
hann sér með erfiðismunum í
samtalið, en síðan fellur aftur
þögn yfir hann. Loksins er samn-
ingurinn tilbúinn til undirskrift-
ar. Stjórnmálamennirnir fjórir
undirrita. Þrír virðast ánægðir
og telja sig hafa gert rétt. Hitler
krafsar nafn sitt hinsvegar und-
ir með lunta, eins og hann hafi
verið neyddur til að framselja
frumburðarrétt sinn.
Hafði ákveðið stvr]öld
Margir þeir sem kynna
sögu Adolfs Hitlers, sérstaklega
síðustu valdaár hans, sannfærast
um það, að maðurinn hafi ekki
verið heill á geðsmunum. Eng-
inn frýjar hinum þýzka ein-
ræðisherra vits, skerpu, slægðar
og áræðis. Hann er án efa ein
merkilegasta og furðulegasta
persóna veraldarsögunnar og
áhrifavald hans yfir þýzku þjóð
inni var feikilegt, svo að enginn
gat hnekkt því. Hitler tók æðis-
og skapvonzkuköst, sem ágerð
ust stöðugt með aldrinum, sér-
staklega eftir að halla tók undan
fæti. Gyðingahatur hans var
æðislegt og hinar hryllilegu
Krúsjeff fellir krókódílstár vegna njósnaflugs Bandaríi jamanna.
fangabúðir urðu til í því sama
brjálæðislega hatri hans.
Það vissi enginn um það á
þeim tímum, en hefur verið upp-
lýst síðar, að þann 5. nóvember
1937 hélt Hitler lokaðan fund
með meðlimum þýzka herfor-
ingjaráðsins, tveimur árum áður
en heimsstyrjöldin brauzt út. —
Þar tilkynnti hann hershöfðingj-
unum, að hann hefði ákveðið
innan árs að hefja nýja heims-
styrjöld til þess að ná yfirráðum
yfir gervöllum heiminum.
Myndu flestir álíta að slík
ákvörðun . hafi gengið brjálæði
næst. Þó varð Hitler enn verri
undir lok stríðsins, þegar hann
hafði tapað. Þótt ósigur væri
fyrirsjáanlegur skipaði hann að
styrjöldinni skyldi haldið áfram.
Hann lýsti því þá yfir, að hann
myndi sjálfur tortímast ásamt
þýzku þjóðinni. Síðustu árin var
Hitler svo staðfest er, orðinn eit-
urlyfjaneytandi og ágerðust
æðisköst hans stöðugt.
Ofsóknarbrjálæði Stalins
Fyrir rúmum fjórum árum gaf
Nikita Krúsjeff þær upplýsing-
ar i hinni alkunnu ræðu sinni um
,,persónudýrkun“, að einræðis-
herrann Jósef Stalin hefði verið
brjálaður. Hann hafði gengið
með ofsóknaræði og látið myrða
menn af handahófi. Krúsjeff gat
þess sem dæmis í leyniræðunni,
að í hreinsunum miklu 1936—38
hafi Stalin látið færa sér langa
lista yfir embættismenn og hers-
höfðingja og hefði það þá verið
dundur hans í rúminu áður en
hann fór að sofa, að krossa við
þá menn á listunum sem skyldi
sér skjóta næsta dag.
Ofsóknarbrjálæði Stalins fór
vaxandi á efri árum hans og upp
lýsti Krúsjeff, að síðustu árin
fyrir dauða Stalins hefði enginn
samstarfsmanna hans í Kreml
getað verið óhultur um líf sitt.
Alltaf mátti búast við að örygg-
islögreglan berði að dyrum.
Sagan af Hitler og Stalin er
óhugnanleg staðreynd um það,
hvernig geðbilaðir menn hafa
getað haldið hinum ábyrgðar-
mestu og valdamestu stöðum og
haft í hendi sér örlög milljóna
manna um allan heim. Slík
hætta virðist alltaf geta verið
yfirvofandi og kannski sérstak-
lega i einræðisríkjunum, að þeir
sem þar komast til valda séu
á einhvern hátt óeðlilegir eða
missi stjórn á sér. Til þess að ná
völdum og halda þeim í einræð-
isríki, virðist nauðsynlegt, að
valdatökumaðurinn sé algerlega
miskunnarlaus. Og völdum í
einræðisríkjum fylgir oft slíkur
erill, að hætt er við að valdhaf-
inn truflist fyrr eða síðar, en
þó svo fari er sjaldnast nokkur
leið að losna við hann, því þeim
mun hættulegri sem einræðis-
herrann er, þeim mun sterkar
hefur hann oft hlaðið undir sig
með gerræði og lögregluríki,
Alvarlegar fréttir
frá París
Því hef ég haft þennan inn-
gang svo að minna á alvarlegt
geðástand tveggja einræðis-
herra, að nú er svo komið, að
miljónir manna um allan heim
óttast, að nú kunni að vera svo
komið andlegu ástandi voldug-
asta einræðisherra heimsins í
dag, að hann sé orðinn stórkost-
lega hættulegur umhverfi sínu
og öllum heiminum, þar sem
hann heldur atómsprengju í
hendinni.
Það hefur ekki verið mikið
talað um þessa hlið málsins, en
það er enginn vafi é því, að fólk
um allan heim fyllist ótta við
fréttirnar frá París um að Nikita
Krúsjeff einræðisherra Rúss-
lands sé ekki alveg heilbrigður.
Svo hræðileg og ruddaleg var
öll framkoma hans, orð og æði,
í sambandi við Parísarfundinn,
að menn efast um að nokkur
maður með fullu ráði hefði hegð-
að sér þannig. Vegna þessa ótta
manna og yfirleitt vegna þess,
að toppfundurinn fór út um þúf-
ur er svartsýni nú ríkjandi um
heim allan. Styrjaldarótti gerir
vart við sig. Menn taka jafnvel
að óttast, að Rússar séu búnir
að ákveða líkt og Þjóðverjar
forðum að láta til skarar skriða
á einhverjum ákveðnum tíma og
freista þess, að ná heimyfirráð-
um, þótt eldi og brennisteini
kunni að rigna.
Mikið erfiði að eng-u gert
Hrun toppfundarins er mjög
alvarlegur viðburður í alþjóða-
málum. Það er mjög mikil hætta
á því, að aldrei takist að græða
til fulls þau sár sem ráðstefnu-
lokin valda. Það nægir að minna
á það, hve vonbrigðin urðu mik-
il haustið 1956, þegar síðasti
fundur æðstu manna stórveld-
anna fór út um þúfur. Það ætl-
aði að reynast erfitt að jafna
þar yfir og eina meina bótin hef-
ur verið hinn skyndilegi og ákafi
vilji Krúsjeffs til sátta og al-
mennt fráhvarf Rússa frá hinum
fyrri harkalegu aðgerðum kalda
þótt allur heimurinn eigi óskap-
lega mikið undir því komið, hvað
er að gerast þar, fást engar upp-
lýsingar. Þess vegna er það sem
Bandarikjamenn hafa leiðst út í
njósnaflugið. Öðru vísi gátu þeir
ekki fengið upplýsingar um það,
hvort Rússar væru að undirbúa
nýja heimsstyrjöld. En þeir sem
vilja komast að því, hvað hefur
verið að gerast í stjórnmálaheimi
Sovétríkjanna geta ekki sent
njósnaflugvél inn fyrir lokaða
múra Kreml. Um stjórnmálalíf
í Rússlandi fást litlar upplýsing-
ar aðrar en fáorðar opinberar til-
kynningar.Það var jafnvel ætlun
rússnesku valdhafanna, að leyna
algerlega hinni stórmerku ræðu
Krúsjeffs á sínum tíma um
grimmdaræði Stalins.
Samt sem áður er fjölyrt mikið
um ástæður fyrir framkomu
Krúsjeffs. Eins og áður segir ótt-
ast menn að hinn rússneski ein-
ræðisherra sé orðinn hættulegur
umhverfi sínu. Framkoma hans í
fundarsal, þar sem hann heilsar
ekki einu sinni Eisenhower for-
seta, fremur en hann væri hund-
ur og krefst þess í hatrj og heift
að Eisenhower beygi sig í duftið
fyrir sér, gæti bent til þess.
Mjög margir tala um það, að
Krúsjeff sé tilneyddur af öflum
stalinista og hernaðarsinna í
Rússlandi að láta af friðar og
sáttastefnu sinni. Sérstaklega
hafi þessi öfl viljað koma í veg
fyrir að Eisenhower Bandaríkja-
forseti kæmi í opinbera heim-
sókn til Rússlands. í þessu sam-
bandi er m. a. um það tala? að
kínverskir kommúnistar nafi
verið algerlega andvígir sátta-
stefnu Stalins.
Krúsjeff er einráður
Eins og fyrr segir er ákaflega
erfitt að gera sér ljósa grein fyrir
ástandinu í Rússlandi. Það verða
oftast getgátur hjá hverjum sem
er. En ég verð að segja, að mér
finnst mjög ósennilegar allar til—
gátur sem byggjast á þeirri skoð-
un, að Krúsjeff standi höllum
fæti í valdastöðu sinni. Mér
finnst öll rök benda til þess, að
hann hafi þetta síðasta ár verið
sterkari en nokkru sinni fyrr.
Krúsjeff er að mínu áliti einmitt.
óskoraður einræðisherra Sovét-
ríkjanna. Menn bera kannski
ekki sama þrælsóttann til hans
eins og til Stalins á sínum tíma,
vikuyfirlit
stríðsins. En það hefur kostað
langan tíma og mikið erfiði að
sigrast á tortryggninni. Forustu-
menn stórveldanna hafa eytt
mestum hluta starfsorku sinnar
síðasta árið í ferðalög og fundi,
til þess að styrkja þá trú og
sannfæringu, að nýr leiðtoga-
fundur myndi bera árangur.
Loksins var bjartsýnin þrátt
fyrir allt búin að ná yfirhönd-
inni. Ég minnist þess t. d. er ég
var staddur suður í Genf fyrir
nokkrum vikum, að ég hitti þar
gamlan enskan blaðamann sem
kvaðst hafa fylgzt með afvopn-
unarráðstefnum í síðustu þrjá
áratugi og aldrei kvaðst hann
hafa verið eins bjartsýnn ei’ns dg
einmitt nú. Bjartsýnisalda hefur
vissulega flætt yfir allan hinn
vestræna heim síðustu vikur, svo
mikil, að efasemdarmönnum hef-
ur varla haldizt uppi að láta í
ljósi tortryggni sína. Þeim mun
hræðilegri eru endalokin í Genf.
Það er eins og himinninn hafi
skyndilega sprungið og yfir hafi
skollið helmyrkur vonlausrar
nætur.
Getgátur um orsakir
Það er von menn spyrji, hvers
vegna Krúsjeff hafi umhverfzt
svo og eru ýmis svör gefin. En
því miður er ekkert svar óyggj-
andi. Rússland er lokað land og
en hann heldur öllum stjórnar-
taumum ef til vill enn betur í
greipum sér en Stalin gerði.
Krúsjeff er alveg vafalaust, slæg
asti og snjallasti stjórnmálamað-
urinn í hópi rússneskra
stjórnarmanna, — það er líklega
einungis Mikoyan, sem kemst í
hálfkvisti við hann. Ég held, að
engin maður í nálægasta hópnum
myndi þora að etja kappi við
hann, kannski ekki af þvi að
hann þurfi að óttast að vera
skotinn, heldur vegna þess, að
Krúsjeff er viðurkenndur ofjarl
þeirra í slægð, hörku og misk-
unnarleysi. Menn minnast þess
enn, hvernig hann lék þá Molo-
tov, Malenkov, Kaganovich og
Bulganin. Þessir keppinautar
hans höfðu meirihluta á bak við
sig, en þótt þeir væru gamlir og
harðir stjórnmálamenn með-
höndlaði Krúsjeff þá eins og
hann væri að leika sér að brúð-
um.
Hvað þá nú, þegar Krúsjeff
hefur haft mörg ár til að raða
í kringum sig eigin fylgismönn-
um. Það er talað um að herinn
geti þvingað hann. Ég lief ekki
heldur mikla trú á því. Á dög-
um Zukovs marskálks, sem Krú
sjeff steypti líka úr stóli virtist
herstjórnin nálgast það að verða
sjálfstæð, einskonar ríki 1 rík-
Framh. á bls. 21.