Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 11
Fðstuðagur 20. maí 1960 MORCVJSBL AÐIÐ 11 — A fundi Krúsjeffs Framh. af bls. 1. ekki sízt notað til að æsa upp fólkið með stjórninni í Rússlandi. Krúsjeff sagðist vilja friðsam- lega sambúð, „þá getum við hitzt aftur eftir 6—8 mánuði og verður andrúmsloftið vonandi betra þá“. Heilsa með púi Fréttamennirnir heilsuðu Krús- jeff með miklu púúú-i og reiddu hann til reiði. Malinosky var á báðum áttum, en Krúsjeff reiddi hnefana æstur og ákveðinn, en Gromyko utanríkisráðherrá, Vi- nogradov sendiherra í París og rússneska sendinefndin, sem sat fremst í salnum, klöppuðu ákaf- lega, og sömuleiðis örfáir blaða- menn. Það skal tekið fram að fréttamaður Mbl. var ekki meðal þeirra sem púuðu. Einhver kallaði yfirlýsingu hans áróður, en Krúsjeff neitaði ákaft og barði í borðið. Sagði hann „púarana“ úr hópi þeirra sem hefðu fengið sína „lexíu“ við Stalíngrad, og farið þaðan með lafandi skott. Malinovsky er gráhærður, höf- uðstór og þungur á brún, líkt- ist mest Agli Skallagrímssyni skömmu fyrir berserksgang. Ekki vildi ég eiga neitt undir hon- um. Þó brosti hann nokkrum sinnum. Eins og á sirkus Byrjun fundarins líktist einna helzt sirkus, bæði framkoma Krúsjeffs, sem brosti og gretti sig á víxl, benti á ennið á sér, gerði hring og benti síðan á blaðamenn ina þegar þeir púuðu til að gefa til kynna að þeir væru eitthvað ekki almennilegir. Það dró ekki úr sirkusnum að Malinovsky var í fullum skrúða með orður niður fyrir nafla. Krúsjeff lagði mikla áherzlu á að hylla kommúnismann, bylt- inguna og Lenin, en minntist ekki á Stalín. Hann benti á sjálfan sig og sagði: „Þið hljótið að vita „Ástir í út á land NÝTT LEIKHÚS hefur að undan- förnu sýnt gamanleikinn Ástir í sóttkví í Framsóknarhúsinu. Nú er í ráði að fara með gamanleik- hver stendur hér, það er fulltrúi hins volduga Rússlands!“ Þessi þjóðernisandi var sterkur undir- tónn í öllu sem hann sagði. Ég held þetta sé sambland af mikilli minnimáttarkennd og hroka, sem virðist óskaplegur þegar hann kreppir hnefana og lætur rödd- ina bylja á mönnum eins og hagl- él. Hann virðist hafa mjög mik- ið sjálfstraust og er fljótur að svara spurningum. Hann hefur gaman af að tála og hætti ekki fyrr en eftir 2 klukkustundir, „því túlkarnir tilheyra verkalýðn urh“, sagði hann, „og þeirra vinnutími er búinn“. Þá hlógu allir, einnig Malinovsky, sem annars sat eins og klunnalegur björn, hissa á öllu tilstandinu. Kötturinn í rjómanum „Sovétríkin eru eins og bjarg þegar gustar frá kapítalistunum“, sagði Krúsjeff. Aðspurður sagði hann að Rússar mundu halda á- fram viðræðum um bann við kjarnorkutilraunum í Genf, „ef amerísku heimsvaldasinnarnir hafa eitthvað lært af Sverdlovsk, þá getum við haldið áfram að semja og heimurinn fær að vita hver er sekur, en það eru Banda- ríkjamenn. öðru máli gildir um afvopnun. Heimsvaldasinnarnir vilja ekki afvopnun“, sagði Krús- jeff. „Þeir vilja njósna, en það samþykkjum við ekki. Ef þeir halda sinu þrasi til streitu, legg ég málið fyrir Sameinuðu þjóðirn ar og segi að þeir vilji ekki semja um afvopnun“. Hann sagð- ist hafa viljað fund æðstu manna Austurs og Vesturs, en aðeins með þeim skilyrðum, sem áður er getið. „Þá hefðum við lagt okkur fram til að ná árangri, en hvernig er hægt að semja við árásaraðila? — Við höfum öll átt mæður, annars hefðum við ekki fæðst. Ég er alinn upp í fátækt. Mamma keypti sjaldan rjóma, en það kom fyrir, og stundum komst kötturinn í hann. Þá hristi mamma köttinn og stakk trýni hans í rjómann svo að hann gerði sóttkví" inn í leikför umhverfis land og eru síðustu sýningar á honum hér í Reykjavík í kvöld og í næstu viku. Leikurinn hefur þegar verið sýndur á Akranesi og að Hellu, en annað kvöld verður sýning að Flúðum í Hrunamannahreppi. Leikstjóri er Flosi Ólafsson, en leikendur Emilía Jónasdóttir, Elín Ingvarsdóítir, Jón Kjartans- son, Baldur Hólmgeirsson og Jakob Möller. það ekki aftur. Þannig hafa Rúss- ar hrist Bandaríkjamenn svo þeir stingi ekki aftur aftur trýninu niður í okkar rjóma. En við vilj- um samt ekki stríð. Það er enn skoðun okkar að friðsamleg sam- búð sé bezta lausnin“. Berlínarmálið Aðspurður hvort hann héldi fast við það að Berlín skuli verða fríríki, svaraði Krúsjeff játand;. „Ég held fast við. þá stefnu. því ég sé enga aðra raunhæfa iausn á Berlínarvandamálinu. Berlín er kaþitalísk í miðju sósíalista- ríki. Slíkt hlýtur að valda ágrein ingi. Hvers vegna að viðhalda því ástandi? Er ekki betra að kalla herina burtu? Atburðir síðustu daga hafa sannfært okkur enn betur um að mál þetta verður að leysa strax. Ég flýg til Berlínar á morgun og ræði við vini mína Grothewohl og Ulbricht. Aðspurður hvort Rússar ætluðu að gera sér-friðarsamninga við Austur-Þjóðverja, svaraði Krús- jeff játandi. „Við viijum binda endi á styrjöldina, þá geta Vest- urveldin ekki haft her í Vestur- Berlín. Við gerum slíkan samn- ing þegar við álítum það nauð- synlegt. Þá tökum við hendur úr vösum og förum okkar fram. Notum heppilegan tíma. Allt er reiðubúið til þess“. Svo hóf hann upp röddina, reiddi upp hnefann og sagði: „Þetta er það sama og Bandaríkjamenn gerðu í Japan eftir styrjöldina. Þeir sömdu einir við Japani en ekki við. Þolinmæði okkar erui takmörk sett“. My friend „Af hverju sögðuð þér ekki Ike frá njósnunum, fyrst þér vissuð um þær er þér voruð í Banda- ríkjunum?" Krúsjeff brosti út að eýrum og sagði: „Það er gaman að svara þessari spurningu. Þegar við vor- um í Camp David ætlaði ég að gera það, en hætti við það vegna þess að andrúmsloftið var svo gott. Ike sagði mér að kalla sig „my friend", hann kallaði mig vinur á rússnesku. Þess vegna hætti ég við að tala um njósn- irnar þar. Og það hefur sýnt sig að það var rétt hjá mér, því nú hafa Bandaríkjamenn skýrt frá því að það sé yfirlýst stefna þeirra að njósna". Þegar Krúsjeff mælti þetta leið dökkur skuggi yfir andlit Malin- ovskys marskálks. Krúsjeff var nú spurður, hvern hann kysi sér helzt forseta Banda ríkjanna. Hann kvaðst ekki vilja blanda sér inn í innanríkismál Banda- ríkjanna. Hins vegar hyllti hann Roosevelt forseta og stefnu hans. — Roosevelt var góður kapital- isti, sagði hann, — en stefna hans dó með honum. Var þetta vinsam- legasti kaflinn í ummælum Krús- jeffs um Ameríkumenn. Enn- fremur bætti hann við: — Ame- ríkumenn mega tffera kapitalistar, ef þeir vilja. Þeir geta haft sína skoðun og við okkar. Slíkt þarf ekki að koma deilum af stað eða heimsstyrjöld. Við hefðum allir getað sameinazt um Roosevelt, sem forseta Bandaríkjanna. Annars bíðum við og sjáum hvað setur. Ef næsti Bandaríkjaforseti skil- ur okkur ekki heldur, þá getum við beðið þarnæsta forseta. Okk- ur Rússum liggur ekkert á. Samanburður á löndum Næst fór Krúsjeff að tala um hinar efnahagslegu framfarir í Rússlandi. Hann sagði m.a.: — Við höfum unnið stórvirki. Banda ríkjamenn ættu að sjá Sovétrík- in í dag. Ef þeir sem púa hér kæmu í heimsókn til okkar, gæti verið að áugu þeirra opnuðust.' Flutti Krúsjeff nú mikinn og svæsinn áróðurskafla um ágæti Rússlands og kommúnismans, hvað gott væri að lifa austan- tjalds, — þar væru skattarnir stöðugt minnkandi. f Bandaríkj- unum sagði hann að ástandið væri þveröfugt. Kvað hann al- gera öfugþróun ríkja þar, lífs- kjörin færu versnandi og stefndu yfirvöldin að því af ásettu ráði að skapa neyð í Bandaríkjunum til þess að fá unga menn til að ganga í herinn. — Pentagon og aftur- haldsklíkan hafa náð völdum í Bandaríkjunum, sagði Krúsjeff og reiddi hnefana upp fyrir höfuð til höggs. Blaðamaður spurði hann: — En af hverju komuð þér til Parísar, þegar þér vissuð allt um njósna- flugið? — Vegna þess, að við héldum, að Bandaríkjamenn gætu beðið okkur afsökunar eins og þeir báðu Kúbumenn nýlega afsök- unar, þegar bandarísk flugvél skerti lofthelgi Kúbu. Af hverju geta Bandaríkjamenn aldrei beð- ið sósíalískt ríki afsökunar? hróp- aði Krúsjeff. Þetta er spurning, sem varðar heiður okkar. Nú hlógu sumir blaðamennirn- ir að viðkvæmni Krúsjeffs og virtist það enn fara mjög í taug- arnar á honum. Högg á snoppuna Krúsjeff hélt enn áfram: — Heimsvaldasinnarnir stungu trýninu inn fyrir landamæri okk- ar, en fengu högg á snoppuna og við kipptum í veiðihárin á kett- inum og ætlum ekki að sleppa fyrr en við höfum kippt svo ræki- lega í hárin, að kötturinn lætur ekki meira sjá sig. Þeir ættu nú að vita hvar landamærin okkar liggja. Krúsjeff kvaðst ekki hafa heyrt að bandaríska herstjórnin hefði skipað öllum herstyrk sínum að vera við hinu versta búinn á mánudag, en þegar blaðamennirn ir spurðu hann um þetta og gáfu skýringar, svaraði hann, að þessi aðvörun hefði annaðhvort verið ögrun eða ragmennska. Malinovsky roðnar Þegar hér var komið sögu, sneri Krúsjeff sér að Malinovsky mar- skálki og hyllti hann sem hetju Sovétríkjanna, sem hefði barizt gegn Þjóðverjum og Japönum og alltaf verið tryggur sonur föður- lands síns. Hann væri lýsandi tákn og fyrirmynd Rauðahersins. Malinovsky lét sér þetta vel líka og brosti eins og feimin yngis- mær, lá við að skuggalegt andlit hans roðnaði. Var þó áberandi hvernig Krúsjeff notaði tækifær- ið til að hrósa honum, svo að virt- ist vera skjall eitt. Krúsjeff bætti við: — Hann getur kennt kettinum sína lexíu ef með þarf, hrópaði hann. Fannst viðstöddum þetta eitt merkileg- asta augnablik fundarins. Það er auðséð, að Krúsjeff tekur mikið tillit til marskálksins, en þó gat ég ekkí fundið annað á þessum fundi, en að Krúsjeff væri sterki maðurinn. Krúsjeff talaði eins og sá sem valdið hefur. Hann er mjög örugg ur og þarf lítið að hugsa sig um áður en hann gefúr jafnvel mikil- vægustu yfirlýsingar. Það er greinilegt, að Krúsjeff er mikill karl í krapinu og tókst auðveld- lega að snúa áleitnum spurning- um blaðamanna og andstöðu þeirra sér í vil. Hann brosti oft út undir eyru, en srmt er ekki langt á milli hins kreppta hnefa og þessa allt að því einíeldnings- lega og saklausa bross hans. Hann hrósaði mikið byltingar- mönnum á Kúbu. Einnig fór hann viðurkenningarorðum um de Gaulle Frakklands forseta. Hitasvækja og þrengsli Þegar Krúsjeff gekk út, hafði blaðamannafundurinn staðið í hálfa þriðju klukkustund. Það var mjög heitt í salnum og orðið loftlítið. Salurinn er um 80 metra langur og 30 metra breiður og var troðfullur. Við blaðamennirnir höfðum í flimtingum í fundarlok, að nú væri bezt að fara heim á hótel til að vinda skyrturnar. Húsið sem blaðamannafundurinn fór fram í, er bráðabirgðahús- næði, við Chaillot-höllina, sem Atlantshafsbandalagið hafði áður bækistöð í. Hér í París er framkoma Krús- jeffs mjög gagnrýnd. Það er helzt álit manna, að Rússar hafi aldrei í rauninni viljað toppfund. Þeir séu ekki í reynd fylgjendur frið- samlegrar sambúðar. Njósnaflug- ið telja menn að hafi aðeins ver- ið haldgóð tylliástæða til að hætta við allt saman. Sumir halda enn að Mao Tse- tung eigi sök á hegðun Krúsjeffs, sem þykir einsdáemi í heimssög- unni. Sem dæmi um sérstaklega ruddalega framkomu Krúsjeffs er það nefnt, að hann hafi stöðugt látið hringja frá rússneska sendi ráðinu til hinna vestrænu leið- toga og beitti hótunum og svívirð- ingum til þess að reyna að knýja Eisenhower til að fallast á skil- yrðin. Eisenhower hlýtiar aðdáun Hin stóiska ró Eisenhowers undir dembunni hefur vakið að- dáun allra. Menn vita, að Banda- ríkjamenn hefðu getað byrst sig, ef þeim hefði boðið svo við að horfa. Þeir eru hins vegar þeirr- ar skoðunar, að slíka framkomu og ruddaskap beri ekki að sýna í formlegum alþjóða-.úðskiptum, allra sízt, þegar örlög mannkyns alls eru undir því komin, að menn kunni að stilla sig. Framkoma Krúsjeffs er nú al- mennt kölluð „hin diplómatíska Pearl Harbour-árás. Menn segja, að það sé gott við þetta, að fölsk- um vonum sé rutt burtu, og spyrja hvort nokkuð hafi breytzt síðan kommúnistar rændu völd- um í Tékkóslóvakíu 1948 eða bældu niður uppreisninga í Ung- verjalandi 1956. Menn segja að með hegðun sinni núna hafi Krúsjeff vakið þá menn á Vesturlöndum, sem voru farnir að trúa fagurgala hans og höfðu sofnað á verðinum. Húsnæði — Löcgfræðiskrifstofa Skrifstofuhúsnæði fyrir tvo—þrjá lögfræðinga óskast. Uppl. sendist afgr. Mbl. merkt: „Lögfræði- skrifstofa — 4291“. Kona eða s túlka vön bakstri. — Aðstoðar matreiðslukona og 2 stúlkur til frammistöðu óskast 15. júní að gistihúsinu að Laugarvatni. — Uppl. í Café Höll, uppi, föstudag og laugardag frá kl. 4—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.