Morgunblaðið - 20.05.1960, Qupperneq 14
14
MORGVNnr 4mn
Fðstudagur 20. maí 1960
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON
Félag ungra Sjálfstœöis-
manna á Siglufirði 30 ára
Á ÁRUNUM kringum 1930 var
mikill vorhugur í íslenzkum
stjómmálum. Árin áður hafði
verið við völd hér í landi stjórn,
skipuð þremur Framsóknar-
mönnum, ein sú mesta aftur-
haldsstjórn ,sem við völd hefur
verið á fslandi. Árið 1929 var
Sjálfstæðisflokkurinn stofnað-
ur og á næstu þremur árum fór
Árið 1930 hpfðu félög ungra
Sjálfstæðismanna verið stofnuð
á 13 stöðum víðsvegar um land-
ið og mynduðu þau með sér
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna.
Meðal þeirra félaga, sem um
þessar mundir minnast 30 ára
starfs er Félag ungra Sjálfstæð-
ismanna á Siglufirði. Félagið
og öllu kosningastarfi flokksins
þennan tíma. Á þessum árum
hefur margt breyzt í stjórnmál-
um á Siglufirði. í upphafi drottn
uðu vinstri öflin í bænum, en
nú hafa þau orðið að þoka fyrir
frjálslyndri og víðsýnni stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Hvern þátt
'Félag ungra Sjálfstæðismanna
á Siglufirði á í þessari þróun
verður ekki mælt í tölum, en sá
þáttur er ekki hvað minnstur.
um landið voldug hreyfing
ungra manna, sem boðaði aukn
ar íramfarir á grundvelli ein-
staklingsfrelsisv atvinnufreisis
og séreignar. Ungir Sjálfstæðis-
menn bundust skipulögðum sam
tökum hvarvetna um landið und
ir merki sjálfstæðisstefnunnar.
var stofnað 11. maí 1930 og voru
stofnendur rúmlega 20. Alla tíð
síðan hefur félagið verið virkur
þátttakandi í starfi Sjálfstæðis-
flokksins á Siglufirði, átt aðild
að fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag-
anna, blaðnefnd „SiglfiriHngs“
Enda þótt ungir Sjálfstæðis-
menn á Siglufirði geti litið yfir
farinn veg, ánægðir yfir því,
sem áunnizt hefur, gera þeir sér
grein fyrir því, að baráttunni
fyrir Sjálfstæðisstefnunni, fyr-
ir frjálsara og betra þjóðfélagi,
mun haldið áfram. Ungir Sjálf-
stæðismen n hljóta að verða í fylK
ingarbrjósti þeirrar baráttu.
Ungir Sjálfstæðismenn á
Siglufirði minnast þessara tíma
móta með útgáfu sérstaks blaðs
af „Siglfirðingi“. í blaðið rita
m. a. Ólafur Thors, forsætisráð-
herra, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, kveðju frá miðstjórn
flokksins og Þór Vilhjálmsson,
formaður S.U.S. ritar afmælis-
kveðju.
Mðivikudaginn 25. maí verður
afmælisins svo minnzt með hófi
í Sjálfstæðishúsinu á Siglufirði,
sem jafnframt verður árshátíð
allra Sjálfstæðisfélaganna á
staðnum.
Stjórn Sambands ungra Sjálf
stæðismanna sendir samherjum
sínum á Siglufirði beztu afmæl-
iskveðjur, þakkar þeim ánægju
legt samstarf á liðnum árum og
vill bera þeim þá afmælisósk,
að hin sameiginlega barátta sam
takanna megi skila sem beztum
árangri á ókomnum tímum.
Núverandi stjóm FUS á Siglufirði. Frá vinstrí, sitjandi: Knút-
nr Jónsson, Stefán Friðbjarnarson (formaður). Standandi:
Haukur Magnússon, Birgir Schiöth og Gústav Nielsson. —
Á myndina vantar: Heigu Bachmann og Eddu Snorradóttur.
Ritgerðarsamkeppni Heimdallar.
Gunnar Gunnarsson mennta
skólanemi verðlaunahafi
Á S.L. VETRI auglýsti Heim-
dallur, F. U. S. ritgerðarsam-
keppni meðal ungs fólks á aldr-
inum 15—25 ára. Ritgerðarefnið
var: Samrýmist þjóðnýting lýð-
ræðis(þjóðfélagi. Skilafrestur
var til 15. apríl og verðlaun
voru ferð með Gullfossi til
Kaupmannahafnar og heim aft-
ur.
Úrslit eru nú kunn í ritgerð-
arsamkeppninni og ritgerð sú,
sem verðlaun hefur hlotið er
eftir Gunnar Gunnarsson, 19
ára gamlan, sem stundar nám í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Hann er sontur hjónanna Gunn-
ars Péturssonar lofskeytamanns
og Kristbjargar Jónsdóttur.
Ritgerðin í heild mun birtast
í næsta hefti tímaritsins STEFN
IR, sem kemur út innan
skamms.
Tíðfndamaður síðunnar hitti
Gunnar að máli, til að óska hon-
um til hamingju með verðlaun-
in og fræðast svolítið um hann
sjálfan.
— Hvað kom þér tii að skrifa
ritgerð þessa.
— Þegar ég sá auglýsinguna
ntm ritgerðarsamkeppmina datt
mér strax í hug að spreyta mig
Bæði freistuðu verðlaunin og
svo hafði ég töluverðan áhuga á
efninu. En ég hef aldrei tekið
þátt í slíkri keppni áður.
— Hvaðan hefur þú einkum
þá þekkingu, sem fram kemur í
ritgerðinni?
— Ég hef lengi haft áhuga á
stjórnmálum, og lesið töluvert
af ritum um það efni, aðallega
um kommúnismann. Ég hef t.d.
lesið nokkuð af ritum eftir for-
sprakka stefnunnar, eins og
„Kommúnistaávarpið“, „Ríki og
bylting" eftir Lenin, „Develop-
ment of capitalism in Russia"
eftir Lenin og fleiri slíkar bæk-
ur. Ennfremur allt það, sem ég
hef náð í eftir íslenzka menn
um þetta efni, t.d. hef ég pælt í
gegnum flesta árganga af tíma-
ritinu „Réttur". Lestur þessara
rita gerði mér að sjálfsögðu auð
veldara að grípa á ritgerðarefn
inu, enda þótt efnið gerði ekki
kröfur til þekkingu á öllum
þessum bókum.
— Tefur þessi stjórnmálalest-
ur þig ekki frá lestri skólabók-
anna.
— Reyndin hefur nú orðið sú,
en ég held ég sjái samt ekkert
eftir þeim tíma sem farið hefur
til þess.
— Telur þú æskilegt að auka
kennslu í þjóðfélagsfræðum í
menntaskólanum?
Gunnar Gunnarsson
— Já, það held ég. f félags-
fræði er t.d. aðeins lesin ein lítii
bók, sem kennd er í þriðja bekk.
Sú bók er mjög ófullkomin og
satt að segja finnst mér margir
stúdentar hafa furðulitla þekk-
ingu á uppbyggingu þjóðfélags-
ins og þeim helztu grundvallar-
lögmálum, sem þar gilda. Mér
finnst ennfremur að auka mætti
kennslu í sögu síðari alda.
— Ertu búinn að ákveð
hvenær þú notfærir þér ven.
launin?
—Ekki ennþá, en víst er, að
ég ætla mér að nota þetta tæki-
færi til að komast út fyrir lands
steinana. Ég hef aldrei út fyrir
pollinn komið og útlandið freist
ar jú alltaf, segir Gunnar að
lokum.
Við kveðjum nú Gunnar, ósk-
um honum góðrar ferðar, hve-
nær sem hann fer og erum viss-
ir um að hann er vel að þessum
verðlaunum kominn.
Jón E. Ragnarsson. stud. juris:
Vínarmótið
IV. Andstaða og falsauglýsingar
ÞEGAR það varð opinbert, að
austurríska ríkisstjórnin hafði lát
ið undan ásókn Rússa og leyft
festivalhald í Vínarborg, reis þeg-
ar mikil mótmælaalda í Austur-
ríki. Hvert einasta æskulýðssam-
band landsins mótmælti, utan
ungkommúnistar, en þeir eru sam
tals aðeins nokkur hundruð. Stúd
entar landsins gerðu sólarhrings
verkfall í mótmælaskyni og próf-
essorarnir studdu mótmælin með
því að aflýsa fyrirlestrum. 20.000
æskumenn og konur fóru í þögla
mótmælagöngu um götur Vínar-
borgar og báru kröfuspjöld með
áletrunum, eins og: Fyrst frelsi,
svo festivöl eða Varist úlfinn í
sauðargærunni. Raab forseti lands
ins neyddist til þess að flytja út-
varpsávarp, þar sem hann hvatti
landsmenn til þess að sína still-
ingu og komast m.a. svo að orði:
„Æska Austurríkis er sem betur
þroskaðri en svo, að hún geti ekki
leitt hjá sér (ignoriert) ógeðfellda
atburði'*.
Austurrísku æskulýðssamtökin
sendu áskoranir um heim allan,
þar sem þeir skoruðu á félög og
samtök að senda ekki fulltrúa á
áróðurssamkomu manna, sem
væru boðflennur í landi þeirra.
Flest meiriháttar æskulýðs- og
stúdentasamtök hins frjálsa heims
lýstu yfir samstöðu með Austur-
ríkismönnum, m. a. Stúdentaráð
Háskóla íslands. Hinsvegar lét
kommúnistastjórn Iðnnemasam-
bands íslands sig hafa það, að rita
austurrískum iðnnemum bréf, þar
sem þeir grátbæna þá að taka þátt
í festivalinu. Beiðni þessarri neit
uðu austurrískir iðnnemar með
mikilli fyrirlitningu. (Bréf ís-
lenzkra iðnnema er birt I „Festi-
val“ nr. 6, 1959).
hessar undirtektir austurrískrar
æsku urðu til þess, að þeir festival-
menn urðu mjög skelkaðir og ugg-
andi um framgang mála sinna. Slík
mótmæli höfðu ekki verið hugsan-
leg I kommúnistaríki, þar sem fyrri
festivöl höfðu verið undirbúin.
Þátttakendafjöldi var nú skorinn
niður um tæpan helming, og ráð-
stafanir gerðar til þess að geta
flutt festivalið til Prag á síðustu
stundu, ef allt færi í vaskinn á
Dónarbökkum.
V. Semichastny, ritari rússn-
esku æskulýðsfylkingarinnar
gleymdi allri ópólítík, friði og
hlutleysi er hann lýsti yfir á
kommúnistaþingi í Prag 13. des.
1958:
„Óvinir okkar, fyrst og fremst
amerískir heimsveldissinnar eru
að reyná að rjúfa einingu sósíal-
istisku landanna og vinátta æsku-
lýðssambanda okkar (sic). Farið
ekki á festivalið, ráðleggja þeir
æskunni, vegna þess að þeir ótt-
ast hinn sigursæla sannleik vorn.
Það er nú öllum ljóst, að í bar-
áttunni um hug og hjarta æsk-
unar hefur kommúnisminn sífellt
verið að viiína nýja sigra yfir
kapitalismanum“. (CTK frétta-
stofan í Prag 13. des. 1958).
Nepszabadsag, málgagn ung-
verzka kommúnistaflokksins, rit-
ar 8. marz 1958:
„ ... þessir riddarar kalda
stríðsins hafa því miður nægt
frelsi til þess að skipuleggja and-
spyrnu gegn Vínarmótinu“.
Sunday Times I London skýrir
frá því 8. marz 1959, að: „Hr. Lap-
in, rússneski sendiherrann í Vín-
arborg hafl óformlega viðurkennt
að hafa hótað refsiaðgerðum, ef
austurríska stjórnin bæli ekki
gar í stað niður með harðri
: di alla andspyrnustarfsemi
. Vínarmótinu. Rússar muni
greiða atkvæði gegn því að
^íuleikarnir 1964 verði haldn
. Austurríki og þeir muni enn-
. .jiíiur hætta stuðningi við Suð-
ur-Tyrólmálið. Hinsvegar geti
austurríska stjórnin fengið 150
MIG-15 flugvélar við tækifæris-
verði, ef þeir bregðist skjótt við og
brjóti andspyrnuna á bak aftur“.
Austurrísku dagblöðin gerðu með
sér samkomulag um að minnast
ekki á mótið. Kommúnistablaðið
tók vitaskuld ekki þátt í þessu sam
komulagi. Stærsta blaðið í Vín,
Kurier, birti 25. júlí sl., daginn, sem
mótið var sett, ávarp til mótsgesta
á fjórum tungnmálum og er það
mjög gott dæmi um undirtektir Vín
arbúa.
Þar segir m.a.: „Þið eruð gestir
þessa lands, jafnvel þótt þeir at-
burðir, sem færa yður hingað, séu
oss ekki að skapi. Það verður ekki
tekið á móti ykkur með fagnaðar-
látum, en heldur ekki grjótkasti.
Við erum á móti hinni tröllauknu
áróðurssýningu Vínarmótsins og til
gangi þess“.
Vínarbúar sýndu manni fyrirlitn
ingu, ef ekki opinberan fjandskap,
yrðu þeir þess vísari, að maður
væri á vegum festivalsins og það
er sjálfsagt þessvegna, sem ritað er
í Þjóðviljanum 20. ágúst sl.: „Vín-
armótið vel heppnað, vegna vinar-
hugs borgarbúa“.
Falsauglýsingar og skrum
Mjög ríkjandi þáttur i undirbún-
ingi festivala eru allskyns falsaug-
lýsingar og skrum. Reynt er að
gylla dýrðina fyrir væntanlegum
þátttakendum og auglýst að hinir
og þessir heimsfrægir menn lýsi
yfir stuðningi við mótið. T.d. var
því mjög haldið á loft, að Averell
Harrimann stæði með mótinu, en
það reyndist slíkur festivalsannleik
ur, að Harriman varð að lýsa yfir
opinberri andstöðu við mótið til
þess að stöðva þessa misnotkun á
nafni sínu.
Blað undirbúningsnefndarinnar,
Festival, sem gefið er út á fjölda
tungumála, hafði tvær mismunandi
útgáfur á þýzku, eina fyrir Þýzka-
land, en hina fyrir Austurríki, því
að það var margt, sem þeir reyndu
að telja Þjóðverjum trú um, sem
ekki hefði þýtt að bera á borð fyrir
Vínarbúa. T.d. var þess getið í
þýzku útgáfunni, að forseti Austur-
ríkis hefði veitt austur-þýzkri séndi
nefnd áheyrn. Sannleikurinn var
hinsvegar sá, að sendinefndin
komst lengst á biðstofu forsetans,
en var þá fleygt á dyr. Þessa sögu
var of hættulegt að segja í Austur-
ríki.
Reynt er á allan handa máta að
laða að þátttakendur með * há-
stemmdum lýsingum á því, sem
þeirra biði. Flest eru þessi áheit
stórum ýkt eða með öllu login. T.
d. það sem auglýst var sem Moskvu
sinfóníuhljómsveit, reyndist vera
æskulýðshljómsveit Moskvu og ann
að eftir því.
Gott dæmi um auglýsingarskrum-
ið, sem undir venjulegum kringum
stæðum mundi varða við lög, er
kvöldið í Pratergarðinum í Vínar-
borg, sem leigt var festivalinu.
Danska ungkommúnistablaðið
Fremad sagði í 5. tbl. 1959, að allt
yrði frítt í skemmtigarðinum þetta
kvöld og að auki „tvser pylsur með
sinnepi og brauði, öl, kaffi og kök-
ur“. Okkur íslendingum var talið
trú um hið sama, nema okkur voru
seldir miðar fyrir tíu schillinga og
sagt að þeir giltu að skemmtitækj-
um. Þegar á reyndi voru þetta að-
göngumiðar í allskonar barnahring
ekjur, en festivalnefndin var tíu
schillingum ríkari pr. mann. Það
þarf ekki að geta þess, að auðvitað
varð að greiða allt fullu verði í
skemmtigarðinum þetta kvöld, sem
svo mikið hafði verið auglýst í for-
hönd.
Barnalegir verða kommúnistar
oft, þegar þeir eru að gylla festival-
þátttöku fyrir alþýðu. T.d. var þess
getið í Þjóðviljanum í viðtali við
pilt einn, sem hafði náð sér I
rússneska konu á Moskvumótinu,
að festivölin væru rakin hjóna-
bandsmarkaður og lét blaðamaður-
inn að því liggja að hann hyggðist
sjálfur ganga á lagið. Þannig er nú
þessi áróður fullkominn. Danskra
er freistað með pylsum og sinnepi,
íslenzkra með kvenseminni.
Sennilega er hlutfallið milli orða
og efnda fólgið í eftirfarandi sögu.
Að lokinni opnunarhátíð mótsins
höfðum við íslendingar verið mat-
arlausir með öllu í næstum tólf
tíma. Þá var okkur heitið „köldu
borði“, þegar við kæmum í nætur-
stað. Var þá lustið upp fagnaðar-
ópi og óánægjuraddir þögnuðu
strax. Þegar á hólminn kom reynd-
ist „kalda borðið“ vera rúnstykki
þurrt með smá ostbita, en á þessum
fjölskrúðuga rétti urðum við að
nærast næstum eingöngu meðan við
ferðuðumst yfir þvera Evrópu. Já,
mikið er á Sig lagt.
— J. R.