Morgunblaðið - 20.05.1960, Qupperneq 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. mai 1960
. * Skpi irotómenn ^ — L, 1
'1 — EFTIR W. W. JACOBS
ferðast á sjó? spurði hann. — f>á
hefur maður ekki mikla áreynslu
Ég hef verið að hugsa um það
upp á síðkastið .. verið að velta
því fyrir mér, hvort ég ætti ekki
að fara langa sjóferð..
— Þá skuluð þér fara með
Austur-Asíu-skipunum, sagði Tal'
wyn einbeittur. — Önnur betri
eru ekki til.
— Métt datt nú dálítið annað
í hug, sagði Carstairs. —
1 — Já, ég er orðinn nógu gam-
all sjálfur til þess að kalla þá
það, svaraði Carstairs. — Og svo
eru þeir nú ekki ýkja langt komn
ir af barnsaldrinum, ef út í það
er farið. Ég býst við að þeir hafi
yfirgefið dömurnar til þess að fá
sér einhverja hreyfingu. Ungir
menn hafa meira gaman af íþrótt
um en jafnvel að lesa kvæði fyrir
töfrandi áheyrendur.
Frú Penrose hló. — Ég hafði
nú fengið þá hugmynd, að þeir
væru ekki neitt frábitnir kven-
þjóðinni, sagði hún.
— Ja, vitanlega sýna þéir döm
unum fulla kurteisi, sagði Carsta
irs, — en mig grunar nú samt,
að í innsta hjarta sínu séu þeir
hrifnari af cricket. Ég man svo
langt, að þannig var ég á þeirra
aidri.
— Og eruð þér ekki enn sama
sinnis?
— Smekkur minn hefur
breytzt með árunum, eins og ég
veit líka að þeirra smekkur ger-
ir, þegar að því kemur. Eftir svo
sem tíu ár, gætu þeir fundið upp
á því að ganga í heilagt hjóna-
band.
— Það gæti nú hugsazt að þeir
þyrftu engin tíu ár til þess, sagði
frú Jardine í umvöndunartón.
Carstairs hristi höfuðið. Nei,
þeir eru ekki komnir á þann ald
ur, sagði hann einbeittur. — Þeir
þurfa nú fyrst og fremst að kom-
ast eitthvað áfram.
— Ungir menn finna nú ekki
alltaf mikla þörf á því, svaraði
frú Jardine, önuglega.
— Satt er það og vel mætti
segja mér, að helmingurinn af
allri mannlegri eymd stafaði af
illa stofnuðum hjónaböndum.
— En hinn helmingurinn þá?
spurði frú Penrose.
— Af því að giftast alls ekki.
Frú Jardine kæfði niður undr-
unarhósta og reyndi árangurs-
laust að gjóta augunum til vin-
konu sinnar. Hún sneri þá aftur
að efninu.
— Ungu fólki hættir mjög til
þess að stofna til heimskulegra
sambanda, sagði hún og hristi
böfuðið. — Það væri kannske
réttara að kalla það flækjur
en sambönd.
Carstairs kinkaði kolli með
spekingssvip. — Alveg rétt. Ungt
fólk er eðlilega flasfengið. En
samt eru til lækningar við þessu,
jafnvel í alvarlegustu tilfellum,
held ég.
— Lækningar?
— Já, til dæmis breytt um-
hverfi, ný áhugamál, nýir kunn
ingjar. Æskan er fljót að gleyma.
Frú Penrose horfði á Carstairs
og var sýnilega skemmt. —
Hjálpi mér, sagði hún. — Það er
naumast að þér hafið reynsluna,
tautaði hún.
— Ég hef aldrei verið sjálfum
mér ráðandi meira en mánuð í
senn vitið þér, sagði hann. Og á
hættulega aldrinum átti ég aldrei
meira en hálfs mánaðar frí í
einu.
— Og sá tími nægði yður
kannske til að gleyma?
— Hann hefði sennilega nægt,
ef um það hefði verið að ræða.
— Og hvað langan tíma þyrft-
uð þér nú?
Carstairs leit upp og augu
þeirra mættust. — Ég býst ekki
við, að mér dygði minna en ferð
kring um hnöttinn, sagði hann
með áherzlu.
Frú Penrose andvarpaði ofur-
lítið. — Þér eruð að skána, sagði
hún.
— Og svo er auðvitað ekki
víst, að það dygði til, sagði Carsta
irs hugsi.
— Ef til vill. En vitanlega er
engin ástæða að fara að glíma
við erfiðleikana fyrr en þeir
mæta manni.
— Við skulum vona, að þeir
komi ekki, sagði Carstairs.
— Þarna kemur Sir Edward,
sagði frú Penrose og sló snögg-
lega út í aðra sálma. — Hann
hlýtur að hafa unnið, hann er
svo ánægður á svipinn.
— Nei, svaraði Talwyn og
gerði sér far um að vera niður-
dreginn, — ég vann svei mér
ekki. Ég var dæmdur úr leik,
næstum strax. Pope og Tollhurst
voru mér báðir andvígir, svo að
ég varð að ganga úr. Þeir vildu
engum sönsum taka.
Frú Jardine gaf frá sér eitt-
hvert torkennilegt hljóð, sem átti
víst að tákna meðaumkun henn-
ar. — Hvar eru þau hin? spurði
hún.
Talwyn gat ekki á sér setið að
brosa ekki. — Þau eru ennþá í
kapphlaupinu, sagði hann ógreini
lega og tók hendinni fyrir munn
inn. Hann settist því næst nið-
ur, kveikti sér í vindlingi og
setti upp svip þess, sem hefur
unnið til dálítillar hvíldar.
— Þeir eru illir viðureignar,
Pope og Tollhurst, sagði hann. —
Þýðir ekkert að rökræða við þá.
— En hvers vegna hættu ekki
stúlkurnar þegar þér voruð
dæmdur úr leik? spurði Carsta-
irs.
Talwyn tók aftur að gæla við
yfirskeggið á sér. — Ja, sko ..
ég var orðinn dálítið á eftir þeim,
sagði hann dræmt. — Kannske
hafa þær alls ekki vitað, að ég
var dæmdur úr leik.
— Veslingarnir, sagði frú
Penrose, móðguð. — Leggja á sig
líkamlegt erfiði til að hlaupa í
kapp við mann, sem liggur aft-
ur á bak í hægindastól, reykj-
andi.
— Þær eru afskaplega áhuga-
samar, sagði Talwyn. — Hrein-
asta ánægja að horfa á þær. Báð
ar horfðu beint fram og skálm-
uðu eins og þær þoldu. Pope og
Tollhurst urðu að brokka til þess
að hafa við þeim. Og Pope leit
út eins og hann væri með hita.
Hann andvarpaði ánægjulega,
teygði úr fótunum og sat síðan
og horfði á skóna sína. — Sann-
leikurinn er sá, sagði hann eftir
nokkra þögn, — að ég hef aldrei
verið neitt hrifinn af áreynslu.
Þegar ég hef orðið að leggja eitt
hvað slíkt á mig, til dæmis á
ferðalögum, hefur það verið af
nauðsyn en ekki vilja.
— Á okkar aldri .. byrjaði
Carstairs.
— Nei, ég hef alltaf verið
svona, sagði Talwyn.
Carstairs leit á hann hugs-
andi. — Þykir yður gaman að
Skémmtiskip. Ef ég gæti fengið
nokkra vini og kunningja mér
til samlætis. Ég held það gæti
verið gaman að leigja sér gufu-
skip og flækjast svo um, hvert
sem manni dettur í hug. Hvað
finnst yður?
— Jú, það getur verið alveg
stórkostlegt .— ef þér náið í rétt
fólk með yður, bætti hann við
og gaut augunum til frú Jardine.
— Vitanlega er allt undir því
komið, samþykkti Carstairs. —
Ef frú Penrose og frú Jardine
vildu gera mér þann heiður..
Frúrnar litu hvor á aðra, stein
hissa. Eitt er að heimsækja kunn
ingja og drekka úr tebolla hjá
honum, en sjóferð og hún
kannske löng, er dálítið annað.
Þeim datt fyrst í hug fatnaður-
inn.
— Yrði þetta löng ferð? spurði
frú Penrose.
— Eins löng og hver vill hafa,
var svarið og þetta svar fékk
þau Talwyn og frú Jardine til
að horfa hvort í annars augu.
— Og hvenær ætlið þér af
stað? spurði frú Penrose.
— Mér datt í hug í október.
Nota sumarið hérna, en fara svo
suður á bóginn, þegar veturinn
nálgast.
— Þetta er óneitanlega freist-
andi, sagði frú Jardine og leit
aftur á Talwyn. — Ég býst við,
að boðið nái einnig til frænku
minnar?
— Auðvitað, svaraði Carstairs
— og eins til ungfrú Seacombe.
— Hún getur nú ekki farið
nema ég fari, sagði frú Penrose.
— Nei, vitanlega ekki, svaraði
Carstairs.
Frú Penrose roðnaði ofurlítið.
— Ég verð að hugsa mig um,
þetta ágæta boð yðar, sagði hún
dræmt.
— Við ætlum báðar að hugsa
um það, ef við megum, sagði frú
Jardine. — Þetta er afskaplega
fallega boðið af yður, hr. Carsta-
irs. Hvað mig snertir, að minnsta
kosti, er það mjög freistandi.
— Hávaði heyrist úti fyrir,
sagði Talwyn allt í einu og
reyndi að vera fyndinn.
— Ég held þao sé lítið annað
Skáldið ocf mamma litla
1) Af hverju eru þessar tízku- 2) Það er til að sýna, að lífstykk- 3) .... og þær súpi hveljur.
dömur alltaf gapandi á öllum ið sé fullspennt ....
myndum?
en hún Effa, sagði frú Jardine,
raunalega.
Ungfrú Blake var vissulega
hávær, en það var stallsystir
hennar þá engu síður. En svo
heyrðust einhverjar afsakandi,
lágværar raddir, sem mundu
vera þeirra Tollhurst og Popes.
Talwyn iðaði í stólnum, óróleg-
ur.
— Hér er þá íþróttagarpurinn,
sagði ungfrú Blake, um leið og
hún staðnæmdist og horfði
hvasst á þau, sem fyrir voru.
—• Ég var dæmdur úr leik,
sagði Talwyn og stóð upp.
Ungfrú Blake þerraði heitt and
litið og sneri sér að vinstúlku
sinni, en lét sem hún sæi ekki
augnagoturnar, sem fóru mill
karlmannanna. Svipur hennar
var einna líkastur og á ketti, sem
hefur misst af mús, mestmegnis
fyrir eigin heimsku og klaufa-
skap.
— Hver vann? spurði Talwyn.
Ungfrú Blake varð enn dekkri
í framan, en svaraði engu.
— Við urðum að dæma þær
báðar úr leik, sagði Pope, með
smeðjulegri meðaumkun. — Og
það á síðustu tuttugu skrefunum.
Ég tala ekki um, hvað okkur
þótti það leiðinlegt.
— Hvers vegna var okkur ekki
sagt, að Sir Edward væri hætt-
ur? spurði ungfrú Seacombe.
— Dæmdur úr leik, leiðrétti
Talwyn.
— Það er ekki til siðs, sagði
Pope. — Engin ástæða til að til-
kynna keppinautunum slíkt. Það
er aldrei gert.
— Aldrei, staðfesti Tollhurst.
— Og hvaða gagn hefðuð þið haft
af því?
— Þið hefðuð getað orðið rugl
aðar í ríminu, sagði Pope. — Þið
genguð einmitt svo ágætlega þá,
að það var hreinasta ánægja að
horfa á ykkur, enda kunni ég að
meta það.
— Ekki er að efast um það,
svaraði ungfrú Blake stuttara-
lega. — Þarna er karlmönnunum
rétt lýst.
Hún fleygði sér síðan í stól og
lét að lokum tilleiðast að þiggja
glas af ávaxtasafa úr hendi
Carstairs. Tillaga frá Pope um að
kappgangan skyldi endurtekin
með öðrum dómurum, hlaut litl
ar undirtektir, aðrar en þögla
fyrirlitningu.
ajútvarpiö
Föstudagur 20. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar —
10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhús-
inu. Stjórnandi: D. Václav
Smetácek. Einleikari á fiðlu:
Björn Olafsson.
a) Forleikur að óperunni „Ip-
higenie in Aulis“ eftir Gluck
b) Fiðlukonsert í D-dúr op. 61
eftir Beethoven.
21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas",
eftir Nikos Kazantzakis, í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirssonar;
XVIII. (Erlingur Gíslason leik-
ari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Garðyrkjuþáttur: Sveinn Indr-
iðason garðyrkjufræðingur tal-
ar um meðferð grænmetis og
afskorinna blóma.
22.25 I léttum tón: Hljómsveit Kurts
Edelhagens leikur.
23.00 Dagskrárlok.
a
r
L
ú
ó
• Jæja, úr því að þú ert nú laus
▼ið Finn Brodkin, þingmaður,
finnst mér að þú ættir að taka
upp samvinnu við landfriðunar-
sinnana.
Það geri ég, Anna mín. En auð-
vitað úr því að kosningarnar fara
í hönd getur verið að ég þurfi á
nokkurri . . hérna «ðstoð að
halda!
Allt í lagi gamli þrjótur. Ég
skal sjá til hvað ég get gert til
að styðja þig í baráttunni. En
þú minnist ekkj »#*ur á sölu skóg-
anna.
Markús, ég held að þú þurfir
ekki lengur að hafa á'hyggjur.
Pahh? «r »ítur kruninn á þitt mál.
Laugardagur 21. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. —
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir og
veðurfregnir).
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Marzbúinn" eftir Frið
jón Stefánsson. — Leikstjóri:
Gísli Halldórsson.
21.10 Tónleikar: Ljuba Welitsch syng
ur óperettulög eftir Lehár og
Millöcker.
21.30 Upplestur: „Biskupinn af Valla-
dolid“, gamansaga eftir Hjört
Halldórsson (Flosi Oiafsson leik
ari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.