Morgunblaðið - 20.05.1960, Page 21
Fðstudagur 20. maí 1960
ftfORGUlVBLAÐIÐ
21
Nýr læknir
að Kirkjubæjar-
klaustri
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 18.
maí: — Nýr læknir er kominn
hingað að Kirkjubæ, Kristján
Jónasson úr Flatey á Skjálfanda.
Mun hann verða hér að minnsta
kosti næstu 4 mánuði í stað hér-
aðslæknisins, Braga Níelssonar,
sem hefur ráðið sig til starfa á
sjúkrahús í Kaupmannahöfn um
óákveðinn tíma. Bragi hefur
gegnt embætti hér um eins og
hálfs árs skeið við vaxandi álit
og vinsældir. Hann og fjölskylda
hans mun taka sér far með Gull-
fossi til Kaupmannahafnar næst
komandi laugardag.
—Fréttaritari.
— Erlent yfirlit
Framh. af bls. 10
inu. En Krúsjeff hefur nú ger-
breytt því, svo að Rauði herinn
hefur aldrei verið háðari kom-
múnistaflokknum og Krúsjeff, en
einmitt nú.
Þó styrkir það stöðu Krúsjeffs
kannski allra mest, að hann er
ákaflega vinsæli meðal rússneskr
ar alþýðu. Að vísu þarf „einræð-
isherra“ ekki að leita eftir vin-
sældum alþýðunnar, hann getur
haldið völdum án þeirra. En ef
hann öðlast vinsældirnar, þá
geta þær mjög styrkt valdastöðu
hans og það held ég að gildi
einmitt um Krúsjeff.
Vinsældir hans meðal rúss-
neskrar alþýðu byggjast á því,
að hann hefur verulega bætt kjör
hennar og stuðlað að fráhvarfi
frá lögregiuríki og ofsóknum
Stalins-tímanna. Fordæmingar-
ræðan á Stalin á sinn þátt í vin-
sældum hans í Rússlandi, þó all-
ir séu ekki á einu máli um hana.
Auk þess er litið á hann sem
skemmtilegan og kátan persónu
leika, sem fólk hetur yndi af
að segja grínsögur af. Allt þetta
held ég að styrki Krúsjeff í sessi.
Hvar sem hann kemur fram, er
hann sá sem valdið hefur og mér
finnst líklegast að hann ráði nú
orðið einn stefnu Russlands, þó'
hann hafi að sjálfsögðu í kring
um sig hóp ráðunauta. Ég ef-
ast um að nokkur breyting hafi
orðið innan landamæra Rúss-
lands, áem hafi þröngvað hon-
um til að breyta um stefnu.
Hefur vanmetið
VesturveJdin
Þvert á móti virðist mér að
stefnubrigðin eigi eingöngu ræt-
ur.í huga og skapferii Krúsjeffs.
Líklegast er að hann hafi talið
það heppilegast til að veikja mót
spyrnumátt Vesturveldanna eða
sundra þeim, að þjarma nú vel
að þeim. Hann beitir hinum al-
gildu aðferðum stjórnmálamanns
ins, sem einskis svífst og notfær-
ir sér allt miskunnarlaust til
áróðurs. Kannski hefur hann líka
vanmetið samstöðu Vesturveld-
anna og saman við allt blandazt,
að hann virðist eiga erfitt með
að hafa hemil á skapi sínu.
Krúsjeff hefur vissulega niður
lægt Bandaríkin og Eisenhower
forseta þeirra. Að vissu leyti
hefir hann þannig haft betur en
Vesturveldin.Óvíst er samt hvort
hann verður talinn sigurvegari
á þessari ráðstefnu. Margir
telja að spilin hafi snúizt í hönd-
um Krúsjeffs og það sé þvert á
móti Eisenhower forseti, sem
hlýtur samúð manna og aðdáun
fyrir stillilega framkomu sína
undir sífelldum móðgunum
Rússa.
Þorsteinn Thorarensen.
EINAR ASMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
HAFSTEINN SIGURBSSON
héraðsdómslögmaður
Skrifstofa Hafnarstr. 8. II. hæð.
Sími loáð1?, 19113. . “ “
Vestur-þýzkar
iðnaðarsaumavélar
til sölu. — Sími 35-3-35.
Dömur
Tökum upp í dag
Sumarpils einlit og rósótt
Nælonsloppa Vatteraða sloppa
Hjá BÁRU
Packard einkabifreið ‘47
keyrð innan við 100 þús. km. Bifreiðin er í úrvals
lagi og selst með góðum skilmálum. Uppl. gefur
VÖRU OG BIFREIÐASALAN
Snorrabraut 36 — Sími 23865.
Til sölu
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir við Stóragerði.
Eitt herbergi i kjallara fylgir hverri ibúð. Ibúðimar
seljast fullgerðar að utan en tilbúnar undir múr-
húðun að innan. — Nánari upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
Guðmundar Péturssonar.
Áðalstræti 6, Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602
Nám og atvinna
Stúlkur, sem vilja læra gæzlu og umönnun vangef-
inna geta komist að við slíkt nám á Kópavogshæli nú
í vor. Námstimann verða greidd laun sambærileg
við laun starfsstúlkna.
Upplýsingar gefnar á hælinu og í síma 19785, 14885,
og 19084.
SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA.
Athugið vörugæðin
Ungbarnafatnaður
Soðin ull — litekta
Austurstræti 12.
Tilkynning
um lóðabreinsun í Kópavogi
Samkvæmt 2. kafla heilbrigðissamþykktar fyrir Kópa
vogskaupstað er lóðareigendum skylt að halda lóðum
sínum hreinum og þrifalegum.
Eigendur og umráðamenn lóða eru hér með áminnt-
ir um að flytja burt af lóðum sínum allt, er veldur
óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyrir 15. júní
næstkomandi.
Hreinsun verður þá að öðrum kosti framkvæmd
á kostnað lóðareiganda.
Rusl, sem hreinsað verður af lóðum, má.láta 1
gamlar malargryfjur við Hraðfrystihúsið "við Fífu-
hvammsveg, en annars staðar ekki. t.
■t Kópavogi, 16. maí 1960.
HEILBRIGÐISNÉFND KOPAVOGS.
I :UI ..-1 f í-:. I' .. ■ . ", •' íj >■' '*J.
u~--‘■ I• ■ v • 'i '.1' ' - ' *V‘v •
Olíukyndingartæki
Miðstöðvarketill 4,5 ferm. og brennari ásamt öðru
tilheyrandi, lítið notað. Einnig hitavatnsdunkur 250
lítra. Til sýnis og sölu á Kirkjuteigi 18. Sími 33911.
Áfgreiðslustúlkur
Stúlka óska.st til afgreiðslustarfa í kjötbúð hálfan
daginn og önnur til afgreiðslustarfa í nýlenduvöru-
búð allan daginn. Upplýsingar á Grundarstíg 2A.
Peningalán
Get lánað 50—100 þús. kr. til 5 ára gegn öruggu
fasteignaveði. Þeir sem hafa áhuga á þessu leggi
nöfn, heimilisfang og nánari upplýsingar um veð inn
á afgr. Mbl. merkt: „Peningalán — 3376“ fyrir n.k.
má.nudagskvöld.
Halló - Halló
Enn er hægt að gera góð kaup á Laufásveginum.
Bleyjuefni tvíbreitt á 10 krónur -meterinn eða 3,50
í bleyjuna. Gardínu-Voual 10 krónur meterinn.
Drengjapeysur 85 krónur og m. m. fl.
Lítið inn, það borgar sig.
SKYNDISALAN, Laufásvegi 58.
Útboð
Tilboð óskast í að reisa viðbyggingu við Hrafnistu
Dvalarheimili alraðra sjómanna. Uppdrátta og
lýsinga má vitja til Harðar Björnssonar á Teikni-
stofu A.B.F. Borgartúni 7. Skilatrygging 500 kr.
Húsgögn til sölu
VEGNA FLUTNINGS
Svefnherbergishúsgögn (dýnulaus), Borðstofuborð,
stólar og buffet (eldri gerð), B.T.H.-þvottavél o. fl.
Uppl. í kvöld frá kl. 8—10 í Bröttugötu 6 I. hæð.
Fró barnuskóíum Reykjavikur
Börn, sem fædd eru á árinu 1953 og verða því skóla-
skyld frá 1. september n.k. skulu koma í skólana til
innritunar mánudag 23. maí kl. 2 e. h.
ATH. Innritun barna úr HHðahverfi fer fram í Hlíða-
skóla við Hamrahlíð en ekki í Eskihlíðarskóla.
SKÓLASTJÖRAR.
Skrifstofustúlka
Dugleg skrifstofustúlka óskast strax. Góð
íslenzkukunnátta nauðsynleg. Verzlunar-
skóla eða önnur hliðstæð menntun æski-
leg.
Tilboð er greini menntun, aldur og fyrri
störf, ásamt mynd og meðmælum ef fyrir
hendi eru sendist Mbl. strax merkt:
„Framtíð — 4292“.
> ' ■ ' • ‘ s" ' ’ ;• - •■ ' /-•
.'■■• :■'!* •r.V-Ol ..... . ... 'v , ... • . -Stó