Morgunblaðið - 20.05.1960, Side 24
Jbróttasíðan
er á bls. 22.
114. tbl. — Föstudagur 20. maí 1960
Þingfréttir
Sjá bls. 8.
Efnahagsmálin
rœdd í Kópavogi
Eindregnum sfubningi lýst v/ð róð-
stafanir rikisstjórnarinnar
sjálfstæðisfélag
Kópavogs hélt í gærkvöldi
ágæ.tan fund um efnahags-
málin í Félagsheimilinu í
Kópavogi.
Frummælandi var Ólafur
Thors, forsætisráðherra, sem
flutti ýtarlega ræðu um hina
ýmsii- þætti þeirra mála.
Öll skynsemi mælti með
Vék hánn í upphafi að þvi,
hvemig um-
horfs var í efna-
Sjálfstæðismenn í Kópavogi eftir
fremsta megni stuðla að því, að
þær nái tilgangi sínum“.
Alyktunin var samiþykkt ein-
róma.
Að síðustu mælti Ölafur Thors
forsætisráðherra nokkur orð.
Fundurinn fór í hvívetna hið
bezta fram og lauk ekki fyrr en
komið var fram undir miðnætti.
Nokkrir sjóstangveiðimannanna fyrir utan HB í gærmorgun
(Ljósm. S. J.)
Þorskurinn lánaður til myndatöku
Sjóstangveiðimenn reru
frá Eyjum í gœr
VESTMANNAEYJUM í gær-
kvöldi, frá fréttamanni Mbl.
— Það voru broshýrir sjó-
sóknarar, sem lögðu að
bryggjunni hér í kvöld, enda
þótt afli hafi ekki verið slík-
ur að magni, að ástæða sé til
að vinna í hraðfrystihúsun-
um í nótt. Flestir höfðu dreg-
ið þetta 20—30 fiska og sum-
ir meira. Örfáir voru óánægð-
ir með dagsverkið, annað
hvort vegna þess að þeir
höfðu gleymt að taka sjó-
veikipillurnar í morgun eða
vegna þess, að „þessi íslands-
fiskur er ekki nógu stór fyrir
okkur“, eins og Fransmaður-
inn, sem braut rúðuna á hótel
HB í gærkvöldi, sagði. —
„Ég þurfti aldrei að beita
ýtrustu kröftum, við sáum
engan hval“, sagði hann og
hló. —
Fimmtíu þátttakendur
Dagurinn í dag var reynslu- og
undirbúningsdagur fyrir hina al-
þjóðlegu sjóstangarveiðikeppni,
sem hefst hér í fyrramáiið og
stendur í þrjá daga.
Þátttakendur eru um 50, Bret-
ar, Frakkar, Belgíumenn, Banda-
ríkjamenn og íslendingai.
Margt heimamanna var saman
komið .íið'ir við hafnarbakka um
9 leytið í morgun, þegar bátarn-
ir er voru 8, létu úr höfn. Evja-
skeggjar kímdu, þeir eru ekki
vanir slíkri viðhöfn, þegar þorsk-
Bátasmíða•
stöð við
urinn á í hlut. En keppendumir,
sem margir hverjir ei-u komnir
langt að, litu hlutina öðrutn áug-
um, og það gekk mikið á þegar
Fransmennirnir roguðust með fyr
irferðarmikinn veiðiútbúnað um
borð í bátana. 6—7 menn voru
á hverjum báti og reynt að skipta
því þannig, að menn af mörgum
þjóðernum drægju þorskinn við
sama borðstokk.
Fréttamaður Mbl. fékk að
fljóta með á Sigrúnu VE 50, en
þar réðu ríkjum tveir ágætis®’
menn, Oddur Sigurðsson og Einar
Jóelsson, sem byrjuðu að hella
upp á könnuna strax og komið
var út úr haÆarmynninu. Hald-
ið var að Suðurey. Veður var
gott, en dálítil undiralda, nóg til
þess að landkrabbanum frá Mbl.
leið ekki alls kostar vel innvortis.
Keilur dregnar
„Þú hefðir átt að taka pillu",
sagði Englendingur og veifaði
pilluglasinu, sem er mun mikil-
vægara til aflasældar en öngull-
inn. Og það sannaðist von bráð-
ar, því þessi Englendingur, Mr.
Shilling frá London, dró fyrsta
Framh. á bls. 23
Borgarstjórinn vígði
íslandshúsin í gær
HULL, 19. maí (Reuter). — Borg
arstjórinn í Reykjavík, Geir
Fóstbræður fá frá
bærar viðtökur
KARLAKÓRINN Fóstbræður
söng á útihátíð í Bergen 17. maí
og voru áheyrendur 30 þús. í
skeyti til Mbl. frá Noregi segir
að kórinn hafi vakið geysihrifn-
ingu.
Einnig hélt kórinn hljómleika
fyrir húsfylli í Bergen þann 18.
þ. m. við mikinn fögnuð áreyr-
enda. Bæjaryfirvöldin sýndu söng
bræðrum frábæra gestrisni.
Blaðadómar segja kórinn einstæð
an, m. a. segir blað í Haugesund
að flutningurinn minna á fyrsta
flokk kammermusikflutning og
hijómsveitarflutning.
Kveiktu krakk-
Hallgrímsson, opnáði í dag við
hátðlega athöfn, 27 hús sem Is-
lendingar hafa gefið öldnum sjó
mönnum frá Hull og fjölskyldum
þeirra.
Geir Hallgrímsson sagði í ræðu
við þetta tækifæri að í þúsund
ár hefðu Hull og Island verið
tengd vináttuböndum og að hann
vonaði að sú vinátta mætti end-
ast um langa framtíð.
Borgarstjórinn skýrði síðan frá
tilefni gjafarinnar sagði að eftir
stríð hefðu íslenzkir togarasjó-
menn flutt heim frásagnir af eyði
leggingunni í Hull, og það hefði
orðið til þess að ákveðið var að
aðstoða bæinn og 20 þús. pund
verið gefin í því skyni.
Peningarnir voru notaðir til að
byggja þessi hús.
Atbugasemd
frá Sölunefnd
varnarliðseigna
í MORGUNBLAÐINU þann 18.
þ. m. birtist grein um sölu á fjar-
skiptatækjavarahlutum. Er þar
tekið fram að Sölunefnl Varnar-
liðseigna, muni hafa boðið vara
hluti þessa fyrir kr. 800.00.—.
Það sanna er, að varahlutir þessir
hafa aldrei verið boðnir fyrir kr.
800.000.—, en hins vegar var öll
um rikisstofnunum, sem koma til
greina að hefðu not fyrir þessa
varahluti, boðið að kaupa það er
þeir óskuðu eftir og ennfremur
var öðrum aðilum boðið það
sama. Að síðustu var Landssíma
íslands boðið að kaupa það sem
eftir var fyrir kr. 45.000.— og
hafnaði Landssmíminn því.'Eftir
það var á næstu 2—3 mánuðum
selt af þessu fyrir ca. 10—12 þús.
kr. og var talið með því, að litlir
sölumöguleikar væru eftir. Var
þá afgangurinn seldur fyrir kr.
30.000.—.
Ársliátíð Sjálf-
stæðismaima
á Siglufirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Siglu
firði halda árshátíð sína n.k. mið
vikudagskvöld 25. maí í Sjálfsæð
ishúsinu á Siglufirði. Skemmtun-
in hefst kl. 9 e. h. Þar verða
ávörp, skemmtiatriði og dans.
Sjátlfstæðisfólk á Sigufirði er
hvatt til þess að mæta.
Aftur hefst brúarsmíði
á Mýrdalssandi
hagslífinu, þeg-
ar núverandi
ríkisstjórn tók
við, og rakti síð-
an skref fyrir
skref allt það,
sem rannsóknir
hagfræðinganna
leiddu í Ijós. —
Sannaði Ólafur Thors með sterk-
um rökum, að öll skynsemi hefði
mælt með því, að gerðar yrðu
þær ráðstafanir, sem ríkisstjóm-
in hefði beitt sér fyrir.
Á réttri braut
Þá ræddi forsætisráðherra við
reisnarráðstafanirnar og efni
helztu frumvarpa stjórnarinn-
ar, sem verið hafa á dagskrá
að undanförnu. Vék hann að því
búnu að framtíðarhorfunum og
sýndi fram á, að ýmis sólar-
merki bentu þegar til þess, að
efnahagsmálin væru á réttri
braut.
Ný blómaöld — eða miklar
hörmungar
Lauk forsætisráðaerra í ræðu
sinni miklu lofsorði á dómgreind
almennings og taldi öruggt, að ef
þjóðin sýndi áfram fullan kila-
ing á allri aðstoðunni, þá mundi
henni vel farnast cg ný blóma-
öld renna upp í landinu. En ef-
aðgerðir rikisstjórnarinnar yrðu
brotnar niður, væri ástæða til að
óttast miklar hörmungar og yrði
þá teflt í voða bæði efnahagsiegu
og stjórnmálalegu frelsi þjóðar-
innar.
Tókst Ólfi Thors forsætisráð-
herra í furðanlega stuttu máli að
bregða upp skýrri mynd af þessu
margþætta og flókna efm. — Var
ræðu hans mjög vel tekið.
Ágætar umræður
Þegar forsætisráðherra hafði
lokið ræðu sinni tóku til máls
þeir Helgi Tryggvason, Axel Jóns
son, Sveinn S. Einarsson, Kristinn
Wium og fundarstjórinn Gísli
Þorkelsson, sem alir fluttu stutt-
ar en ágætar ræður og lýstu fylgi
við ráðstafanir ríkisstjórnarinn-
ar til lausnar efnahagsvandans.
Lýst fylgi við viðreisnina
1 fundarlok var síðan samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Fundur í Sjálfstæðisfélagi
Kópavogs haldinn 19. maí 1960
þakkar aðgerðir núverandi stjórn
arflokka til varanlegrar lausnar
á efnahagsvandamálum þjóðarinn
ar og stuðnings hennar við aukið
athafnafrelsi einstaklinganna.
Sjállfstæðismenn í Kópavogi
þakka sérstaklega formanni Sjálf
stæðisflokksins, Ólafi Thors, for-
ystu hans í þeirri viðreisnarbar-
áttu, sem nú stendur yfir. Munu
Arnar-
voginn
NIÐUR við Arnarvoginn í
Garðahreppi er í ráði að
koma upp slipp og báta-
smíðastöð með meiru. Er
Sigurður Sveinbjörnsson,
forstjóri, að fá þar tveggja
hektara land í Lyngholts-
landi, niður við sjóinn rétt á
móti Vífilstaðaafleggjaran-
um, og mun bráðlega ætla t
að hefja þar framkvæmdir. {
ar í?
RANNSÖKN hefur nú farið fram
á bruna, sem varð á þriðjudag í
geymslubragga í Fossvogi, en get
um var að því leitt að kveikt
hefði verið í.
Líkur benda til að þarna hafi
krakkar kveikt í rusli, og eldur-
inn síðan læst sig í braggagafl-
inn. Er slökkviliðið kom að log-
aði í rusli við vesturenda bragg-
ans og einnig í gaflinum.
Skömrnu áður en kviknaði í
bragganum hafði verið kveikt í
sinu á Þ'eimur stöðum skammt
frá.
EFTIR næstu helgi verður byrj-
að að brúa Blautuhvísl á Mýr-
dalssandi ofar en gert var í fyrra
en þá hvarf brúin í sandinn, sem
kunnugt er. í vor hefur verið
ágætlega fært austur yfir, enda
ekki von á vatnavöxtum þarna
fyrr en í byrjun júní.
Múlakvísl, sem er vestast á
söndunum, hefur eitthvað vaxið
í hlýindunum undanfarið, en það
mun gefa litla vísbendingu um
hvort leysingarvatnið ætlar í
hana 1 þetta sinn eða flæða yfir
sandana. En það var það, sem
gerðist í fyrra. Var þá það ráð
tekið að veita því í Blautukvísl
og brúin sem hvarf byggð yfir
hana. Var hún byggð í farvegi
sem fylltist af sandi.
Er talin miklu minni hætta á,
að eins fari um hina nýju brú,
sem verður miklu ofar, enda
fékkst talsverð reynsla í bar-
áttunni við vatnið í fyrra.
Hin nýja brú mun eiga að
vera um 100 m löng og síðan
á að byggja 700—800 m langan
varnargarð. Um verKið sjá þeir
Valmundur Björnsson, brúar-
smiður og Brandur Stefánsson,
vegaverkstjóri. Leiðin austur
yfir sandinn mun ekki lengjast
svo neinu nemi við þetta.