Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. júní 1960 MORGVTSLLAÐIÐ 5 1/111 W IÉ | fi nl iU áiiiiii aaia I NOKKRAR vikur hefur dvalizt hér á landi þýzkur augnlaeknir að nafni dr. El- isabeth Diinkel. Kom dr. Diinkel á vegum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund ar, en heimilið fékk einnig léð hingað vönduð tæki til augnlækninga. Þann tíma, sem dr. Diink- el hefir dvalizt hér hefur hún unnið í samráði við augnlækna í Reykjavík. — Hún fæst einkum við lag- færingar á sjónskekkju og hafa læknarnir sent til hennar sjúklinga, mest börn, sem haldin erm slæmri sjónskekkju. Þegar fréttam. og ljósm. Mbl. komu upp á elliheim- ili fyrir skömmu hittist svo á, að dr. Dunkel var að koma þangað með lítinn dreng, sem hún hefir haft undir höndum í nokkurn tíma. Drengurinn er fjar- sýnn og sjónin sýnu verri á hægra auga. Hann hefur gleraugu, en læknirinn hafði límt yfir glerið fyrir hægra auga, til þess að það auga drengsins væri í full- kominni hvild milli aðgerða. Miðstöðvartæki Gilbarco blásari, ketill og stór heitavatnsgeymir, not- að, en í ágætu standi, til sölu. Verð kr. 7 þús. — Hamrahlíð 13. Eæknirinn brá nú litlu tæki að aiuga drengsins og sagði honum, að horfa á punkt í því. Eftir smástund fjarlægði læknirinn tækið en kveikti og slökkti á lampa til skiptis og sá þá drengurinn punktinn áfram en í mismunandi Iitum. Sagði dr. Dúnkel, að til- gangurinn væri sá aö skerpa sjónina á daprara auganu og sæi drengurinn punktinn sífellt lengur eftir því sem hann fengi þessa meðferð oftar. Því næst sýndi dr. Dúnk- el okkur tæki, sem einnig er ætlað til þjálfunar aug- unum. Voru þar myndir sem áttu að falla hver í aðra og þótt það tækist ekki al- veg strax, var með þessu tæki unnt að þjálfa augun til samræmis með því að horfa nokkra stund í tækið. Dr. Dúnkel mun dveljast hér til júníloka. Þá er einnig væntanlegur hingað Próf. Cuppers, pró- fessor í augnlækningafræð- um við háskólann í Giesen. Kemur hann til landsins í sambandi við þessar lækn- ingaaðgerðir, sem frú Dúnk el hefur verið að nota hér en sumar þeirra eru kennd- ar við hann. Munið að setja aluminium pappír á tappann áður en honum er sbungið í hitaflöskuna. Bogi Melsted, cand. med. & chir. hefur verið settur héraðs- læknir í Hólmavíkurhéraði frá 1. maí 1960 að telja og þar til öðru- vísi verður ákveðið. Forseti íslands skipaði Kristján Sigurðsson, lækni til að gegna héraðslæknisembætti í Patreks- fjarðarhéraði frá 1. júní 1960 að telja. Litli Kláus átti að fara í skól- ann í fyrsta sinn og mamma hans sagði honum frá öllu því skemmti lega, sem þar var að vænta. Hann fékk tösku og pennastokk með blýöntum og lagði af stað. Þeg- ar heim kom sagði hann mömmu sinni himinlifandi frá deginum og hún andvarpaði léttilega, og hugsaði með sér að hún hefði verið hálfhrædd um að hann vildi ekki fara í skólann. Næsta morg- un vakti hún Kláus kl. 7 og sagði: Nú átt þú að fara á fætur Kláus minn, og flýta þér af stað. — Hvert? spurði Kláus. — í skólann. — Nei, en mamma, þar var ég í gær. —o-O-o— ítalskur lífeðlisfræðingur hefir sýnt fram á að tómatsafi hafi yngjandi áhrif á húðina. Hefur því dagblað eitt ítalskt gert les- endum sínum grein fyrir því, að það er algerlega gagnlaust að kasta tómötum í pólitíska and- stæðinga sína, þeir verða aðeins fallegri af því. —o-O-o— Hún var svo þreytt, að hún gat varla talað. I blaðinu sl. laugardag var sagt frá því að sælgætisgerðin Nói væri 40 ára á þcssu ári. — Þessi mynd hér var nýlega tekin í verksmiðjunni. — }f$-Z29 Pabbi, mannstu að þú sagðir, að ég mætti kaupa dýr fyrir sparipeningana mína. —o-O-o— Hann var að biðja hennar og sagði: — Kinnar þínar eru eins og rósir. — Kinnar mínar eru þínar, hvíslaði hún. — Varir þínar eru eins og rú- bínsteinar, sagði hann. — Varir mínar eru þínar — ætíð þínar, sagði hún — en ef þú tékur næst til augnháranna þá eru þáu frá Max Factor. —o-O-o— Einasta uppfinning konunnar: Að kökukefli sé - til tvenns kon- ar nota. Læknar fjarveiandi Björn Gunnlaugsson, læknir verður fjarverandi til 4. júlí n.k. Staðg.: Ol- afur Jónsson, Pósthússtræti 7. Viðtals- tími 2—3, nema laugardaga 12,30—1,30. Jón K. Jóhannsson læknir Keflavík, verður fjarverandi frá 3. maí til 4. júní. Staðgengill: Björn Sigurðsson. Haraldur Guðjónsson fjarverandi frá 7. júní í mánuð. Staðg.: Karl Sig. Jónasson. Jón Þorsteinsson fjarverandi júní- mánuð. Staðgengill Olafur Jónsson. Kristján Þorvarðarson verður fiar- verandi til 15. júlí. Staðg. Eggert Stein þórsson. Ragnhildur Ingibergsdóttir verður fjarverandi til júlíloka. Staðg. Brynj- úlfur Dagsson, héraðslæknir í Kópav. Sigurður S. Magnússon læknir verð-* ur fjarverandi frá 14. marz um óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þorstelnsson, Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 3,30— 4 alla virka daga nema miðvjkudaga kl. 4.30—5. Sími 1-53-40.. Sveinn Pétursson, læknir verður fjarv. til 13. júní. Staðg.: Kristján Sveinsson. Tómas Jónasson, fjarv. til 1. júní. Staðg.: Guðmundur Benediktsson. Tryggvi Þorsteinsson verður fjarv. 7.—20. júní. Staðg.: Jón Hjaltalín Gunn laugsson, Hverfisgötu 50. íbúð. — Til leigu er 4ra herb. íbúð í Hafnar- firði. Tilb. sendist til Mbl., fyrir 10. þ.m., merkt „íbúð — 3606“. íbúð Óska eftir 2ja herbergja íbúð. — Tilboð merkt: „íbúð — 3604“, sendist Mbl. Herbergi til leigu fyrir reglusama stúlku, sér inng. Snyrtiiherb., — innbyggðir skápar. Uppl. í síma 15701, milli kl. 4 og 7 eða í Skip- h-olti 34. — Sölutjald til sölu 3x2%, með járngrind. Upp- lýsingar í síma 34133. Til sölu bifreið Lincoln ’38, mjög ódýr. — Upplýsingar í síma 16206 og 12215. — Sumarbústaður óskast til leigu, í 2—3 vik- ur, júlí—ágúst. Upplýsing- ar í síma 32379. Suðurstofa með svölum, við Miðbæinn, til leigu. Hentug fyrir karl mann. Upplýsingar í síma 11955, f.h. og eftir kl. 6. Borðstofuhúsgögn til sölu, vegna brottflutn- ings. — Upplýsingar í síma 15054. — Bændur Drengur, vanur sveitastörf um, óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upp- lýsingar í síma 50931. Til sölu sumarhús í nágrenni Reykjavíkur, í strætisvagnaleið. — Upp- lýsingar í síma 19847. ■ Veðskuldabréf, 50 þús. kr. bréf til sölu. Bréfið er 2ja ára og með 7% vöxtum. Tilb. sendist afgr. Mbl., fyr ir laugard., merkt: „Veð- skuldabréf — 3536“. • Gott herbergi 2 stúlkur óska eftir góðu herb., strax. Barnagæzla kæmi til greina. Uppl. í síma 22453, frá kl. 9—5. Keflavík Til sölu söfi og 2 stólar. Selst með góðum kjörum. Uppl. eftir kl. 6 að Tjarn- argötu 20, niðri. Trésmíði Vinn allsk. innanhúss tré- smíði í húsum og á verkst. Hef vélar á vinnustað. Get útvegað efni. Sanngjörn viðskipti. — Sími 16805. Elna-saumavél Til sölu eldri gerð Elna saumavél í mjög góðu lagi. Ennfr. dragt, meðal stærð. Til sýnis á Spítalastíg 1. Til sölu Logsuðutæki ásamt gas og súrkútum. Handverkfæri geta fylgt. — Sími 18745. Kona með litla telpu óskar eftir ráðskonustöðu hjá.reglusömum manni. — Tilb. sendist blaðinu fyrir 14. þ.m., merkt: „Gott hús- næði — 3989“. 2ja herb. íbúð óskast sem næst Miðbænum. — Upplýsingar í síma 50855. Atvinnurekendur úti á landi. 2 duglegir menn óska eftir atvinnu úti á landi. Allt kemur til greina Uppl. í síma 16088. Dugleg stúlka eða unglingur óskast í kaupavinnu í sveit, þarf að kunna að mjólka. Upplýs- ingar í síma 24661. Barnlaust fólk getur fengið 2 herb. og eld- húsaðgang. Tilb. merkt: „Strax — 3990“, sendist blaðinu. Hjón óskast að búi á góðrl jörð á Suðurlandi, sem með eigendur eða leigjendur. Tilboð merkt: „Jörð —■> 3591“, sendist á afgr. blaðs ins, fyrir 13. þ.m. Sófasett og' borðstofuborð með 4 stólum, til sýnis og sölu, á Ljósvallagötu 14, efstu hæð, í dag og næstu daga. — ískista til sölu og Rafha eldavél. Uppl, j ■ síma 50775, milli kl. 3 og 5 og næstu kvöld eftir kl. 8. Byggingarlóð Gæti útvegað ræktaða lóð, á góðum stað í Kópavogi, undir einbýlishús. Tilboð merkt. „Lóð — 3594“, snd- ist Mbl. Timbur til sölu 7/8x6”, 2x5”, 1x4”. — Upp- lýsingar í síma 33609, frá 12—13 og 18—19. Sölutjald fyrir 17. júní, til sölu strax. Uppl. í símum 16435 og 15208 eftir kl. 5. Búðarinnrétting Til sölu er ný búðarinnrétt ing, mjög vönduð, ásamt 2 afgreiðsluborðum með gleri. Upplýsingar í síma 20, Selfossi. Tækifæriskaup Nýjar kápur í stærðunum 40—46 til sölu. — Sími 32689. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.