Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNÍJTAÐ1Ð Miðvik'udagur 8. júní 1960 tntfrKðMfr Útg.: H.f. Arvakur, Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. NJÓSNIR TVTJÓSNAMÁL hafa mjög verið á döfinni í heims- fréttunum að undanförnu. Hófust umræðurnar um þau með njósnaflugi bandarísku flugvélarinnar U-2 yfir Ráð- stjórnarríkjunum. Sem af- leiðing af umræðunum um njósnaflugið upphófust opin- berar umræður um njósnir, starfsemi, sem að vísu allir vissu að rekin var í víðtækum mæli, en fram að þessu hafði verið nokkurs konar þegjandi samkomulag um milli stór- veldanna að ræða ekki opin- berlega. Hámarki náðu þess- ar umræður um njósnastörf, þegar aðalfulltrúi Bandaríkj- manna í öryggisráði SÞ sýndi þar vinargjöf frá Rússum til sendiherra Bandaríkjamanna í Moskvu, en falið í þeirri gjöf reyndist vera fullkomið njósnatæki. Fylgzt hefur verið með þessum umræðum af miklum áhuga um allan heim, ekki sízt vegna þess að Rússar reyndu að tengja njósnaflug Bandaríkjanna við þá ákvörð- un sína að eyðileggja fund æðstu manna. Auðvitað sér nú hver óblindaður maður, að njósnaflugið var eingöngu notað að yfirvarpi, Enda þótt við íslendingar fylgjumst minna með al- þjóðamálum en flestar aðrar frjálsar þjóðir, hafa þessar umræður einnig vakið hér mikla athygli. Og skyndilega hafa þau atvik gerzt upp við landsteina Islands, sem líkleg eru til að valda því, að íslend- ingar fylgist betur með njósn- um hins sovézka stórveldis en áður hefur verið. Auðvitað hafa menn lengi gert ráð fyr- ir því, að Rússar rækju hér víðtæka njósnastarfsemi eins og alls staðar annars staðar. En á dögunum gengu þeir feti lengra en skynsamlegt gat talizt, jafnvel hérlendis, þar sem njósnir munu auð- veldari en víðast annars staðar. Á njósnum rússnesks tog- ara innan íslenzkrar land- helgi og njósnaflugi U-2 flug- vélarinnar er hvorki stigs né eðlismunur nema ef vera skyldi vafinn um það, hve langt til himins lofthelgin nær. Að því leyti sem mun- ur kann að vera á þessum athöínum, þá er afbrot Rússa í íslenzkri landhelgi meira en brot Bandaríkja- manna, er þeir flugu yfir Ráð stjórnarríkin. Menn bíða nú með nokk- urri óþreyju eftir því að heyra viðbrögð Rússa-þjón- anna hérlendis við afbroti húsbændanna. Brot Banda- ríkjanna fannst þeim þess eðlis, að réttlætanlegt væri að eyðileggja fund leiðtog- anna og stofna til árekstra, sem faerðu heiminn að mörk- um ægi-styrjaldar. Fróðlegt verður því að sjá afstöðuna til afbrots, sem framið er gegn hinni íslenzku þjóð á ná- kvæmlega sama hátt og flug Bandaríkjamanna yfir Rúss- landi. Hér skal engu spáð um viðbrögðin, en illa væri Þjóð- viljamönnum brugðið, ef þeir mætu íslenzkan málstað meir en rússneskan og for- dæmdu brot húsbænda sinna gegn íslenzkum lögum. Þá mundu þeir vissulega bregð- ast helgasta boði í trúarjátn- ingu kommúnista um heim allan, boðorðinu um það að svíkja hvenær sem er allt og alla fyrir hið sósíalistiska föðurland. Á þetta boðorð þeirra minnti einn starfsmaðux Ríkisútvarpsins landsmenn heldur óþyrmilega í viðtals- þætti í útvarpinu í fyrra- kvöld. Hann fór ekkert dult með það, að réttlætanlegt væri af Rússum að stytta þriðjungi íslendinga aldur, vegna þess að við hefðum vai- ið þann kost að taka þátt í varnarbandalagi lýðræðis- þjóða og leggja nokkuð af mörkum til sameiginlegra varna þeim hugsjónum og því þjóðskipulagi, sem við óskuð- um að búa við. Þessi maður, sem nýtur launa frá íslenzka ríkinu til þess að annast hlul- lausan fréttaflutning, lýsti því jafnframt yfir, að ein- ræðisþjóðirnar væru frið- elskandi og leiðtogar þeirra mundu aldrei hyggja á árásir. Hins vegar væru vestrænu þjóðirnar, þar með sjálfsagt við íslendingar, árásaraðili, sem vænta mætti o’fbeldis af. Fréttamaðurinn fullyrti einn- ig, að það hefðu verið Banda- ríkjamenn en ekki Rússar, sem eyðilögðu fund æðstu manna. Hinn fáránlegi málflutning- ur fréttamannsins mun hafa gagnstæð áhrif við það, sem til var ætlazt og vekja menn til umhugsunar um þær skyld ur, sem þeir eiga að gæta. Og njósnir Rússa hérlendis munu líka vafalítið orka þvi, að enn fleiri verði fúsir til að taka ábyrga afstöðu til al- þjóðamála. Hitt er svo allt annað mál, að mörgum mun finnast það skringilegt frjáls- lyndi, að láta þennan mann annast fréttaflutning ríkis- útvarpsins. UTAN UR HEIMI Rándýr og villibráð Þ A Ð mun útbreidd skoðun, að sjálfsagt sé að fækka „skæðum“ rándýrum, eftir því sem tök efu á — í þeim tvöfalda tilgangi að varð- veita fegurð náttúrunnar, þ. e. hin „saklausu“ dýr — sem engum eru talin til tjóns, en aðeins til augnayndis eða til þess að auka fjölbreytni dýralífsins — og að viðhalda þeim „rándýrum“, sem helzt eru til nytja — þ. e. veiðidýr- unum, villibráðinni. — En nú koma bandarískir sérfræðing- ar og segja, að það sé bæði lítils vert og óæskilegt að reyna að útrýma rándýra- stofnunum — hin skæðu rán- Fækkun rándýra er ekki einlít til að fjölga hinum I nytsömu veiðidýr- i um, segir banda- < rískur dýrafræði- iprófessor, sem telur) i baráttuna fyrir út- rýmingu ýmissa rándýra bæði til- \ gangslausa og óæskilega dýr, sem svo eru nefnd, og hin nytsömu veiðidýr, geti lifað samtímis og hlið við hlið, án þess að eðlileg og æskileg hlutföll raskist til muna. • HÆTTULEGUR OFURÁHUGI Hinn kunni, bandaríski dýra- fræðingur, prófessor Paul Err- ington, hefir látið svo um mælt um þessi efni: — Sá ofuráhugi, sem ýmsir eru haldnir, á því að halda rándýrastofnunúm í skefj- um eða útrýma þeim alveg get- ur orðið býsna hættulegur þeim ráðstöfunum, sem menn geta yfirleitt gert — og í flestum til- fellum reynast hagnýtari — til viðhalds hinum nytsömu veiði- dýrum. — Þá segir vísindamað- urinn, að þau svæði Norður- Ameríku, sem hann hafi séð snauðust af veiðidýrum, hafi einmitt verið slík, þar sem það Gaupan er vissulega til fegurðarauka í náttúrunni — ekki síður en fórnardýr hennar, hið sakieysilega rádýr ...... var fastur siður og þótti- sjálf- sagt að drepa öll rándýr, hvenær sem færi gafst. • INNAN VISSRA TAKMARKA Prófessor Paul Errington heim sótti Dani fyrir nokkru og hélt fyrirlestra. Ritið „Naturens Verd en“ birti fyrirlestur þann, er prófessorinn flutti við Hafnarhá- skóla, en þar segir hann m. a., að skoðun sín sé sú — og megi það teljast fullsannað — að margar þær dýrategundir, sem villtar lifa, haldi ávallt stofnin- um sjálfkrafa innan vissra tak- marka á ákveðnu svæði, án þess að maðurinrt komi þar nærri á nokkurn hátt. Einnig sagði pró- fessorinn, að athuganir hefðu leitt í ljós, að rándýr og ránfugl- ar leiti yfirleitt bráðar sinnar inestmegnis hjá þeim hluta villi- dýrastofnanna, sem dæmdar væri til að „hverfa" með ein- hverjum hætti, hvort eð væri — alveg án tillits til þess, hvort hin skæðu rándýr væru fleiri eða færri. • NÁTTÚRAN TEKUR TIU SINNA RAÐA Við 25 ára rannsóknir í Iowa hefir það t. d. kofnið í ljós æ ofan í æ, hvernig moskusrotturnar „hafa stjórn á“ stærð stofnsins á vissu svæði. Á meðan fjöldinn er ekki meiri en svo, að um- hverfið getur með góðu móti veitt rottunum bærileg lífsskil- yrði, virðist ekki sjá högg á vatni, þótt þær lifi í nánu sam- býli við erkifjendur sína. En verði um offjölgun að ræða, og ef refur, minkur og aðrir óvin- ir moskusrottunnar anna ekki að útrýma „offramleiðslunni", þá tekur náttúran til sinna ráða. Hin mikla „spenna", sem ríkir hjá stofninum, þegar svo er kom- ið, og hin harða barátta fyrir lífinu verður til þess, að rott- urnar hætta að fæða unga um tíma. — Rannsóknir á t. d. lyng- hænum og fasönum sýna einnig, að það er einkum einhvers konar óþolinmæði vegna minnkandi olnbogarýmis og harðari lífsbar- áttu, sem veldur því, að stofn- inn hættir að tímgast með eðli- legum hætti, þegar náð er vissu hámarki, sem viðkomandi land- svæði getur með góðu móti bonð. • „RÆNINGJARNIR" — DJÁSN NÁTTÚRUNNAR Hinn bandaríski prófessor bendir loks öllum náttúruunn- endum á það, hve mikill sjónar- sviptir væri að ýmsum „ræningj- unum“, ef þeir hyrfu algerlega úr dýraríkinu. Flestir geti eflaust verið sammála um það, að sum rándýr séu einhver mestu djasn ánttúrunnar. — Rádýrið hér á Norðurlöndum gleður vissulega auga mitt með „saklausri" feg- urð sinni, sagði prófessor Err- ington, — en ég dáist einnig að fegurð og ágætum eiginleikum erkióvinar þess, gaupunnar .... Leiktjalda- malarar sýna ytra UM þessar mundir stendur ýfir Listahátíð í Bergen. Hún var opnuð 27. þ. m. og stendur yfir til 10. júní n.k. Þar verður jafn- fram sýning á leiktjaldateikning- um og búningateikningum og taka listamenn frá öllum Norður löndunum þátt í þeirri sýningu. Þremur íslenzkum leiktjalda- málurum var boðið að senda verk sín á sýninguna og eru það þeir Lárus Ingólfsson, Magnús Pálsson og Sigfús Halldórsson. Islenzku leiktjaldamálararnir hafa allir sent leiksviðslíkön (model) búningateikningar og frumteikningar á sýninguna. Heyrzt hefur að sýmilgin sé mjög fjölbreytileg og vel undir- búin í alla staði. • Bandaríkjamannin- um Anthony Mey- er, sem á heima í út- jaðri Winnipeg-borgar í Kanada, hafði lengi gramizt mjög framferði katta nágrannanna, en þeir komu iðulega í næt urheimsóknir í garði m hans og gæddu sér á smáfiskum, sem hann hafði í tjörn á miðri lóð inni. — Meyer velti lengi vöngum yfir því, hvernig hann gæti vanið kettina af þessum ó- sóma — og loks fann hann ráðið. Hann útveg Nýstárlegt húsdýr aði sér nýstárlegt hús- dýr, coyote, eða sléttu- úlf eins og það mun kall að á íslenzku. • Og ekki leið á löngu áður en sléttuúlfur- inn olli hinum mesta úlfaþyt meðal nágranna Meyers. Eftir eina viku höfðu nokkrir þeirra tekið sig saman og stefnt Bandaríkjamann- inum fyrir rétt. Héldu nágrannarnir því fram, að það væri refsivert at hæfi að halda slíkt rán- dýr sem sléttuúlfurinn væri — og bentu á, að skepnan hefði drepið hvern einasta kött í hverfinu á nokkrum dögum. Þó var úlfur- inn tjóðraður í garðin- um. • Meyer hélt því hins vegar fram í réttinum, að sléttuúlfinum sínum hlyti að vera leyfilegt að stunda veiðar á lóð- inni sinni — alveg eins og nágrannakettirnir hefðu lengi fiskað þar nokkurn veginn óáreitt- ir. — Og það kom að litlu haldi, þótt grann- arnir kvörtuðu undan því, að úlfurinn gólaði á nóttunni — því að kettirnir höfðu verið undir sömu sök seldir. — Niðurstaðan varð sú, að málinu var vísað frá, því að í lögum fannst hvergi stafur, sem hægt væri að dæma eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.