Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 24
V EÐ RIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. |ílor@jMílí!ðíí>ií5 127. tbl. — Miðvikudagur 8. júní 1960 Erlendir viðburðir Sjá bls. 13. Skellinöðru kapp- akstri lauk á spítala TVEIR drengir lágu í gær í sjúkrahúsi, annar þungt hald- inn eftir umferðarslys hér i bænum á laugardaginn var. Vildi það til með þeim hætti, að piltarnir óku á skellinöðr- um sínum, samsíða á fólks- bíl. Á annarri skellnöðrunni var farþegi og meiddist hann líka. Sá, sem þyngra er hald- inn, var fluttur í sjúkrahúsið meðvitundarlaus og var enn rænulaus í gærkvöldi. Bíl- stjórinn á bílnum meiddist einnig. Sláttur hafinn Á STÓRBÚI Geirs Gunnlaugs- sonar að Lundi í Kópavogi, er byrjað að slá túnin. Var byrjað að slá þar um helgina. Fréttaritari Mbl. á Akureyri, sagði það eftir bændum í Eyja- firði, að sláttur myndi væntan- lega hefjast á stöku bæ, nú í vik- unni. í hinum miklu landbúnaðar- héruðum fyrir austan Fjall, er túnasláttur ekki hafinn. En fyrst- ir munu að öllum líkindum verða bændurnir í Miklaholtshelli og á stórbúinu Laugardælum. Pétur Guðmundsson bóndi á Þórustöðum, sagði að sér virtist júnímánuður myndi verða vot- viðrasamur og óþægilegur um marga hluti til heyskapar. Gunnar Sigurðsson í Selja- tungu sagði að tíðin undanfarið hefði verið öndvegis sprettutið. Um miðjan mánuð myndu bænd- ur nokkuð almennt fara að slá. Fær Björn stærri sjúkravél? BJÖRN Pálsson, sjúkraflugmað- ur, var nýlega á ferð í Randa- ríkjunum og sá þá tveggja hreyfla Bonanza flugvél, sem hann hefur augastað á. Skv. því sem Mbl. hefur fregnað, hefur Björn gert Slysavarnafélag- inu tilboð um að kaupa hana á móti sér, á sama hátt og Cessna vélina, sem nú er notuð til sjúkra flugs, en hana á Slysavarnafé- lagið að ríflega hálfu. Bonanza flugvélin, sem Birni stendur til boða, hefur verið not- uð í nokkur ár og er fáanleg fyrir hálfvirði. Hún getur tekið 6 far- þega, þar sem Cessan tekur þrjá. Hún mun geta lent á flestum sjúkraflugvöllunum svokölluðu, þó ekki öllum, og þarf heldur lengri flugbrautir en gamla vélin. Þetta slys varð um klukkan 1 síðdegis á laugardaginn á horni Hólsvegar og Hjallavegar. Dreng irnir á skellinöðrunum óku suð- ur Hjallaveg og höfðú ekið hratt, enda verið í kappi. Fólksbifreið- inni R-6050 var ekið niður Hóls- veginn. Um leið og hún kom á gatnamótin komu drengirnir á skellinöðrunum samsíða , og samtímis á framanverðan bílinn og varð harður árekstur. Á þeirri skellinöðrunni sem tvímennt var á köstuðust báðir drengirnir upp á bílinn og fór sá sem stjórnaði í gegnum framrúðuna. Heitir sá Hallgrímur Pétursson, Balbó- búðum 7. Hlaut hann tvo skurði á höfuðið og heilahristing og tá- braut sig. Farþegi hans, Agnar G. Árnason, Skipasundi 5, fékk verulegan heilahristing og var enn í Landakotsspítala 1 gær. Mest meiddur þeirra félaga er Grettir Kristinn Jóhannesson, Balbóbúðum 9. Hann hefur feng- ið mjög þungt höfuðhögg við áreksturinn, því í gærkvöldi var hann enn ekki kominn til með- vitundar á ný eftir slysið. Hann var einn á skellinöðrunni. Öku- maðurinn á bílnum, Gunnar Sig- urðsson, skarst af glerbrotum. Urhellisrigning var er þetla gerðist. Piltarnir eru allir um 14 ára að aldri, og hafa því ekki rétt til að stjórna skellinöðru. Rannsóknarlögreglumenn full- yrtu það í gær, að það væri stað- reynd að skellinöðrur væru í höndum fjölda unglinga hættu- legri en bílar. Slys og óhöpp eru mjög tíð á skellinöðrum. Þær eru mjög eftirsóttar af ungling- um, og því nauðsynlegt að strangt sé eftirlitið með þeim á götum bæjarins. Geta má þess t. d. að önnur skellinaðran var óskrásett. Sí&asta mál bílstjórans dœmt í Hœstarétti 1 LOK marzmánaðar var skýrt ítarlega frá því 1 blöðum, að lögreglan hefði gert skyndileit að áfengi í leigubílum við Borg- arbílastöðina. Hafði einn bílstjór- anna, Arnljótur Ólafsson Péturs- son, neitað lögreglunni um að leita í bílnum. Úrskurður var kveðinn upp um miðja nótt í sakadómi, um að bílstjórinn yrði að opna bílinn fyrir laganna vörðum. En Arnljótur vildi eigi una þeim málalokum. Hann skaut Þessi mynd er tekin af bílnum sem stolið var á verkstæði í Hafnarfirði og þjófurinn síðan Velti í trylltum brennivínsakstri í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð. Hann stórskaddaði sjálfan sig og einn farþega og eyðilagði bílinn. Stýrimaður brezka togarans hló AKUREYRI, 3. júní: — Laust eftir miðnætti sl. lagðist hér að bryggju brezki togarinn Othello H 591 frá Hull. Leitaði togarinn hafnar vegna ketilbilunar, og einnig mun ratsjá skipsins vera í ólagi. Þetta er fyrsti brezki tog- arinn, sem kemur til Akureyrar, síðan seint 1 ágústmánuði 1958. Othello er nokkuð gamall, kolakyntur, smíðaður 1937, 516 búttólestir að stærð. Skipverjar eru flestir ungir menn, en virð- ast þó nokkuð hlédrægir gagn- vart okkur íslendingum. Ég náði ekki tali af skipstjór- anum, en fyrsti stýrimaður var í brúnni, og sagði hann mér, að togarinn væri nýkominn á miðin. Ég spurði hann um álit hans á 12 mílunum, en hann hló aðeins og svaraði engu. Þá spurði ég hann, hvort það væn satt, sem hefði heyrzt, að y firmenn brezku togarana séu sektaðir, þegar heim kemur, ef þeir nafa brotið 12 mílurnar við Island. Hann vildi engu svara þessu fyrst, en sagði þó að lok- um, að þetta væri satt. Togurun- um sé bannað að veiða ínnan 12 mflna við ísland. Togarinn tók hér 30 tonn af koíum, en ekki er búizt við að v'ðgerð á honum verði lokið fyrr en eftir 1—2 daga. — Stefán. þessum úrskurði til Hæstaréttar. Þar er nú genginn dómur. Hæstiréttur staðfesti með sín- um dómi lögmæti úrskurðar und- irréttar í þessu máli. Taldi Hæsti réttur úrskurð löglegan með hlið sjón af 2. málsgr. 19. gr. laga nr. 58 frá 1954, en það eru áfengis lögin. Þar með er lokið málum Arn- ljótar Ólafssonar Péturssonar, er hann skaut til úrskurðar og dómsálagningar í Hæstarétti í sambandi við áfengisleit þá er bíl hans við þessa áfengisleit. Drengur fyrir bíl DRENGUR varð fyrir bíl á Hafnarfjarðarveginum neðan verðum á mánudagskvöldið um kl. 8.30. Hafði hann gengið út á götuna, fyrir framan jeppabíl sem bilaður var. í sama mund bar að bíl og lenti drengurinn, sem er fimm ára gamall framan á bílnum. Hann kastaði drengn- um góðan spöl. Gat drengurinn skriðið út af akbráutinni eftir byltuna. Hann hafði ekki hlotið teljandi meiðsl. FYRSTU ungarnir á Reykja- víkurtjörn hafa nú litið ver- öldina. Það eru álftahjónin frá Hamborg, sem á laugardag- inn var kvöddu Tjarnarhólm- ann, lögðu til sunds með unga sína, sex fallega hnoðra. Er nú meiri reisn yfir þeim heiðurshjónum en nokkru sinni fyrr, enda ekki af litlu að státa. — En bráðlega munu stokkendurnar og aðrar góðar Tjarnarendur koma með sína fallegu unga. Það er líka það sem svartbakurinn virðist vera að bíða eftir. Ættu allir góðir menn að taka höndum saman og reyna að stökkva þessum óboðna gesti af Tjörn- inni. Lárus Salomonsson hef- ur iðulega herjað á svartbak- inn undanfarið. Betur má ef duga skal. Myndin er tekin í gær af hinni hamingjusömu álftafjölskyldu. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. AðalfunJur SJALFSTÆÐISFELAG Kjósar- sýslu, Þorsteinn Ingólfsson, held- ur aðalfund sinn í Hlégarði í kvöld. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða rædd skipulagsmál kjördæmisins. Mætir Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, á fund inum og reifar þau mál. 'Stjórn félagsins væntir þess að félagsmenn mæti vel og stund- víslega. Flokksráðs- oq for- mannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins RÁÐSTEFNA flokksráðs og formanna Sjálfstæðisfélaganna um Iand allt hefst í Sjálfstæðíshúsinu í Reykjavík, föstu- daginn 10. júní kl. 1.30 síðdegis. — Ráðstefnunni lýkur á laugardag. 1 upphafi ráðstefnunnar mun formaður flokksins, Ólafur Thors, forsætisráðherra, flytja yfirlitsræðu um stjórnmála- viðhorfið. Síðan verða rædd skipulagsmál flokksins. Geti formaður félags ekki mætt á ráðstefnunni er til þess ætlazt, að einhver annar fulltrúi frá félaginu mæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.