Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. júnf 1960 MORCUTSBL AÐIÐ 15 Guðny Jónsdóttir Minningarorð GUÐNÝ Jónsdóttir lézt að morgni þess 3. þ. m. að heimili dóttur sinnar Bjargar tannsmiðs í Hafnarfirði, en það heimili hafði líka verið hennar heimili síðustu 12 árin. Aldurinn var orð inn óvenjuhár og miklu og'góðu ævistarfi var lokið. Guðný var fædd 29. okt. 1865 á Læk í Dýrafirði og voru for- eldrar hennar Jón Bjarnason, bóndi þar og eiginkona hans Helga Bjarnadóttir. Voru for- eldrar hennar fátæk enda mikil ómegð, en með stakri iðjusemi og sparsemi tókst þeim að koma barnahópnum upp. Um ferm- ingu varð Guðný að fara að heiman til að létta undir með foreldrum sínum enda mikil móðurinnar i þeirra garð og holl áhrif, sem þeir urðu aðnjótandi í návist hennar. Hún var frábær móðir börnum sínum umhyggju- söm og kærleiksrík. Var í engu sparað að veita þeim alla þá menntun utanlands og innan sem hugur þeirra stóð til og kostað kapps um að gjöra þau að sjálf- stæðum og nýtum þjóðfélags- þegnum. Bar þessi umhyggja foreldran-na líka góðan árangur. Mann sinn missti Guðný fyrir 15 árum og hafði hann þá legið rúmfastur síðustu árin. Eftir það dvaldist hún á heimili dætra sinna, en lengst af eða í um 12 ár hjá Björgu, sem stundaði hana í erfiðri sjúkdómslegu af frábærri alúð og dótturlegri um- hyggju. Var henni það mikils virði því sálarkraftar hennar voru óskertir til hins síðasta þrátt fyrir áralangt heilsuleysi. Með Guðnýju er góð kona gengin, góð móðir og góð hús- móðir sem við minnumst öll með þakklæti. B. L. harðindi um það leyti, en hún var vel úr garði gerð bæði til sál- ar og líkama og átti því auðvelt með að fá atvinnu á góðum heim- ilum. Rúmlega tvítug fluttist hún til Hnífsdals og vann á heimili Bjargar systur sinnar sem var nýgift Valdimar Þorvarðssyni bónda og kaupmanni í Heimabæ, þar kynntist hún Jónasi bróður Valdimars og giftust þau 11. sept. 1892. Bjuggu þau rausnarbúi á Bakka í Hnífsdal um fjóra ára- tugi, jafnframt búskapnum rak Jónas töluverða útgerð og verzl- un. Voru þeir Þorvarðssynir um fleiri áratugi máttarstólpi byggð- arlagsins á menningar- og at- hafnalífi þorpsbúa. Þeim Guðnýju og Jónasi fædd- ust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi: Elísabet ekkja Aðalsteins Páls- sonar skipstjóra, Helga kona Bjarna Snæbörnssonar læknis, Bjarni Össur kaupmaður, Björg tannsmiður og Guðný kona Elís- ar Ingimarssonar fyrrv. fiski- matsstjóra Norðurlands. Tvö barnanna dóu uppkomin: Krist- jana, rúmlega tvítug, mesta efnisstúlka og Jónas verzlunar- stjóri í Hafnarfirði, sem dó þar rúmlega hálffertugur og var að . honum mikil eftirsjá. Heimilislíf þeirra hjóna og heimilisbragur allur var með miklum ágætum enda bæði ein- stök valmenni og atorkumarm- eskjur. Heimilishaldið og upp- eldi barnanna hvíldi eins og gef- ur að skilja langmest á herðum húsmóðurinnar þar sem hús- bóndinn varð að sinna útvegi og verzlun auk ýmissa sveitarstjórn armála. En Guðný var frábær- lega vel starfi sínu vaxin. Þótt hún ,'tti oft við töluvert heilsu- leysi að stríða, þá var viljaþrek hennar, samvizkusemi og starfs- gleði óbilandi. Hún var fríð sýn- um, aðlaðandi í viðmóti, en stjórn söm eins og háttur er góðra kvenna, hagsýn og reglusöm í verkum og fylgdist vel með öll- um nýungum í tækni til ai bæta heimilisstörfin. Henni varð því vel til hjúa og engan hefi ég fyrir hitt af þeim mörgu, sem dvalizt hafa á Bakka um lengri eða skemmri tíma meðan hún var þar húsmóðir, að þeir ekki væru á einu máli um myndar- skap, réttsýni og ræktarsemi hús- MAX Waterless Hand Cleaner er snjóhvítt hreinsikrem, sem gjörhreinsar hendurnar, jafnvel þó þær séu óhreinar af smurningsúrgangi, feiti, málningu, lakki, prentsvertu, fjölritarableki, kítti, tjöru eða hverskonar öðrum óhrein- indum. MAX Waterless Iland Cleaner inniheldur ekki ammoníak né önnur sterk efni, sem skaða hendurnar. MAX Waterless Hand Cleaner verður ekki fljótandi i dós- inni, og hægt er að nota hann eftir vild með eða án vatns. Nú er ekki lengur nein þörf á a ganga með gróin óhreinindi á höndunum né bauga um neglurnar, vegna þess að MAX hreinsar í burtu öll slík óhreinindi fljótt, auðveldlega og algörlega . Þegar öll önnur hreinsiefni, svo sem hand- sápa og annað, heíur brugðizt, leysir MAX vandann. MAX Waterless Hand Cleaner er ómissandi á öllum heim- ilum, í verksmiðjum, bílaverkstæðum og öðrum verkstæð- um prentsmiðjum o. s. frv. o. s. frv. MAX Waterless Hand Cleaner inniheldur Lanolin, en þetta efni er þekkt að þvi, að vernda jafnvel hina viðkvæmustu húð. MAX Waterless Tland Cleaner er einnig hægt að nota til að hreinsa ýmislegt annað en hendurnar svo sem veggi og allskonar tréverk. postulín, veggflísar, rimlagluggatjöld o. s. frv. o. s. frv. Re>nið MAX einu sinni og MAX verður þá ómissandi'. MAX fæst í verzlunum víðast hvar á landinu. 5 herbergja íbúð T I L S Ö L U nyleg mjög falleg 5 herb. íbúð á III. hæð við Rauðalæk. Góðar svalir. Forstofuherbergi með sér snyrtingu og W.C. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, II. Símar 2-28-70 og 1-94-78. Húsmæður — Húsráðendur Við viljum vekja athygli yðar á að þér þurfið ekki að hreifa tepp in á gólfinu né hræðast að sápu- lögur falli á húsgögnin. Við hrein gerum með nýjum vélum, sem hægt er að blanda með kemisk- um efnum fyrir allar tegundir af málningu og veggfóðri. Kappkostum að veita yður sem bezta þjónustu. EGGJAHREINSUNIN Sími 1—97-15. A&alfundur Sjóvátryggingarfélags íslands h.f., verður haldinn í skrifstofum félagsins miðviku- daginn 8. júní kl. 3 e. h. SJóvátryggingafélag Islands Lesguíbúö óskast 2ja herb. íbúðarhæð óskast til leigu strax. Tvennt fullorðið í heimili. IMýJa Fasteignasalan Bankastræti, 7 — Sími 24300. íbúÖarhœð óskast Erum kaupendur að 5 herbergja íbúðarhæð, 130—140 ferm. íbúðarhæðin þarf helzt að vera nýleg, í góðri hirðu, nálægt Landspítalanum og laus til íbúðar í þessum mánuði. • Tilboð óskast send til skrifstofu rikisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. júní næstkomandi. SKRIFSTOFA RfKISSPlTALANNA. Bíll — Skuldabréf Seljum í dag FIAT 600 árg. 1960 fyrir fasteigna- tryggð skuldabréf eingöngu. Bíllinn er ekinn 5 þús. kílómetra. AÐAL BÍLASALAN Ingólfssuæti 11 — Símar 15-0-14 og 2-31-36. Stór 4ra herb. ibuðarhæð sem ný rétt við miðbæinn til leigu til 1. okt. og ef til vill lengur. Tilb. merkt: „Góð umgengni —- 3386“ sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Peningar Get lánað 100 þúsund krónur í 6 mánuði eða eitt ár. Góð trygging tilskilin. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „Lán — 3600“. Sœlgœtisverzlun Óska eftir að taka á leigu eða kaupa sælgætisverzlun eða litla sérverzlun. Miklir möguleikar á staðgreiðslu á vörulager. Tilboð er tilgreini upplýsingar um hvers konar verzlun um er að ræða óskast lögð inn á af- greiðslu blaðsins fyrir hádegi laugardag merkt: „Verzlun — 3601“. Verzlunarhúsnœöi á góðum stað í austurbænum til leigu nú þegar. Til- boð merkt: „Verzlunarhúnsnæði A — 3596“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.