Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 10
10 M ORCV'IS BL AÐIÐ Miðvikudagur 8. júni 1960 Kecal hjónabandsmiðlari (Eduard Haken). Listahátið Þjóbleikhússins: Selda hrúðurin Camanópera ettir Bedrich Smetana Tónlistarstjóri; Dr. Vaclav Smetácek Leikstjóri: Ludek Mandaus SVO sem alþjóð er kunnugt, með al annars af mörgum og reyndar misjöfnum skrifum blaðanna hér, ákvað þjóðleikhússstjóri að minnast tíu ára starfsemi leik- hússins með því, í þessum mán- uði, að efna til listahátíðar á vegum leikhússins. — Til þess að hátíð þessi mætti verða sem fjöl- breyttust og listgildi hennar sem mest, varð að ráði að bjóða hing- að gestum frá hinni heimsfrægu Pragar-óperu, er flytja skyldu hér óperuna „seldu brúðina“ eftir Smetana. Jafnframt var boðið hingað finnskum og sænskum listdöns* urum til þess að sýna hér ball- ettinn „Fröken Julie“ eftir Birgit Gullberg og undir stjórn höfund- arins. Ennfremur hafa verið ráðn ir hingað þekktir erlendir sönv- arar til þess að syngja í óperunni „Rigolettó“ og okkar ágæti lista- maður, Guðmundur Jónsson, kall aður heim frá Vínarborg til þess að syngja titilhlutverkið í þess- ari vinsælu óperu, en það er, sem kunnugt er, eitt af „glansnúmer- um“ Guðmundar. „Selda brúðurin" er talin með beztu og skemmtilegustu gaman- óperum, sem samdar hafa verið. Efni óperunnar og texti er bráð- fyndið, en það, sem að sjálf- sögðu gefur óperunm hið mikla listagildi, er hversu auðug hún er af heillandi og fjörugri tón- list, sem er aðgengileg öllum er hana heyra, enda þótt hún sé með sterkum þjóðlegum blæ. Smet- ana samdi fleiri óperur, en „Selda brúðurin" hefur notið mestra vinsælda þeirra allra og má með réttu kallast þjóðar- ópera Tékka. Höfundur óperunnar, Bedrich Sn _uia (f. 1824), nefur jafnan verið talin mesta tónskáld tékk- nesku þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann var eldheitur ættjarðar- vinur, er fann sárt til þungra ör- laga þjóðar sinnar, er bjó við harðstjóm og kúgun erlendra yfirdrottnara. Gætir hinnar sterku þjóðerniskenndar Smet ana og ættjarðarástar mjög í tón- list hans, ekki sízt hinu rismikla hljómsveitarverki „Föðurland mitt“, þar sem hann í sex þáttum lýsir náttúrufegurð Bæheims, sögnum þjóðarinnar og sögu. Annars ber tónlist Smetana það yfirleitt með sér hversu hugstæð honum hafa verið hrynjandi og form hinna gömlu bæheimsku þjóðlaga. Kemur það hvað greini- legast fram í hinum sérkennilega samskipti við tékknesku þjóðina, er talizt geti. Er þó margt sam- j eiginlegt með þessum tveimur þjóðum. Báðar hafa þær um aldaraðir átt við að búa harð-, stjórn og kúgun erlendra vald-j hafa. Báðar hafa þær háð langa og örðuga baráttu fyrir tilveru sinni og frelsi og báðum hefur þeim, í þeirri baráttu, dugað bezt, til sóknar og varnar, forn og glæsilegur menningararfur, sem þær hafa borið gæfu til að varðveita og hlúa að þrátt fyrir margvíslegar hörmungar, sem að þeim hafa steðjað. fsland og Tékkóslóvakía hlutu hið langþráða sjálfstæði sitt sama árið, 1918. Rás viðburðanna hef- ur verið fslandi hliðhollt síðan, en Tékkóslóvakíu beið hið þung- bæra og örlagaríka hlutskipti í upphafi síðari heimsstyrjaldar, að verða leiksoppur stórveldanna í hinum pólitísku og hernaðar- legu átökum þeirra. Er sú harm- saga öllum kunn. Vér fögnum af heilum hug komu hinna ágætu tékknesku gesta vorra, sem hafa sýnt það með list sinni hér, að þeir eru verðugir fulltrúar þeirrar gömlu og góðu menningar, sem borið hefur hróður föðurlands þeirra um víða veröld. II. í „Seldu brúðinni" gætir eigi þess baráttuhugar og þjóðar- metnaðar, sem svo mjög kemur fram i öðrum óperum Smetana. Hér ríkir á sviðinu gleði og glaumur, söngur og dans, enda er hátið í hinni friðsælu bæheimska þorpi, þar sem óperan gerist. — Meginefni óperunnar er í stuttu máli það, að Krusina, auðugur bóndi, vill gifta Mazenku dóttur sína Vacek syni stórbóndans Micha. En Mazenka hafnar ein- dregið þessum ráðahag, enda er Vacek mesti bjálfi og hún auk þess heitbundin Jenik, ungum og fríðum manni í þjónustu föður hennar. Þar eð svo erfiðlega geng ur að leysa þetta hjúskaparmál er leitað til þess aðstoðar hjú- hefur oft áður stjórnað Sinfóníu- hljómsveitinni hér og unnið hér mikilvægt starf í þágu íslenzkrar tónmenningar, enda nýtur hann hér meiri hylli og aðdáunar en flestir aðrir hljómsveitarstjórar erlendir, er hingað hafa komið. Hljómsveitarstjórn dr. Smetá- cek’s er að þessu sinni, sem jafn- an endranær, með miklum ágæt- um, enda ber hinn öruggi leikur hljómsveitarinnar það með sér hversu náið og nákvæmt sam- starfið hefur verið með henni og stjórnandanum. Leikstjóranum Ludek Mand- aus, hefur eigi orðið skotaskuld úr því að koma öllu vel og eðli- lega fyrir á sviðinu, hvort sem um hópatriði eða fáar persónur er að ræða. Og hlutverkaskipunin er með þeim ágætum að hvergi gætir misræmis er raski heildar- svip leiksins. Er það vissulega miklsvert atriði, sem hér hjá oss er oft eigi gott sem skyldi. Hlutverk óperunnar eru all- mörg. Hin veigamestu þeirra, Maxenku (sopran), Jenik (tenor) og Kecal hjúskaparmiðlara (bassa), syngja þau Milusha Fi- edlerova, Zdenek Svehla og Edu- ard Haken. Hlutverk Krusina bónda (bariton) syngur Jan Kon- stantin, Ludmilu konu hans (sopran) Stepharka Jelinkova, Micha bónda (bassa) syngur Zdenek Otava, en Nata konu hans (mezzo-sopran) Milada Cadikovi- cova. Vacek son þeirra syngur Oldrich Kovar, en minni hlut- verk syngja þau Ævar R. Kvaran, Eygló Viktorsdóttir og Egill Sveinsson. Allt eru þetta ágætir söngvar- ar, sem ánægja er á að hlýða, hvort sem um sólósöng er að ræða, dúetta, sextetta, kvartetta eða kvintetta, en upp á allt þetta býður þessi fjölbreytta ópera. Mjög athyglisverð er björt og falleg sópranrödd Fiedlerovu og tenor Svehla, sem söng af mikilli smekkvísi og kunnáttu. Ea mesta hrifningu vakti þó Eduard Haken með sinni djúpu og hljómmiklu bassarödd. Þá var og bráð- skemmtilegur söngur og leikur Kovar’s í hlutverki Vacek’s. Dansarnir, — polka, fúriant og komedie, sem höfundurinn, Frantisek Halmazna, stjórnar, eru léttir og fjörugir. Var dans- fólkið allt íslenzkt, nema höf- undurinn, og leysti það hlutverk sitt af hendi með prýði. Söngur þjóðleikhússkórsins var einkar góður, enda á kórinn á a3 skipa þjálfuðum og öruggum söngkröftum. Búningarnir, sem eru sérkenni- legir og fallegir, eru frá þjóð- leikhúsinu í Prag, en leiktjöldin, sem eru mjög skemftntileg og falla vel við leikinn, eru máluð hér í Þjóleikhúsinu undir umsjá Simacek. Óperusýning þessi er athyglis- verður listviðburður, enda var henni afburðavel tekið og hljóm- sveitarstjóri, leikstjóri og söngv- arar innilega hylltir að leiks- lokum. Sigurður Grímsson. Ludek Mandaus Ber mikið lof á íslenzka listamenn Rætt v/ð Ludek Mandaus leikstjóra Mazenka (Milusha Fiedlerova) og unnusti hennar Jenik (Zdenek Svehla). og heillandi strok-kvartett hans „Úr ævi minni“. Það var um Smetana, eins og svo marga aðra snillinga á sviði listanna, að hann naut um ævina lítilar hamingju á veraldarvisu. Átti hann jafnan við erfiðan hag að búa, lengst af við þröngsýni og skilningsleysi margra og öf- und annarra. Og um fimmtugt varð hann fyrir því þunga áfalli að missa heyrnina og síðar minn- ið. Allt þetta olli honum líkam- legum og andlegum þrautum, er urðu honum um megn og hann lauk ævi sinni í geðveikrahæli 12, maí 1884. Vér íslendingar höfum eigi til þessa átt nein menningarleg skaparmiðlarans Kecals. Hyggur karlinn að lokum að hann hafi ‘ leyst vandann og er hinn hróð- ' ugasti. Honum bregður því eigi' lítið í brún er það kemur í ljós 1 að Jenik hefur leikið herfilega á hann í viðskiptum þeirra, með þeim árangri að Mazenka fær sinn Jenik, öllum til ánægju, og þau lifa í sælu til æviloka, eins og segir í ævintýrunum. Sinfóníuhljómsveit íslands og : Þjóðleikhúskórinn annast tónlist- j arflutninginn undir stjórn dr. j Smetácek, en dr. Róbert Abra- ham Ottóson hefur æft kórinn. Dr. Smetácek þarf ekki að kynna fyrir Reykvíkingum. Þessi mikil- hæfi tékkneski tónlistarmaður EINS og kunnugt er, stjórnar Tékkinn dr. Smetacek hljómlist- arflutningnum í gamanóperunni „Selda brúðurin". Leikstjóri er landi hans, Ludek Mandaus. Hann hefur hrifizt svo af getu og dugnaði hinna íslenzku sam- starfsmanna sinna, að fyrir helg- ina kvaddi hann fréttamenn til fundar við sig, til þess að geta komið þakklæti sínu á íramfæri opinberlega. Mandaus hefur oft stjórnað Seldu brúðinni í heimalandi sínu, en þar að auki í Barcelóna, Vín og við La Scala í Mílanó. Átta tékkneskir söngvarar frá Ríkisóperunni í Prag komu hingað til þess að syngja í óper- unni, og eru þeirra á meðal Jan Konstantin, Eduard Haken, Step- hanka Jelinkova og Miloslava (Milusaha) Fiedlerova. Auk tékk nesku söngvaranna eru 3 íslenzk- ir, þau Ævar Kvaran, Eygló Vikt orsdóttir og Egill Sveinsson. Þá er hingað kominn tékkneskur ballettmeistari, Frantisek Halm- azana, og leiktjaldamálari, Old- rich Simásek, en Gunnar Bjarna- son hefur málað tjöldm eftir fyrirsögn hans. Góðir listamenn á íslandi Mandaus, sem er leikstjóri við Ríkisóperuna í Prag, segist víða hafa farið um heiminn og stjórn- að óperuuppsetningi í mörgum löndum, en hvergi segist hann hafa kynnzt einlægari listamönn- um en hér. „Selda brúðurin" segir hann vera mjög þjóðlegt verk, sem höfði fyrst og fremst til Tékka, textinn sé barnalegur og blandaður sterkri þjóðernis- tiMnningu, og þess vegna sé skemmtilegt að kynnast því, hvern skilning íslendingar leggja í óperuna. Hann kveðst ekki geta sagt annað en það, að það sé blátt áfram undursamiegt, hve hinir íslenzku listamenn hafi unnið vel að því að gera flutning inn að miklum listviðburði. Þeir hafi ekki litið á starf sítt sem vinnu, heldur hafi þeir leikið og sungið beint frá hjartanu. Þetta sé því aðdáunarverðara, þegar þess sé gætt, að hljómsveitar- mennirnir búi við hin verstu skilyrði vegna allt of þröngrar hljómsveitargryfju. Hún sé svo liti'l, að ekki sé nokur leið að færa hér upp óperu eftir t.d. Wagner, Mozart, Beethoven eða Gluek. Hér sé einungis hægt að flytja ,,litlar“ óperur og óperett- ur. — Þjóðleikhússtjóri skýtur því hér inn í, að þessi mistök í byggingu hússins sé ekki hægt að lagfæra nema með ærnum til- kostnaði, til þess verði að rífa hina svokölluðu „svuntu" fram- an af leiksviðinu, rífa stóreflis stoðir og reisa nýjar. — Mandaus hafði nú mörg orð og fögur um ágæti íslenzku listamannanna, bæði þeirra, sem starfa við hljóm sveitina, kórinn og ballettinn. Ennfremur væri öll tækni í bezta lagi, svo sem hjá leiksviðsstjóra og ljósameistara. Kvaðst hann aldrei hafa unnið með betra fólki. Hann tók það einnig fram, að þessi undraverði árangur hefði ekki náðst, ef skipulag leikhúss- ins og stjórn væri ekki í réttum höndum. Hér er því miður ekki rúm til að endurþylja allt það lof, sem Mandaus hlóð á alla þá íslendinga, sem nálægt þessari Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.