Morgunblaðið - 17.07.1960, Side 3
Sunnudagur 17. júlí 1960
MORGUNBLAÐIÐ
3
Læknar skoða röntgenfilmuna, sem sýnir hvar öngullinn er í hálsi andarungans. — Frú Pálsson,
dýralæknir, heldur á filmunni. (Ljósm. Mbl.: Markús.)
Sr. Jón Auðuns;
Sumardagur
VIKUNA sem leið vorum vér
sunnan- og vestanlands og raunar
víðar að laugast ómælanlegri
blessun frá Guði. Dag eftir dag
hefir sólin skinið. Kveld leið af
kveldi svo fagurt, sem frekast
getur orðið við Faxaflóa. Morg-
unn eftir morgun færði oss nýja
undursamlega náð. í hásumar-
ljósi hefir hauður verið baðað og
haf, og eftir óvenju milt og hag-
stætt vor er gróðurinn svo þrótt-
mikill og fagur, að þróttmeiri og
fegurri höfum vér ekki séð.
Hvað hefir þessi sumardýrð við
þig að segja? Hefir hún ekki sagt
þér margt, sem ástæða er að
hlusta á og geyma?
>ú, sem leggur land undir fót,
ferðast til að hvílast eða njóta,
hvað segir sumardýrðin við þig?
Þú stendur um bjartan morgun
á hæð eða fjallsbrún, þar sem ís-
lenzkt víðsýni blasir við þér, í
fjarska blána fjöll, á báðar hlið-
ar blasir við þér fögur byggð,
bæir, tún og brekkur, og allt er
Ibaðað ljósi hásumardagsins.
Þetta sérðu, en heyrir þú hvernig
hann sem er faðir þessa alls, talar
til þín í sumardýrðinni? Hvítir
tindar benda þér á að leita hærra,
til hans. Hin traustu fjöll, sem ó-
breytt hafa staðið í áldaraðir,
minna þig á hann, sem ekki breyt
ist. Skjólið undir hnjúkum og
brekkum minnir þig á, að hjá
eilífum Guði er það skjól, sem
dugað hefir kýnslóðunum bezt,
þegar stormar æddu. Og friður-
inn í djúpum dal eða kyrrðin yf-
ir víðum vötnum minnir þig á
friðinn, sem leitandi mannssál,
bænrækinn hugur, finnur hjá
Guði.
Hefir friðurinn, sem þessir
fögru sumardagar hafa verið
þrungnir af, fundið leið inn að
hjarta þínu? Eins og spegill hef-
ir Flóinn, fagri og víði, verið.
Tímum saman hefir enginn
minnsti andblær snortið hin bless
uðu guðsbörn merkurinnar, blóm
og grös. Friður hefir hvílt yfir
blómagrundum og bústöðum
manna, — en hefir friðurinn
snortið sál þína, fyllt hana, eða
hafa stormar staðið þar, ókyrrð
og eirðarleysi búið 1 huga þín-
um?
Læknar bjarga álftarunga
Síðdegis á föstudaginn
var uppi fótur og fit í
slökkvistöðinni. Galvask-
ir brunaverðir horfðust í
augu við nýtt vandamál.
Það var ekki bruni, ekki
flutningur sængurkonu,
en þó allt í senn sjúkra-
og slysaflutningur. Ekki
var þó ástæða til að útbúa
sérstaklega sjúkrakörf-
una, en eigi að síður var
mikill viðbúnaður.
Allt þetta tilstand átti rót
sína að rekja til þess að einn
af hinum fimm efnilegu álftar
ungum Hamborgar-hjónanna
hafði orðið fyrir meiriháttar
slysi.
IEftir all-langan eltingaleik
hafði tekist að handsama
sjúklinginn og hafði sá eitinga
leikur borist víða. En nú var
unginn sem sagt kominn inn í
slökkvistöð. Við fyrstu athug-
un þótti sýnt að unginn myndi
hafa gleypt öngul og við hann
hékk all-langt færi, vafið upp
á spítukubb og hafði unginn
þurft að dragnast með flækj-
una.
☆
Kjartan Ólafsson bruna-
vörður beitti viðurkenndri að-
ferð góðra veiðimanna við að
ná unganum, því „gömlu
hjónin“ gæta barnahópsins af
mikilii kostgæfni og undir
venjulegum kringumstæðum
mundi það kosta bæði barsmíð
og meiðsli að ætla sér að ræna
einu barna þeirra. Þau sáu
„Plan en ekki flan"
Franskur sérfræðingur kynnir sér
ferðamál íslands
FERÐAMÁLAFÉLAG Reykjavík
ur hefur fengið hingað til lands
franskan sérfræðing um ferða-
mál til þess að gera athuganir
og tillögur um ýmisiegt, sem að
þessum málum lýtur. Er það M.
Georges Lebrec, sem kom hingað
4. júli ásamt konu sinni, en
franski sendiherrann hér, M.
Brionval, hafði milligóngu um
að fá hann hingað.
• Kynnist landinu
M. Lebrec er þekktur sérfræð-
ingur um þessi mál og hefur unn-
ið mikið starf á því sviði. T. d.
bauð ríkisstjórn Nepals honum
þangað austur til þess að rann-
saka ferðamál landsins. Dvaldist
hann þar nokkra mánuði og skil-
aði mikilli og ýtarlegri skýrslu
til stjórnarinnar um kosti og lesti
Nepals, sem ferðamannalands.
Ennfremur gerði hann tillögur
til úrbóta í þeim efnum.
Hér mun M. Lebrec dvaljast
röskar þrjár vikur, kynna sér
allt, er að ferðamálum lýtur, og
ferðast um landið. Að dvölinni
lokinni ræðir hann við frétta-
menn blaða og útvarps og skýrir
frá helztu niðurstöðum sínum.
Síðar mun hann gefa Ferðamála-
félagi Reykjavíkur skýrslu um
það, hvernig honum kemur á-
stand okkar í ferðamálum fyrir
sjónir, og gera um leið tillögur
um þau mál.
• Plan en ekki flan
Koma þessa sérfræðings er
þýðingarmikil fyrir okkur Is-
lendinga, þar eð hér er um að
ræða þaulkunnugan og vanan
mann í þessum efnum, sem gerla
kann að greina, hvar skórinn
kreppir. Ábendingar hans og til-
lögur ættu að vera okkur mikils-
verðar, a. m. k. ef farið verður
eftir þeim. Það er eins og stjérn-
armenn Ferðamálafélagsins orða
það: I þessum efnum þarf að
ríkja plan en ekki flan
hins vegar ekki við Kjartani
þar sem hann stóð á Tjarnar-
bakkanum með háf einn mik-
inn og beið færis. Allt í einu
dembdi hann háfnum yfir son
inn særða og nam hann á
brott. —
Eftir að í slökkvistöðina
kom vöru þegar gerðar ráð-
stafanir til þess að bjarga lífi
ungans. Nútíma læknavísind-
um var beitt, fuglinn var flutt
ur í sjúkrabifreið upp í slysa-
varðstofu að ráði dýralækna
en hjónin Páll Agnar Pálsson
yfirdýralæknir og frú hans,
sem einnig er dýralæknir
höfðu verið til kvödd.
☆
Læknar slysavarðstofunnar
tóku á móti sjúklingnum,
klæddir hvitum kyrtlum og
var hann þegar færður inn á
röntgendeild. Þar var tekin
af honum mynd til þess að fá
úr því skorið hvernig öngull-
inn lægi í hálsi sjúklingsins
með tilliti til skurðaðgerðar.
☆
Þessu næst tók frú Pálsson
sjúklinginn í sína vörzlu og
var haldið með hann til heim
ilis yfirdýralæknishjónanna,
þar sem frúin framkvæmdi
uppskurð á álftarunganum.
Heppnaðist sú aðgerð ágæt-
lega og um 10-leytið í fyrra-
kvöld endurheimtu álfta-hjón
inn hinn glataða son og sagði
Kjartan Ólafsson brunavörður
að þar hefðu orðið miklir
fagnaðarfundir.
Undir skermi röntgentækisins. Jón Pálsson dýralæknir heldur
um höfuð ungans.
Hafir þú horft á hásumardýrð
þessara daga með augum hins
trúaða manns, er óhugsandi ann-
að en friður náttúrunnar hafi
seitlað inn í sál þína og kyrrð
hafi komið yfir vötn hugans.
Sá sem ekki trúir, getur vissu-
lega fundið mikinn og háleitan
unað í faðmi sumarnáttúrunnar,
— en sá sem trúir lifir þennan
unað heitar, sterkar. Honum er
þessi ómælanlega sumardýrð
ekki aðeins fagurt og hrífandi
sjónarspil. Hún talar til hans
öðru og meira máli, því að hann
finnur, að eins og sumarloftið er
þrungið af sólargeislunum, svo,
er náttúran þrungin af Guði. Og
þá hljómar í fagnandi sál hans
það, sem séra Matthias kvað:
í sannleik, hvar sem sólin skín
er sjálfur Guð að leita þín-
Aðeins þeir, sem horfa á þetta
undur með auga trúaðs manns
skynja dýpsta undrið. Vegna þess
að skáldið Wergelend sá hönd
Guðs að baki þessarar dásam-
legu dýrðar, gat sál hans orðið
svo þrungin hrifningarhita og lof
gerðarmagni, að þeir, sem sáu
hann við þær aðstæður, sögðu að
hann hefði verið drukkinn. Sum-
arið sagði ekki þeim það, sem
það sagði honum. Og þeir gátu
ekki heldur orkt hið ódauðlega
ljóð um „Harðangur ’inn himin-
blíða“. Sumarið hvarf honum og
haustið kom, hið fölva haust með
sinn feigðardóm til deyjandi
manns. Þá entist honum enn
friðurinn, sem sál hans hafði orð-
ið þrungin af á sumardögunum
áður. Auðmjúkur, rósamur
hneigði hann höfði og kvað í
dauðanum svanasöng sinn um
blómið, gullskúfinn, sem var' að
visna og skáldið á banasæng-
inni hélt í skjálfandi, visnandi
hendi.
Munt þú, þegar haustið þitt
kemur, varðveita enn þann frið,
sem þessir kyrru, friðsælu sum-
ardagar eru að anda inn í sál
þína? Logandi gulli hellir sól
Guðs yfir sjó og land. Græðir
sál þín þessa dagana það gull,
sem Guð er nú að gefa þér?
Horfðu út og sjáðu þá dýrð,
sem nú er þér auðsæ, hvar sem
augum lítur. Horfðu inn, inn í
hugskot þitt, hjarta þitt. Býr inni
þar sá friður, sem síðustu dagarn-
ir hafa verið þrungnir af? Haf-
irðu vegna starfs og strits og
anna ekki gefið þér næði til að
hlusta á boðskap sumarsins um
friðinn, þá skaltu taka þér
hljóða stund og hugleiða það,
sem Einar H. Kvaran segir í einu
skáldrita sinna: „í sól sálarfrið-
arins verður allt að gulli — og
allt annað gull er mannssálinni
fánýtt til frambúðar".