Morgunblaðið - 17.07.1960, Síða 13
Sunnudagur 17. júlí 1960
MORGUNBLAÐIÐ
13
stórstreymi aldarinnar. Fleira
veldur að vísu en atvinnubylting-
in, aðstaða kirkjunnar í þjóðlíf-
inu er önnur en var. En sú bylt-
ing er þó ærin sér. Kirkjan stend-
ur nú frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að landið, sem hún hafði
búið um sig í og gróið við í þús-
und ár, er að hverfa og nýtt að
verða til. Fornar uppistöður, sem
studdu hana eða stóðu undir
starfi hennar, eru fallnar eða rið-
andi. Hún þarf að nema landið að
' nýju, koma sér fyrir i mannfélagi,
sem mótast af verulegum og vax-
andi hluta af borgarlífi og vél
tækni. Þær erfðir, sem hún á frá
liðnum tíma, söguhelgað samband
hennar við þjóðina, eru ómetan-
legar. En þ^ð er þó fyrst og
fremst fortíð. Hún lifir ekki á
þeim arfi sínurn nema sem minn-
ing. Framtíð hennar fer eftir því,
hversu andlega veigamikil hún
reynist á næstunni, styrk í
Drottni sínum, glöggsæ á tímanna
tákn, fljót að átta sig á nýjum
viðhorfum, eindregin í vitund
sinni um köllun sína gagnvart
þjóðinni.
Þeir tímar, sem vér lifum á,
eru vissulega auðugir af tækifær-
um fyrir kirkjuna. Kristinn mað-
ur lítur alltaf svo á, að nýjar að-
stæður, óvænt viðhorf og erfið-
leikar séu köllun, tækifæri, sem
Guð gefur. Vér lifum vitjunnar-
tíma. Ef til vill var engin kyn-
slóð kristinna manna á íslandi
kölluð til meira hlutskiptis en sú,
sem nú er í miðju dagsverki eða
um það bil að taka daginn“.
Séð yfir Tjörnina í átt að Fríkirkjunni.
REYKJAVÍKURBRÉF
HirSisbréf biskups
Herra Sigurbjörn Einarsson
hefur, svo sem er háttur nýrra
biskupa, skrifað prestum þjóð-
kirkjunnar hirðisbréf. Það hefur
nú birzt í sérstakri bók, sem nefn
ist: „Ljós yfir land“, 200 síður að
lengd. Rit þetta á ekki einung-
is erindi til kirkjunnar manna,
heldur til allra íslendinga, sem
hugsa um þjóðfélagsmál. Við lest-
ur þess sést, að það er skrifað af
manni, sem er í senn mjög vel að
sér, óvenju ritsnjall og hugsjóna-
ríkur. Um guðfræðikenningar
biskups skal ekki rætt hér. Rétt
er að láta það eftir þeim, sem
betur eru að sér. f leikmanns
augum virðist bréfið ritað af víð-
sýni og sáttfýsi í garð þeirra, sem
aðrar trúarkenningar hafa. Bisk-
up viðurkennir, að eðlilegt sé að
sitt sýnist hverjum í ýmsum guð-
fræðilegum efnum. Beint dauða-
merki væri, ef svo væri ekki,
enda segir í sjálfri hinni helgu
bók:
— „í húsi föður míns eru.marg-
ar vistarverur", eins og hinn vitri
vígslubiskup, sr. Bjami Jónsson,
gjarnan vitnar til þegar talið
berst að þessu.
„Er ekki undar-
lega hljótt um
heimilið44
Biskup leggur áherzlu á, að
ágreiningur um trúarkenningar
megi ekki verða til þess að draga
athygli kirkjunnar frá hinum
miklu verkefnum í lífi þjóðarinn-
ar, er að kalla. Hann segir t.d.:
„Bylting þjóðlífsins hefur gjör-
breytt heimilislífinu. Kirkjan átti
eina sína styrkustu stoð í guð-
rækni heimilanna . . .
Það er eitt af einkennum vorra
tíma, að alltaf er verið að kanna
nýjar leiðir, huga að nýjum stofn
unum og koma þeim á laggir.
Þetta er í sjálfu sér heilbrigt, gott
og nauðsynlegt. En stundum
Laugard. 16. júlí
| gleymist hið gamla og þrautpróf-
aða. Og það er ekki gott.
Vér höfum uppi miklar ráða-
gerðir og framkvæmdir til þjóð-
lífsbóta og menningarauka og i
uppeldis- og fræðslumálum ger-
um vér ótrúlega risavaxin átök.
En er ekki undarlega hljótt um
heimilið? Hér var heimilismenn-
ing í landinu, traust og að mörgu
farsæl. Hún er liðin undir lok að
mestu, enda bundin félagslegum
aðstæðum, sem eru úr sögunni.
Hvað gerum vér til þess að um-
bæta það að nýju með hliðsjón af
nýjum þjóðháttum og aðstöðu?
Þjóðfélög nútímans eru meira og
minna múruð hinum margvíslegu
stofnunum. Vér megum ekki
gleyma grunnstofnuninni, heim-
ilinu, sjálfri frumunni í mann-
félagslíkamanum".
„Mæður hafa lyk-
ilsvald í uppeldis-
málum64
Biskup heldur áfram og segir:
„Skólar standa veikum grunni
og önnur menningarstarfsemi, ef
heimilin eru ótraust. Hinn mikli
frömuður uppeldismála og mann-
vinur, Pestalozzi, hlaut vakningu
sína til starfs við það að kynnast
vanræktum börnum. Athygli
hans beindist að heimilunum.
Hann skrifaði bók handa mæðr-
um. Hann vissi, að mæðurnar
hafa lykilsvald í uppeldismálum.
Hann lagði áherzlu á, að allar sið-
bætur og þjóðlífsumbætur, sem
eiga að ná til róta, að verða bein-
ast upptökum, heimili og heim-
ilislífi. Bernskuheimilið leggur
grunninn að mótun hvers
manns“.
Ætla mætti, að allir gætu tek-
ið undir þessi orð, svo.augljós-
lega sönn sem þau eru. En ein-
mitt þetta er enn eitt aðalágrein-
ingsefnið í þjóðmálum. Markmið
kommúnista er að eyða áhrifum
heimilanna, helzt sundra þeim,
svo að hægara sé að gera úr mann
fólkinu hugsunarlausar vinnuvél-
r
..Oíiot gelgju-
Framangreind ummæli, eru úr
þeim kafla hirðisbréfsins, er
nefnist „Hið unga Island“.' Hann
hefst svo:
„ísfand er ungt, „álfu vorrar
yngsta land“. Ekki vegna þess,
að það reis síðast úr sæ og var
séinast numið, heldur hins vegna,
að bjóðin er ung. Hún hefur vakn
að til vors, varpað af sér hami
langrar kyrrstöðu, blóðið rennur
ört í æðum hennar og kraftarnir
vaxa við hvert átak. Þessu fylgja
ýmis ónot gelgjuskeiðs, nokkur
skortur jafnvægis og roskinna
manna ráðs. Og aldarfarið í heim
inum hefur verið næsta skrykkj-
ótt á þessum vortíma íslenzku
þjóðarinnar og raunar hið versta
á marga grein.
Þjóðin lifir tíma mikilla tæki-
færa.---------
Á kirkjan hlutdeild í tækifær-
um hins unga tíma?-----------—
Kirkjan er á tímamótum, eins
og þjóðin. En horfa vegir eins
við báðum af því hvarfi, sem vér
erum staddir á?
Bylting þjóðlífsins hefur haft
mikil áhrif á aðstöðu kirkjunnar.
Hjá því gat ekki farið. Hún var
samvaxin lífi þjóðarinnar eins og
það var, skipulag hennar var gró-
ið við hið gamla, íslenzka mann-
félag, starfshættir hennar líka.
„Mvítast aí borgar-
lífi og \éltækni6í
Hér lýsir biskup á raunsæjan
hátt þeim miklu verkefnum og
þar með mörgu tækifærum, sem
núlifandi kynslóð fslendinga eru
fengin. Sú staðreynd, að mann-
félag okkar mótast nú að veru-
legum og vaxandi hluta af borg-
arlífi og véltækni knýr til end-
urmats í flestum greinum þjóð-
lífsins. Enn hefur okkur ekki tek-
izt að skapa þá borgarmenningu,
sem viðhlítandi sé. Það er eitt
af mest aðkallandi verkefnum
þessarar kynslóðar. Eins og bisk-
up bendir á, þá verða heimilin
þar að vera undirstaða. Góður hý
býlakostur er mikilvægur. í þeim
efnum hefur ótrúlega miklu verið
áorkað á skammri stundu. íbúð
er samt aldrei annað en ytri um-
gerð, það er velfarnaður og menn
ing fólksins, sem í húsunum býr,
sem eftir er keppt. Kirkjan hefur
vissulega miklu og veglegu hlut-
verki að gegna við að laga þann
losungarbrag, sem nú er á alltof
mörgu. Eftirtektarvert er, að bisk
up nefnir lítt eða ekki þýðingu
útvarps fyrir störf kirkjunnar.
Þetta skýrist af því, hversu mik-
ilsverð hann telur hin persónu-
legu áhrif, sambands prests og
safnaðar, sem hætt er við að út-
varpið deyfi í stað þess að auka.
Kirk j nby ggingar
Biskup telur, að hallað hafi á
kirkjuna í fjárskiptum hennar
við ríkið. Um það skal ekki frek-
ar rætt hér, en ekki endast þau
dæmi, sem hann telur til fullrar
sönnunar. Aðalatriðið er, að nú
verður að byggja á því ástandi,
sem fyrir hendi er. Deilur um
Hún bjó um ytra fyrirkomulag J gömul fjárskipti eru einungis til
og starfsaðferðir að fornri og; trafala. Um þetta segir biskup:
traustri gerð og þurfti lítt að | „-þegar haft er í huga,
er flestar standa á þeim grunn*
um, sem verið hafa tilbeiðslu-
staðir kynslóðanna. Auk þess þarf
að reisa kirkjur í nýjum sókn-
um“.
Hvað er frara-
kvæmonlegl?
Annarsstaðar ber biskup sanv
an framlög ríkisins til félagsheim
ila og skóla, miðað við það, sem
látið hefur verið til kirkjubygg-
inga og þykir mjög á kirkjurnar
hallað. Þetta er að vísu rétt, enda
spyrja nú margir, hvort bygging
félagsheimila sé ekki komin út
í öfgar. Þegar höfð er í huga nú-
tímasamgöngutækni og fjöidi
þeirra verkefna, sem kalla að, þá
virðist sannast sagt svo sem fé-
lagsheimili hefðu a. m. k. sum-
staðar mátt vera dreiföarj en
raun ber vitni. Hreppametnaður
má ekki komast að í þeim efn-
um, enda hefur sumsstaðar far-
ið svo, að frekar hefur verkað
til sundrunga en samhugs.
Á sama veg verða menn að
gera sér grein fyrir, hvort fjár-
hagslegt bolmagn sé fyrir hendi
til þess að reisa nútímakirkjur,
hvarvetna þar sem kirkjur áður
hafa staðið. Er ekki eðlilegt að
færa þær saman? Því að hvað
sem stofnkostnaði líður, og ef
þar þó sannarlega um mikið fé
að ræða, verða menn að ihuga,
hverjum sé til gagns að koma
víðs vegar upp lítt sóttum kirk-
jum, sem söfnuðir hafa ekki ráð
eða hirðu á að hlúa að svo að
sæmilega vistlegt sé, þegar inn
er komið. Tilfærsla byggðar, bætt
ar samgöngur og véltækni hafa
skapað gjörbreytingu, sem ekki
verður komizt hjá að taka tillit
til. Stórhuga menn, sem einmitt
láta sér annt um framtíð kirkj-
unnar, þurfa að hugsa málið frá
rótum. Hér sem ella verður að
gera sér grein fyrir, hvað er fram
kvæmanlegt, og finna síðan ráðin
til þeirra framkvæmda.
breytingum að huga í þeim efn-
um í þjóðfélagi, sem að miklu
leyti mátti teljast kyrrstætt".
„Engin kynslóð
kölluð til nieii a
hlutskiptis46
Síðar segir:
„Þessu hefur öllu skolað til í
hvernig fjármálalegum samskipt-
um ríkis og kirkju hefur verið
háttað, er auðsæ skylda ríkisins
til þess að létta verulega undir
með söfnuðum landsins, m.eðan
verið er að koma kirkjubygg-
ingarmálum í viðunandi horf. Til
þess þarf stórt átak. Það eru
ekki nema 40 ár þar til þjóðin
heldur upp á þúsund ára afmæli
kristninnar. Fyrir þann tíma þurf
um vér að hafa endurbyggt var-
anlega og myndarlegan stóran
hluta af sóknarkirkjum landsins,
Fjöldi presta
Biskup segir, að rómversk-
kaþólskir menn telji hæfilegt að
hafa einn prest fyrir 500 manna
söfnuð. Er svo að sjá sem hann
telji æskilegt, að hér verði keppt
eftir líku hlutfalli. Ekki skaðar
að setja markið hátt, en þó virðist
hér of hátt miðað. Vafalaust er
erfitt að finna í þessu nokkra
ákveðna reglu. Fara verður eftir
aðstæðum í hverju landi, og þvi
hvað menn vilja raunverulega á
sig leggja í þessum sökum, því
að kostnaður við uppihald klerk-
dómsins verður af engum tekinn
öðrum en öllum almenningi. Ein-
hvers staðar hefur sá, er þetta
ritar, lesið, að hjá mótmælenda-
trúarmönnum með engilsaxnesk-
um þjóðum, þar sem trúaráhugi
er víða vel lifandi, þyki hæfilegt
að hafa einn prest fyrir 2000
manna söfnuð. Enn fer fjarri að
þvi marki sé náð í fjölmennari
kaupstöðum hér á landi, í Reykja
vík hefur m. a. s. ekki enn þótt
fært að fullnægja lagaboði að
ætla einn prest fyrir hverja 5000
menn. Athuga verður, hvort ekki
sé stöðugt nauðsynlegt að færa
prestaköll til eftir flutningi mann
fólksins í landinu. Prestum eins
og öðrum er hollast að hafa nægu
verkefni að sinna. Ungir, kraft-
miklir og áhugasamir prestar í
litlum sóknum, kvarta nú undan
því, að fjarri fari, að þeim sé
ætlað nóg verkefni. Alkunnugt
er, að nokkrir prestar dvelja ým-
ist að staðaldri eða mikinn hluta
árs utan prestakalla sinna. Því
kunna að valda sérstakar ástæð-
ur en því miður bendir sú stað-
reynd, að söfnuðirnir skuli ekki
rísa gegn þessu, á, að verkefni
sumra presta sé of lítið. Nýir sam
gönguhættir og véltækni hljóta
einnig í þessu að segja til sín.
Framh. á bls. 14.