Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 16
16
MOKCVffBl AÐIÐ
Sunnudagur 17. júlí 1960
Fræðir Frakka um ísland og
aðstoðar íslendinga í París
MARGIR íslendingar, sem
komið hafa til Parísar og leit-
að til sendiráðsins, kannast
við Madame Rose-Marie Du-
val, og margan snúninginn
hefur hún átt til að leysa úr
alls kyns vandamálum íslend-
inga, sem ókunnir eru flækj-
um stórborgarlífsins og skrif-
finnskunni á meginlandinu,
oft á tíðum án þess að þeir
hafi haft hugmynd um alla
fyrirhöfn hennar við að leysa
hnútinn.
Madame Dujval er búin að
starfa á íslenzka sendiráðinu frá
árinu 1947 eða næstum frá stofn-
un þess, í fyrstu aðeins á morgn.
ana, en nú í mörg ár allan dag-
inn. Og nú er hún komin í fyrsta
sinn i stutt fri til ísiands með
börn sín tvö, Jaqueline og Bern-
ard.
— Ég þekki fsland af póst-
kortum — og af upplýsingum
þeim, sem ég hefi gefið útlending
um um það, segir hún og hlær
við.
— Og nú eruð þér komin til
að sjá hvað af þessum upplýsing-
um er rétt?
— Ég fer ákaflega varlega, til
að gefa ekki rangar upplýsing-
ar, enda er það ekki svo erfitt.
Mest er beðið um kort af Is-
landi og það höfum við ekki,
spurt um hótel og þau eru fá,
unglingar spyrja um farfugla-
heimili út um landið og þau eru
ekki til, krakkarnir biðja um
myndir og upplýsingar fyrir
vinnubókina sína í landafræði og
ég hefi jafnvel verið spurð um
brottfarar- og komutíma járn-
brautlesta á íslandi. Þetta er
ákaflega auðvelt viðfangsefni,
eins og þér sjáið. Ég bæti því
svo alltaf við, að íslendingar séu
sérlega gestrisið og hjartagott
fólk. Ég hefi kynnst nægilega
mörgum íslendingum á öllum
þessum árum, til þess að geta
hrósað þeim með góðri samvizku.
En nú ætlum við að skoða með
eigin augum staðina á póstkort-
unum og í myndabókunum.
í tveimur heimsstyrjöldum
— Eru þér frá París?
— Ég er fædd í Norður-Frakk-
landi en er af ítölskum og hol-
lenzkum ættum, mest flæmskum.
Þess vegna á ég sennilega þenn-
an Ijóshærða son. Annars hefi ég
búið alla mína æfi í París. Þegar
fyrri heimsstyrjöldin skall á, var
móðir mín í heimsókn með okkur
krakkana hjá skyldfólki sínu í
París, þeir sem ekki áttu far-
Bifreiðasýning
Renault umboðið á íslandi
sýnir hinar nýju
RENAULT BIFREIÐARNAR
DAUPHINE
o e
F L O R I D E
Á Hótel íslands bifreiðastæðinu
sunnudaginn þann 17. þ.m.
frá kl. 10 f.h. til 10 e h.
Brautarholti 20 — Símar: 22116 — 17 — 18
miða fyrir, fengu þá ekki að
ferðast. Pabbi fór í stríðið, en við
vorum þarna teppt í París. Sem
betur fer, því annars hefðum við
sennilega ekki sloppið lifandi
úr stríðinu. Húsíð okkar var jafn
að við jörðu og mikið eyðilagt í
kring. Eftir stríð vorum við þar
aðeins í þrjú ár. Svo giftist ég
í París, en maðurinn minn fórst
í . byrjun heimsstyrjaldarinnar.
Jacqueline var þá rétt ófædd, en
Bernard tveggja ára. Síðan hefi
ég ekkert gert annað en ala upp
börnin að vinna í íslenzka sendi-
ráðinu. Svo þér sjáið að æfisagan
mín er varla í frásögu færandi.
— Var ekki erfitt að komast í
gegnum stríðsárin með tvö lítil
böm?
— Jú, matarskammturinn var
ekki nægilegur til að næra tvö
börn eins og vera ber, þar sem ég
hafði aðeins einn fullorðins-
skammt. Mér tókst loks að senda
þau í fóstur til Sviss með því að
fá læknisvottorð um að heilsa
þeirra væri í hættu.
Kynntist íslendingum af tilviijun
—- Hvérnig stóð svo á því að
þér fóruð að vinna fyrir íslenzka
sendiráðið?
— Það var hrein tilvilj'un.
Kunningi minn einn hefur ferð-
ast ákaflega mikið og talar öll
möguleg tungumál. Hann hafði
komið til íslands fyrir strið, fót-
brotið sig á fyrsta degi, með því
að détta af hestbaki, að ég held,
og því lenti hann í sjúkrahúsi og
kynntist nokkrum íslendingum.
Gegnum þann kunningskap kom
íslenzk stúlka í fæði til mín, eftir
stríðið. Hún vann fyrir seridiráð-
ið og þegar hún fór, var ég beð-
in um að koma. Þetta var ákaf-
lega mikil tilbreyting fyrir mig,
cg kom sér vel. Um þetta leyti
var ég að reyna að .drygja tekj-
urnar með því að búa til hatta,
on þar sem það vildi fara svo
að ég saumaði mest hatta
á kunningjakonurnar, eyddi ég
meiru í það en ég hafði upp úr
því. Ég er ákaflega ánægð með
að ég skyldi hafa byrjað að vinna
í sendiráðinu.
Madame Duval ásamt börnum sínum.
— Og nú eruð þið öll komin
til að sæKja okkur heim?
Frá námi í herinn
— Já, við ókum upp til Edin-
borgar og tókum Gullfoss hing-
að og vorum öll sjóveik. Undan-
farin 2—3 ár höfum við getað far
ið. þrjú saman í sumarfrí, en ekki
er að vita hvernig það verður í
framtíðinni. Bemard er að fara
í herinn, og verður sennilega
sendur til Alsír. Hann helur ekki
lokíð námi, er að lesá iögfræði
og viðskiptafræði, ég reikna ekki
með að hann fái frest frá her-
þjónustunni. Þar sem svo fá börn
fæddust í Frakklandi á síðustu
árum stríðsins, vegna þess hve
uggvænlega horfði í heimsmál-
unum, eru þeir árgangar ungra
pilta sem nú koma í herinn svo
fámennir. Áður var hægt að fá
írest til að Ijúka námi, a. m. k.
til 25—26 ára aldurs. Bernard
verður þvi að eyða næstu 26
mánuðum og 27 dögum í hernum.
— Það er hræðilegt fyrir unga
pilta að þurfa að fara þangað
f "á námi?
— Já, og það er erfitt fyrir
fjölskyldunar að láta þá fara.
En þeir verða að taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið, er
þeir koma aftur. Og þetta er að
vissu leyti þroskandi.. Maður sér
þá íara sem drengi og koma aft-
ur fullvaxna karlmenn.
Ekki var tími til að ræða frek-
ar við Madame Duval. Hún og
börn hennar voru að leggja af
stað tii Gullfoss og Geysis. —
Við erum að flýta okkur að sjá
s-m mest meðan sólin skín, því
við höfum auðvitað líka heyrt
lalað um rigninguna á íslandi,
sögðu þau að lokum. — E. Pá.
Belgíumenn mótmœltu
með „fyrirlitningu"
og Rússar skiluðu orðsendingunni
BRUSSEL, 15. júlí: — Belgíu-
stjórn mótmælti í dag með fyrir-
litningu ásökunum Ráðstjórnar-
innar nm, að Belgiumenn hefðu
með her srnum gerzt árásaraðilar
í Kongó. Wigny, utanríkisráð-
herra Belgiu, afhenti svarorðsend
inguna i rússneska sendiráðinu
um svipað leyti og tugir banda-
riskra herflutningavéla héldu frá
PILTAR,
EF ÞlÐ EfGIP l/NNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRINGANA. 7
/tcfjtefrtxrf S \ —
Landrover til sölu
Landrover, árgangur 1958, stærri gerðin 10 manna,
er til sölu. Bifreiðin er lítið keyrð og I fyrsta flokks
ástandi. — Upplýsingar í bifreiðaverkstæði Hálfdáns
Hannessonar, Ármúla 26, sími 3-59-28.
HAFNARSTR.4
stöðvum sinum í Evrópu með mat
væli til borga í Kongó, þar sem
hungursneyð vofir yfir íbúunum.
Gat ekki stöðvað hryðjuverk
Belgiska stjórnin neitar harð-
lega án allra vifilengja og með
fyrirlitningu móðgandi ásökun-
um Ráðstjórnarinnar, ‘ sagði í
orðsendingunni. Bent var á, að
belgískir hermenn hefðu verið
látnir taka í taumana eftir að
stjórnin í Kongó hefði viður-
kennt að hún var ekki fær um
að stöðva hryðjuverk þau, sem
unnin hefðu verið gegn hvítum
mönnum í Kongó.
Er.nfremur sagði, að þúsund-
ir Beigíumanna hefðu dvalizt á-
fram í Kongó eftir að landið var
orðið sjálfstætt „til þess að hjálpa
hinu unga ríki af hollustu og
þekkingu."
Skilað orðalaust
„Þessu trausti hefur nú verið
gereytt. Almenningur hefur unn-
ið hræðileg fólskuverk. Kongó-
stjórn hefur lýst sig vanmáttuga
og ekki getað stöðvað þau. Ekk-
ert ríki hefði skorazt undan þeirri
skyldu að vernda borgarana á
mestu hættustund".
Á þessa lund svöruðu Belgíu-
menn ásökunum Ráðstjórnar-
innar fyrir tveimur dögum um
að Belgía ásamt, Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Frakklandi og V.-
Þýzkalandi hefðu gerzt sek um
„heimsvaldastefnu og árás“ í
Kongó.
Skömmu eftir að Wigny, utan-
ríkisráðherra, haföi afhent
rússneska sendiherranum orð-
sendinguna var hún send aftur til
utanrikisráðuneytisins og „skil-
að“ þar orðalaust. Sögðu Rússarn
ír síðar, að hún væri móðgandi.
SLETT P0PUN
(N0-IR0N
MIMERVAo^te>*
STRAUNING
ÓÞÖRF