Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. Sgúst 1960 MOJtcwvr r 4 niÐ 5 "..TT*'"' KÓNGAMYNDIR þóttu einu sinni ómissandi í blöðununi, eða a. m. k. þótti betra að hafa myndir af einhverju kon- ungafólki, því að almenning- ur vildi fylgjast vel með öllu, sem höfðingjarnir höfðust að. Hér er að vísu ekki mynd af kónguin heldur „bara“ krón- prinxum, sem eiga e. t. v. eft- ir að setjast í stóla feðra sinna, sem báðir eru ríkjandi kon- ungar. Þetta eru þeir frænd- urnir Haraldur, ríkiserfingi Noregs, og Konstantin, ríkis- arfi Grikklands. Konstantin er að taka á móti frænda sínum á flugvellinum í Aþenu, en Haraldur hyggst dveljast í Grikklandi einhvern hluta sumars. Eins og kunnugt er, eiga konunga- og furstafjölskyld- ur nú í mestu vandræðum með að koma dætrum sínum út meðal nægilega „tiginborinna** manna, því að óvenjumiklar dætrafæðingar hafa átt sér stað hjá þeim að undanförnu. Flestar sitja f jölskyldurnar uppi með margar gjafvaxta dætur og svipast sem óðast um eftir mannsefni handa þeim. í vor efndi sænska konungsf jöl- skyldan til stórkostlegrar veizlu og ba<uð þangað öllu kóngafólki á giftingaraldri. Tókust þar góð kynni með mörgum jafnöldrum, sem von- andi eiga eftir að leiða til marg faldlegrar blessunar. Einna eft irsóttastur ungkarla í prinza- stétt er einmitt Haraldur, og því vakti það mikla athygli forvitinna hirðmeyja, að hann virtist kunna bezt við sig í návist Soffíu, prinzessu af Grikklandi, en umgekkst hin- ar gullfallegu Haga-prinzess- ur af Svíþjóð eins og þær væru yngri systur hans. Soffíiu var heldur ekkert á móti skapi að skemmta sér með Haraldi, svo að fólk var ekki seint á sér að spá þeim upp í hjóna- sængina. — Annars kom þetta fróðu fólki um þessa hluti ekki svo mjög á óvart, þar eð þau höfðu átður virzt haft gaman af því að hittast. Friðrik frændi þeirra beggja Dana- konungur er maður athugull og ráðsnjall í mörgum efnum. Hann skildi vel, að unea fólk- ið að fá tækifæri ti’ að hittast, og kom því til leiðar eitt sinn, að þau voru bæði stödd um nokkurn tíma í ríki hans, þar sem hann hélt þeim veizlur góðar. En eftir dans- leikinn í Stokkhólmi fóru sög- urnar að fá byr undir báða vængi, og nú, þegar Iiaraldur er kominn til Grikklands, þyk- ir mörgum einsýnt, að trú- Iofun sé í aðsigi. — Frá Aþenu flugu prinzarnir til eyjarinn- ar Korfú (Kérkyra) í Jóniska hafinu, þar sem grísku kon- ungshjónin og Soffía dóttir þeirra eru í wumarfríi. — Þú getur ekkj verið með neitt þras, það varst þú sem braust stöngina á sólhlifinni. ★ Lítill borgardrengur, var að kynnast sveitalífinu í fyrsta sinm. Sólin, sem var að setjast varpaði gullnum geislum á túnið og rós- irnar í gamla garðinum. Dreng- urinn sat á litlum stól við hliðina á húsmóðurinni, sem var að reyta hænu. Hann fylgdist um stund með verkinu alvarlegur á svip. Síðan sagði hann: — Klæðið þér þær úr fötunum á hverju kvöldi, frú? Veltu áfram, þú djúpa dökkbláa haf, veltu. — Byron. Munnurinn: A karlmönnum hlið sál- arinnar; á konum frárennsli hjart- ans. — Bierce. Eimskipafélag íslanús h.f.: — Detti- foss er á leið til Rvíkur. — Fjallíoss er á leið til Hamborgar. — Goðafoss fór frá Akureyri á hádegi í gær til Siglufjarðar. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss fór frá Rvik í morgun til Keflavíkur og fer þaðan síðd. í dag til Akureyrar. — Reykjafoss fór frá Hamina 10. til Leith. — Selfoss er í New York. — Tröllafoss er í Hull. — Tungufoss fór frá Kaupmh. 10. til Abo. Skipaútgerð rikisins: — Hekla er í Gautaborg. — Esja er á Austfjörðum. — Herðubreið kemur til Rvíkur árd. í dag. — Skjaldbreið fer frá Rvik kl. 14 í dag til Breiðafjarðar og Vestfjarða. — þyrill er á Austfjörðum. — Herjólf- ur fer frá Hornafirði 1 dag til Vest- mannaeyja. H.f. Jökiar: — Langjökull er á leið til Riga. — Vatnajökull er I Rotterdam. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Riga. — Askja er á leið til Noregs. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er i Aalborg. — Arnarfell er í Onega. — Jökulfell er í Cuxhaven. — Dísarfell losar á Norðurlandshöfnum. — Litla- fell er í Rvík. — Helgafell fer í dag frá Siglufirði til Finnlands. — Hamra- feil er á Ieið til Reykjavíkur. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 í dag. Væntanieg- ur aftur kl. 22:30 í kvöld. Vélin fer til Oslóar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00 i fyrramálið. — Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrra- málið. — Innanlandsflug I dag: Til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fag- urhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavikur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæj- arklausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — A morgun: Til Akur- eyrar (2 ferðir), Egiisstaða, Húsavík- ur. Isafjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands og Vestmannaeyja (2 ferðir). Loftleiðir h.f.: — Edda er væntan- leg kl. 19:00 frá Hamborg, Kaupmh. og Osló, fer til New York kl. 20:30. — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 23:00 frá Glasgow og London, fer til New York kl. 00:30. Peningalán Vantar 50 þús. kr. lán til eins árs, gegn tryggingu í ágætis fyrirtæki. Tilb send ist afgr. Mbl. fyrir 12. ág. merkt „?22‘ 2ja herb. íbúð til leigu til leigu. Rólegt og reglu- samt fólk kemur aðeins tál greina. Tilb. sé skilað til Mbl. fyrir laugardag merkt „Stór — 725“. Óskum eftir 1—2ja herb. íbúð nú þegar eða 1. sept. Tveir fullorðn- ir. Uppl. í síma 36384 eftir kl. 5 föstud. og laugard. Aftaníkerra til sölu og öxull vndir heyvagn eða kerru. Ódýrt. Uppl. i síma 23007 í dag og næstu daga. Koniinn heim Hjalti Þórarinsson læk.ur. Stúlka óskar eftir herb. sem næst Hlið- unum. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt „724“. Ibúð óskast 2ja herb. íbúð óskast sem fyrst, helzt í vesturbænum Uppl. í síma 10983. H júkru narkona óskar eftir 3ja herb. íbúð. Helzt í vesturb. Reglusemi. Meðmæli. Uppl. í sima 12016 frá kl. 12—14 og eftir kl. 20. Til sölu Prjónavél „Fama nr. 5“ 90 nálar á borð, lítið notuð. Uppl. á sunnudag, Njáls- götu 72. Rishæð. Pedegree Notaður barnavagn (eldri gerð) og taska til sölu að Miðtúni 46 kjallara í dag milli kl. 2—5. Til sölu Ný myndavel Voigtlánder með innbyggðum Ijósmæli Uppl. að Víðimel 61 eftir k.l 6. Trillubátur Til sölu er 7 smálesta trillu bátur með nýrri vél. Bátur og vél seljast sitt í hvoru lagi, ef óskað er. Uppl. i síma 1703, Keflavík. Blikksmiðjuvélar Okkur vantar verkfæri til blikksmíða. Uppl í síma 19736. Keflavík — Njarðvík Ameríkani óskar eftir 3jú til 4ra herb. ibúð strax. Uppl. í síma 1284. íbúð til leigu Góð 3ja herb. íbúð í Hlíð unum til leigu 1. okt. (ca 90 ferm. Hitaveita). Fyrir- framgreiðsla. Tilb. merkt „Sólrík 723“ sendist Mbl. fyrir 25. águst. Gott mótorhjól 12 ha. model 1956 til sýnls og sölu að Laugarvegi 49a (bakhús) laugardag. Ibúð óskast 2ja herb. íbúð óskast. Þrennt í heimili. Góðri um gengni heitið, Fyrirfram- greiðsia. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt: „íbúð — 726“ íbúð 1—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Einhver fyrir- framgreiðsla. Reglusemi. Uppi. í síma 10720. Mótatimbur Mótatimbur til sölu. Notað aðeins einu sinni. 25% af- sláttur frá nýju timbri. Uppl í síma 32881. Matsveinn með konu og 1 barn vantar 2ja herb. íbúð strax. Símar 35022 og 32310. Domur — Domur ÚTSALA Tækifæriskaup á smekklegum kvenfatnaði. hjá B Á R U Austurstræti 14. T O L E D O opnar í dag aftur í FISCHERSUNDI Skyrtur, buvnr, nærföt, peysur. Allt á gamla verðinu. Toledo íbúð til leigu Til legiu 2ja herbergja íbúð í háhýsi á Laugarásnum. Tilboð varðandi leigu og greiðsluskilmála sendist Morgunbl. íyrir sunnudágskvöld merkt „Laugarás — 720“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.