Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. ágúst 1960 Moncrnvpr 4 ntÐ 13 Sigurmundur fyrrum bóndi UM síðustu áramót voru taldir 104 menn hér í hreppi, af þeim voru 10 fæddir fyrir 1891, hafa 8 af þeim verið búendur hér öll sín þroska- og manndómsár. Tvær konur, sem ekki hafa gifzt, hafa haft með höndum þjónustu og hliðstæð heimilisstörf öll sín starfsár hér í sveit. í þessum hóp var Sigurmund- Ur Guðmundsson sem andaðist 12. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson og Gróa Sigurðardótt- ir, sem þá bjuggu í Bæ. Guð- mundur var sonur Guðmundar Guðmundssonar siðast bónda í Bæ, var hann ættaður úr Nesj- um og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur, sem ættuð var úr Suðursveit. Gróa var dóttir Sigurðar Jóns- sonar bónda í Þorgeirsstöðum og konu hans Guðrúnar Þorleifs- dóttur, voru þau hjón systkina- börn. Sá ættleggur hefur búið í Þorgeirsstöðum um 200 ára skeið og átt jörðina allan þann tíma og býr þar enn. Sigurmundur fæddist 4. sept- ember 1881, hann missti móður sína, fáum dögum síðar 5 nátta | gamall. Um 1890 flutti faðir hans frá Bæ á hálflendu jarðarinnar, Svínhóla, og bjó þar síðan með seinni konu sinni Guðrunu Hall- dórsdóttur, ættaðri úr Nesjum. Hjá þeim ólst Sigurmundur upp ásamt Ragnhildi systur sinni. sem var tveimur árum eldri, síð- ar lengi Ijósmóðir héi í sveit, nú til heimilis á Höfn i Horna- firði. Sigurmundur tók við búi af föður sínum 1908 en 1906 kvænt- ist hann Guðnýju Bjarnadótt- ur, glæsilegri mannkostakonu. Bjarni faðir hennar bjó á hinum helmingi jarðarinnar, Svínhólum, var hann ættaður úr Skriðdal, sonur Bjarna Ásmunds sonar og Guðnýjar Árnadóttur ljósmóður og skáldkonu. Moðir Guðnýjar Bjarnadóttur var síð- ari kona Bjaina, Guðrún Þor- leifsdóttir frá Hólum, systir Þór unnar, móðir Þorleifs alþingism. Eru þær ættir báðar alkunnar. Sigurmundur og Guðný bjuggu saman í farsælu hjónabandi í 31 ár, hún andaðist 1937. Þau komu upp sex mannvænlegum börn- um sem eru: Ásgerður og Anna Sigríður báðar húsmæður í Reykjavík, Svanhildur húsmóðir á Akureyri, Guðfinna húsmóðir í Þórisdal, Bjarni ókvæntur sama stað og Ragnar vélamaður búsettur á Eskifirði. Sigurmundur hætti búskap 1938, hafði hann þá búið 30 ár í Svínhólum, lengstum við lítil efni. Hann vár ávallt mesta snýrtimenni bæðí til orðs og æð- is, öll umgengní á heimili hans bar vott um þrifnað og staka hirðusemi, sem fór þeim hjón- um vel úr hendi, því þau voru samhent í öllu starfi. Tunið var girt og túnrækt aukin að mikl- um mun. Kaupum náði hann á ábýlisjörð sinni og sá þar með þann draum raetast að verða sjálfseignarbóndi. Mjög ríkt var honum í huga að vera skilvís í viðskiptum og skulda ekki til lengdar. Var það meðfædd reglu semi. Móttökur gesta sem að garði bar voru hlýjar og nota- legar, þar hallaðist ekki á með hvort búið sem var, sömu þjón- ustu og greiðasemi áttu allir ferðamenn vísa á báðum heim- ' ilunum, sem voru í þjóðbraut í við Lónsheiði. Eftir að börn Sigurmundar ! komust á legg stundaði hann vegavinnustörf framan af sumri, ef svo bar undir. Reyndist hann, sem vænta mátti, trúr og dygg- ur verkamaður, mjög vel hand- laginn og hafði glöggt auga fyrir því sem betur mátti fara, ætíð kátur og skemmtilegur sam- verkamaður, sem gaman var að vinna með. Guðmiutdsson uð Svínhólum Lítt hlutaðist hann til um al- menn mál, en hafði þar sínar skoðanir og hélt þeim eftir eígin reynd og sannfæringu. Þá tvo áratugi efí:r að búskap hans lauk, dvaldist hann hjá Guðfinnu dóttur sinni og manni hennar Agli oddv. Benediktssyni í Þórisdal, þar undi hann vel hag sínum, enda heilsugóður til 9Íðustu stundar. Hann var elzti karlmaðurinn í þessu byggðarlagi og sóma- maður í hópi þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sjónar- sviðinu. Gamlir félagar og sam- ferðamenn minnast hans með þakklátum og hlýjum huga. Stefán Jónsson. Joseph A. Walker Með þreföldum 1 hraða hljóðsins SÍÐASTLHDINN fimmtudag setti Joseph A. Walker nýtt flughraðamet. Flaug hann vél af gerðinni X-15 og komst upp í 2.150 mílna hraða á klst. (3.460 km./klst). Gamla metið var sett árið 1956 og var 2094 mílur eða 3.369 km. Tilgangurinn með þessu flugi Walkers var ekki að reyna að bæta metið, heldur að athuga hæfni vélarinnar, sem er knúin tveim eldflauga hreyflum. Stór sprengjuflug- vél flutti X-15 vélina upp í rúmlega 14 kílómetra hæð þar sem henni var sleppt. Hraða- metið var sett í 20 kílómetra hæð. Unnið er nú að því að full- gera nýja eldflaugahreyfla í X-15, sem eru þrisvar sinnum aflmeiri en þeir sem nú eru notaðir, og er þá talið að vélin muni ná.rúmlega 6.400 kíló- metra hraða. Aðspurður sagði Joseph Walker að lítill munur væri á því að fljúga svona hratt og að fljúga með ,,aðeins“ 1.000 mílna (1.609 km.) hraða. X-15 í lendingu (neðri vélin) Engin síld til Djúpovíkur GJÖGRI, 9. ágúst: — Ekkert útlit er fyrir að söltuð verði síld á Djúpuvík í sumar. Helgi Kr. Jónsson, sem undanfarin ár hef- ur staðið fyrir söltun hjá h.f. Djúpavik, kom til Djúpuvíkur fyrir u. þ. b. mánuði með einn síldarmatsmann og tvær ráðskon- ur. — En þess má geta, að síld hefur ekki sézt hér um slóðir í sumar, fyrr en nú síðustu dagana, að sjómenn á Gjögri hafa fengið lít- ilsháttar af síld í lagnet. Sú síld er smá og horuð og þar af leið- andi ekki söltunarhæf. — Regína. Rósavendir á kr. 15.00 Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Hverager&i Góð 3ja herbergja íbúð til sölu í Hveragerði. Uppl. gefa Snorri Arnason, lögfr., Selfossi og Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Hveragerði. 4-5 herbergja íbúð óskast nú þegar eða fyrir 1. október. Upplýsingar í síma 16098. Bjargey Magnúsdóttir \ 13. okt. 1893 — D. 10. nóv. 1959 EIÐIR okkar Bjargeyjar Magn- rsdóttur lágu saman á Seyðis- cirði fyrir mörgum árum. Hún var grannkona mín þar aðeins um tveggja ára bil, svo að sam- vistirnar urðu ekki langar, en skildu eftir margar hugþekkar minningar. Hún bjó í húsi, sem Nóatún nefnist, ásamt vinkonu sinni, Margréti Sigurðardóttur, nudd- konu. í þessu húsi bjuggu þær mörg ár og eignuðust vináttu fjölmargra, sem sóttu þangað bót meina sinna. Er þeirra minnzt af mörgum hér eystra með miklu þakklæti og hlýju. Ýmsir munu hafa haldið, að þessar konur væru systur, eða nákomnir ættingjar, en svo var ekki. Fundum þeirra bar fyrst saman árið 1922 og úr þeirri kynn ing varð ævilöng vinátta og sam- búð, sem þeim báðum var ómet- anlega mikils virði. Eftir 20 ára dvöl á Seyðisfirði, fluttu þær stallsystur að Selfossi og hafa búið þar síðan. Þar lézt Bjargey sl. haust. Bjargey Magn- úsdóttir var mæt kona og merk, fyrir margra hluta sakir, en fáir vita kosti þeirra, sem í kyrrþey starfa og þjóna. Einurð og skapfesta einkenndu hana mjög. Hún var gjörð og get- in svo sem sagt er. Var greind kona og gjörvileg í framkomu. Ekki var hún allra, en þeir, sem eignuðust vináttu hennar, áttu líka sannan tryggðavin og hauk í horni þar sem hún var. Bjargey var ágætlega myndvirk. Húsmóð- urstörf öll létu henni afburðavel svo og öll handavinna. Hún prjónaðí jafnan mikið fyrir aðra jafnframt því sem hún hélt hús fyrir þær, vinkonurnar. Mér er að sjálfsögðu minnis- stæðast heimilið þeirra í Nóa- túni. Þar fór allt saman, sem heimili prýðir mest, frábær þrifn aður, reglusemi og sá hlýleika- blær, sem gerir hvert heimili að- laðandi. Þó að Bjargey væri fyrst og fremst húsmóðir og sér- staklega upplögð við allt, sem að húshaldi lýtur, gat hún einn- ig tekið til höndum við ýmis önn ur erfið störf. Gekk hún ódeig að hverju verki og tók hressilega til höndum, enda var hún þrek- mikil og heilsuhraust fram eftir ævi. Bjargey hafði mikið yndi af börnum og hændi jafnan mörg að sér og það svo rækilega, að sum þeirra héldu jafnvel fastar í pilsfald hennar en mæðra sinna. Veit ég ekki, hversu mörg slík fósturbörn hún eignaðist um dag- ana, en þau áttu mörg sterk ítök í henni til fullorðinsára og hún í þeim. Síðast, er ég heimsótti Bjargey á Selfossi, þurfti hún að flýta sér í búð, en var tafin af lítilli indælli hnátu, sem kom hlaupandi og grátandi til henn- ar og mátti ekki af henni sjá. Skildi ég fljótt, hvernig í öllu lé og hvað gerzt hafði þeirra í milli. Ég hafði séð hið sama gerast milli Bjargeyjar og lítillar dóttur minnar fyrir nokkrum árum. Hún bjó yfir ríku móðureðli. Það fundu börnin og hændust að henni. Hún vár líka óvenju fórn- fús og eflaust hefur fórnfýsin verið rikust alls í fari hennar. Sjálf þurfti hún ætíð svo lítils með, en það var yndi hennar að gleðja og gefa öðrum og var það gert af rausn. Sú manneskja, sem hún bar fyrir brjósti umfram allar aðrar var Margrét sambýliskona henn- ar. Hún annaðist hana ætíð sem hjartfólgna dóttur. Margrét hefur gegnt mjög þreytandi starfi, þar sem eru nuddlækningar. Er hún vel þekkt og víða fyrir það ágæta starf sitt. Hitt vita eflaust færri, hvílíkan þátt Bjargey hefur átt í hinu mikla og góða líknarstarfi með því að stuðla að því að vernda og varðveita þrek og heilsu Margrétar, sem oft hefur staðið tæpt, þótt hún hafi staðið við líknarstörf sín sem heil væri. Ég votta henni og aldraðri móð- ur Bjargeyjar innilegustu samúð mína. Hina látnu vinkonu mína kveð ég með hjartagróinni þökk frá mér og fjölskyldu minni fyrir trygga vináttu og óteljandi velgjörðir. Blessuð sé hennar minning. Vinkona. Sparisjóðurinn PIJIMDIÐ Klapparstíg 25 ávaxt.ar sparifé með hæstu innlánsvöxtum. Opið kl. 10,30—12 f.h. og 5—6,30 e.h. Héraðsmót I). M. S. K. verður haldið í Kópavogi dagana 13. og 14. ágúst n.k. Keppnin fer fram á íþróttasvæðinu við Kópavogs- braut og heíst kl. 2 báða dagana. Stjórn og íþróttaráð. Skrifstofustúlka Verkfræði- og innflutningsfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst stúlku til skrifstofustarfa. Stúdents- eða Verzlunarskóiamenntun áskilin. Laun eftir samkomu- lagi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Skrifstofustörf — 812“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.