Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. ágúst 1960 MORCUTSfíT 4 fíl Ð 3 <« Tveir s’áliðar af Garm og tveir íslenzkir löeregluþjónar fylgdu Gunnari H. Olsen um borð í Sjannöy. Hann stökk wm borð og þeir réttu farangurinn hans á eftir honum. Vildi enga myndatöku NORSKA síldveiðiskipið Sjannöy hélt frá Seyðisfirði sl. þriðjudag með líkið af einum skipverja um borð og annan, Gunnar H. Olsen, undir eftir- liti tveggja sjóliða af eftirlits- skipinu Garm, grunaðan um að hafa valdið dauða hins látna skipsfélaga síns með hnefahöggi. Hafði Olsen þá verið í gæzluvarð'haldi síðan þessi atburður gerðist föstu- daginn 5. ágúst, og verið marg- sinnis til yfirheyrslu hjá bæj- arfógetanum á Seyðisfirði, Er- lendi Björnssyni, eins og rakið hefur verið í fréttum hér í biaðinu. Til viðbótar þeim fréttum óskaði Sigurður Ólason hrl., réttargæzlumaður hins grun- aða, að taka fram, að við þær yfirheyrslur hafi ekkert kom- ið fram sem sannaði að piltur- inn hafi verið valdur að dauða skipsfélaga síns, ef um dauða af mannavöldum hafi þá verið að ræða. Myndir þær er birtast hér á síðunni og myndin á baksíð- unni voru teknar á Seyðisfirði, daginn sem yfirheyrslum þar lauk og Sjannöy hélt þaðan til Álasunds, þar sem réttarhöld- um verður haldið áfram. Þar bíður nú unnusta Gunnars H. Olsens, en þau ætluðu að ganga í hjónaband er hann kæmi af síldveiðum við ís- land. Það gekk erfiðlega að ná mynd af þessum ólánsama pilti, því hann bar ætíð hend- ina fyrir andlitið, er ljósmynd- ari nálgaðist. Og er niður á bryggju kom hljóp hann snögg lega í áttina að ljósmyndavél- inni, setti ljósm.yndarann al- veg út af laginu og hvarf um borð. Haldið af stað frá bæjarfógetaskrifstofunum. Sjóliðarnir, sem eiga að fylgja hinum grunaða norska sjómanni til Noregs, höfðu formlega tekið við honum. Islenzkir lögregluþjónar fylgja þeim cm borð. STAKSIEINAR Tíminn gegn Atlantshafsbandalaginu Leiðarastúfur í Timanum í gær hljóðar svo: „í fréttaskeyti frá Reykjavík, sem birtist í New York Times í fyrradag, segir m.a. á þá leið, að ríkisstjórn Ólafs Thors hafi enn ekki treyst sér til að svara tilboði Breta um „friðarsamn- inga“ í landhelgisdeilunni. „Ráðu naular" Ólafs Thors óttist, að það geti haft slæm áhrif á tengslin við Atlantshafsbandalagið, ef deilan blossar upp að nýju, og vonist til að hægt sé að finna leið til samninga, án þess að það verði talið undanhald. Ef þessi frétt er rétt, lætur rík- isstjórn íslands vissulega stjórn- ast meira af annarlegum sjónar- miðium en þjóðarhagsmunum. Ef þeir eru látnir ráða, er vanda- iaust að svara neitandj öllum til- boðum um frávik frá 12 mílun- um“. Samkvæmt þessum ummælum Tímans eru það ekkj þjóðarhags- munir að reyna að finna leið til að koma í veg fyrir að Atlants- hafsbandalagið skaðist án þess að um undanhald af íslands hálfu sé að ræða. Með öðrum orðum ættu það að vera þjóðarhagsmmnir ís- lendinga að leitast við að skaða það bandalag, sem þeir sjálfir eru aðilar að og hafa hingað til leit- azt við að styrkja. Ógeðfelldasti aróðurinn í sama blaði segir í gær: „Hér í blaðinu hefur aldrei ver ið farið dult með það, að oliuinál ið gæti verið til lærdóms fyrir samvinnuhreyfinguna um það að hafa ekki í þjónustu sinni menn, sem eru aldir upp í jarðvegi gróða hyggjunnar“. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Framsóknarmenn ráðast ó- drengilega að þeim forstjóra OIíu félagsins, sem þeir á sínum tima fólu mikinn trúnað. I'að er held- ur ekki í fyrsta skipti, sem þeir tala um að hann hafi verið „al- inn upp í jarðvegi gróðahyggj- unnar“. Tímamönnum nægir þannig ekki að svívirða þennan einstakling dag eftir dag, heldur þurfa þeir líka að ráðast að fjöl- skyldu hans og kenna uppeldi hans um ógæfuna. Svo ósiðlegur málflutningur hefur sem betur fer sjaldan sést í íslenzku mál- gagni. Hœli vantar fyrir vangefið fólk S.V. efnir til BIFREIÐAHAPPDRÆTTI Styrkt arfélags vangeiinna stendur nú yfir og er ráðgert að dráttur fari fram 1. nóvember n.k. Fyrir- komulag happdrættisins er þannig, að happdrættismiðar eru gefnir út á bifreiðanúmer á öllu landinu, þannig að hver bifreiða- eigandi á kost á að kaupa miða á númer bifreiða sinna. Miðinn kostar kr. 100,00 og eru vinningar skattfrjálsir, en þeir eru: Opel Kapitan sex manna bifreið að verðmæti kr. 250 þús. og 9 auka- vinningar að verðmæti kr. 70 þús. Forgangsréttur bifreiðaeigenda happdrœttis til happdrættismiðakaupa rennur út n.k. mánaðarmót. Miðana má panta á skrifstofu Styrktarfélags- ins, Skólavörðustíg 18 og á öllum benzínafgreiðslum í Reykjavík og Hafnarfirði og verða þá miðarnir sendir heim. ★ Agóði happdrættisins rennur til styrktarstarfsemi félagsins, en eitt aðalverkefni þess og mest knýjandi er, eins og stendur í 1. gr. félagslaga þess, „að komið verði upp nægilegum og við- unandi hælum fyrir vangefið % fóik, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda“. Að tilhlutan Styrktarfélagsins hefur Kópavogshæli fært að nokkru út starfsemi sína með nýrri viðbótarbyggingu. Ennfrem ur er hafin bygging dagheimilis fyrir vangefin börn í Reykjavík og nágrenni og er sú bygging stað sett í Sogamýri. Þá hafa staðið yfir samningar milli Syrktarfélagsins og Um- dæmisstúkuunnar nr. 1 um fram- tíðarstarfsemi barnaheimilisins að Skálatúni í Mosfellssveit, en þar hefir verið rekið heimili fyrir vangefin börn um allmörg undan farin ár og stendur til að nú á þessu sumri verði hafin bygging að nýju hæli þar. ★ Talið er, skv. spjaldskrá, sem nú er unnið að, að a.m.k. 500—600 manns sé svo vangefið; að þeir þurfi hælis með, en í þeim þrem hælum, sem til eru í Jandinu, þ.e. Kópavogshæli, Barnaheimilinu að Skáiatúni og að Sólheimum, dvelj ast nú um 150 vistmenn. Sést á því, hversu þörfin er brýn að ný eða nýjar hælisbyggingar risi af grunni. Eini fasti tekjustofn Styrktarfélagsins er 10-aura gjald ið af hverri öl- og gosdrykkjar- flösku, sem framleidd er í land- inu. Er það von félagsmanna Styrktarfélagsins, að menn láti sitt ekki eftir liggja og kaupi happdrættismiða Styrktarfélags- ns, minnugir þess, að andvirði hvers selds miða er framlag tii þess að bæta hag hinna van- gefnu og um leið að létta byrðar þeirra aðstandenda ,sem hafa orð- ið fyrir þeirri óhamingju að eign- ast vangefin börn. Melbourne, Ástralíu, 9. ágúst. — Bandaríski calypso-söngvar- inn Harry Belafonte, sem hingað kom í dag, hefir orðið að aflýsa fjórum fyrstu hljómleikum sín- um, sem ráðgerðir voru hér — en hann hefir sýkzt af inflúensu. — Sex þúsund manns-höfðu i>antað miða á hljómleika þessa. Ljótt er, ef satt er Tíminn tekur skyndilega upp á því í gær að ráiðast að vinunum og samlierjiunum við Þjóðviljann. Segir í blaðinu á þessa leið: „Ýmsir náitir aðstandendur Þjóðviljans hafa t.d. ekkert ver- ið feimnir við að stofna hlutafé- lög í gróðaskyni í sambandi við Austur-Evrópu viðskiptin og e. t. v. ætti Þjóðviljinn ekki neitt erfitt með að upplýsa, hvert sumt af þessum gróða hefur runnið. Víst er a. m. k. það að gróðinn af þessum hlutafélöguim hefur ekki runnið til uppbyggingar og bættrar þjónustu á ýmsum svið- um, eins og meginhlutinn af gróða oliufélaganna, sem sam- vinnuhreyfingin ræður yfir, hef- ur óumdeilanlega gert. Hlutafélög kommúnista, sem stunda viðskipti við' Austur-Evr- ópu, eru vissulcga glöggur vitnis- burður þess að kommúnistkr fyrir 1-íta ekki gróða og hafna ekki hlutafélagsforininu, þegar það þykir væniegt til fjáröflunar“. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.