Morgunblaðið - 21.08.1960, Page 2

Morgunblaðið - 21.08.1960, Page 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 21. ágúst 1960 íhuldsemi og auglýsingar Tízkudömur víða um heim nota hvert tækifæri, sem gefst til að auglýsa sig á einhvem máta, en það hefur hingað til óvíða þótt viðeigandi, að þing- menn eða forsetaeíni létu Ijós- mynda sig með þeim, meðan þeir eiga í kosningabaráttu. En auglýsingastarfsemi rís hvað hæst í Bandaríkjunum og einnig í þessu efni. Það væri synd að segja, að þeir séu óalþýðlegir mennirn- ir á myndunum hér, en þá þarf vart að kynna. Stúlkurnar, sem eru með þeim, voru af tízkutímaritinu G 1 a m o u r kjörnar bezt klæddu mennta- skólastúlkurnar í Bandarfkj- unum. Verðlaunin, sem þær hlutu voru að hitta að máli öldungardeildarþingm. heima- fylkja þeirra, en þeir reynd- ust vera Nixon og Kennedy. í>eir hafa þar með vænt- anlega tryggt séx hvor sitt at- kvæði. / Enska dagblaðið Daily Ex- press birti þessar myndir ásamt spumingúm til enskra lesenda um hvernig þeim lit- ist á Macmillan og Gaitskell í sömu aðstæðum. Enn ótryggt ástand I Laos VIENTIANE LAOS, 19. ágúst (AFP — Reuter — NTB) — For- maður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Laos, Edwuard Zell- weg, flaug á föstudaginn til Luanig Barbang. Hefur Reuter eftir áreiðanlegum heimildum að Sovézkir vísinda- menn láta lífið WASHINGTON, 19. ágúst (Reu- ter — NTB) — Átta sovézkir vísindamenn létu lífið í bruna, sem varð í rússnesku bækistöð- inni Mirny á Suðurskautslandinu. Mun bruni þesisi hafa orðið 6. ágúst s.l. og brotizt út snemma morguns. Tilkynning um þetta barzt frá bandarískum leiðangri, sem hefur aðsetur í McMurdo-sundi á Suð- urskautslandinu, en Vísimdatfélag Bandaríkjanna birti tilkynning- una. Segir þar einnig, að fjórir rússneskir leiðangursmenn úr veðurfræðideild leiðangursims muni halda áfram að vinna að rannsóknum, að svo miklu leyti, sem þeim sé unnt. Botnondi veður fyrir norðan Ferðamenn og s'ild á brott AKUREYRI, 19. ágúst: — í dag hefur mjög brugðið til batnandi veðurs hér á Norðurlandi. Á Akur eyri komst hitinn í 13 stig og logn var mestan hluta dagsins. Allur nýfallinn snjór í næriiggjandi fjöllum er horfinn. Ferðamönnum fer nú fækkandi hér og voru ekki nema tvö tjöld á tjaldasvæðinu sunnan sundlaug arinnar í morgun. Einnig segja hótel bæjarins ferðamannastraum mjög minnkandi. Síld veiðist engin hér fyrir Norðurlandi. Síldarieitarflugvél- in, sem staðsett var á Akureyri í sumar, er í síðasta síldarleitar- fiuginu í kvöld og mun halda til Reykja/ikur einhvern næstu daga. Norsku sldarflutningaskip- in, sem Hjalteyrar- og Krossa- nessverksmiðjurnar jeigðu, hafa nú ekkert að gera og hefur a.m.k. annað þeirra verið tekið til flutn inga. Er það Aska og lestaði skipið 4000 tómtunnur hér í gær, sem flytja á til Keflavíkur. — St. E. Sig. Flofinn úr höfn NESKAUPSTAÐ 20. ágúst: — Flotinn er nú sem óðast að láta úr höfn, enda fer veður batnandi. Tveir bátar hafa kastað á Norð- fjarðardýpi, en ekkj hefur frétzt um afla þeirra. Ægir, sem staddur er 25 til 30 mílur úti á Seyðisfjarðardýpi, varð var við einhverja sild. Hundunum vegnar vel Reynt verður að na geimfarinu til jarðar MOSKVA, 20. ágúst: — (Reuter). Rússneskir vísindamenn til- kynntiu í dag, að þeir myndu reyna að ná geimfarinu, sem þeir sendu á loft í gær, til jarðar á ný. Ekki var tilgreint hvenær það yrði. Vísindamennirnir hafa fylgzt vandlega með líðan dýranna í sjónvarpi og segja að hún sé eðli leg. Hafi hundarnir sýnt nokkur merki svima fyrstu klukkustund ina, en síðan hafi þeir hagað sér og etið eðlilega. —3á— Geimfar þetta er búið öllum þeim tækjum, sem átitin eru nauð synleg til að senda mannað geim far á braut og segja vísindamenn það einn mikilvægasta þáttinn í þessari tilraun að sjá viðbrögð h/undanna er þeir koma aftur inn í þéttari loftlög gufuhvolfsins. NA /5 hnuiar SV 50 hnútar ¥: Snjókoma y 06 i V Síúrir íí Þrumur W*:í: KuUoskil Hitaski! H Hai L* Laqi —wniit ~~ , -, . :: ; ~~~? Vebur batnandi fyrir austan í GÆRMORGUN var nokkuð djúp og stór lægð yfir Atlants- hafinu, um 140 kílómetra suð vestur af Vestmannaeyjum. Henni fylgdi stórt regnsvæði og hvassviðri. A veðurskipinu C voru 40 hnútar eða 8 vind- stig af norðaustri og J var suð austan 8 vinstig. Lægðin þok- aðist A-NA og var útlit fyrir að hún yrði farin að valda all hvassri A-átt undan suður- strönd íslands snemma í morg- un. Fellibylur var undan austur stönd Bandaríkjanna í gær. Má búast við, að hann verði kominn norðaustur fyrir Ný- fundnaland á mánudag og verði þá farinn að haga sér eins og venjuleg lægð. Á nokkuð stóru svæði við Scoresbysund var lítilsháttar snjókoma og slydda, bending um að haustið sé í nánd. Veðurhorfur um hádegi í gær: SV-mið: Hægviðri og létt skýjað í dag en allhvass austan og skýjað í nótt. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: Hægviðri í dag en austan kaldi í nótt, léttskýjað með köflum. Breiðafjörður til NA-lands og Breiðafj.mið til NA-miða: Hæg austlæg átt, úrkomulaust og víða léttskýjað. Austfirðir, SA-land, Austfj.. mið og SA-mið: NA gola og léttskýjað með köflum í dag, austan kaldi, skýjað en úr- komulítið í nótt. hann hyggist komast að rauin um, hvað þar sé um að vera, en ótt- ast mun að hersveitir þær, sem eru undir stjórn Phoumi Nosa- van, muni reyna að rjútfa sam- band Vientiane við aðra þluta landsins. Phoumi heldur því fram að Vientiane sé í höndum komm- únista, en á fundi með frétta- mönnum á föstudag neitaði hinn nýji forsætisráðherra, Souvanna Phouma, því afdráttarlaust. Kvaðst Souvanna Phouma haía sent Phoumi boð þess efnis áð hann veiti einum helzta foringja liðstyrks síns, leyfi til að koma til Vientiane og taka þar við ytfir stjórn alls hersins. Mótmælti Souvanna Phouma þeim fullyrðingum andstæðinga sinna ,að byltingin á dögunum hefði verið gerð að undirlagi utanaðkomandi afla. Útkall á 5 mín. fresti LöGREGLAN í Reykjavfk sagði allt rólegt að frétta úr bæjarlítf- inu • í gær. Þó var ölvun mikil í bænum og útkall á fimm mínútna fresti. Reyk- víkingar virðast sleppa beizlinu fram af sér á föstudögum að vetri til, en þegar sól fer að sikína á sumrum er laugardagur vinsæl- asti dagur þeirra, sem vilja t'cvetta sér upp eihkum þegar gott er veður. í gær kvað svo rammt að skemmtanafíkn bæjarbúa, að lögreglan varð að sinna köllum vegna hennar á fimm mínútna fresti. Stíflan brast MADRID, Spánl, 18. ágúst. (Reuter): — Upplýst var í dag að tuttugu og þrír menn hefðu farizt eða væri saknað eftir að stíflugarður brast við Resos- in í Santanderhéraði á Norður Spáni í gærkvöldi og mörg hundruð lestir af vatni og krapi skullu sem flóðbylgja yfir þorpið. A. m. k. sex hús eyðilögðuzt, en gífurlegt vatns veður veldur björgunarsveit- um miklum erfiðleikum. Þegar vatnsflóðið sjatnaSi loks i nótt, var vegurinn, sem lá upp að stíflunni þakinn þykku Iagi af leðju og krap- ruðningi. — Tólf lík hafa þeg ar fundizt. Sveit Guð* mundar vann í FYRRAKVÖLD fór fram sveitakeppni , hraðskák, sem Taflfélag Reykjavíkur gekkst fyrir. — Teflt var í tólf fjögra manna sveitum. Yfirburðasigur vann sveit Guðmundar Pálma- sonar, hlaut 66% v. af 88 mögu- legum. 2. varð sveit Gunnars Gunnarssonar með 51 v., og 3. varð sveit Björns Þorsteinssonar með 49% v. Sveit Guðmundar Pálmasonar skipuðu, auk Guðmundar. þeir Grétar Á. Sigurðsson, Vilhjálm- ur Sigurjónsson og Þórður Sig- fússon. Af 1. borðs mönnum varð efst- ur Guðmundur Pálmason með 19V2 v. af 22 mögulegum. Á 2. borði varð efstur Grétar Á. Sig- urðsson með 16% v., á 3. borði Magnús Gunnarsson með 17 v. og á 4. borði Þórður Sigfússon með 20 v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.