Morgunblaðið - 21.08.1960, Page 8
8
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 21. áeúst 1966
Á sögusldðum í Eystribyggð
„Eldgamli Carlsberg, ágæti bjór“. Hér er gullexport drukk-
inn í hellirigningu á ÚtsýnisfjaUi.
þeir óttast ekki nýlenduikröfur
þeirra tengur.
Áhugamenn um Grænlands-
ferðir
Til þessa hafa margir lagt
gjörva hönd en mestur áhuga-
manna mun þó vera Þórhallur
Vilmundarson, m,ennta.skólakenn
ari. Hann hefur um langt árahil
haft mikinn áhuga á því, að ís-
lendingar taki af sögulegum á-
stæðum upp einskonar pílagrims
ferðir á Grænlandsgrund, líkt og
Múhameðstrúarmenn fara til
Mekka eða ítalir til Pompei. Og
Þórhallur hefur ekki látið sér
nægja bréfaskriftir einar til
danskra bífalingsmanina, heldur
hefur hann sjálfur gert reisu til
Kóngsins Kaupmannahafnar til
þess að freista þess að fá leyfi
fyrir íslenzka til Grænlandsfarar.
Það var því fyrir forgöngu Þór-
halls og Ferðaskrifstofu ríkisins,
að þessi myndarlega hópferð var
farin nú í byrjun mánaðarims.
Auk Þórhalls var fararstjóri í för
inni, Guðmundur Þorláksson, er
Ferðaþættir frá Grænlandi
DAGANA 5., 6. og 7. ágúst sl.
dvaldist hópur ferðamanna
héðan frá íslandi í Eystri-
byggð á Grænlandi á sögu-
slóðum Eiríks rauða. í hópi
þessara ferðamanna, sem alls
voru 60 talsins, var einn af
blaðamönnum Morgunblaðs-
ins. Sökum veikinda hans að
undanförnu hefur orðið drátt-
ur á að ferðaþættir þessir birt
ust hér í blaðinu.
„Þá er Þormóður var orðinn
heill miaður þess, er Falgeirr hafði
á honum unnit, þá fluttu þeir
Skúfur og Bjarni Þormóð heim á
Stokkanes og varðveittu hann
þar á laun í einu búri. Þar var
Þormóður inn þriðja vetur“.
Svo segir í Fóstbræðrasögu,
þar sem skýrt er frá för
Þormóðs Kolbrúnarskálds til
Grænlands, þar sem hann hefndi
svarabróður síns Þorgeirs Háv-
arssonar og vó Þorgrím trölla
Einarsson og frændur hans.
í sögu Eiríks rauða segir frá
manni þeim, er fyrstur nam land
á Stokkanesi við Eiríksfjörð. Var
það Þorbjörn Vífilsson. Sagan
lýsir honum sem göfugmenni
miklu og ennfremur segir:
„Hann var góður bóndi og
hafði rausnarráð“.
En sökum þess að Þorbjörn
tekur að skorta lausafé, svo og að
hann vill ekki gifta dóttur sína,
Guðríði, til fjár, tekur hann þann
kostinn að selja eigur sínar og
segist muinu vitja heita Eiríks
hins rauða, vinar síns, og fara til
Grænlands.
Á söguslóðum
Á þessar söguslóðir Eiríks sögu
rauða og Fóstbræðra sögu hefur
margan íslendinginn fýst að kom-
ast. Hér á landi hefur margt og
merkilegt verið ritað um Græn-
land, bæði fyrr og nú. Einnig eru
þeir ekki fáir, sem telja rétt ís-
lendinga til Grænlands óskorað-
an. Hefur sú skoðun js^fnvel átt
svo harða fylgismenn, að danska
stjórnin hefur a.m..k. synjað
tveimur mönnum íslenzkum um
landgöniguleyfi á Grænlandi. Eru
það þeir Jón Dúason, einhver
mesti fræðimaður okkar um
grænlenzk málefni, og Pétur
Ottesen, fyrrum alþingismaður.
Þegar þetta er haft í huga, er í
rauninni ekki undaríegt, þótt í
nokkrum brösum hafi gengið að
fá ferða- og landvistarleyfi fyrir
stóran hóp íslendinga, sem Danir
munu vera búnir að fá illan bifur
á fyrir sakir harðfylgni þeirra
og heimtufrekju til nýlendu sinn
ar, Grænlands.
Þó hefur nú svo vel til tekizt,
að nú hafa dönsk yfirvöld leyft
íslendingum Grænlandsferðir, og
mun það efiaust merki þess, að
um nokkurt árabil var kennari á
Grænlandi og því fróður um siði
og háttu þarlendra, en auk þess
var Björn Þorsteinsson sagnfræð-
ingur fararstjórum til aðstoðar.
Klukkan 8 að morgni föstudags
ins 5. ágúst var ailsundurleitur
hópur saman kominn í afgreiðslu
skýli Flugfélags íslands á Reykja
víkurflugvelli. Til þessarar farar
hafði fólk drifið víðis vegar að af
landinu. Þar gat að líta þingeysk-
an bónda og alþingismann, bóka-
útgefendur, aiþingismann og
verzlunarmenn’ úr Reykjavík,
bónda austan úr Grafningi,
menntaskólakennara norðan af
Akureyri, yfirhjúkrunarkonu
sunnan úr Keflavík og húsmæðra
ráðunaut Kvenfélagasambandis
íslands, svo að fátt eitt sé nefnt.
En það voru ekki einasta íslend-
ingar, sem þátt tóku í förinni,
heldur máttj þar og sjá Þjóð-
verja, Dani og Breta.
Hefffarmær á silkisokkum
í þeirra hópi var þýzkur ljós-
myndari, austurþýzk flóttakona,
ensk hefðarmær, sýnilega hó-
menntuð, því að hún talaði
frönsku, þýzku, ensku og dönsku,
jöfnum höndum eftir því við
hvern hún ræddi. Það vakti at-
hygli samferðaman’nanna, að
hún var lítt búin til Grænlands-
ferðar, heldur fremur sem hún
aetlaði til síðdegisdrykkju hjá
vinkonum sínum. Hún var með
skrauthatt á höfði, á háhæluðum
skóm, bar staf í hendi, enda var
hún lítt fær til gangs. Þessi ald-
urhnigna hefðarmær lét þó engar
ferðir niður falla um hið veglausa
Græniand, heldur fylgdi hópn.-
um nánast hvert sem hann fór.
Þá voru í hópnuim þrír þýzkir
unglingar ,að líkindum skólafólk,
og tveir þurrpumpulegir náung-
ar af sama þjóðerni, mokkuð við
aldur. Auk þessa voru svo blaða-
og útvarpsmenn, ljósmyndarar og
kvikmyndatökumenn. Og þess-
urrLsérstæða og sundurleita hópi
áttu þeir Þórhallur og Guðmumd-
ur að leiðbeina um landnám
Eiríks rauða,
Á tilskildum tíma gekk svo
fylkingiin út í flugvélina Sól-
faxa, þar sem yfirflugmaður Ftug
félags fslands, Jóhannes Snorra-
son, settist við stjórnvölinin og
stefnan var tekin vestur yfir
Grænlandshaf. Brátt var Faxinn
ofar skýjum og þeir leiðsögu-
menn tóku nú til að útskýra
ferðaáætlun og fræða farþega um
Grænland og Grænlendinga geg.n
um hátalarakerfi flugvélarkmar.
Einn fararstjóranna tók útlend-
ingana að sér og skýrði fyrir
þeim, á þeirra eigin tungum, það
sem helztu máli skipti um för
þessa. Þá báru táliprar flugfreyj
ur mönnum morgunverð, og var
hann snæddur I þann mund, er
við komurn að ströndum Græn-
lands. Flugvélin hækkaði flugið,
og af og til mátti sjá glitta í hinn.
hrikalega Grænlandsjökul milli
skýjabólstranna. Eftir rúmlega
3ja tíma flug fór að bera fyrir
augun jökulsorfna tinda, sem
grásvartir trónuðu upp úr snæ-
breiðunni. Er vestar dró, bar
sandorpna og sprungna skrið-
jökla fyrir augun, þar sem þeir
skriðu frarn milli hrikalegra
fjatla niður í djúpa dali. Loks
blasti við okkur autt og íslaust
land en ýmist gráfct eða svart tii
að sjá, svo að í fljótu bragði virt-
A ilugveiunum i JXarssarssuaq.
Þessar myndir eru teknar af Crtsýnisfjalli í Stokkanesfirffi. Til vinstri sér vestur yfir Eiríksfjörff, allt til Brattahlíffar, en til hægri
Þróttmikiff kjarr klæðir Ijallshlíffarnar.
sér inn dalinn upp af Stóru-Sléttu. , '
,,(Myndirnar tók vig.) ^ j