Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 1960 Ég stdð fyrir framan APRÍLMÁNUÐUR ársins 1953 mun mér ávallt minnisstæður. Biackpool var í þriðja sinn á fimm árum í úrslitum Bikar- keppninnar og ég, 38 ára gamall, sá enn einu sinni hilla undir hinn eftirsóknarverða verðlaunapen- ing keppninnar. Bréf frá aðdáendum minum streymdú daglega að mer í þús- unda tali. Fólk, sem aldrei hafði séð mig í kappleik og jafnvel GREININ, sem hér fer íi eftir, er þvdd úr lokakafla bókar Stanley Matthews, frægasia knattspyrnumanns, sem Bret- land hefir alið. I greininni lýsir hann, er Blackpool vann Bikarkeppnina 1953 ©g hann hlaut fyrsta verfflaunapening- inn. Og í lok greinarinnar seg ir hann frá hinum sérstæffu skoffunum sínum á þjálfun knattspyrnumannsins. — Allar líkur eru til þess að íslenzkir knattspyrnminnend- ur fái tækifæri til aff sjá þenn- an vífffræga knattspyrnumann leika listir sínar hér í Reykja- vik, því í ráffi er aff hann komi hingaff næsta sumar, í tilefni ai 50 ára afmæli Vals. aldrei séð knattspyrnukappleik, sendu mér kærar kveðjur og ósk uðu mér sigurs. Allt þetta hrærði mig mjög. Ókunnugir hringdu heim til mín og ég fékk símakvaðningar Bæði dag og nótt hvaðanæva að á landinu. Ég var mjög hreykinn af að vita til þess að landar mínir fyigdust svo vel með þriðju til- raun minni til að vinna hinn eftirsótta verðlaunapening. Þegar við og mótherjar okkar, Bolton Wanferers, stilltum okk- ur upp til að leika úrslitaleikinn, 2 maí, varð mér litið yfir hin fullskipuðu áhorfendasvæði. Og þó að ég hefði séð þessa sömu sjón mörgum sinnum áður, þá virtist mér hún fegurri en nokkru sinni fyrr. Og ég heyrði nafn mitt kallað úr öllum áttum og mér óskað velgengni. Við höfðum aðeins leikið í eina mínútu og áhorfendurnir höfðu rétt haft tíma til að setjast nið- ur eftir hyllingu leikmannanna, þegar Lofthouse skoraði fallegt mark fyrir Bolton, er hann kom brunandi inn frá hægri. it ÞRUMULOSTNIR Leikmenn Blackpool stóðu þrumu lostnir. Við gátum ekki / dag 1 DAG fara fram 3 knattspyrnu- kappleikir í 1. deild íslandsmóts- ins og 1 í Bikarkeppninni. — KR og Akureyringar leika á Laugardalsvellinuim og hefst leiik- urinn kl. 14:00. — Fram leikur gegn Akurnesingum. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst kl. 16:00, — og Valur og Keflavík- ingar kep{>a á grasvellinum í Njarðvík og hefst leikurin kl. 16:00. í Bikarkeppninni leika Hafn- firðingar við A-lið Þróttar. Leik- urinn fer fram í Hafnarfirði og hefst kl. 16:00. Dómari verður Einar Hjartarson. gert okkur í hugarlund, hvað haiði eiginlega komið fyrir, þó ég persónulega hafi ekki verið mjög áhyggjufullur, því að leik urinn var yarla byrjaður. Eftir 35 mínútna ]eik skor- affi Mortensen og jafnaði þannig leikinh fyrir okkur. En Adam var ekki lengi i Paradís, því fjórum mín. síðar skoraöi Moir fyrir Bolton og þannig lauk hálfleiknum. Bolton hafði skorað 2. Balckpol 1 mark. 1 síðari hálfleiknum hóf Bolton aftur mikla sókn og er 55 mínútur voru af leiknum skoraði Bell 3. mark þeirra. Þannig var staðan er 35 mínútur voru eftir, að við voru 3:1 undir, og svo virtist sem aðeins kraftaverk gæti bjargað staðið höfðu upp i æsingi augna- bliksins. Menn öskruðu nafn mitt fullum hálsi. Er ég gaut augun- um yfir að marki Boltons sá ég að Perry hafði alla möguleika til að skora, ef ég aðeins gæti sent hnitmiðaða sendingu til hans. Ég 1 lék knettinum lítið eitt áfram, um j leið og ég bað af öllu hjarta að hin mikla reynsla min í keppni sem æfingum, kæmi mér nú vel að gagni, því mér var ljóst að ailt valt á þessari sendingu. En er ég sté vinstra fæti fram og um leið lyfti hægra fætinum til að sparka knettinum, þá fann ég mér til skelfingar að ég hafði stigið niður í smá holu og var að missa jafnvægið. Ég rennsvitnaði, svo skyrt- límdist við bakið á mér. drottninguna okkur. Þá var það á 67. mínútu að Mortensen skoraði aftur og msrkataian varð 3:2. Það var á þessari stundu leiks- ins, sem mér þótti tími til kom- inn að ég tæki til minna ráða. Ég vissi að Bolton leikmennirnir voru orðnir þreyttir og ég fann einnig að þeir voru orðnir nokk- uð sigurvissir. Ég andaði djúpt og hóf stríðið. Það liðu ekki marg ar mínútur þar til að mér heppn- NAT LOFTHOUSE — fallegt mark fyrir Bolton — aðist með góðri aðstoð hægri inn- iherjans okkar, Ernie Taylor, að skjóta Bolton-mönnunum skelk í bringu. Ég notaði leikni mina til hins ítrasta og eftir 10 mín- útna leik hafði ég sannfærzt um að þeir gátu ekki hindrað mig. Ég miðjaði sendingu eftir send ingu og að lokum skoraði Morten sen, til að fullkomna „hat-trick — og hver sá sem skorar hat- triek í úrslitaleik Bikarkeppn- innar er maður vallarins. Þetta mark Mortensens hafði jafnað leikinn, en aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Við gerðum árás Eftir að leikurinn hafði hafizt að nýju sóttum við fast og ekki hafði liðið ein mínúta. er ég fékk knöttinn. Ég var fljótur að ná valdi á honum, og hljóp upp kant inn og lék mér að hverjum mann- ir.um af öðrum. Að ]okum hafði ég komist í gegn, og ég heyrði hrópin í áhorfendunum, sem ÞaÖ var engu likara, en að ósýnileg hönd héldi mér uppi þar til ég hafði spyrnt knett- inum, en siðan sleppt takinu og lét mig detta. Þegar ég velti mér við sá ég að knötturinn var í netinu. Við höfð um unnið og Perry hafði skorað sigurmarkið. Síðan var eins og sprengingu hafði verið kastað yfir Wembleyvöllinn. Það næsta sem ég man var að ég fann til sárs verkjar í bakinu og líkast því sem ég væri stunginn í and- litið. Ég varð allt í einu þess var að ég var umfaðmaður af félög- um mínum og þeir gerðu það svo kröftuglega að ég hélt að þeir ætluðu að drepa mig. Á gullstól Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af, — og þá fyrst varð mér ljóst að ég hafði unnið minn fyrsta verðiaunapening. í eyrum mínum drundu fagnað- aróp áhorfendanna og attur var ég umvafinn af félögum mínum. Þeir lyftu mér upp og báru mig á gullstól. Ég leit í kring um mig og sá þá að félagar mínir höfðu gert slíkt hið sama við fyrirlið- ann okkar Harry Johnston. Hin mikla stund nálgaðist. Ég gekk á eftir Harry Johnston upp tröpp- urnar, sem lágu upp að konungs- stúkunni og allt í einu stóð ég andspænis drottningunni. Hún tók fast í hönd mína og rétti mér verðlaunapeniiig Bikarkeppninnar, um leið og hún sagði: Vel gert! Hár stafli af bréfum hrúgaðist að mér eftir úrslitin og mér til undrunar var meginhluti þeirra frá foreldrum, sem héldu að ef ég fengist til að kenna sonum þeirra hina listrænu knattspyrnu, þá væru þeir vissir um að ég gæti gert þá að beztu knattspyrnu- mönnum veraldarinnar. Hræddur Eftir að ég hafði lesið fyrsta og annað bréfið brosti ég, en þgear önnur bættust við, greip mig hræðsla. Ég er þeirrar skoð- unar að knattspyrnu-troðningur er nútíma vitleysa, og á það einnig við um aðra íeiki. Þó er mér einnig ljóst að slíkt starf getur gefið álitlegar tekjur. Ég hefi mínar sérstöku skoð- anir viðvikjandi þjálfun. Ég geri mér Ijóst að drengir og stúlkur Drottningin afhendir Stanley Matthews vcrðlaunapeninginn sigurvegari þarfnast ábendingar í hvaða iþrótt, sem þau hafa áhuga á og jafnvel tiisagnar líka. En það sem ég hefi ekki trú á er, að þeg- ar settar eru fram sömu reglur íyrir hóp unglinga, og ætlazt til að 'Sllii' gleypi í sig sömu regl- urnar, nái sama árangri og leiki með sama stíl, — þá tel ég það ekKi líklega aðferð til árangurs. Ég hefi ekki trú á að hægt sé að gera hóp ungiinga að lífrænni hreyfivél. Meðfæddir hæfileikar Ég veit að margir þjálfarar fussa að mér fyrir að segja þetta, en þetta er sannleikur og ég get fært rök fyrir honum. Flestir hinna miklu íþróttamanna í heim inum hafa náð árangri, sem skip af: hefir þeim í fremstu röð með þeim hætti, sem hefir fengið þjálf arana til að ygla sig, en þessir afburðamenn hafa eitt sem þjálf- ararnir geta aldrei haft — með- fædda eiginleika. Þetta á við um alla mestu hnefaleikamenn, kylf inga, tennisspilara og að lokum ekki hvað sízt um knattspyrnu- menn. Flestir af beztu knattspyrnu- mönnum okkar í dag, munu geta sagt þér að þeir hafi Þaff gerffist á Wembley 1953 . . . eftir að Ríackpool hafffi unniff Bikarkeppnina ensku. Ég gekk upp þrepin að kon- ungsstúkunni og drottningin afhenti mér verfflaunapening keppninnar og ég heyrði hana segja: „Vel gert“. aldrei notið skipulagðrar þjálf unar. Ef til vill hafa þeir nolið einhverrar leiðbeiningar frá kennara, meðan þeir enn voru í barnaskóla, en höfuðkostur þeirra er meöfæddir eigin- leikár. Drengur, sem hefir meðfædda hæfileika til knattspyrnu mun ná árangri, og næstum alltaf, muntu sjá að hann hefir náð tak markinu með æfingu, — með því að þorfa á aðra leika knattspyrnu og leika knattspyrnu við sér reyndari menn. Þegar drengur- inn hefir þannig náð góðri æf- ingu í að leika á mótherja og leikni með knöttinn, þá mun hann mynda sér sinn eigin stíl. Munu ná árangri Hið sama á við um knattrekst- ur. Þegar fæddur knattspyrnu- maður hefir myndað sér sína eig- in aðferð við knattrekstur, þá mun hann leika á mótherja sinn, vegna þess að hann hefir trú á getu sinni til að komast framhjá mótherjanum. Ef hann hefði ekki þá trú þá m-undi hann ekki geta það. Að þröngva dreng með með- fædda knattspyrnu-hæfileika til að sitja á skólabekk og hlusta á knattspyrnu útskýrða m'unnlega, er aðeins til þess, að stofna til vandræða. Hann mun aðeins fyll- ast örvæntingu við að reyna að gera hluti, sem eru honum ekki eðlilegir. Smám saman mun hann missa sjálfstraustið, en einmitt það getur orðið til þess, aff efnilegur leikmaður verður að engu. Það væri heimska af mér að halda því fram að fæddum knattspyrnumanni ætti aldrei að kenna neitt, — en ég held því fram, að ef knattspyrnumaður af þessari tegund er áhyggjufullur um leikhæfni sína, þá eigi hann að leita ráða hjá einhverjum reyndum leikmanni. Og þannig verður hollráðið sem hann fær byggt á því sem hinn eldri sér rangt við leik hins sjáUþjálfaða knattspyrnumanns, og verður lagfært samkvæmt þvL Eldri og reyndari leikmaðurinn mun ekki gera tilraun til að brevta leikstíl hins unga manns. Það að gefa ráð viðvíkjandi knattspyrnu er eins ólí'kt kennslu og kalk er osti.Sá þjálfari sem getur gert góðan knattspyrnu- mann úr dreng, sem hefir ekki auga fyrir knattspyrnu er ekki til. Nofið sjóinn og sólskinið — Bennó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.