Morgunblaðið - 21.08.1960, Page 3
Sunnudagur 21. ágúst 1960
MORCUNBL4ÐIÐ
3
SUNNUDAGINN 14. þ. m.
bjargaði þriggja ára dreng-
ur tveggja ára bróður sín-
um frá drukknun í Vest-
mannaeyjum. Það eru fáir,
sem vinna afreksverk, svo
ungir að árum. Afrek Egils
Skallagrímssonar í æsku
voru af óðrum toga spunn-
in. Sennilega er þetta
yngsti Ljörgunarmaður ám
íslandi, og þó víðar væri
leitað. Þetta var engin
viljun. Drengurinn sýndi
ekki aðeins óvenjulegt
þrek við björgunina. At-
hafnir hans bera vott um
snarræði og rökrétta h
un, sem er enn óvenju-
legri, miðað við æsku hans
og reynsluleysi.
Bræðurnir tveir eru frá
Sveinsstöðum í Vestmanna-
eyjum. Foreldrár þeirra eru
hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir
og Ólafur Guðmui.dsson, sjó-
maður. Átti blaðamaður Mbl.
stutt símtal við móður drengj
anna. í gær.
— Hvað heita drengirnir
þínir, Aðalbjörg?
— Sá, sem fór í sjóinn, heit
ir Guðmundur, hinn heitir
Guðbjörn, kallaður Bjössi. Svo
á ég þann þriðja, Jón, hann er
elztur.
— Hvernig vildi þetta til?
— Þeir voru að leika sér
úti. Hérna rétt fyrir utan hús-
ið eins og venjulega. Sá yngr'
var tjóðraður, því þetta er svo
nálægt sjónum. Svo hefur
hann einhvern vegin losnað og
labbað niður á bryggju. Hann
er svo kvikur á fæti.
— Heldurðu að hann hafi
verið leystur?
— Nei, það hefur aldrei ver-
ið gert. Hann hefur bara ein-
hvern veginn þvælt af sér
bandinu.
— Hvar var Guðbjörn?
— Hann var hérna skammt
frá húsinu, og sá, þegar hinn
datt fram af bryggjunni. Fyrst
ætlaði hann að hlaupa heim,
en sneri við og hljóp niður á
bryggjuna, náði í peysuna og
Sr. Jón Aubuns, dómprófastur:
Vakir vilji þinn
eðo sefur?
PÁLL postuli var viljans maður,
eitt stærsta dæmi hins sterka
vilja. Hvað vakti vilja hans,
kveikti honum þennan eld, þetta
bál?
Því svaraði hann sjálfur með
þessum orðum: „Því að kærleiki
Krists knýr oss. „Kærleiki Krists,
sem hann hafði ekki aðeins séð
upprisinn á heilögum vitrana-
stundum, heldur vissi daglega
með sér í för. Á valdi Krists,
gegnljómaður þeim kærleika,
sem af kærleika hans hafði
tendrazt. Þetta leysti orku hans
úr læðingi, gaf vilja hans vængi
og þrótt.
Hvers vegna gefur vilji þinn,
þegar þú vilt að hann vaki, svo
að átök þín verða fálm og í mol-
um það, sem þú þráir heilt? Veik
leika þinn máttu ekki undrast,
meðan þú áit ekki hugsjón, sem
hjarta þtt hrennur* eftir að lifa
fyrir. Þegar hún er fundin og
þú hefir lært að elska hana
Móðirin með syni sína.
„Eg snúddi við
til að passa hann”
hélt honum uppi, eins og hann
gat.
-— Um hvert leyti var þetta?
— Þetta var í hádeginu.
Pabbi þeirra ætlaði að fara
að gá að þeim. Þetta var bara
stutt stund. En á meðan hafði
þetta gerzt.
— Það hefur verið háflæði?
— Já.
Lágbryggjan þar sem Guðmundur litli féll í sjóinn.
(Ljósm. Sigurgeir Jónsson).
— Hvað gerðist svo?
— Pabbi þeirra hljóp strax
niður eftir, þegar hann sá til
þeirra. Þá hafði drengur, sem
ætlaði út á kajak, komið til
hjálpar, og dregið hann upp
á bryggjuna.
— Hvað heitir drengurinn
með kajakinn?
— Ólafur. Hann ætlaði ekki
að fara út með kajakinn fyrr
en eftir mat, en svo fannst
honum einhvern veginn, að
hann yrði að fara. Þá sá hann
drengina.
— Var Guðmundur með með
vitund, þegar pabba þeirra bar
að?
— Nei, hann var meðvitund
arlaus, og fékk ekki meðvit-
und fyrr en klukkan hálf-
fimm. Hann lá á grúfu í vatn
inu, en hefði sennilega sokkið,
ef Guðbjörn hefði ekki haldið
honum uppi eða hlaupið heim.
— Hvað sagði Guðbjörn?
— Hann sagði frá öllu við
matarborðið um kvöldið. „Ég
snúddi við til að passa hann“,
sagði hann. — Andartak, ég
þarf að skreppa . . .
. . . Ég er dauðhrædd síðan.
Þeir eru hérna fyrir utan. Það
er allt í lagi. Ég var að gá að
þeim.
— Þú hefur verið hrædd,
þegar þú vissir þetta?
— Ég var með lífið í lúk-
ununi.
— Var Guðbjörn hræddur?
— Nei, sá eizti var hrædd-
ari.
— Hvernig hefur sá litli
það?
— Hann er dálítið slappur.
— Var hann lengi á sjúkra-
húsinu?
— Tvo sólarhringa. Hann
fékk hita um kvöldið, og lækn
arnir voru hræddir um að
hann fengi kannski lungna-
bólgu, en hann slapp við það.
Honum voru gefnar margar
sprautur. Svo fékk ég að fara
heim með hann á þriðjudags-
kvöldið, en hann átti í fyrst-
unni að vera lengur á sjúkra-
húsinu.
— Þú getur treyst Guðbirni
fyrir honum í framtíðinni.
— Já, hann hefur sýnt það.
— Hann hlýtur að fá heið-
ursmerki.
— Kannski. Einhver var að
segja þetta við hann. Þá sagði
hann: „Fæ ég hjól mamma?“
Það fást bara engin hjól hérna
í Vestmannaeyjum.
— Það þarf auðvitað ekki
að taka fram, að hann er ekki
syndur?
— Nei, hann er ekki syndur,
en ég vona að hann verði
syndur eins og selur, og þeir
báðir.
Smár lax, en
veiði
Netjaveiði að Ijúka
AKRANESI. — Kristján Fjeld-
sted bóndi í Ferjukoti sagði mér
í símtali í kvöld, að nú lyki netja-
veiði í Hvítá á morgun, 19. ágúst.
En veiðin hófst 20. maí. Byrjaði
netjaveiði fyrir alvöru þegar
kom fram um 20. júní, en hætti
að mestu í byrjun ágústs, vegna
þurrka. Veiði hefur verið góð.
Meir en meðalveiði að laxafjölda
til, en laxinn hefur verið óvana-
lega smár í sumar.
Svipuðu máli gegnir um stan.ga
veiðina hvað laxastærðina snert-
ir, og hún er auðvitað jafn háð
vatnsmagni ánna eins og netja-
veiðin. Stangaveiðin hættir í
flestum ám ekki fyrr en 15. sept.
Búast má við að laxveiði glæðist
undir eins og eitthvað rignir. í
þveránum í Hvítá var yfirleitt
góð laxveiði í sumar meðan nóg
vatn hél2t í þeim.
Kristján bóndi Fjeldsted átti
frumkvæði að því að senda nýj-
an lax á markað í Englandi, tál
Glasgow og London. Sjö sinnum
sendi Kristján nýjan lax til Eng-
lands í sumar. Sagði hann að
þetta hefði gefið góða raun og
hann fengið gott verð fyrir lax-
inn. Aðspurður kvaðst Kristján
Fjeldsted að óbreyttum aðistæð-
um senda nýjan lax á Englands-
markað næsita sumar. — Oddur.
muntu uppgötva innra með þér
orku, sem þu vissir ekki að værí
þar til.
Þótt Pál'l postuli væri langt um
stærri maður eftir að hann gerð-
ist kristinn en hann var áður
fyrr, var hann einnig sterkur
meðan hann enn var á valdi
gyðinglegrar' hugsjónar og trúar.
Einnig hún hafði kveikt vilja
hans eld. Hverjar sem hugsjónir
þínar eru, stæla þær vilja þinn
til átaka.
Spánski trúvillingamorðinginn,
Torquemada, var á valdi hug-
sjónar, sem gerði hann sterkan.
Hugsjón hans var sú, að draga
fýrir trúvillingadómsiólinn ka-
þólska og láta brenna á báli sem
flesta ekki-rétttrúaða menn. Sú
hugsjón vakti vilja hans þá fá-
heyrðu orku að geta með rólegri
samvizku hliistað á kvalaóp þús-
undanna, sem hann lét brenna á
báli.
Af dæmi 'nans og margra ann-
arra er auðsætt, hve miklu máli
skiptir, hver hugsjónin er, guð-
leg eða djöfulleg, sem 'viljann
vekur. Þess vegna er það háska-
iegt, sem hver tekur hugsunar-
laust upp eftir öðrum, að segja
að „hver sé sæll í sini trú“. Mörg-
um hefði verið hollara að eiga
enga trú en þá trú, sem þeir
áttu og bar þá uppi. Það var ekki
aðeins svo um Torquemada, hinn
skuggalega mann á valdi skugga-
legrar trúar. Ýmsir aðrir hefðu
betur verið trúlausir en á valdi
þeirrar trúar sem magnaði þá
til orku og átaka.
Hverri trú er þér óhætt að gef-
ast á vald?
Ef kærleikur Krists knýr þig,
ef kærleiksfórnin eins og hún
birtist í fæðingu hans, því guð-
lega lífi sem hann lifði, þeim
guðlega dauða, sem hann dó,
gagntekur huga þinn, þá magn-
ar sú hugsjón, sú trú, vilja þinn
til samstarfs við- Ijósið og lifið.
Hafi kærleikur þinn tendrazt
af kærleika Krists, vaknar með
þér orka, sem beinist til réttrar
áttar. Þá muntu innra með þér
finna það líísmagn, sem þú viss-
ir ekki áður að væri þar til, þær
uppsprettulindir undir rótum
hjarta þíns, sem þú vissir ekki
áður að væru þar.
Um magnleysi viljans muntu
kvarta meðan þú ert ekki á valdi
hugsjónar, sem er þér heilög. En
það skiptir ósegjanlega miklu
máli, hver sú hugsjón er, hvort
hún leiðir þig til þjónustu við
ljós eða myrkur, líf eða dauða,
því að hver sem hugsjónin er
þá magnar hún vilja þinn ef
hún nær vaidi á þér.
Jafnvel guðshugmyndin hefir
tíðum verið fráleit, svo skugga-
leg, að hún hefir leitt manninn til
voðaverka. Þangað leiddi hún
Pál postula á fyrri hluta ævi
hans. Og þangað hefir skuggaleg
guðshugmynd, skuggaleg trú,
leitt marga aðra. En knýi kær-
leikur Krists mannssálina þá er
hún á valdi þeirrar hugsjónar,
sem hvort tveggja gerir: helgar
víljann og v?kur þá orku, sem
áður svaf.
Láttu margt það eiga sig, sem
mennirnir hafa um Krist sagt,
en leitaðu bans sjálfs, eins og
hann birtist þér á blaðsíðum
guðspjallanna, — og
SYNDIÐ 200 METRANA
Ef þér finnst þú vera veikur,
viljakraft þinn hefta bönd,
gríptu þá hans hægri hönd.
Þú munt finna, að af) þér eykur,
æðra ma.gn um taugar leikur,
krafturinn frá hans kærleiks-
hönd.
(Guðm. Guðmundsson).