Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47 197. tbl. — Miðvikudagur 31. ágúst 1960 Prentsmiðia Morgtmblaðsins Ný stjórn í Laos LUANG BRABANG, Laos, 30. ágúst: (Reuter): — Souvanna Phouma hefur nú myndað nýja ríkisstjórn í samvinnu við Phoumi Nosavan, oig er þar með væntanlega bundinn endir á þriggja vikna stjórnmálaerjur í landinu. í hinni nýju ríkisstjórn eiga sæti bæði fulltrúar hægri manna og vinstri, en flestir aðilar stjórn- arinnar eru hinir sömu og voru byltingarstjórn Souvanna Phouma. I»á eru þeir ekki allir i sömu embættum og áður. Nosavan varamaður Phouma Innanríkisráðherra og vara- forsætisráðherra verður Phoumi Nosavan, sem er forystumaður hægri manna og fyrrverandi varn armálaráðherra í stjórn Tiao Somsanith. Upplýsingamálaráð- herrann. Quinim Pholsen, er hinsvegar fulltrúi vinstri manna. Hann var innanríkismálaráðherra í stjórn uppreisnarmanna. Souvanna Phouma lagði ráð- elgir farnir frá Kongd DANSKA hjólreiðaliðið á Ólympíuleikunum ákvað að snúa heim eftir dauða Knuds Enemarks og eftir að liðið hafði verið sakað um að taka örvandi lyf í keppni. Mynd þessi var tekin af liðinu á Kastrup-flugvelli er það kom heim. Talið frá vinstri: Niels Baunsö, sem bað Knud um að hætta, þeg ar hann kenndi lasleika, Ole Peters, Vagn Bangs- borg, sem hressti Knud með vatnsgusu, Ole Pingel og fararstjórnamir tveir, Oluf Jörgensen, sem viðurkenndi að hafa gefið Knud örvandi töflur, og Preben S. Jensen. Leopoldville og London, 30. ág. —• Reuter) — SEINUSTU belgísku her- mennirnir fóru frá Kongó í dag. Síðastir fóru 180 her- menn úr hinni kunnu Frelsis- sveit Belgíu, þeirri sem frels- aði Briissel í heimsstyrjöld- inni síðari. Hermennirnir héldu flugleiðis frá flugvellinum í Elisabethville í Katanga, eftir kveðjuathöfn, þar sem innanríkisráðherrr. Katanga héraðsins, Goderfoid Munongo, lét svo um mælt, að Katanga hér að ætti þeim eflaust meira að þakka en nokkrum öðrum — þeir hefðu komið, er ástand var mjög uggvænlegt í Katanga og lægt þá skelfingu er þar hefði ríkt. — Eg á engin orð til að lýsa þakklæti minu, sagði innanríkis- ráðherrann, ég þakka ykkur af innsta grunni hjarta míns — í mínu eigin nafni og í nafni ríkis- stjórnar og íbúa Katanga. Seinustu hermennirnir fóru um 10 klst. eftir að fresturinn, sem Sameinuðu þjóðirnar settu þeim, var útrunninn. Eftir eru nú að- eins nokkrir belgískir tæknisér- fræðingar, er leggja munu síð- ustu hönd á afhendingu herstöðv arinnar Kamina til Sameinuðu þjóðanna. Beiðni um aðstoð Ralph Bunche hefur nú lokið starfi sínu í Kongó, sem sérlegur fulltrúi Hammarskjolds, og hélt hann áleiðis til New York í dag. Áður en hann fór barst honum áköf beiðni Kalonjis, yfirmanns Kasai héraðsins, um að senda her menn frá Skandinavíu, Irlandi eða Kanada til Kasai, til þess að koma í veg fyrir aðgerðir her- sveitar Lumumba í héraðinu. Við starfi Bunche tekur nú ind verskur hershöfðingi, Rajeshwar Dayal. Hann sagði í viðtali við fréttamenn á flugvellinum í London í dag, að sér væri ekki kunnugt um, hvenær hann færi frá Kongó. Fyrst færi hann til New York til viðræðna við Dag Hammarskjold um ástandið í Kongó. Framh. á bis. 2. herralistann fyrir þingið í dag og er þess vænzt að kosningar fari fram annað kvöld. Áður hafði konungurinn lýst sig samþykkan skipan hinnar nýju stjórnar. Að afstöðnum kosningum i þinginu mun ríkisstjórnin fljúga til Vientiane, þar sem aðsetur hennar er. Hóbarlur sækja að slysslaðnum DAKAR, Senegal, 30. ágúst — (Reuter): — Sérstöku dufti var í dag stráð þar yfir, sem franska flugvélin fórst í gær með 63 menn innanborðs. Er það gert til þess að fæla frá l hákarla, sem sækja að staðn- I um. Froskmenn hafa unnið að því að ná líkum úr flakinu og höfðu náð 42 í gærkveldi. — Voru þau illa sködduð og þekktust aðeins 14 þeirra. Rannsóknarnefnd frá París er komin til Dakar til að rann saka atburð þennan. Flestir hinna 55 farþega með flugvél- inni voru franskir. Njósnarar handteknir MOSKVU, 30. ágúst (Reuter); — Rússneska öryggislögreglan hef- ur handtekið tvo unga Rússa, 25 og 26 ára og sakar þá um að hafa stundað njósnir fyrir Bandarík- in. Segir rússneska blaðið Pravda, að þeir hafi verið í týgj- um við Bandaríkjamenn, sem komið hafi sem ferðamenn til landsins, en meðal þeirra séu æv- inlega starfsmenn bandarísku njósnamiðstöðvarinnar. Cóð samvinna TOKÍÓ, 30. ágúst: — Hayato Ikeda, forsætisráðherra Japans, lagði, í ræðu í dag, áherzlu á hina vinsamlegu samvinnu Banda- ríkjamanna og Japana, sem hann kvað þó enn eiga eftir að styrkj- ast. Sagði hann, að í framtíð- inni skyldi unnið að gagnkvæmri kynningu þjóðanna í milli. Utanríkisráðherrar Norðurlanda harma árangurslausar viðræður um afvopnun OSLÓ, 30. ágúst (NTB)): — 1 tilkvnningu frá fundi utanríkis- ráðherra Norðurlanda í dag seg- vangi, sem til þess sé hæfur Verði þar unnið að almennri af- vopnun undir fullkomnu eftirliti. Heildarlækkun söluskatts aðeins 1950 krónur á meðalfjölskyldu ir, að utanríkisráðherrarnir harmi það, að starf nefndar hinna tíu þjóða um afvopnunarmál hafi ekki borið árangur, og að þjóðirn ar skuli ekki hafa komizt að samkomulagi um framhald um- ræðna um málið. Utanrikisráðherrarnir gefa til kynna þá von, að umræður á þingi Sameinuðu þjóðanna færi til nýrra raunhæfra viðræðna, annaðhvort á annarri ráðstefnu hinna 10 ríkja eða á öðrum vett- Herter ánægður LONDON og WASHINGTON, 30. ágúst. — (Reuter): — Utanríkis- réðherra Rússa Andrei Gromyko ásakaði í dag Bandaríkin um frek lega íhlutun í innanríkismálefni Kúbu. Samkvæmt fréttum Tass-frétta stofnunnar, lagði Gromyko í ræðu út af ummælum Herters, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna á ráðstefnu Ameríkuríkja í San Jose 25. ágúst s.l. Þar sagði Herter, að fulltrúi Kúbu hefði greinilega gefið til kynna, að Kúbustjórn væri fús til að að- # Viðræður sérfræðinga Utanríkisráðherrar Norður- landa benda á þann möguleika, að sérfræðingar ræði saman um einstök vandamál varðandi af- vopnun og verði viðræður þeirra síðan lagðar til grundvallar stjórnmálalegum viðræðum. • Næsti fundur í Stokkhólmi Að boði sænsku stjórnarinnar, verður næsti fundur utanrikis- ráðherra Norðurlanda haldinn í Stokkhólmi vorið 1961. með árangurinn stoða Sovétrikin við útbreiðslu kommúnismanns í löndum Amer iku. —• Herter sagði við koanuna til Washington frá San Jose, að hann væri ákaflega ánægður með ár- angurinn af þinginu. Kvað hann þar hafa komið ljóslega frarn sá ásetningur ríkja Ameríku, að vernda frelsi sitt og berjast ekki einungis gegn íhlutun Sovétríkj- anna í málefni þeirra, heldur einnig gegn þeim ríkjum, sem léðu sig sem verkfæri Rússa. MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær um hina gróflegu fölsun Tímans á sunnudaginn í sam- bandi við útgjöld vegna sölu- skatts. Benti blaðið á, að heildarsöluskattar 4ra manna fjölskyldu væru innan við 5.000 krónur en ekki 13.000 eins og Tíminn hélt fram. MorgunblaÖið hefur nú afl- að sér nákvæmra útreikninga á söluskattsgreiðslum meðal- fjölskyldu samkvæmt vísi- tölugrundvelli Hagstofunnar. Útreikningarnir eru miðaðir við árið 1960 og bornir saman við skattgreiðslur ársins 1959. Kemur þá í ljós að óbeinu skattarnir, þ. e. a. s. sölu- skattarnir, hafa aðeins hækk- að um 1950 kr. á þessa meðal- fjölskyldu. En Hagstofan reiknar fjölskyldumeðiimi í meðalfjölskyldu 4,24, þ. e. a. s. að hún sé nokkuð stærri en 4 manns. Ástæðan til þess að hækkun söluskatta er aðeins 1.950 kr. er sú að áður voru einnig innheimtir miklir söluskattar. Þannig var söluskattur í tolh 7,7%, en er nú 16,5%. Hiss vegar var felldur niður 9% söluskattur og útflutnings- sjóðsgjald, sem innheimt hef- ur verið undanfarin ár, sem kunnugt er. 3% söluskatturinn nýi er á þessari fjölskyldu kr. 1.592 og 8,8% viðbót söluskatts í tolli nemur 1.773 kr. Þaanig eru þessi nýju gjöld samtals kr. 3.365 en frá dragast síðan 1.415 'kr., sem var gamli sölu- skatturinn og útflutnings- sjóðsgjaldið. Niðurstaðan er þá eins og áður er sagt 1.950 kr. Fer þá að verða lítið eftir af fullyrðingum Tímans um skattahækkanir og geta menn nú borið hækkun söluskatt- ana saman við lækkun þá, sem þeir hafa fengið á bein um sköttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.