Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 20
OLYMPÍA Sjá bl& 11. 197. tbl. — Miðvikudagur 31. ágúst 1960 Bjöm vegaverkstjóri við Austurveg. — Myndin er tekin þar sem vegurinn endar nú._I baksýn eru sjálf Þrengslin. Eítir veginum kemur einn af bílunum með grjótfarm, (Ljósm. Mbl.: vig.) Lagning Austurvegar um Þrengslin nú hálfnuð SMÁTT og SMÁTT lengist hinn nýi Austurvegur, sem í daglegu tali er kallaður Þrengslavegur. Um ókomin ár á þessi vegur eft- ir að verða aðalsamgönguæðin milli Reykjavikur og landbúnað- arhéraðanna fyrir austan Fjall. Lagning hans og gerð öll við það 1 ! Blaða- liðið valið ÍÞRÓTTAFBÉTTARITARAR hafa nú valið blaðaliðið, sem mæta á liði landsliðsnefndar- innar á morgun kl. 7,30 e.h. á Laugardaisvellinum. Morg- unblaðið birti lið landsliðs- nefndarinnar í gær, en blaða- liðið verður skipað eftirtöld- um mönnum; Gunnlaugur Hjálmarsson, Vaí, Hreiðar Ársælsson, KR, Jón Stefánsson, Akureyri, Ormar Skeggjason, Val, Kristinn Gunnlaugsson, Akranesi, Helgi Jónsson, KR og verður hann fyrirliði á leikvelli, Bergsteinn Magnússon, Val, Jakob Jakobsson, Akureyri, Ingvar Elísson, Akranesi, Sveinn Jónsson, KR og Bald- ur Scheving, Fram. — Vara- menn: Einar Sigurðsson, Hafn arfirði, Helgi Hannesson, Akra nesi, Geir Kristjánsson, Fram og Björgvin Daníelsson Val. í gær eftir að blaðamenn höfðu vaiið lið sitt, kom í ljós að Árni Njálsson, Val, sem landsliðsnefndin valdi í lið* sitt, myndi ekki geta leikið vegna veikinda og eru því líkur á að Kristinn Gunnlaugs son fari yfir i lið landsliðs- nefndarinnar og blaðaliðið breyttist þá þannig, að Jón Stefánsson leiki miðframvörð og Helgi Hannesson bakvörð. miðið að síðar verði hann malbik aður eða steinsteyptur, — beint ofan á slitlagið. Verður akbraut- in þá 10 metra breið. í fyrradag brugðu blaðamenn Mbl. sér austur til þess að sjá hversu verkinu miðar áfram. — Eftir að hafa ekið um 10 km. leið eftir hinum breiða, skemmti- lega vegi, gegnum sjálf Þrengsl- in, og nokkuð til suðurs með fell- inu Meitlum, mátti sjá bækistöð vegagerðarmanna, og skammt frá í fjallinu vélskóflur og vöru- bíla með ofaníburð. Það var kaffitími hjá vegagerð armönnum og í einum skúranna, hittum við Björn Jóhannsson verkstjóra frá Keflavík, er bauð komumönnum upp á kaffisopa í mötuneytisskúrnum. Það hefur ekki miðað eins vel áfram nú í sumar og hin fyrri sumur, t. d. eins og í fyrra, sagði hann, — en Austurvegur — Þrengslavegur — er nú orðinn um 11 km. langur, þ. e. a. s. leið- in ofan úr Svínahrauni, að veg- arendanum. En enn er löng leið fyrir höndum áður en við kom- um niður í Ölfus. Líklega erum við þó rúmlega hálfnaðir. Hér undir Meitlum sækist verkið seint. Ekki er hægt að beita jarðýtum á hraunið með nokkrum árangri, fyrir það, hve lítið það er brunnið. — Við verðum að flytja að úr fellinu allt efni í veginn, undir- stöður og ofaníburð, sagði Björn verkstjóri. Víða verður að fylla upp í djúpar gjótur og dældir sem eru í vegastæðinu. Þetta hef ur haft í för með sér að vega- gerðin í sumar hefur ekki sótzt nærri eins vel og þegar við vor- um fyrir norðan Þrengslin í hrauninu og ýturnar skiluðu miklu verki á viku.hverri. — Við erum búnir að leggja, í sumar, um 2 km. kafla hér undir Meitl- um. Fjórir stórir vörubílar hafa verið í stanzlausum flutningi á efni úr gryfjum, í veginn. Leiðin er ekki lengri en það, að þeir hafa komizt upp í 80 ferðir á vinnudegi, sem er frá kl. 7 ár- degis til 8 síðdegis, fimm daga vikunnar. Björn sagði að hann vissi ekki hvenær Þrengslavegur kæmist fram á brún. Það fer auðvitað eftir hversu vel verkið sækist og hve miklu fé hægt er að verja til vegarins. En þegar lengra dregur suður á bóginn, að svo- nefndum Krossfjöllum, vonum við að aftur verði komið í ýtu- land, og hægt verði að beita ýt- unum við vegagerðina. — Hvað hefði það tekið marga áratugi að leggja þennan veg á dögum hestakerranna? spurðum við Björn, að lokum. Hann svar- aði: — Það getið þið reiknað út á leiðinni í bæinn. Islendingunum líður öllum vel Hilmar og Svavar keppa i dag M'bl. í Róm. RÓM, 30. ágúst: — Keppend- ur í 100 m hlaupi, sem fram fer á morgun (miðvikudag), eru 64, og er Hilmar Þorbjörns son meðal þeirra. Hann verð- ur í 9. riðli ásamt Ozolin frá Rússlandi, Budd frá Banda- ríkjunum, Radford, Englandi, Georgopoulus, Grikklandi, Robert, Liberíu og Abdelkad- er, Arabalýðveldinu. Þrír kom ast áfram í milliriðil, og má telja vonlaust að Hilmari tak- izt það. Raðað hefir verið í riðla í 800 m hlaupi þar sem Svavar Markússon keppir ásamt 55 öðrum. Svavar er i 6. riðli ásamt Moens frá Belgíu, Lewandowski, Póllandi, Kov- Þrír komast áfram en líkur Svavars til þess eru litlar sem engar. ★ TVEIR LÉTUST AF SÓLSTING Hitinn nær enn 40 stigum í skugganum um hádegisbilið. Tveir áhorfendur hafa látizt af sólsting og margir eru veik- ir, m. a. íþróttafólk. ★ ISLENDIN G ARNIR íslendingunum líður öllum vel. Pólverjarnir eru hræddir við Vilhjálm í þrístökkinu. Hann er sýnilega í góðri þjálf un og vel á sig kominn. Jón Pétursson stökk yfir 2 metra í fyrstu tilraun á æfingu í gær. Mikið er skrifað hér um danska hjólreiðamanninn, sem lézt af sólsting á föstudag og acs, Ungverjalandi, Knuts, inntöku hans í örfandi lyf jum. , Svíþjóð og Dargouth, Tunis. — A.St. ) Skólholt verði biskupssetur Mikill áhiugi á því innan prestastéttarinnar Á AÐALFUNDI Prestafélags Suðurlands, sem haldinn var í Vindáshlíð um síðustu helgi, var samþykkt samhljóða eft- irfarandi ályktun um Skál- holtsstað: Aðalfundur Prestafélags Suður lands beinir þeirri áskorun til kirkjuþings og biskups, að vinna að því, að fyrir næsta Alþing lílræðismanna leitað Amman, Jórdaníu, Washington, 30 ágúst. — (Reuter) —• HANDTÖKUR hafa farið fram í Amman í dag vegna morðsins á Hazza Majali, for- sætisráðherra, í gær, en ekki er kunnugt um hverjir eða hve margir hafa verið hand- teknir. Ríkisútvarpið í Amman sakaði í dag „sendimenn frá Damaskus" um verknaðinn og kvað líklegast að illræðismennimir væru komn ir til Damaskus aftur. Hinsvegar liggja þrír sendlar, sem unnu í byggingu utanríkisráðuneytisins, undir grun. Einn þeirra mun hafa verið tekinn höndum, en hinna tveggja er ennþá leitað. 24 kist. sorg Útför forsætisráðherrans fór fram í dag og var Hussein kon- ungur Jórdaníu viðstaddur. — 1 Amman hafði verið fyrirskipuð Vísitalan óbreytt KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að visitölu framfærslukostnaðar í byrjun ágústmánaðar 1960 og reyndist hún vera 104 stig eða óbreytt frá vísitölunni í júlíbyrj- un 1960. — (Frá Hagstofu Islands). 24 klst. almenn sorg. Hersveitir stóðu vörð við opinberar bygg- ingar og fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng. Hussein konungi hafa borizt samúðarkveðjur frá ríkisstjóm Bretlands og Eisenhower Banda- ríkjaforseta. Ný ríkisstjóm hefur verið mynduð í Jórdaníu og hefur Hussein konungur skorað á hana að standa fast gegn þeim öflum, sem vinna að sundrungu ríkisins. Erlendir ferða- skrifstofumenn á ferð EINS og að undanförnu hefur Flugfélag íslands, í sumar, boð- ið hingað til lands alimörgum framámönnum ferðamála frá ná- grannalöndunum. Nýlega er hóp ur norskra ferðaskrifstofumanna farin heimleiðis eftir dvöl hér og ferðalög um landið. Fararstjóri norska hópsins var Vilhjálmur Guðmundsson fulltrúi Flugfélags íslands í Osló. I kvöld (þriðjudag) er væntan legur hópur ferðaskrifstofufólks frá Þýzkalandi, sem dvelja mun hér og ferðast um landið fram á laugardag. Fararstjóri Þjóðverj- anna er Skarphéðinn Árnason fulltrúi Flugfélags íslands í Ham borg. Þá er í ráði að ferðaskrifstofu- menn frá Svíþjóð komi hingað um miðjan september. verði lagt frumvarp um Skál- holt, sem biskupssetur og mið- stöð fyrir kirkjulegt starf, með hliðsjón af þeim tillögum, sem fram hafa komið á synodus, fund um prestafélaga og héraðsfund- um. Tillaga, efnislega samhljóða þessari, var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða á aðalfundi Prestafélags íslands í gær. Hefur ríkt mikill áhugi um þetta mál á þessum tveimur prestafundum og hefur verið lögð sérstök áherzla á, að í Skál- holti sitji biskupsvígður maður og biskup fái húsbóndavald á staðnum. Flestir með plástra og marbletti BLAÐIÐ hefur nú fengið nán- ari fregnir af slysinu, sem ís- lenzkur áætlunarbíll, á leið með ferðaianga á Olympiu- leikana í Róm, varð fyrir í Sviss. 1 einkabréfi, sem einn far- þeganna skrifaði heim, er frá því sagt að óhappið hafi orðið norðan megin í St. Gotthard- skarði. Áætlunarbíllinn, sem er frá Ísafirði og var sendur til Hamborgar með skipi til móts við farþegana, rakst ut- an í brúarvegg í skarðinu og skemmdist mikið. Um farþeg- ana segir svo í bréfinu: — Sluppu allir við meiri háttar meiðsli, en nokkrum var ekið í sjúkrahús um nótt- ina og þeir hafðir þar til næsta dags. Flest fólkið er með plástra og marbletti. Fólkið fór svo með járn- brautarlest til Rómaborgar, og þurfti að skipta sjö sinn- um um lest á leiðinni. Að lokum er fararstjóran- um, Guðmundi Gíslasyni, hrós að fyrir að hafa staðið sig mjög vel í þessum erfiðleik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.